Helgarblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 14
Helgar 14 blaðið
Einangrað
skáld eftir
heim-
komuna
Félag áhugamanna um bók-
menntír efhir tíl sumarþings
um Gunnar Gunnarsson
skáld á morgun, laugardag.
Það hefst klukkan 10.15 og
lýkur með kaffiveitingum
klukkan 17.15.
A þinginu verður fjallað um ævi
Gunnars og verk hans frá ýmsum
sjónarhomum. Böðvar Guðmunds-
son, skáld og fræðimaður, kemur
sérstaklega til landsins ítá Dan-
mörku og ræðir stöðu Gunnars i
danskri bókmenntasögu. Helgi
Skúlason og Helga Bachmann flytja
leikgerð Bjama Benediktssonar frá
Hofteigi og Lámsar Pálssonar sem
þeir nefhdu Myndir úr Fjallkirkj-
unni. Auk Böðvars tala Thor Vil-
hjálmsson rithöfundur, Gunnar Jó-
hannes Amason heimspekingur,
Halla Kjartansdóttir íslenskufræð-
ingur og bókmenntafræðingamir
Soffia Auður Birgisdóttir, Þórir
Oskarsson og Þorleifur Hauksson.
Dagný Kristjánsdóttir setur þingið
en í lok þess stjómar Matthías Viðar
Sæmundsson pallborðsumræðum.
Lífshlaupið
Gunnar Gunnarsson fæddist á
Valþjófsstað 18. maí 1889. Hann
naut lítillar skólagöngu sökum fá-
tæktar en las öll skáldverk sem hann
gat komist yfir. Hann byrjaði
snemma að skrifa sjálfur og árið
1906, þegar hann var sautján ára,
komu fyrstu bækur hans út á Akur-
eyri.
Hugur Gunnars stóð til náms og
fékk hann skólavist á lýðháskólan-
um í Askov á Jóllandi. Hann fór frá
íslandi árið 1907 og kom aðeins
heim sem gestur næstu 32 árin. Tví-
tugur að aldri samdi Gunnar sína
fyrstu skáldsögu á dönsku en enginn
vildi gefa hana út. Hann flutti til
Kaupmannahafnar árið 1910 og
kynntist þar Franziscu Antoniu Jos-
ephine Jörgensen og giflust þau árið
1912 en þá hafði Gyldendal tekið
fýrsta bindi Borgarættarinnar til út-
gáfu. Sú bók sló í gegn í Danmörku
og var Gunnar mjög mikilvirkur rit-
höfundur næstu árin og naut mikilla
vinsælda í Danmörku. Meðal bóka
sem hann skrifaði á þessum ámm
má nefna Fjallkirkjuna, Sælirem
einfaldir, Svartfugl, Vikivaka, Að-
ventu, Jón Arason og margar fleiri.
Hann var jafnframt vinsæll fyrirles-
ari og skrifaði greinar í blöð og
tímarit.
Á fjórða áratugnum var staða
Gunnars sem rithöfúndar mjög sterk
í Danmörku og víðar, m.a. í Þýska-
landi. Vinsældir hans í Þýskalandi
urðu þó til þess að naprir vindar fóm
að leika um hann í Danmörku þegar
líða tók á fjórða áratuginn og enn í
dag er deilt um hver viðhorf Giuin-
ars til nasismans hafi verið.
Árið 1939 flutti Gunnar heim til
íslands og settist að á Skriðuklaustri.
Þar byggði hann stórhýsi og hóf bú-
skap. Árið 1948 gefst hann upp á
búskapnum og sest að í Reykjavík.
Gunnar sendi aðeins frá sér þrjár
skáldsögur eflir að hann flutti heim
til Islands. Hann þýddi hinsvegar
allar eldri bækur sínar á íslensku,
þótt flestar þeirra væm til í eldri
þýðingum.
Gunnar lést árið 1975 og Franz-
isca kona hans ári síðar. Þau hvíla í
gamla kirkjugarðinum í Viðey.
Heimkoman
Margir hafa velt því fyrir sér
hversvegna Gunnar lét meira og
minna af skapandi ritstörfum eftir að
hann fluttist heim. Hann var þá enn
á besta aldri, um fimmtugt, en þrátt
fyrir það sendi hann einungis frá sér
þijú frumsamin skáldverk eftir
heimkomuna. Á þinginu mun Þor-
leifur Hauksson bókmenntafræðing-
ur ljalla um heimkomu Gunnars.
„Þegar Gunnar kom heim tii Is-
lands árið 1939 var hann víðffægasti
rithöfundur þjóðarinnar. Islendingar
þekktu hann þó meira af afspum en
lestri bóka hans, því margar þeirra
lágu ekki fyrir í íslenskri þýðingu.
En þrált fyrir að Gunnar ritaði á
dönsku leit hann alltaf á sig sem ís-
lenskan rithöfund á erlendri grund
og hafði stöðugt áhuga á að flytja
aftur heim til Islands þótt ekki yrði
að því fyrr en 1939.
Þegar Gunnar settist aflur að á ls-
landi haíði hann uppi mikil áform
um flokk skáldsagna sem átti að
heita Lægð yfir Islandi. Heiðahami-
ur var fyrsta sagan í þeim flokki.
Ekkert varð þó úr þeim áformum því
12 ár liðu frá Hciðaharmi þar til
næsta frumsamda skáldverkið kom
frá honum, cn það var Sálumessa
sem var framhald á Heiðaharmi.
Síðasta skáldverk hans, Brimhcnda,
kom svo út árið 1954.
Það liafa margir vcll þcssu fyrir
sér. Hvcrsvcgna hljóðnar Gunnar
Gunnarsson cftir hcimkomuna? I er-
indi mínu mun ég reyna að leita
svara viö því.
Ein skýringin er sú að Gunnar
flytur of seint hcim. Halldór Lax-
ness scgir í bréfi til Gunnars árið
1939 að hann sé að investera í róm-
antíkinni. Gunnar lokasl inni í hcimi
uppvaxtarins og er kominn úr sam-
hcngi við íslcnskan raunverulcika.
Sá hcimur sem liann hélt að hann
væri að hverfa aftur til cr að hrynja
allt í kringum liann og ógnirnar úti í
heimi hafa cinnig fallið honum mjög
þungt og skekið lífsgrundvöll hans,
ckki síður cn fyrri heimsstyrjöldin
gerði á sínum tíma. Það er kannski
fyrst og fremst þeir alburðir sem
gera það að verkum að rödd hans
hljóðnar."
Einangrunin
Hvemig nióttökur lékk Gunnar?
„Það var mikil eftirvænting, ekki
síst austur á Héraði. Honum var líka
fagnað af öllum andans mönnum og
verður ekki annað séð af skrifum frá
þessum tíma, en að hann hafi verið
mjög velkominn heim.
Heimkoman virðist hinsvegar að
eihverju leyti hafa valdið honum
vonbrigðum og það fór ekki hjá því
Gunnar Gunnarsson gerjast stöðugt i mér og ég gríp alltaf aftur og aftur til bóka hans, segir Þorleif-
ur Hauksson bókmenntafræöingur. Mynd : Kristinn
að hann einangraðist fyrir austan.
Þegar Gunnar var í Danmörku var
hann mjög ötull greinahöfundur í
þarlend blöð og tímarit. Hér lagði
hann sig hinsvegar ekki eftir því að
skrifa í þau bókmenntatímarit sem
gefin vom út, hvorki Helgafell né
Tímarit Máls og menningar, þrátt
fyrir að forráðamenn beggja þessara
tímarita stæðu fyrir útgáfufélaginu
sem gaf út bækur hans. I stað þess
kaus hann að gefa út eigið tímarit,
Gunnar Gunnarsson
Árbækur, sem var vettvangur fyrir
skáldskap hans og greinar þar sem
hann agnúaðist m.a. út í það sem fór
í taugamar á honum í íslensku sam-
félagi."
Nasisminn
Töluvert hcfur verið ljallað um að
hugur Gunnars hafi staðið til nas-
isma á ámnum fyrir seinni heims-
styrjöld. Var hann vændur um slíkt
við heimkomuna?
„Áður en hann flutti heim haíði
komið upp umræða í Danmörku um
aðdáun Gunnars á Þjóðveijum.
Gunnar hafði mjög náin tengsl við
Þjóðveija á þessum ámm, enda bæk-
ur hans mjög vinsælar þar. Þegar
höfúndarverk hans er hinsvegar
skoðað er ekkert í því sem bendir til
aðdáunar á nasisma. Þjóðveijar gátu
hinsvegar lagt bækur hans út á sinn
hátt og gerðu það óspart.
Eg hef ekki rekist á neitt frá þess-
um ámm sem bendir til þess að Is-
lendingar hafi vænt hann um nas-
isrna. Þvert á móti ríkti mjög al-
mennur fögnuður við heimkomu
hans.“
Bóndinn
Hver var ástæðan fyrir því að
Gunnar brá búi á Skriðuklaustri og
fluttist til Reykjavíkur?
„Ástæðumar lyrir því vom ann-
arsvegar fjárhagslegar, hygg ég, og
hinsvegar einnig af öðrum toga.
Gunnar ætlaði bæði að vera stór-
bóndi og stunda ritstörf á Skriðu-
klaustri en það gckk ekki upp. Sá
heintur sem hann ætlaði að taka sér
bólfestu í var ekki lengur til. Þrátt
fyrir það bjó hann þama í áratug
með fullri reisn og virðist hafa notið
búskaparins, í aðra röndina að
minnsta kosti. Árið 1948 ákveður
hann svo að bregða búi og gefur ís-
lenska ríkinu jörðina og húsið sem
þau hjónin höföu reist á Skriðu-
klaustri.
Þær bækur sem Gunnar skrifar
eflir heimkomuna bera þess vott að
hann er að fjalia um ídealíseraða
rnynd af því umhverfi sem hann vex
upp úr. Allar bækur hans frá 1920
eiga rætur í gamla islenska bænda-
þjóðfélaginu, í verðmætamati þess
og lífsskilyrðum. Þessi veröld er að
hrynja þegar hann kernur heim og
Skriðuklaustursævintýrið, stóbónd-
inn og skáldið, er til marks um það
að Gunnar liföi í einhverskonar
rómantískri sýn á föðurlandið.
Raunvemleikinn var bara allur ann-
ar. Umhverfið uppfyllti ekki vonir
hans og drauma.“
Svanasöngurinn
Vom þær þijár bækur sem hann
samdi eflir heimkomuna jafn merki-
legar og fyrri verk hans?
„Tvímælalaust. Ef við tökum
svanasöng hans sem dæmi, Brim-
hendu sem kom út árið 1954, þá
mótar hann þar alveg nýjan stíl í ís-
lenskum bókmenntum. Stíllinn er
harðhnjóskulegur, orðmargur og
seintekinn. Hann notar líkingamál
og stuðlanir mikið svo að sumar
setningar sögunnar minna á drótt-
kvæði. Samtímis er þetta afar ein-
kennileg og mögnuð bók og verkar
ótrúlega sterkt á lesandann ef hann
gengur á vit stílsins.
Þýðingar hans á eigin verkum,
sem koma út eftir Brimhendu, draga
dám af þessum stíl og það má eigin-
lega segja að hann hafi endursamið
sögumar að sumu leyti og fært þær í
nýjan búning, sem var hans eigin.
Þrátt fyrir að Gunnar hafi ekki
samið margar nýjar bækur eftir að
hann settist aflur að á íslandi, þá var
hann alla tíð mjög afkastamikill. Það
var ekkert smáverk að þýða allar
bækumar á íslensku, enda höfundar-
verk hans mikið að vöxtum.“
Það má segja að einhverskonar
Gunnarsvakning hafi átt sér stað á
undanfömum ámm. Hvað veldur?
„Satt að segja hef ég ekki hug-
mynd um það. Sjálfur hef ég dvalið
erlendis undanfarin ár og á því erfitt
með að átta mig á því. Hvað sjálfan
mig varðar þá hefur Gunnar Gunn-
arsson alltaf höföað sterkt til mín
sem skáld. Hann geijast stöðugt í
mér og ég gríp alltaf aftur og aftur til
bóka hans.“ -Sáf
Föstudagurinn 26. júni