Dagblaðið - 14.11.1975, Qupperneq 2
Dagblaðið. Föstudagur 14. nóvember 1975.
ORETTLATASTI DOMUR, SEM
##
##
EG HEF HEYRT UM
, /
— segir Jónas Aðalsteinsson og vill þyngri refsingar ó ökuníðinga
Dagblaðinu var sent þetta af-
rit af bréfi til rikissaksóknara.
Þar sem óvenju bitur tónn er i
bréfinu og hörð ádeila á dóms-
valdið kemur fram, vildum við
gjarna kynna okkur þetta mál
nánar. Þess vegna fórum við til
Jónasar Aðalsteinssonar og um-
ferðardeildar lögreglunnar.
Það kom fram i skýrslu þeirri
sem gerð var af umferðardeild-
inni að ökumaður bifreiðarinn-
ar, sem ók á Björgu litlu, hafði
sýnt vitavert aðgæzluleysi.
Sjónarvottur bar eftirfarandi.
,Ég getekki fullyrt um hraðann
á bifreiðinni i tölum en ég tel þó
að hraði hennar hafi ekki verið
undir 70 km á klukkustund er
hún fór framhjá.”
Við ræddum við Jónas á
heimili hans við Kleppsveg.
,,Við hjónin vorum á Kanarieyj-
um þegar við fréttum að dóttir
okkar hefði orði fyrir bifreið og
lægi illa slösuð á sjúkrahúsi. Að
sjálfsögðu fórum við strax upp.
Hr. ríklssaksðknarl,
Ekki ætla ég að lýsa þeim hörm-
ungum sem dóttir min hefur
gengið i gegn um. En hún hefur
sýnt einstakt hugrekki. Nú
erum við hjónin skilin — sem er
bein orsök af þessu slysi og býr.
konan i Bandarikjunum. Hún
gat ekki hugsað sér að búa á Is-
landi. Það má taka fram að við
bjuggum áður i Bandarikjun-.
um. Ég vildi ekki búa þar ytra
— þannig hefur þetta stiað okk-
ur i sundur. Björg litla býr nú
hjá móður sinni i Bandarikjun-
um. Hún hafði dvalið hér i að-
eins þrjá mánuði þegar slysið
varð.
Það sem ég vil vekja athygli á
með þessu bréfi til ykkar er að
refsingin sem maðurinn hlýtur
er nánast hlægileg. Þetta slys
var ökumanni algjörlega að
kenna og hann hlýtur enga refs-
ingu. Nú er þetta ekkert per-
sónulegt gagnvart þessum eina
ökumanni, þetta hefði getað
komið fyrir marga. En hann
UPIP
(>., JínaR rítur AAalsteineson, KleppgveRi L'i'i
HeykJavÍK, mátmæli aámagátt er r.erts vr veana mále (18gre/?luekýrela
no 704) er ..ýlj
• á dðttur mína, bj'irgu Magneu Jínasdíttur. hiln
er nlu Sra gömui og var að rara i eunukeiiusiu, í Bryagi sínu var
htln & leið yfir Kleppsveginn í etr^tlsvafmaeKý ií, mi var Koyro uiour
uius o(s hdn ætti engan rítt'í i(t í þesau lífi. BJart var og þurrt
og ekkert sem skyggði & að bamið s«iat ekki.
Dðttir mfn var ekkl í'rr um að ganga fyrr en eftir
ítta mánuði, en þá við hmkjur. Rin hlaut beinbrot við mjöðm og hná,
tveir fingur voru brotnlr og llfur var rlfin svo gera varð holskurð
á barninu upp á líl' og dauða. Að auki var hán mj'ig sködduð í
andliti og upp *5r þessu eyðilagdist botnlanginn vegna innvortis
mars. Sálarástand barnslns er ekki gott. Hán grmtur upo dr svefnl
og vaknar með áráð. Nákvrm imknlnvottorð getur ríkissaksáknari
fengið frá LandsBPÍtalanum og Borgarsjákraháslnu.
Pyrlr allan bann skaða sem maður þessi olll
fmr hann dámssátt, sekt að upphsð ÍO.UOO.- kr. og Bkuieyfissvlntingu
í þrjá mánuðl. Petta er sá áráttlátasti dámur sem ág hef heyrt un,
og ág spyr, hvað er dámssátt? Flr það sátt við rfki og ákærða?
Hvað með fárnarlambið? Hvers konar sátt fmr það? - Petta er minnl
uámur en maður fær fyrir minnsta öivunarbrot vlð akstur. Pið Bgrlð
fáiki með slíkum smánardámum sem hessum. íg undlrritaður krefst því
að mál þetta verði tekið upp aftur og því ekki að skjáta þvf til
Hæstaráttar þar eð þlð emð ekki hmí'ir til að dmma?
Vlrðlngarfyllst,
. Paðla BJargar M. Já/aed
Björg litla var hræöilcga útleikin eftir slysið og var I 8 mánuði að berjast við afleiðingar þess. Þessi
mynd var tekin af henni á sjúkrasæng.
sýnir vitavert gáleysi og veldur
ómældum hörmungum. öku-
menn sem sliku valda eiga að
hljóta miklu meiri refsingu —
þetta er bein ögrun gagnvart
fólki. Það verður að taka hart á
ökuniðingum — slysatiðni er
orðin það geigvænleg. Eitthvað
verður að gera. Sá er dæmdi
þennan dóm leit aldrei á læknis-
skýrslur. Hann sagði að þær
hefðu ekki verið fyrir hendi. En
það var auðvelt að nálgast þær.
Þeir menn sem dæma mál sem
þetta, ættu að gera sér grein
fyrir þeim hörmungum sem fólk
gengur i gegn um vegna þess
gáleysis sem ökumenn sýna
* ökumenn verða að virða
gangandi vegfarendur meira en
þeir gera i umferðinni i dag.
Þetta algjöra skeytingarleysi er
að leiða okkur i ógöngur — þvi
finnst mér dómsvaldið verða að
taka á þessum mönnum. Miklu
lengri ökuleyfissvipting ætti þar
að koma til.”
Alvarleg slys að undanförnu
hafa vakið menn til umhugsun-
ar um þessi mál. Ljóst er að við
svo búið má ekki una — við
verðum að gera allt sem i okkar
valdi stendur til að stöðva þessi
ægilegu slys.
— h hails
Húsvíkingar hœtta að reykja
Um siðustu helgi hófst nám-
skeið i að hætta reykingum á
Húsavik. Fyrir þvi standa
kvenfélagið, Slysavarnadeild
kvenna og verkalýðsfélagið á
staðnum.
Fengu þessir aðilar þá Jón Hj.
Jónsson frá Bindindisfélagi
Islands og Gisla Auðunsson
héraðslækni til þess að halda
námskeiðið. Um 130 manns
sækja það, en auk þess er mikill
áhugi i bænum, þar eð fleiri
vilja taka þátt i tilrauninni, þótt
þeir sæki ekki námskeiðið.
Þessi hópur reykti fyrir 26 þús.
kr. á dag, sem eru um 9,3
milljónir á ári, en siðustu þrjá
daga hefur þessi sami hópur
reykt fyrir samtals 143 kr.
Kl. 11 i gærmorgun var sala á
tóbaki könnuð á Húsavik og
voru svörin á útsölustöðunum
öll á einn veg: verulega hafði
dregið úr sölunni og á sumum
stöðum var hún engin.
Má segja að Húsvikingar gefi
þarna gott fordæmi.
HP
Regnboga-
plast h/f
Kársnesbraut 18
Sími 44190
Höfum fyrirliggjandi glært
Acryl plastgler undir skrif-
borösstóla og fleira á hag-
stæðu verði.
Ú LIGGJA KLEPPSVEGUR OG
VOGUR HLIÐ VIÐ HLIÐ
Nú liggur Elliðavogurinn
samhliða Kleppsveginum. Fyrir
stuttu var opnuð viðbótarakrein
sem flestir hugðu tilheyra
Kleppsvegi en nú er annað kom-
ið á daginn. Akreinin nefnist
sem sagt Elliðavogur og er ein-
stefnuakstursgata til vesturs.
Að sjálfsögðu hefur Kleppsveg-
urinn um leið verið gerður að
einstefnuakstursgötu til aust-
urs. .
Skýringin á þvi að þessi nýja
akrein tilheyrir ekki Kleppsveg-
inum er sú að i framtiðinni mun
verða lögð ein akrein til viðbót-
ar, samhliða hinum tveimur. Þá
vérður Kleppsvegurinn einungis
heimakstursgata.
Rétt er að taka fram að há-
markshraði á milli Laugarnes-
vegar og Holtavegar er 45 km á
klst., en 60 km á Elliðavogi
sunnan Holtavegar.
—AT—
Eftir víðtœkar
endurbœtur:
MESSUR
SUNGNAR
AÐ NÝJU
Engar messur hafa að undan-
förnu verið I Kópavogskirkju.
Kirkjan hefur verið undirlögð af
iðnaðarmönnum, sem hafa unnið
við endurbætur og viðgerðir á
þessari fallegu byggingu, sem
stendur efst á Borgunum svo-
nefiidu i Kópavogi.
A sunnudaginn kemur verður
messað að nýju I kirkjunni. Þar
er nú komin ný lýsing, korklagn-
ing á gólf, ný teppi og svo hefur
kirkjan verið máluð bæði að utan
og innan. Þetta eru kostnaðar-
samar framkvæmdir og hafa
söfnuðirnir tveir, Digranes og
Kársnessöfnuðir, staðið undir
kostnaði. Þá hefur Kvenfélag
Kópavogs reynzt hin mesta hjálp-
arhella eins og oft áður og veitti
fjárstuðning til kaupa á gólf-
dregli. Að auki lögðu konur innan
safnaðanna fram fé til fram-
kvæmdanna.
—JBP—