Dagblaðið - 16.10.1975, Síða 24
KEPPT I
NÝRRI
ÍÞRÓTTA"-
GREIN!
í sjónvarpsþættinum
„Anna i Hllö”; sem sýndur
verBur á laugardagskvöld er
m.a. keppt i nýrri iþrótta-
grein, afmyndun. Þessi teg-
und iþrótta er tiltölulega
auðveld og algeng, en aldrei
hefur verið efnt til keppni i
greininni fyrr. Sveitir frá
MH, MK og MT mæta til
leiks I þetta fyrsta sinn. Við
sjáum hér tvo keppenda ein-
beita sér í keppninni.
-
Fimmtudagur 16. október 1975.
„BEiTA LOKUNARTÖNGINNI NOKKUÐ ÓGÆTILEGA
„Þeir beita- lokunartönginni
nokkuð ógætilega hjá Raf-
magnsveitu Reykjavikur”,
sagði lögfræðingur, sem DAG-
BLAÐIÐ átti tal við i gær. „Þeir
eru ekki eins fljótir upp með
hana aftur til að opna”, bætti
hann við. Hann kvaðst ekki sjá
önnur úrræði en leita til fógeta-
réttar með mál, sem i stórum
dráttum er þannig vaxið.
Fráskilin kona lenti i fjár-
hagsvandræðum og meðal ann-
ars vanskilum með rafmagns-
reikninginn. Var lokað fyrir raf-
magnið hjá henni. Þegar henni
hafði tekizt að fá peninga fyrir
skuldinni bjóst hún viö aö lokun-
inni yrði aflétt. Þegar bið varð á
þvi, spurðist hún fyrir um hve-
nær opnað yrði aftur fyrir raf-
magnið.
Konan fékk þau svör, að fyrr-
verandi eiginmaður hennar
skuldaði reikning fyrir iðnverk-
stæði, sem hann haföi rekiö.
Bæri hún fjárhagsiega ábyrgð á
þeirri skuld, og þess vegna yrði
ekki opnað hjá henni fyrr en sá
reikningur hefði verið greiddur.
Var mjög erfitt aö ná tali af
starfsmönnum Rafmagnsveit-
unnar út af málinu en þeim, sem
til náðist, varð ekki um þokað.
Þetta er í stuttu máli sagan
um rafmagnslokun hjá fráskil-
inni konu og verkstæöisreikning
fyrrverandi eiginmanns henn-
ar.
—BS—
Dagblaðið
glóðvolgt
um borð í
varðskipið
Bjarni Helgason, skipherra á
TF-SÝR, hendir böggli með
Dagblaðinu niður til skipverja á
varðskipi á Halamiðum i gær.
Blaðið fór „heitt” úr pressunni
um borð i landhelgisvélina og
var komið um borð i varðskipið
aðeins hálfum öðrum tima eftir
að prentun fyrstu blaðanna lauk
i Blaðaprenti.
Fátt var að gerast á miðunum
eins og við var að búast.
DB-mynd: ÓV.
Bráðkvaddur á
rjúpnaveiðum
Maður úr Reykjavik, 53 ára
gamall, sem fór með félögum sin-
um tveimur til rjúpna er rjúpna-
veiði hófst i gær, varð bráðkvadd-
ur þar sem hann var að veiðum
ásamt félögum sinum i Skarðs-
heiði um klukkan 6 i gærkvöldi.
Félagarnir voru saman að
veiðum allan daginn i gær og um
kl. 6 voru þeir i 850 m hæð i
Skarðsheiðinni er einn félaganna
varð bráðkvaddur.
Lögreglan i Borgarnesi kom á
staðinn og hinn látni var fluttur til
Reykjavlkur.
ASt.
Vestmannaeyjar:
Sundlaugin rís
W • •• X
ur jorðu
Allar likur eru nú á þvi, að
Vestmannaeyingar geti á næsta
ári farið að synda 200 metrana.
Sundlaugarbyggingin, seni byrj-
að var á i júni siðastliðnum, geng-
ur mjög vel og i gær kom skip
með stóran hluta af byggingar-
efninu en það er flutt inn frá Finn-
landi og Danmörku.
A sinum tima var sundlaugar-
byggingin ásamt byggingu
iþróttahúss boðin út. Þrjú tilboð
bárust, — tvö frá Danmörku og
eitt islenzkt. Annað danska fyrir-
tækið fékk verkið. Áætlaður
byggingarkostnaður fyrir bæði
mannvirkin var i vor 350 milljón-
ir, en sennilega hefur hann hækk-
að töluvert.
Leyfi fyrir byggingu sundlaug-
arinnar og iþróttahússins fékkst
með óvenju skjótum hætti á sin-
um tima, og þakka Vestmanna-
eyingar það skilningi og fljótri
fyrirgreiðslu menntamálaráðu-
neytisins. Mannvirkin eru flutt
inn svo til tilbúin og þurfti að fá
sérstakt leyfi til þess innflutn-
ings. Einnig þurfti að fá sérstakt
leyfi vegna greiðslufrests á
kaupverðinu, eh það var Viðlaga-
sjóður, sem tók öll lán til þess,
sem bæjarsjóðurinn borgar
siðan.
AT
Skilnaðarhugleiðingar koma í bylgjum:
VIKU BIÐLISTI EFTIR AÐ
FÁ AÐ RÆÐA VIÐ PREST
en aldan er aftur í rénun í Keflavík
„Skilnaðarhugleið-
ingar koma i bylgjum
eins og fleira hjá
fólki”, sagði séra Ólaf-
ur Oddur Jónsson i
Keflavik i viðtali við
DÁGBLAÐEÐ. ,,Það er
alveg rétt, að um tima
voru beiðnir um sátta-
tilraunir prests vegna
hjónaskilnaðar alveg
með ólikindum. Þetta
er sem betur fer i rén-
un,” sagði sr. Ólafur
Oddur. „Siðast voru
hjá mér ung hjón, sem
komu og ætluðu að
skilja. Þegar þau fóru
voru þau ákveðin i að
skilja ekki. Það var
mjög ánægjulegt”.
DAGBLAÐIÐ fregnaði, að svo
mikið væri um hjónaskilnaði I
uppsiglingu i Keflavik, að prest-
urinn hefði orðið að setja fólk á
biölista. Eins og aö framan get-
ur, er þetta rétt, en bæði er þess
að gæta, að nú er aldan i rénun
og hins, að sóknarpresturinn i
Keflavik þarf að anna um 8 þús-
und sálum. Um áramótin kemur
sr. Páll Þórðarson til starfa i
Njarðvikurnar og hægist þá um
hjá sr. ólafi Oddi.
„Ég lit á mig sem málsvara
barnanna,” sagði presturinn,
„og óskandi væri að fólk leitaði
til prests eða einhvers þriðja að-
ila fyrr en oftast er gert. Það
ætti að koma áöur en allt er
komiö i sjálfheldu. Hjónaskiln-
aður getur verið fullkomlega
réttlætanlegur, en siikt skref
þarf að yfirvega mjög vel. Það
er ótrúlegt, hvaö þriðji aðili get-
ur gert, þegar til hans er leitað i
tæka tið,” sagði sr. ólafur Odd-
ur Jónsson að lokum.
—BS—