Dagblaðið - 22.10.1975, Page 8
Dagblaðiö. Miðvikudagur 22. október 1975.
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
tþróttirr Hallur Simonarson
Hönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson,
Erna V. Ingólfsdóttir Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, ólafur
Jónsson, Ómar Valdimarsson.
Handrit: Ásgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga
Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir.
Ljósmyndir: Bjarnleifur BjárnleifsSon, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eirfksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Ilalldórsson
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Ritstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af-
greiðsla Þverholti 2, simi 27022.
Ferlegar fréftir
Hafrannsóknastofnunin hefur með
hinni ,,svörtu” skýrslu sinni sett
þjóðinni eins konar úrslitakosti. Nú
þegar verði að hemla rösklega i sókn-
inni i mikilvægustu fiskistofna fs-
landsmiða, ef fiskveiðar eigi ekki
smám saman að leggjast niður sem
atvinnugrein hér á landi.
Samkvæmt skýrslunni virðast íslendingar nú ein-
ir veiða á þessum miðum svipað magn af þorski og
Hafrannsóknastofnunin telur að veiða megi i heild á
íslandsmiðum við núverandi aðstæður, 230 þúsund
tonn. Þau 140 þúsund tonn, sem erlend skip veiða,
eru þá algerlega umfram leyfilegt magn, að mati
Hafrannsóknastofnunarinnar.
Framhald röksemdafærslunnar er ljóst. Fyrir
hvert tonn, sem útlendingar veiða hér við land i
leyfi eða óleyfi, verðum við að minnka afla okkar
um annað tonn. Allar þær undanþágur, sem við
semjum um við erlend riki, koma að fullu niður á
möguleikum okkar til að nýta miðin. Við höfum þvi i
rauninni ekkert svigrúm til samninga við þau riki,
sem telja sig hafa sögulegan rétt til þorskveiða á ís-
landsmiðum.
Og ástandið er i rauninni enn alvarlegra, ef tekið
er með i reikninginn, að Hafrannsóknastofnunin tel-
ur islenzka fiskveiðiflotann hæglega geta veitt 500
þúsund tonn af þorski, ef stofninn væri nægilega
stór. Þetta þýðir, að sókn okkar i þorskinn er nú
meira en tvöfalt meiri en hagkvæmt er að hafa
hana. Við þurfum raunar ekki nema helminginn af
flotanum til að veiða þau 230 þúsund tonn, sem Haf-
rannsóknastofnunin telur hámark á næsta ári.
En hið súra er einnig blandað sætu ií skýrslu Haf-
rannsóknastofnunarinnar. Ef við verðum góðu
börnin og leyfum aðeins 230 þúsund tonna þorsk-
veiði á næsta ári, á að vera unnt að veiða 290 þúsund
tonn árið 1977 og siðan meira magn ár frá ári, unz
eðlilegu hámarki sé náð að nýju i 500 þúsund tonn-
um. En það er einmitt magnið, sem núverandi fisk-
veiðifloti okkar ætti að anna með hagkvæmum
rekstri.
1 þessu skyni og i samræmi við þetta vill Hafrann-
sóknastofnunin, að hverju sinni sé ákveðinn há-
marksafli einstakra fisktegunda á Islandsmiðum.
Og hún vill fá heimild til að stöðva fyrirvaralaust
veiðar á ákveðnum svæðum i allt að tiu daga, með-
an svæðin séu rannsökuð nákvæmlega.
Þar á ofan vill Hafrannsóknastofnunin hækka
leyfilega lágmarksstærð flestra mikilvægustu teg-
undanna, til dæmis þorsks úr 43 sentimetrum i 50
sentimetra. Vill stofnunin lögbinda stærri möskva
við þorskveiðar og á svæðum, þar sem þorskur er
meginuppistaða aflans.
Ýmsar fleiri harkalegar tillögur eru i skýrslu
Hafrannsóknastofnunarinnar. Aldrei áður hefur á-
byrgur aðili dregið upp jafndökka mynd af ástand-
inu á íslandsmiðum. Sjávarútvegsráðherra er ekki
sá eini, sem hefur hrokkið i kút við þessi tiðindi. En
við verðum að kunna að taka fréttunum og haga
okkur i samræmi við þær.
BIAUIff
fijálst, úháð dagblað
Hatrömm valdabqrátt
— úrslit hennar gera út um pólitíska framtíð þeirra,
sem berjast,
— forsœtisráðherrans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar
Furðuleg stjórnmálabarátta
fer nú fram i Astraliu á milli
tveggja viljasterkra og frama-
gjarnra stjórnmálamanna, sem
berjast um völd og áhrif.
Stjórnmálastrið þetta, sem
valdið hefur umtalsverðri stjórn-
lagakreppu, stendur á mili for-
sæt isráðherrans, Gough
Whitlams, og leiðtoga stjórnar-
andstöðuflokks frjálslyndra
Malcolm Frasers. Nær öruggt er
talið að endalok baráttunnar
verði þau að pólitiskur dauða-
dómur verði kveðinn upp yfir
öðrum hvorum.
,,Ég læt ekki undan og stend við
það,” segir Whitlam.
„Við látum ekki undan, hvorki
nú né nokkru sinni,” segir Fraser
viðlíka kokhraustur.
Minnihlutastjórn undir-
rót vandræðanna
Stjórnmála- og stjórnlaga-
kreppan, sem náð hefur yfirtök-
unum í Astralíu á aðeins tæpri
viku, er hámark ákafrar baráttu
þingræðisins, sem hefði átt að
leysast i kosningunum I maí i
fyrra. Þá fannst ekki lausn máls-
ins og þess geldur Ástralia i dag.
Whitlam forsætisráðherra fékk
þjóðina til að lýsa trausti á sig, en
meirihluti hans var mjög
naumur. Kosið er i landinu á
þriggja ára fresti. Þegar eftir
kosningarnar hótaði stjórnarand-
staðan að hefta fjárveitingar til
stjórnarframkvæmda.
t siðustu viku lét stjórnarand-
staðan, undir forystu Frasers,
verða alvöru úr hótunum sinum.
öldungadeild þingsins, þar sem
frjálslyndir og þjóðveldismenn
hafa nauman meirihluta, felldi
tvo mikilvæga þætti fjárlaga-
frumvarpsins, þ.e. fjárveitingar -
til stjórnarframkvæmda.
t siðustu viku lét stjórnarand-
staðan, undir forystu Frasers,
verða alvöru úr hótunum sinum.
öldungadeild þingsins, þar sem
frjálslyndir og þjóðveldismenn
hafa nauman meirihluta, felldi
tvo mikilvæga þætti fjárlaga-
frumvarpsins, þ.e. fjárveitingar
til daglegs reksturs stjórnarinnar
og ráðuneyta hennar.
Whitlam gerði þegar i stað
gagnárás. Hann skipulagði
fjöldafundi stuðningsmanna
Verkamannaflokksins um land
allt og lýsti þar yfir, að hann léti
stjórnarandstöðuna ekki kúga sig
til að láta undan kröfum um að
leysa upp þing og efna til nýrra
kosninga.
Báðir fjárlagafrumvarps-
þættirnir voru lagðir fyrir þingið
OFORMLEG
um sýningu ó teikningum og mólverkum
Kjarvals að Brautarholti 6
■■■■■■
Einhverntima hefði niræðis-
afmæli verið talið stórafmæli,
ekki sist þegar i hlut á sá lista-
maður Islenskur sem lengsthef-
ur komist i list sinni og oftast er
minnst af mætum mönnum á
hátlðisdögum islenskrar menn-
ingar. Hér á ég að sjálfsögðu við
Jóhannes Kjarval, sem hefði
orðið 90 ára 15. október siðast-
liðinn. En engin opinber list-
stofnun gerði sig liklega til að
sýna svo mikið sem nokkur
sjaldséð rissblöð meistarans i
tilefni afmælisins.
Þvi fóru ættingjar Kjarvals á
stúfana og hafa nú sett upp veg-
lega og stórmerka sýningu i
sýningarsal að Brautarholti 6 á
áður óþekktum teikningum,
rissi og máluðum verkum eftir
hann frá þvi 1911-12 og liklega
fram undir 1960, en „liklega”
segi ég vegna þess að mörg
verkanna eru ómerkt ártali.
Teikningar og riss eru einatt
nær hinum innra manni lista-
manns en stór málverk og á
þetta sérstaklega við um Kjar-
val, sem var síteiknandi á hvert
það blaðsnifsi sem nálægt hon-
um var. Ekki eru öll þessi verk
mikil listaverk og ekki hægt að
ætlast til þess að svo sé þvi i
mörgum teikningum er Kjarval
einfaldlega að láta hugann reika
stefnulaust um pappirinn, eins
og við sjálf gerum innra með
okkur, án þess að draga neina
heildarályktun af hugsunum
okkar. En samt ber hvert blað
vott um leiftrandi hugarflug
mikils persónuleika og i þeim
bestu komumst við býsna ná-
lægt þvi að sjá eigin augum
hvernig andi verður efni.
Tilfinningalegur
Það staðfestistbetur og betur,
þvi oftar sem maður skoðar
Kjarval, hversu ósystematiskur
og tilfinningalegur hann er sem
listamaður. Myndræn vanda-
mál eru ekki alltaf könnuð ofan I
kjölinn heldur leyst með snar-
legum útúrdúr eða hugmynda-
rlkum skemmtilegheitum. Að
þvi leyti á Kjarval ansi margt
sameiginlegt með Súrrealist-
um, nema hvað hugur hans er
ekki þrunginn kynórum og sjúk-
legri sjálfsmeðvitund heldur
glettilegum ævintýrum og
gróðurformum. I bestu verkum
hans, málverkum og teikning-
um, sameinast þetta tvennt,
sem ég held að sé undirst- vin-
sælda hans meðal þeirra ís-
lendinga sem skilja hann. Dul-
hyggja, ævintýri og álfar eru
enn rikur þáttur i lifsskoðun
margra og Kjarvals einnig. Til-
hneyging hans til að draga fram
andlit eða kynjaverur i lands-
lagi snertir þennan streng i
mörgum íslendingum og þvi má
segja að hann skilji ekki aðeins
land sitt heldur einnig landa
sina. 1 þessu tilliti stendur hann
enn fremstur islenskra listmál-
ara.
Alda aldanna
A þessari sýningu er margt
KJALLARASETA TIL
Nafni minn, Kristjánsson
Kjallarinn i blaði þinu geymir
margt gott og spaklegt, enda
sæmilegasta geymsla, þokka-
lega innréttuð og þurr. — En
veiztu nú bara hvað? Við, þessir
svonefndu karlmenn i tilver-
unni, erum allir sem einn á leið i
„kelleren” og verðum látnir
dúsa þar 24. þ.m. — Við verðum
settir i kjallarann af þeim ynd-
isverum sem um jörðina svifa
og við höfum talið veikara kyn,
ævinlega lamið hausunum á
okkur við finnanlegt grjót og
neitað þeirri staðreynd að kon-
an er ekki aldeilis veikari eða á
neinn hátt óæðri vera. Hún hef-
ur konan, dálitið verið að umla
gegnum árin og kannski aldirn-
ar, og nútimakonan, kona vetn-
is- og plast aldar, hefur ræki-
lega af rekið rykt sett af konum
fyrri alda, sem létu sér nægja að
vera brúöan á heimili karl-
mannsins.
Þegar við sjentilmenn 20.
aldar hér á Islandi, sitjum i
„kelleren” ættum við að hugsa i
alvöru af hverju þessar aðgerð-
ir séu nauðsynlegar. Við eigum
ekki að koma úr kjallaranum
jafn ömurlega staurblindir og
við fórum þangað niður. Sjáðu
til nafni, konan hefur alltof mik-
ið til sins máls, til þess að við
getum leyft okkur að setja upp
virðingargrlmu yfir hundshaus-
inn og með herðatré i jökkunum
og stifelsi yfir bakið, gengið úr
iðrum jarðar upp á yfirborðið og
byrjað á nýjan leik að þykjast
vera konum betri og fremri um
allflesta hluti og eiga þvi skilið
að bera meira úr býtum t.d. fyr-
irsömu störf: Veiztu! Þær hafa
aldeilis gasalega mikið rétt fyr-
ir sér!
Ástandið i efnahagsmálum er
ekki frá konum komið. Skatta-
mál, launamál, tryggingamál
eru fundin upp af karlmönnum,
held ég. Við höfum beitt konur
miklum rangindum og það er
mér til undrunar að þær skulu
enn leyfa okkur að sofa hjá sér.
En þvi eðli verður ekki breytt
eða deyft i mikla lengd, og var
skaparinn sniðugur þar eins og i
flestu sem hann hefur komið ná-
lægt og okkur mönnum ekki tek-
ist að skemma eða klúðra fyrir
honum, blessuðum.
Ég játa á mig þá stóru synd að
hafa til nokkuð skamms tima
litið á konur sem smærri i öllum
sniðum en karlmenn. Konan
min kallar mig rauðsokka núna,