Dagblaðið - 16.10.1975, Side 4
4
r
Dagblaöið. Fimmtudagur 16. október 1975.
Fœreysku undanþóguskipin
— og liggjo á síðustu
blettunum þar sem fisk
er að fá við ísland
\i
„Tiu færeyskir togarar hafa
veiðiheimildirinnan 50 mllna og
meöal þeirra eru 2 saltfisktog-
arar sem kalla mætti verk-
smiðjuskip. Þeir safna 750 tonn-
um hvor af saltfiski og liggja i
reitum þorskmiðanna á Halan-
um og hólfi út af Vestfjörðum.
Ekkert er fylgzt með afla þess-
ara skipa, að þvi er ég bezt
veit,” sagði Auðunn Auðunsson,
skipstjóri á Karlsefni i viðtali
við Dagblaöið. Og honum lá
fleira á hjarta.
— Færeyingarnir hafa sent
fjögur ný fiskiskip á Islandsmiö
frá þvi við færðum út og þeir
fengu undanþágu til veiða innan
50 milna. Eitt þeirra skipa, sem
þeir höfðu á Islandsmiðum i
fyrra, „Mýrlingur”, er leigu-
skip frá Noregi. Hvort þar voru
á ferð norskir aðilar, sem
smygla sér inn f islenzka land-
helgi með Færeyinga sem
leppa, veit enginn en það alvar-
legasta er að ekkert eftirlit er
haft með afla þeirra.
— Flest eða öll færeysku
skipin hér við land hafa flot-
trollsvörpu um borð. Islending-
ur fann upp þessa vörpu og gekk
hún undir nafninu Breiðfjörðs-
varpan. Þjóðverjar gleyptu
hugmyndina og fullkomnuðu
vörpuna. Hér á Islandi voru
ekki þá, og hafa aldrei verið, til
peningar til að leggja I það sem
þurft hefur að gera i islenzkum
sjávarútvegi. Flottrollsútbún-
aöur kostar um 15 millj. króna á
skip. Innan við helmingur stóru
togaranna islenzku hefur slikan
búnað og hlutfallið er álika
meöal minni togaranna. A viss-
um árstimum fiskast i flottroll
þó ekkert fáist við botninn og
flotvarpan getur við ýmis skil-
yrði fært sjómönnum miklu
meiri afla en önnur veiðarfæri.
— Ýmsir islenzkir aðilar þora
ekki að leggja i kostnaðinn, þvi
fiskimálastjóri hefur látið að
þvi liggja að e.t.v. verði þetta
veiðarfæri bannað. Auk þess er
erfitt um fé hjá islenzkum út-
gerðarmönnum. Þeir eiga ekki
fyrir snæri sjálfir og alla fjár-
festingu verður að sækja f kerf-
ið.
— Þaö er vissulega alvarlegt
mál ef við höldum áfram aö
hleypa á mið okkar verksmiðju-
skipum sem halda þar til mán-
uðum saman. Fiskur er orðinn
það litill á miðunum viö ísland
að vafasamt er hvort útgerð
veröur hér haldið áfram án dag-
styrkja — jafnvel þótt „kerfið”
hætti að taka helming aflaverð-
mætis móti skipunum. 011 út-
gerö annarra þjóöa er komin á
rikisstyrki, þar á meðal Færey-
inga.
Fiskurinn er algjörlega upp-
urinn á Islandsmiöum nema á
svæði út af Faxaflóa, Breiða-
firöi og Vestfjörðum, sem friðuð
voru, og einhverjum takmörk-
uöum svæðum fyrir norðan og
austan.
Aövaranir minar fyrir tveim
árum gegn undanþáguveiting-
um til Breta og fleiri voru þvi
miður á rökum reistar, sagði
Auðunn. Það er áþreifanlega
komið I ljós i dag. Fiskmagnið
eroröiö þaö litiö kringum landið
aö það nægir ekki einu sinni
okkur sjálfum. Það eru erfiðir
timar framundan, jafnvel þó
allir erlendir togarar fari af
miöunum.
— Það er vanmat á islenzku
landhelgisgæzlunni, sem komið
hefur fram hjá islenzkum ráða-
mönnum, að hún geti ekki variö
landhelgina. Það þarf hins veg-
ar að vinna að þvi að skipin og
flugvélarnar sinni ekki öðru en
gæzlu landhelginnar. Af sliku
óþarfa snatti er sorgleg reynsla.
Nýjasta dæmiö um það er þegar
þyrlan Gná lauk sinni tilvist i
Skálafelli við störf mjög óskyld
landhelgisgæzlu. —ASt.
Enginn Reykvíkingur
í fjárveitinganefnd
„Það er fyrir neðan allar hell-
ur, að Reykvikingar skuli ekki
hafa mann i fjárveitinganefnd Al-
þingis”, sagði Albert Guðmundg-
son, alþingismaður, i viðtali við
DAGBLAÐIÐ.
Þegar kjósa skyldi i fjárveit-
inganefnd á Alþingi i gær, kom
fram ósk Alberts Guðmundssonar
um, að þeirri kosningu yrði frest-
aö.
„Ég er þingmaður Reykvik-
inga”, sagði Albert, „og Reykja-
vik þarf á öllu sinu að halda. Það
er kominn ti'mi til að menn skilji
þetta. Ég vil að minnsta kosti
gera tilraun til þess, að Reykvik-
ingar fái mann i fjárveitinga-
nefnd Alþingis”, sagði Albert
Guðmundsson að lokum.
—BS—
SURTSEYJARHUSIÐ
UGGUR UNDIR
STÓRSKEMMDUM
Ekki hefur tekizt, þrátt fyrir
itrekaðar tilraunir I þá átt, að
gera við Surtseyjarhúsið Páls-
bæ, sem nú er mjög illa farið af
veðrum og vindum.
„Vandamálið er að koma efn-
inu, sem þegar er búið að
kaupa, út i Surtsey,” sagði Karl
Sæmundsson kennari, sem
hefur verið umsjónarmaður
hússins undanfarin ár, i samtali
við fréttamann blaðsins f gær-
kvöldi. „Húsið er byggt úr
vatnsheldum krossviði en hann
er farinn að flagna þar sem lim-
ingin hefur bilað og hann er þvi
að verða mjög lélegur á blett-
um,” sagði Karl ennfremur.
Ekki vildi Karl segja húsið
leka stórvægilega, enn sem
komið er, en sagði þó þróunina
vera i þá átt. Húsið er byggt i
svokallað „A”, þ.e.a.s. er litið
annað en þakið, og er þvi
skemmdin ef til vill hálfu verri
en ella.
„Það eru ýmis vandamál
sem hafa gert það að verkum að
húsið er farið svona,” sagði
Karl. „Agangur veðurs og
sævar er mikill þarna i Atlants-
hafinu, sandur er mjög laus i
hliöinni yfir ofan húsið og er nú
kominn upp á miðja hurð. Við
höfum fengiö loforð um hjálp
góðra manna i Eyjum en vegna
ógæfta hefur ekki verið hægt að
koma viðgerðinni við.”
Karl gat þess að ekki væri
hægt að lenda litlum flugvélum
lengur i Surtsey, vegna grjóts,
sem borizt hefur upp á „flug-
brautina”. Auk þess heföi vélin,
sem yfirleitt vai notuötil Suit.fe-
eyjarflugs, verið eyðilögð af
drukknum manni í flugskýli i
Reykjavik í sumar.
„Það hefur ekkert verið gert
við húsið að ráði siðan ’71,”
sagði Karl, „og enginn verið i
húsinu að staðaldri siöan i hitt-
eðfyrra.”
—ÓV.
Surtseyjarhúslð, sem Paul Bauer gaf hingað til lands, hefur marga hiidi háð. A nýársdag 1N7 hófst gos
ab nýju i Surtsey. Hraunrennslib stefndi á húsið og um tima var tvisýnt um hvort straumurlnn
stöðvaðist I tæka tið. Þaö gerði hann þó aö lokum. Nú liggur húsið undir skemmdum af öbrum völdum.
------
Það gerist alltaf eitthvað
í þessari Viku:
Í þessari VIKU: Amy Engilberts — Tommi i Festi — Mannœtur