Dagblaðið - 22.10.1975, Síða 18

Dagblaðið - 22.10.1975, Síða 18
18 Pagblaðið. Miftvikudagur 22. októbcr 1975. Þegar Friðrik lagði landa sinn: Lá við að fólk klappaði fyrir skemmtilegri skák Van Den Broeck gaf á móti Hartston eftir 24 leiki og lauk þannig fyrstu skákinni i 2. um- ferð svæðismótsins i gærkvöldi. Englendingurinn er þvi efstur á mótinu, einn með 2 vinninga, hefur unnið báðar sinar skákir. Þeir tefldu lokaðan Benoni, og var fljótlega ljóst, að þetta var ekki dagur Belgans á mótinu, og gaf hann sem fyrr segir eftir 24 leiki og tapað tafl á hvitt. Skákir fóru þannig, hvitur tal- inn á undan: Van den Broeck—Harston: 0-1 Parma—Zwaig: 1/2-1/2 Ribli—Poutiainen: Biðskák Björn—Friðrik: 0-1 Ostermayer—Liberzon: Biðskák Laine—Hamann: 1/2-1/2 Jansa—Timmann: 1/2-1/2 Murrey sat hjá og hefur þvi ekki teflt ennþá á mótinu. Parma hafði hvitt á móti Norðmanninum Zwaig og tefldu þeir spánskan leik. Staðan hjá svörtum var afar þröng, og þeg- ar sýnt var, að Parma tækist að varna hrókun hans, voru spár á- horfenda Parma frekar i vil. Þeir notuðu báðir mikinn tima og þegar jafntefli var samið eft- ir 28 leiki, held ég, að það verði að teljast góð útkoma hjá Zwaig að hafa náð jafntefli við tvo stórmeistara i tveim skákum, sem hann hefur teflt. Sem sagt Zwaig: 1 vinningur, Parma 1 1/2. Björn Þorsteinsson og Friðrik tefldu Sikileyjarvörn, svokallað Poulsen-afbrigði. Þegar Björn gaf eftir 30 leiki og fyrirsjáan- legt mát og timaleysi, voru á- horfendur að þvi komnir að klappa fyrir skemmtilegri skák og fallegum yfirburðum stór- meistarans. Ég held að flestir hafi hugsað svipað. Fram til þessa hafði ekki verið klappað fyrir neinum, auk þess sem skammt var i skáklok hjá öðr- um og rétt að taka tillit til þeirra, sem þurftu að beinbeita sér. Ostermayer og Liberzon tefldu kóngs-indverska vörn, Samisch-afbrigði. Skákin fór i bið og staða Þjóðverjans ekki talin lakari. Biðstaðan er þessi: Ostermayer (hvitt): K gl, D c4, H cl, H e3, a3, b2, f3, g2, h2. Liberzon (svart): K g8, D e8, H d8, H dl, e5, f7, g6, h5. Hvitur á leik. Laine og Hamanntefldu kóngs- indverskt tafl, sem að minnsta kosti skemmra komnir héldu að Daninn myndi vinna. Eftir 40 leiki voru á borðinu 6 peð hjá hvorum og mislitir biskupar. Rakið jafntefli. Jansa og Timmann tefldu Sikiieyjarvörn, Scheveningen afbrigði. Talsvert var eftir af mönnum á borðinu eftir 24 leiki, en — jafntefli: 1/2—1/2. Skák þeirra Ribli og Poutiain- en var önnur skákin, sem fór i bið. Þeir tefldu Reti, eða væng- tafl, og var skákin að þvi leyti skemmtileg, að hún vakti um- ræður, enda spenna mikil og ó- vissa um úrslit. Biðstaðan var þessi: Ribli (hvitt): K g2, D d2, R d4, e2, b3, d3, g4, h4,f5Pouti- ainen (svart): K e7, D c7, R b7, B h7, e6, f6, h6, d5, h5, b4: Hvitur leikur. Mér fannst þessi önnur um- ferð hafa á sér yfirbragð rólegri yfirvegunar og þægilega minni spennu en fyrsta umferðin. Bæði keppendur og áhorfendur eru orðnir hagvanir og hafa náð sambandi. Auk þess er sjálfsagt eitthvað liðin ferðaþreytan úr komumönnum og allir mættir til leiks. Mótsstjórnin leikur i höndum hins iturvaxna séra Lombardy, sem hefur alla þræði i höndum sér. Hann er i senn föðurlegur og drengjalegur i hárauðum, klæðilegum jakka, alltaf nálæg- ur eins og traust kjölfesta. Ahorfendur voru margir og meðal iiunnugra andlita voru lögmennirnir Bergur Bjarnason og Magnús Sigurðsson, þarna var Bergur Pálsson, Kristján Sigurðsson, Einar Þorfinnsson, Högni Torfason, Kristján Benediktsson, Asgeir Asgeirs- son verkfræðingur, Kristján i Kiddabúð, Birgir ólafsson hjá Flugfélaginu, Anton Sigurðsson og Þráinn Guðmundsson auk Benónýs og margra kunnra skákmanna, að ógleymdum Sigurði Sigurðssyni, frétta- stjóra. Framkvæmd mótsins er öll prýðileg. Ungir áhugamenn um skák færa til mennina á sýn- ingarborðunum af mikilli vand- virkni, en þó er ekki alltaf greinilegt á hvern klukkan gengur. 3. umferð verður tefld i kvöld á Hótel Esju. Þá tefla þessi: Hartston — Ribli Hamann— Van Den Broeck Friðrik — Laine Zwaig — Björn Timman — Parma Liberzon — Jansa Murray — Ostermayer Poutiainen situr hjá i þessari umferð. —BS— ÞETTA ERU VERÐLAUNIN Á MILLISVÆÐAMÓTINU Átta verðlaun eru veitt á svæðismótinu samkvæmt reglum FIDE: l.verðlaun: 3.000 svissneskir frankar eða kr. 187.740.00 2. verðlaun: 1.800 3. verðlaun: 1.200 4. verðlaun: 5. verðlaun: 6. verðlaun: 7. verðlaun: 8. verðlaun: 900 750 600 450 300 112.040.00 75.096.00' 5C.322.00 16.935.00 37.548.00 28.101.00 18.774,00 Auk þessara verðlauna eru svo veitt fegurðarverðlaun fyrir bcztu skák mótsins, en aðsjálfsögðu eruþaðsvosem engin aukaverðlaun, sem tveir efstu menn hljóta, rétt til að keppa áfram um réttinn til að skora á heimsmeistarann um titil hans. Þátttakendum er séð fyrir ferðum og ölliím dvalarkostnaoi. Svæðismótið er haldið sameiginlega af Skáksambandi Islands og Taflfélagi Reykjavikur. HANN STUÐLAÐI AÐ SMÍÐI SAFNHÚSSINS og barðist gegn bílamenningunni Jón Jakobsson, þingmaður Húnvetn- inga og Skagfirðinga, barðist með oddi og egg fyrir byggingu Safnahússins, en smiði þess var hafin haustið 1906 fyrir forgöngu Hannesar Hafstein ráðherra og gekk smíðin það greiðlega að starfsemi i hús- inu gat hafizt 1909. Hafði Jón ráðizt sem aðstoðarbóka- vörður við safnið 1895 en var jafnframt forngripavörður 1897—1907. Settur var hann sem landsbókavörður 1906 og fékk hann veitingu fyrir embættinu 1908. Lét hann af embætti 1924 eftir nær 30 ára giftudrjúg störf i Landsbókasafni. Jón var skeleggur maður, og honum var likt farið og mörgum þingmönnum öðr- um, þegar rætt var um fyrsta bllinn i þínginu 1905, hann lagðist eindregið gegn innflutningi „blikkbeljunnar”, sem nú er kölluð, taldi að billinn mundi aðeins leiða af sér slysafaraldur, fjölga þyrfti læknum og ekki siður prestum i landinu. Landsbókasafnið hefur nú látið mála mynd af Jóni Jakobssyni. Myndina gerði Eirikur Smith, listmálari. Hefur myndin verið sett upp i aðallestrarsal Landsbóka- safns. —JBP— Sporhundurinn sendur norður í nótt: RAKTI SLÓÐ EFTIR GAMLA KONU , AÐ SJONUM Allviðtæk leit stendur nú yfir að konu á áttræðisaldri, sem er vistkona á Elli- heimilinu i Skjaldarvik skammt norðan Akureyrar. Sporhundur Hjálparsveitar skáta var fenginn norður i morgun með leiguvél frá Sverri Þóroddssyni, og rakti hann slóð niður að fjöruborði Eyjafjarðar, sem ekki er nema 5—600 metra vegalengd frá Skjaldarvik. Konunnar var saknað i gærkvöldi og hóf Hjálparsveit skáta á Akureyri leit fyrir miðnætti og siðan komu félagar úr Flugbjörgunar- sveitinni þeim til aðstoðar. Þó sporhundurinn hafi rakið slóð niður að sjó er leit haldið áfram bæði á landi og á sjó og i ráði var að fá litla flugvél til að fljúga yfir nágrenni Skjaldarvikur að Sögn Gisla Ólafssonar yfirlögregluþjóns á Akureyri. — A.St. Cj Sást síðast í Austurstrœti Lögreglan i Hafnarfirði leitar nú 31 árs gamals manns, Þóris Konráðs- Lindbergs Guðmunds- sonar, sem fór að heiman frá sér 6. október s.l. Siðast er vitað um ferðir Þóris 17. október en þá sást hann i Austurstræti i Reykjavik. Þórir er einhleypur maður, en býr hjá móður sinni. ASt. Kvennadeild Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra heldur fund að Háaleitisbraut 13, fimmtudaginn 23. október klukkan 20.30. Af gefnu tilefni er konum bent á að basarinn verður haldinn 9. nóvember. Kvennadeild Slysavarna- félagsins i Reykjavik heldur fund miðvikudaginn 22. október klukkan 8.30 stundvislega i húsi Slysavarnafélagsins á Grandagarði. Félagskonur eru beðnar að fjölmenna. — Stjórnin. Sýningar Sýningarsalur Menningarstofn- unar Bandarlkjanna: Helen C. Frederick, bandarfsk listakona, opnar sýningu á verkum sinum á morgun, sunnudag milli kl. 14 og 17. Verkin, sem hún sýnir eru svartlist og teikningar, um fimmtiu talsins. Sýningin verður opin til 24. október klukkan 13-18. Galleri Súm: Tryggvi ólafsson sýnir. Sýningin stendur frá klukkan 16-22 a.m.k. til mánaða- móta. Norræna húsið: Agúst Petersen sýnir. Stendur til 28. október. Op- jð frá 2-10. Bogasalurinn: Minningarsýning Drifu Viðar. Stendur til sunnu- dagskvölds 26. október. Opið frá 3-10. Listasafn tslands: Yfirlitssýning á verkum Jóns Egilberts. Opið frá 13.20-22 daglega til 18. nóvem- ber. Byggingarþjónusta arkitekta viö Grensásveg: Einar Hákonarson sýnir. Opið frá 14-22 til 30. októ- ber. Sýningar i Brautarholti 6 á teikningum eftir Jóhannes Kjarval. Sýningin stendur til 25. október og er opin frá 16—22 alla daga. Kjarvalsstaðir: Ragnar Páll. Sýningin stendur til 23. október. Opið frá 4-10. Kjarvalsstaöir: Sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals er opin alla daga nema mánudaga klukk- an 16—22. Aðgangur og sýningar- skrá ókeypis. Veðrið Suðaustan stinningskaldi og siðar allhvasst. Rign- ing þegar líður tekur á daginn. Hiti verður 8-10 stig. Andlát Ilulda Andrésdóttir Sogavegi 210 andaðist þann 13. október siðastliðinn i Borgar- spitalanum. Útför hennar fer fram i dag frá Bústaðakirkju. Hulda var fædd 27. febrúar 1915. Foreldrar hennar voru hjónin Sigriður Sigurðardóttir og Andrés Ólafsson fiskmatsmaður. Hulda vár gift Stefáni Þ. Gunnlaugssyni núverandi starfsmanni Reykja- vikurborgar. Börn þeirra hjóna eru: Björg Lilja, Gunnlaugur Karl, Sigurður Andrés, Sigriður og Snæbjörn. Svava Thordarsen skrifstofustúlka, ólduslóð 4, Hafnarfirði lézt aðfaranótt 14. október og fer útför hennar fram frá Frikirkjunni i Hafnarfirði i dag klukkan 13.30. Svava var fædd i Hafnarfirði 30. janúar 1911 og ólst þar upp. Hún var dóttir hjónanna Vigdisar og Ólafs Thordarsen söðlasmiðs. Hún vann á skrifstofu Kaupfélagsins i Hafnarfirði i 38 ár samfellt og var virkur þátttakandi i hafn- firzku samvinnustarfi. Jón Halldórsson Kleppsvegi 120, er lézt 12. októ- ber, verður jarðsettur frá Foss- vogskirkju á morgun kl. 13.30. Sofffa Jóhannsdóttir Hverfisgötu 112 verður jarðsett frá Frikirkjunni á morgun kl. 15. Jódis Bjarnadóttir Mávahlið 5 lézt mánudaginn 20. október. Sigurbjörg Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, Fálkagötu 30 lézt þriðjudaginn 21. október. Halldór Erlendsson kennari verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtudaginn 23. október klukkan 15. Óskum eftir pennavinum á aldrinum 12-14 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt er. Svörum öllum bréfum. Guðrún Agnes Einarsdóttir, Hliðarvegi 24, tsafirði og Elin Árnadóttir, Grundargötu 4, tsafirði. Vil skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 14-16 ára. Guðbjörg Pálsdóttir, Höfðabrekku 13, Húsavik. Óskum eftir pennavinum, strákum og stelpum, á aldrinum 14-16 ára. Hermina Gunnarsdóttir Baldursbrekku 11 Húsavik og Ingunn Halldórsdóttir Höfðabrekku 16 Húsavik. Læknaritarar Fundur i Félagi Isl. læknarit- ara lýsir fullum stuðningi við kvennafridaginn og hvetur sem flestar konur til að mæta á fund- inum 24. okt., þó ekki teljist stætt á að allir læknaritarar leggi niður vinnu þennan dag. Kvenfélag Bæjarleiða: Aðalfund,- ur verður haldinn i Siðumúla 11, þriðjudaginn 21. október kl. 20.30. Aðalfundarstörf, myndasýning úr sumarferðalaginu.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.