Dagblaðið - 22.10.1975, Qupperneq 1
1. árg, — Miðvikudagur 22. okfóber 1975 —37.tbl.
’Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022
TOGARARNIR ÆTLA AÐ
SIGLA INN í EINUM HÓP
— „Aldrei önnur eins samstaða," segja sjómenn, sem komu inn í morgun
„Svo lengi, sem ég hefi verið á
sjó, hefur aldrei náöst sú
samstaða meðal sjómanna og
útgerðarmanna, eins og þessi”,
sagði Hörður ívarsson, skip-
stjóri á Kópi RE 175 i viðtali við
DAGBLAÐIÐ.
Verið var að landa úr Kópnum
vestur i Eyju, þegar þar bar að
Orn Ingólfsson skipstjóra á
Stiganda RE 307. Hann sagði, að
þegar ljóst hefði verið i gær-
kvöldi, að sjómenn og útgerðar-
menn yrðu gersamlega hunds-
aðir og mótmæli þeirra gegn
röngu fiskverði og stærðar-
flokkun, hefðu bátarnir hift upp.
„Kjör sjómanna eru þannig,
að nú er fyrirsjáanlegt, að ekki
verður hægt að manna bátana.
Ég veit ekki nema um einn bát,
sem er á veiðum hérna norðan
við Reykjanesið, sem er full-
mannaður’,’ sagði Hörður
ívarsson ennfremur.
„Þetta endar með þvi, að allir
fara i land. Annað stefnir þetta
ekki”, sagði Hörður Ivarsson.
Bátarnir voru að tinast inn og
togararnir eru að þjappa sér
saman og ætla að sigla inn allir
saman. BS.
ÞEIR FARA i LAND, — þarna
eru sjómenn af bátum að ganga
i land í Reykjavíkurhöfn i morg-
un. (DB-mynd Björgvin).
í „undirheimum" Reyl
. „Okkur var gert viðvart um,
að maður kynni að hafast við
hér i brunninum á nóttunni”,
sögðu þeir Eðvarð Olsen og Ein-
ar Haraldsson, lögreglumenn.
Þeir voru að koma upp úr
vatnsveitubrunninum i Vatns-
mýrinni norðan við Umferðar-
miðstöðina, þegar Dagblaðs-
menn bar þar að.
„Þarna niðri er volgt kaffi á
brúsa”, sagði Eðvarð, „ekki er
óhugsandi, að einhver hafi leit-
að skjóls hérna.”
Rétt i þessu kom þarna að
Svavar Guðni Svavarsson, eft-
irlitsmaður Vatnsveitunnar.
„Hvað er hér á seyði”, spurði
Svavar. Honum var nú sagt, að
hringthefðiverið i lögregluna og
að grunur -Væri um, að einhver
hefðist við i brunninum á nótt-
unni.
„Ég var hérna eldsnemma i
morgun”, sagði Svavar ,, og við
vorum að mála rörin hérna. Hér
er enginn maður. Það er svo
kalt, að það er eins gott að hafa
með sér kaffi. Það er allt annaö
i hitaveitubrunnunum”.
Svavar bauð okkur niður til
sin, þegar hann hafði lyft þungu
brunnlokinu af brunninum þar
sem aðalvatnsæðin liggur vest-
ur i bæ. „Það er með þessu
hjóli, sem hægt er að loka fyrir
vatnið i vesturbæinn”, sagði
Svavár, en það er fylgzt vel með
þessum brunni eins og þið
sjáið.”
„Viijiö þið ekki gera svo vel
að fá ykkur kaffi”, sagði Svavar
og hellti i kaffikönnu handa
Eðvarð Olsen.
Það er ekki hægt að segja
annaö en vakað sé yfir vel-
terð borgaranna i þessum
bæ. Lögreglan kannar þegar i
stað ábendingar um grunsam-
legar ferðir manna um einn
Kaffibrúsamálið leystist, þegar starfsmaður Vatnsveitunnar mætti á staðnum, útilegumaður var þvl
enginn fyrir hendi (DB-mynd Björgvin).
aðalvatnsveitubrunn borgar-
innar. Hún hefur ekki lokið
þessari könnun fyrr eméftirlits-
maður Vatnsveitunnar er kom-
inn á staðinn. Að sjálfsögðu eru
ljósmyndari og blaðamaður
DAGBLAÐSINS heldur ekki
langt undan.
—BS—
NÁMSMENN TAKA HÚS Á SENDIRÁÐINU f ÓSLÓ,
MÓTMÆLAADGERÐIR f KAUPMANNAHÖFN KL. 14
Um 60 námsmenn i Osló, frá
landbúnaöarskólanum i Asi og
fulltrúar námsmanna i Bergen
tókir i morgun hús t sendiráði
Islands i Noregi. Hafa þeir setzt
á ganga og borð og tiltæk set-
pláss og fer allt friðsamlega
fram. Er heimsókn þessi fyrsti
liður i margþættum mótmælum
námsmanna erlendis gegn
skerðingu námslánanna. Blaða-
menn frá norksum dagblöðum
og sjónvarpi hafa fylgzt með
þessum atburði af miklum
áhuga.
„Þau komu hér kl. hálfellefu i
morgun og hafa verið hér sið-
an,” sagði Sigurður Hafstað
sendifulltrúi. „Þetta fer allt
mjög róiega fram, hér eru börn
að leik og konur sitja við handa-
vinnu. Afgreiðsla tefst ekki af
þessum sökum. enda mun það
ekki hafa verið ætlun náms-
fólksins”.
„Með þessum aðgerðum lýs-
um við yfir stuðningi við mót-
mæli námsmanna heima og
undirstrikum kröfur okkar hér
erlendis,” sagði Mörður Arna-
son, fulltrúi námsmanna.
„Þetta er ekki sendiráðstaka.
heldur friðsamlegar mótmæla-
aðgerðir. Við höfum afhent
norskum fjölmiðlum yfirlýs-
ingu, þar sem við gerum grein
fyrir þvi ástandi, sem rfkir i is-
lenzkum efnahagsmálum og
hafa henni verið gerð skil. Hér
verðum við þar til sendiráðinu
verður lokað i dag”.
Þess má geta, að lögreglan i
Kaupmannahöfn hefur tilkynnt
islenzka sendiráðinu þar um
væntanlegar mótmælaaðgerðir
námsmanna við sendiráöið kl.
14 i dag. IIP
HREIN
MOLD
BORIN l'
VEGINN
— bilar annaðhvort
stóðu fastir eða
misstu allt undan
sér — baksiða
KÖTTUR
RÉÐST Á
6 ÁRA
TELPU
— Var lögð inn
ó sjúkrahús
— Baksiða
LEITAÐ AÐ KONU
Á AKUREYRS
- bls. 18
Þetta fcer ríkið —
- þegar þú kaupir
benzín! — bls. 3