Dagblaðið - 22.10.1975, Síða 3
Dagblaðiö. Miðvikudagur 22. október 1975.
Lœkna- og
lyfjafrœðinemar:
VILJA STJÓRNVÖLD
MENNTUN AÐEINS
HANDA ÞEIM
FJÁÐU?
Lækna- og lyfjafræðinemar eru
harðir i garð stjórnvalda og mót-
mæla „gervilausn sem stjórnvöld
hafa nú lagt fram á haustlánum”,
segir i fréttatilkynningu frá Fé-
lagi læknanema, sem hélt fund á-
samt félagi lyfjafræðinema á
föstudagskvöldið vegna þess
dráttar sem orðið hefur á af-
greiðslu haustlána til mennta-
fólks.
„Þegar rikisstjórnin svikur
þannig lögfestar skuldbindingar
hverfur hún frá fyrri stefnu að
hamla gegn aðstöðumun manna
til náms eftir efnahag og búsetu,”
segja stúdentarnir að lokum.
Þessi fréttatilkynning speglar
mótmæli fjöldamargra annarra
hópa nema i heimspekideild,
verkfræði- og raunvisindadeild,
náttúrufræðideild, lagadeild, vél-
skólamenn og fleiri.
-JBP-
Orkumálastjóri og
ólögleg bílanotkun:
„GET ENGU
SVARAÐ UM
ÞETTA"
„Ég get engu svarað um þetta.
Það segir ekkert i lögum eða
reglugerðum um svona.”
Þetta sagði Jakob Björnsson
orkumálastjóri er við spurðum
hvaða viðurlögum sá maður sætti
hjá Orkustofnun sem notaði bil
stofnunarinnar til eigin þarfa eins
og sá er varð uppvis að veiði-
þjófnaði i Landmannaafrétt á
dögunum.
Jakob sagði aö skýrslur væru
komnar um málið. Orkustofnun
mun væntanlega rannsaka þetta
fyrst og leggja málið fyrir iðnað-
arráðuneytið.
„Hvaö verður gert veit ég
ekki,” sagði Jakob.
Evr
stjórnir betur!
Þegar þú kaupir bensín fyrir 1000 kr. greiðir þú 625,40 beint í ríkissjóð
Hefurðu hugleitt það
þegar þú ert að kaupa
bensín á bílinn þinn,
hvert þær 57 kr. sem þú
greiðir fyrir hvern lítra
fara? Þú heldur þó ekki
að þær f ari að mestu leyti
til Rússa, sem hækka
olíuverðið eftir því sem
bölvaðir Arabarnir
spenna upp olíuverðið í.
heiminum? Sésvo þá ertu
á villigötum og gætir
fræðzt svolítið af skýrsl-
um Félags ísl. bifreiða-
eigenda. Þar kemur f ram
að þegar bensínlítrinn er
kominn hingað til lands
frá Rússlandi kostar
hann 13.88 með flutnings-
gjaldi og vátryggingu.
Svo koma puttar rikisvaldsins
i' spilið og það tekur til sin
hvorki meira né minna en 33.92
kr. á hvern litra. Það sem þá er
eftir eða 9.20 kr„ er álagning
oliufélagsins, uppskipunar-
kostnaður, dreifingarkostnaður
o.fl.
Ef þú kaupir bensin fyrir 1000
krónur er innkaupsverð þeirra
litra sem þú færð kr. 280, i rikis-
kassann fara 625,40 kr. af þinum
1000 kr. seðli, en oliufélögin fá i
sinn hlut 94.60 kr. fyrir sina
fyrirhöfn.
t skýrslum FIB kemur fram
að siðasta 6 kr. hækkun á
bensinverði hér var öll heima-
tilbúin á íslandi. 3.36 kr. af
henni urðu vegna gengisbreyt-
inga og 2.64 kr. hennar eru til-
komnar vegna sjálfvirkrar
hækkunar á 50% bensintolli og
söluskatti. Bara þessi 6 kr.
hækkun skilar þvi 300 millj. kr. i
rikiskassann, segir i skjölum
FIB.
Og nú heldur þi>að rikissjóður
sé bara með puttana i bensin-
verðinu. Nei, kæri vinur. Af
dekki sem kostar kr. 8000 renna
kr. 4035 beint i rikiskassann.
Heildartekjur rikissjóðs á ár-
inu 1974 úr vasa bifreiðaeigenda
er 6724 millj. króna eða um
18% af heildartekjum rikis-
sjóðs. Geri aðrar rikisstjórnir
betur! —ASt.
Þeir mala drjúgt i rikiskassann teljararnir á bensintönkunum, sem
fyrstum allra teljara á islandi var breytt frá þvi að telja einingar
svo þeir gætu bara talið tugina nógu hratt.
Heiðar Jónsson og Sigrún Sævarsdóttir fyrir utan Yardley-snyrtihúsiö I London.
Sigrún vakti hrifningu blaðamanna fyrir fallega framkomu og gott vald á enskri tungu.
—EVI—
HÚN SIGRÚN VAKTI HRIFNINGU
BY AH’OIKTMnNT H)
I ViGUD.N l.U/ABtTH THtQUttN
UT. l,\!rKs aND MANUF4CTUR»
„Sigrún Sævarsdóttir er ein
þeirra stúlkna sem Ferðaskrif-
stofan Sunna hefur valið til þess
að taka þátt i alþjóðlegri feg-
urðarsamkeppni næsta ár,”
segir Heiðar Jónsson fegrunar-
sérfræðingur, en hann hitti
Sigrúnu úti i London á dögunum
þar sem hún kom i heimsókn i
Yardley-snyrtihúsið i Bond
stræti.
A meðan á heimsókn hennar
stóð komu brezkir blaðamenn á
staðinn til þess að taka myndir
og kynnast islenzkri fegurðar-
dis.
Sagði Heiðar þá hafa talað um
að þeir ættu þvi ekki að venjast
að hitta fegurðardis með svona
fallega framkomu og sem hefði
slikt vald á útlendu máli.
Sigrún er að læra snyrtingu á
einhverjum þekktasta skóla
sinnar tegundar i Englandi.
Ferðast þeir, sem þar læra,
mjög mikið og eru á förum i
næsta mánuði til Spánar til þess
að sjá um tizkusýningu fyrir
frægt fólk og ferðamenn á Hilt-
on hótelinu i Marabella rétt hjá
Toremolinos.
EVI
STUNDUM ERU
EFTIRLITS-
MENNIRNIR
FLEIRI EN
ÞEIR SEM SALTA
„Hér eru stundum fleiri eftir-
litsmenn en þeir sem eru að vinna
við söltun,” sagði Matthias Þ.
Guðmundsson verkstjóri hjá Bæj-
arútgerðinni i viðtali við DAG-
BLAÐIÐ.
„Það er verið að leita að lækk-
un byggingarkostnaðar. Ef þar
hefur verið stigið annað eins risa-
skref aftur á bak eins og hjá okk-
ur hér, þá skal mig ekki undra,”
sagði Matthias.
„Hér er her manns að þvo
kassa og vigta. Niu menn frammi
i móttöku i stað eins, sem nægði.
Einn er að vigta, 2 að ýta inn, 4 að
losa, 2 á lyftara til að flytja sild-
ina til stúlkanna. Ég veit ekkí '
hvenær aftur kemur ljós á peruna
hjá þessum kontóristum, sem
ráða öllum hlutum, en nú er mæl-
irinn fullur hjá mér,” sagði
Matthias Þ. Guðmundsson, verk-
stjóri.
Það reyndist meðal annars
kerfisatriði, að fisksalar borgar-
innar geta ekki fengið keypta
nýja siid hjá Bæjarútgeröinni,
sem annars hefur eftir föngum
verið fisksölum innan handar um
soðningu handa borgarbúum.
—BS-