Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 22.10.1975, Qupperneq 11

Dagblaðið - 22.10.1975, Qupperneq 11
Oagblaðið. Miðvikudagur 22. október 1975. 11 f óskil- um! Sigurður Jóhannsson kom að máli við blaðið: „Seint á miðvikudagskvöldið, þegar ég var að koma úr bænum rakst ég á svarta læðu, hálfstálp aða svona 4 mánaða með nokk- ur hvit hár á bringunni en ann- ars kolsvört. Kisa gerði sér litið fyrir og elti mig upp á Hlemm. Ég sá fram á að hún væri týnd og fór með hana heim með mér. Kisa er mjög mannelsk, þar að auki bar hún ilmvatn, svo sem góðri dömu sæmir, en enga merkingu bar hún. Hægt er aö ná i mig i sima 26761 á kvöldin, en hægt ér að vitja um kisu að Asbyrgi við Vatnsveituveg. Ef svo einhvern dýravin langaði i kettling þá fást þeir þar gefins.” ALLSNÆGTA- ÞJÓÐFÉLAGIÐ OG ÞEIR SEM MINNA MEGA SÍN Arnar Kristjánsson skrifar: „Eigum við ekki áð skipta á Matthiasi og Asbirni? Asbjörn Ólafsson virðisthafa mun meira vit á peningamálum en Matthi- as, ef marka má getu Asbjarnar til að hlaupa undir bagga meö að greiða af bifreið Oryrkja- bandalagsins þá tolla sem það var aö reyna að fá niðurfellda en tókst ekki. Hins vegar tókst að fá tolla af einkabifreið Matthiasar fellda niður, enda hafa þær reglur verið settar af þeim sem völdin hafa. Þessir menn virðast ekki hafa mikinn áhuga á málefnum þeirra er minna mega sin i alls- nægtaþjóðfélagi broddborg- ara.” ...og kipptu öllu í liðinn Steinn Hermannsson sendi eftirfarandi: Skuldir aukast, auður dvin, orðið svart ástandið. Elsku hjartans Matti minn, mér nú leiðist biðin, af krónum fylltu kassann þinn og kipptu öllu i liðinn. Ármannsfellsmólið Staðan öll þótt ei sé góð Alberts hækkar sómi ef hann getur lumað lóð á laun að sakadómi. Eðlilegt við hundahald, að hvolpar sjúgi tikur, en slæmt, er Reykjavikurvald venursig á lóðafar. H.S. Eru tolloeftirgjafir skattskyldar? Fyrirspurn til rikisskattstjóra. „Eru tollaeftirgjafir til ráð- herra af bilainnkaupum skatt- lagðar sem tekjur eða fellur það undir sömu ákvæði og gjafir til liknarfélaga? Einn á hjólastól.” Dagblaðið hafði samband við Kristján Jónasson skrifstofu- stjóra hjá embætti rikisskatt- stjóra og fer svar hans hér á eft- ir: „Tollaeftirgjafir á bifreiða- innkaupum ráðherra eru ekki skattskyldar sem tekjur.” í skjóli laganna Óánægður skattgreiöandi i Garðahreppi skrifar: . „Hvernig væri að við ibúar i Garðahreppi krefðumst athug- unar á misræmi þvi sem hér er i skattlagningu? Að visu hefur skattskrá þessa árs ekki verið lögð fram enn. Hver skyldi á- stæðan vera? Miðað við misrétti siðastliðsins árs i skattlagningu er ranglætið hróplegt. Hvernig má það vera að ein- staklingar sem eiga stór full- gerð einbýlishús, bila af dýrustu gerð og fara með fjölskylduna til sólarlanda a.m.k. einu sinni á ári — sem sé einstaklingar með að þvi er virðist nóg fjárráð — greiða engan tekjuskátt og fá jafnvel endurgreitt frá skattin- um! Fólkið, sem hefur mestu úr að moða, virðist greiða lægstu skattana. Algengt er að þessir einstaklingar greiði frá 40 þús- und krónum i útsvar og getur hver og einn sagt sér að slikt er fáránlegt. Greinilegt er að þeir, sem reka einkafyrirtæki geta skammtað sér launin, látið fyr- irtækin borga daglegan einka- rekstur og hagrætt bókhaldi, þannig að allt er rekið með „tapi” og þvi engir skattar greiddir. Við hinir verðum svo að borga sameiginlegan kostnað fyrir stóran hóp sem svikst undan sinni greiðsluskyldu. Flestir fyrirtækjaeigendur hér reka fyrirtæki sin i Reykjavik og þvi nýtur Garðahreppur ekki góðs af þeim. Þetta nær engri átt og er það lágmarkskrafa að gjöldum sé réttlátlega deiltniðurá þegnana — i dag eru það hinir opinberu þrælar sem borga. Sjálfsagt er að virða og meta einkaframtak- ið og einnig að greiða þeim, sem stunda einkarekstur, vel fyrir sina vinnu. En að einstaklingar greiði enga skatta i skjóli laga, eins og hér tiðkast, er siðleysi á hæsta stigi. Við Garðhreppingar og reyndar landsmenn allir ættum að taka höndum saman og krefjast úttektar á skattakerf- inu almennt og koma þannig i veg fyrir að skattalögin séu not- uð sem opinbert löglegt skatt- svikaplagg.” Magnús svarar fyrir Júdas: Magnús Kjartansson, einn af meðlimum Júdasar, hafði sam- band við blaðið vegna bréfs eins aödáanda hljómsveitarinnar. „Að mörgu leyti verð ég að lýsa mig sammála skrifum „Aðdáanda Júdasar” um að gamla prógrammið okkar sé orðið hálfóáheyrilegt. Þvi miður hefur hljómsveitin haft mjög mikið að gera i sumar, bæði við plötuupptöku og utanlandsferð, svo að ekki hefur gefizt mikill timi til æfinga. En nú er upptök- um á plötunni okkar að verða lokið og eftir það ætti okkur að vera i lófa lagið að bæta fyrir allar okkar syndir. Einnig vona ég að fólk endur- heimti trúna á gömlu, góðu hljómsveitina þegarplatan okk- ar kemur út. Magnús Kjartansson. MIKIÐ PLÁSS Vesturbæingur simaði: „Mikilli truflun og leiðindum valda vörubilar, sem lagt er hér I vesturbænum i þröngar götur. Þannig útiloka þeir minni bila frá bilastæðum, þessir bilar taka svo mikið pláss. Einnig valda þessir stóru bilar mikilli slysahættu.sérilagiþarsem nú fer I hönd skammdegið með leyndum hættum fyrir börn sem ekki alltaf skynja umhverfi sitt rétt. Mig langar að koma þeirri uppástungu á framfæri að vöru- bilstjórar skilji bila sina eftir á hinu rúmgóða bilastæði Þróttar — það tiðkast erlendis að vöru- bilar eru skildir eftir á vinnu- stöðunum — þannigvalda þessir ' bilar ekki slysahættu né eru öðr- um til ama. Einnig langar mig til að beina þeirri spurningu til Umferðar- ráðs hvort þessir bilar séu i full- um rétti, þar sem þeir taka und- ir sig mörg bilastæði.” ÞEIR TAKA

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.