Dagblaðið - 22.10.1975, Page 5

Dagblaðið - 22.10.1975, Page 5
Dagblaðið. Miðvikudagur 22. október 1975. ð Útvarp D Sjónvarp Sjónvarpið í kvöld kl. 20,40: Nýjasta tœkni og vísindi BLÓÐÞRÝSTINGUR SJÁVARHÁSKI OG IÐNAÐARRYK Nýjasta tækni og visindi eru á dagskrá sjónvarpsins i kvöld og nefnist fyrsta myndin „Of hár blóðþrýstingur”. Segir hún frá þvi hvers eðlis þessi sjúkdómur er, lýsir afleiðingum hans og hvernig helzt megi verjast hon- um. Við sjáum mann sem verð- ur fyrir áfalli og hvernig honum vegnar eftir það. Næsta mynd heitir „Sam- ræming björgunaraðgerða á sjó”. Er þar greint frá alþjóð- legu tölvustýrðu björgunar- kerfi. Þau skip, sem notfæra sér þetta kerfi, gefa upp siglingar- áætlun sina, og ef eitthvað kem- ur fyrir, svo sem eins og slys á sjó eða sjávarháski, er á ör- skömmum tima hægt að fá upp- lýsingar um öll skip i nágrenn- inu. Það sama gildir um flug- vélar sem nauðlenda þyrftu á sjó. Þær gætu einnig notfært sér þetta kerfi. Siðasta myndin heitir „Hættulegt ryk” og fjallar um ýmsar tegundir iðnaðarryks, sjúkdóma af þess völdum og hvernig megi koma i veg fyrir þá. EVI Þau eru mörg skipin sem lent hafa I sjávarháska. 1 þættinum Nýjasta tækni og visindi I kvöld er greint frá alþjóðlegu tölvustýrðu björgunarkerfi, sem gerir það að verkum að á örskömmum tima er hægt að fá upplýsingar um öll skip i nágrenninu ef eitthvað ber út af. Sjónvarpið í kvöld kl. 21,05: „Farþeginn" Það er 2. þáttur sakamála- leikritsins „Farþegans” sem viðsjáum i sjónvarpinu i kvöld. Svo við rifjum aðeins upp sið- asta þátt þá þáði ung stúlka far hjá auðugum kaupsýslumanni, sem er á ferð i glæsibifreið sinni. Bifreiðin verður bensin- laus og maðurinn gengur til næstu bensinstöðvar. Þegar hann kemur til baka er stúlkan horfin. MÁLIÐ YERÐUR ENN FLÓKNARA OG DULARFYLLRA Þegar kaupsýslumaðurinn ekki eins saklaus og hann vill nokkru siðar er á skrifstofu vera láta. Það siðasta sem við sinni birtist lögregluforingi einn sáum til hans, var að kona hans og spyr hann um kynni hans af kemur að honum þar sem hann stúlkunni. Kaupsýslumaðurinn hefur framið sjálfsmorð og hjá segist ekkert þekkja til hennar, honum er miði þar sem hann en stúlkan fannst myrt rétt hjá játar á sig morð stúlkunnar. þeim stað þar sem billinn varð bensinlaus. 1 þættinum i kvöld verður málið jafnvel enn dularfyllra og Margir fléttuðust inn i málið flóknara. og kaupsýslumaðurinn virðist EVI Kögnvaldur Sigurjónsson mun spila I útvarpssal i kvöld sónötu Pathetique op. 13 eftir Beethoven. — DB-mynd Bjarnleifur. Útvarpið í kvöld kl. 20,00: Rögnvaldur Sigurjónsson í útvarpssal: „Nú, er ég að spila ó morgun" Þeir senda mér stundum prógram,” varð Rögnvaldi Sigurjónssyni að orði þegar við spurðum hann um einleik hans i útvarpssal. Þetta er sónata Pathetique op. 13 eftir Beethov- en, en upptakan fór fram fyrir um það bil hálfum öðrum mán- uði. Um svipað leyti fór einnig fram upptaka þar sem Rögn- valdur spilaði með Sinfóniu- <*> <*> hljómsveit Islands, en það fáum við að heyra seinna. Rögnvaldur kvað erfitt að segja um hvert hans uppáhalds- verk væri. Þetta sem hann spil- aði i kvöld, væri vissulega stór- kostlegt meistaraverk. ,,Ég spilaði það svona að gamni minu. Ég hef aldrei spilað það áður,” sagði Rögnvaldur. Hann hefur gaman af róman- tiskum verkum og hallast meira og meira að nýrri höfundum svo sem Prokofief þótt hann sé raunar ekki sá nýjasti af nál- inni. Verk meistara eins og Bachs, Schumanns og Chopin eru auðvitað sigild. Rögnvaldur er yfirkennari i framhaldsdeild i pianóleik við Tónlistarskólann i Reykjavik. Hann er mjög þekktur einleikari og hefur haldið fjölda pianó- hljómleika á öllum Norðurlönd- unum, ennfremur i Bandarikj- unum, Kanada, Þýzkalandi Austurriki og Rússlandi. EVI ■d SÍÐUSTU SÝNINGAR LOFTFIMLEIKAFLOKKSINS KÍNVERSKA f KVÖLD KL. 17 OG 20 í LAUGARDALSHÖLL MIÐASALA AÐ BÁÐUM SÝNINGUM í LAUGARDALSHÖLL FRÁ KL. 15,00 íþróttabandalag Reykjavíkur Sœti kr. 800.- Stœði kr. 500.00

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.