Dagblaðið - 22.10.1975, Page 2

Dagblaðið - 22.10.1975, Page 2
2 Pagblaðið. Miftvikudagur 22. október 1975. „Mér er líkt við Trjóuhestinn..." — segir Guðmundur Daníelsson rithöfundur, sem enn ó ný er lótinn hverfa fró SUÐURLANDI, nú fyrir skrif um „Draumatrollara" Selfyssinga „Mér er likt við Trójuhestinn i Ódysseifskviðu, —ég skammast mln ekkert að feta i fótspor hans,” sagði Guðmundur Danielsson rithöfundur I viðtali viö Dagblaðið en honum hefur nú enn einu sinni verið visað frá ritstjórnarstörfum fyrir Suður- land, vikublað sjálfstæðis- manna, sem gefið er út á Sel- fossi. .Þetta hófst með þvi að Guðmundur skrifaði grein i blaðið um „Draumatrollar- ann”, sem Selfyssingar eru a<) festa kaup á. Greinin féll ekkj'I sem beztan jarðveg hjá ýmsum aðstandendum hinnar nýju út- gerðar. A fundi með nokkrum aðstandendum Suðurlands var megn óánægja með greinina. Taldi þá einn fundarmanna að Guðmundur væri Trójuhestur i herbúðum sjálfstæðismanna og var honum þannig likt við sjálf- an ódysseif og hið snjalla her- bragð hans. Guðmundur sagði að Ingólfur Jónsson hefði komið að máli við sig og beðið sig að skrifa greinar um sjálfvalið efni i annað hvert blað til næstu áramóta. Annar fundarmanna hótaði að skrifa ekki stafkrók i blaðið meðan Guðmundur riði þar röftum, ekki siztef hann ætlaði að skrifa öðru sinni um togarakaup Selfyssinga. Ingólfur á Hellu, ritstjóri Suðurlands, taldi að samningur blaðsins og Guðmundar gilti áfram, hann ætti að skrifa viku- lega til áramóta, en Guðmundur hafði stungið upp á grein í annað hvert blað til áramóta úr þvi sem komið var. Ritaði hann siðan aðra grein um „Drauma- trollara á Selfossi” og hafði þá fundinn á blaðinu til hliðsjónar. En þá var hringt frá Suðurlandi og honum tilkynnt að þeir ósk- uðu ekki eftir þeirri grein i blaö- iö. „Ég sagði þeim að það væri I lagi, hún kæmi þá ekki, og held- ur ekki neitt annað i staðinn, ekki i þetta blað né framvegis,” sagði Guðmundur i gær. í hitteðfyrra var Guðmundur látinn hætta sem ritstjóri blaðs- ins eftiraðhafa skrifað greinina „Guðinn NATO og Guð vors lands...” Upplagi blaðsins var þá brennt eftir að það hafði ver- ið prentað. Hins vegar birti keppinauturinn, Þjóðólfur, greinina. Við ritstjórn blaðsins tók þá Ingólfur Jónsson á Hellu, fyrrum landbúnaðarráðherra, og skrifaði Guðmundur ekki i blaöið um hrið, eða þar til rit- stjórinn óskaði eftir greinum Guðmundar, sem blaðalesend- um þóttu margar hverjar með ágætum. „Ég hef annarsnóg að starfa. Almenna bókafélagið er að gefa út eftir mig óratóriu ’74, ég haföi það af að lifa af heila þjóðhátið, tvennar kosningar og tvo holskurði. Þessi bók er eins konar framhald Spítalasögunn- ar myndskreytt af Halldóri 700 DILKASKROKKAR UTAN VEGAR Stór og mikill kjötbill norðan úr Húnavatnssýslu, hlaðdnn 700 dilkaskrokkum, fór út af Veginum við Háls i Kjós i nótt. Fékk lög- réglan i Hafnarfirði tilkVnningu um slysið kl. 02.40 og fórjá vett- vang. Fengnir voru sendibilar úr Reykjavik til að koma farmi bils- ins á leiðarenda og í morgun var unnið við að ná bilnum upp á veg- inn aftur. Ekki urðu slys á mönn- um. ASt. Péturssyni. Þá er ég með tilbúna skáldsögu, sem ég nefni Bróðir minn Húni og fjallar um tvo unga menn og örlög þeirra. Sú bók kemur út hjá AB.” Guðmundur átti i höggi við óvandaða iðnaðarmenn á tima- bili. Flata þakið á húsinu hans á Selfossi lak sifellt, og Guðmundur neitaði að greiða fyrir slika þjónustu. „Þeir hafa settupp hvita flaggið, málinu er lokið með sigri réttláetisins,” sagði Guðmundur að lokum. —JBP— GUÐMUNDUR DANÍELSSON, — hér sem ritstjóri fyrir Suðurland að spyrja Pál verkfræðing Hannesson um gang mála við Þórisós sumarið 1972. r Hvað reykja íslendingar \ og drekka: CAMEL, VICEROY OG KENT, - OG ÍSLENZKA BRENNIVÍNIÐ — og nú eykst salan á léttum vínum á kostnað þeirra sterkari „Það eru þessar amerisku sem seljast bezt, Camel, Viceroy og Kent,” sagði Ragnar Jónsson skrifstofustjóri hjá ATVR, er við inntum hann eftir þvf hvaða sigarettutegundir seldust bezt hér á landi. Hann gat ekki gefið upp tonna- fjölda enda sagði hann endan- legar tölur ekki liggja fyrir. „Af sterkum vínum selst islenzka brennivinið langbezt, enda tiltölulega ódýrt,” sagði Ragnar einnig. Sölu á léttari vinum, rauðvini og hvitvini o.þ.h., sagði hann hafa aukizt jafnt og þétt á kostnað hinna sterku og einnig sagði hann hin svonefndu „heitu vin” þ.e. vermouth, hafa selzt vel að und- anförnu. Um það hvort áformað væri i framtiðinni að halda verði á léttari vinum niðri til þess að fá tslandinga til að neyta þeirra frekar, kvaðst hann heldur litiö vita. Alagning á léttarivinum hefði alltaf verið minni og sennilega nægilega lág. Hvort rikið myndi einhvern tima reka áróður fyrir bindindi, eins og t.d. i Sviþjóð? „Ég hef heyrt þessa getið, en ég efast um að við gerum meira á þvi sviði en gert er nú þegar, þ.e. bann við auglýsingum á tóbaki og vini. Svo megum við ekki gleyma áfengisfræðslunni i skólunum,” sagði Ragnar að lokum. HP. Þú íærð ísinola í veizluna / i Nú getur þú áhyggjulaust boöið gestum kalda drykki heima hjá þér. Engin bið eftir að vatnið frjósi í ískápnum. Hjá Nesti færðu tilbúna ísmola, — og þú átt ekki á hættu að verða.ís-laus á miöju kvöldi. Renndu við.í Nesti og fáðu þér ísmola í veizluna! Ártúnshöföa • NESTI h.f. Elliðaár — Fossvogi

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.