Dagblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 3
3 2v DagblaOiO. Laugardagur 3. janúar 1976. Hvaö er i blýhólknum? Jón Guöjón Arngrimsson 2. stýrimaður, Heigi Hallvarðsson skipherra, óskar Indriðason 1 vélstjóri Helgason matsveinn tekur ut- og Sigurður Guðmundsson smyrjari háma i sig jóiakrásirnar af augsýnilegri nautn. DB-mvndir- an af júlapakkanum forvitinn Skúli Iljaltason. J a svip. VARÐSKIPAJOL í MYNNI SIGLUFJARÐAR Húfa skipherrans var notuð i almenuingsþágu á aðfanga- dagskvöld. Þarna draga nokkrir skipverjar um jóla- gjafirnar sinar. Áhöfnin á varðskipinu Þór hélt aðfangadagskvöldið hátið- legt i mynni Siglufjarðar. Þar snæddu þeir jólamatinn, roast- beef og is og ávexti. Að sögn Skúla Hjaltasonar, sem tekur myndir á miðunum fyrir Dag- blaðið, var þessi máltið þó eng- inn sérstakur dagamunur fyrir skipverja, þar sem veizlumatur er á borðum um borð i Þór á hverjum degi. Að máltiðinni lokinni tóku skipverjar upp jólagjafir sinar. en þær höfðu kvenfélagið Hrönn i Reykjavik og Salemsöfnuður- inn á fsafirði gefið.Vilja skip- verjar koma kæru þakklæti til þessara samtaka fyrir gjafirn- ar. Eitt var það, sem skorti á jólahaldið um borð i Þór, en það var jólatréð sem gleymdist i Reykjavik. Annað varðskip var á miðun- um um jólin, en það var Tvr. —SH-ÁT— ÓLÖGLEG EIGNAUPPTAKA SELFOSSLÖGREGLUNNAR? Eignaupptökumál lögregl- unnar á Selfossi á utan vegar torfærufarartæki i eigu Selfyss- ings nokkurs er nú komið i þá sjálfheldu að eigandinn sér ekki fram á annað en farartækið sé honum glatað. 1 viðtali við DB sagðist hann hafa keypt farar- tækið á 85 þús. krónur i haust og yrði hann þvi fyrir talsverðu fjárhagslegu tjóni ef lögreglan léti tækið ekki af hendi. Tækið, sem um ræðir, er knú- ið 7 ha vél með tveim mjög breiðum dekkjum með lágum þrýstingi, mun hæggengara en öll venjuleg mótorhjól, ekki gir- skipti, bandariskt og miðað við akstur i snjó, sandflákum og öðrum torfærum utan vegar. Þvi er búnaður þess allur frum- stæðari en mótorh jóls sem ætlað er til aksturs i umferð. Matthias Einarsson, kenndur við Glæsi, keypti hjólið fyrir nokkrum árum. Siðan keypti Sverrir Þóroddsson stórkaup- maður það og seldi það aftur sóknarprestinum á Selfossi, sem átti það á Selfossi i tvö ár, eða þar til i haust. Hinn 31. okt. sl. keypti núver- andi eigandi hjólið og fór með það á lögreglustöðina á Selfossi . til að spyrjast fyrir um hvort nauðsynlegt væri að tryggja það. Enginn botn fékkst i það mál. Daginn eftir ók hann svo hjólinu norður fyrir á og fór að aka þvi um móana þar utan byggðar og komu þá tveir lög- reglubilar og fimm manna lög- reglulið til að stöðva leikinn og var hjólið tekið af honum. Eftir um 1/2 mánuð fékk hann hjólið aftur og gætti þess að aka þvi aðeins utan vegar. Hinsveg- ar er yfirleitt ekki amast við akstri vélsleða á vegunum, þótt ekki sé skylt að tryggja þá né skrá. Þrem vikum eftir að eigand- inn hafði fengið hjólið aftur tók lögreglan það af honum aftur við þjóðveginn, þar sem hann liggur framhjá Kögunarhóli, án þess að eigandinn hefði ekið þvi eftir veginum. Hjólið er núenn á lögreglustöðinni á Selfossi og vill lögreglan ekki fá eigandan- um hjólið i hendur nema hún fái fyrst tollskjöl vegna innflutn- ings þess og tækið verði skráð sem þungt bifhjól. Þarsem hjól- ið er ekki ætlað til aksturs i um- ferð er búnaður þess frumstæð- ur og yrði mjög kostnaðarsamt og jafnvel tæknilega ófram- kvæmanlegt að breyta þvi þannig að það samræmdist lög- um um bifhjól. Lögreglan vill ekki fallast á hugmyndir eig- anda og framleiðenda, að þetta sé utan vega torfærutæki og væri þvi eðlilegra að lita á það sem vélsleða eða sambærileg tæki. Maðurinn,sem flutti hjólið inn, telur sig hafa glatað skjöl- um þar að lútandi, enda taldi hann ekki nauðsynlegt að halda þeim til haga eftir að gjöld voru greidd af þvi. Þess má geta að hjól sem þessieru vinsæl utan vegar leik- tæki viða um heim og eru þau alls staðar óskráð og þann tima sem Reykvikingar áttu hjólið sá lögreglan þar ekki ástæðu til að amast við þvi enda þótt hún vissi af þvi. Að lokum má svo nefna að reynist bill ólöglegur i umferðinni, eru númerin tekin af honum en billinn ekki gerður upplækur. Þvi miður er ekki unntaðbirta mynd af umræddu hjóli þvi' Jón Guðmundsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, neitaði blaðamanni DB um leyfi til að taka mynd af þvi er hann falaðist eftir þvi að kvöldi ný- ársdags. G s. Kvennaárið. ,,Nú árið er liðið i aldanna skaut.” Við örþreyttir hættum að baka og hendum nú pottum með hálfsoðnum graut. það hentar margt betur en eldunarstaut. Nú þær skulu vinna og vaka. Fyrripartur En það lán að hafa herinn. Hverjum bjána skiljast fer. Skammdegið er skjótt á enda. Skinið sólár hækka fer. Vor og yl eg vil þér senda. Vættir góðir fylgi þér. Húmið þokar, hækkar sól. Heldur lengir daginn. Gefi öllum gleðileg jól Guð, og frið i bæuin. Bjarganir úr sjóvarháska 1975: 21 Englendingi og 19 íslend- Áhafnir tveggja báta komust mgum b|argaðílandsjá„a7 A árinu 1975 björguðu sveitir Siysavarnafélags Islands 40 mönnum með fluglinutækjum frá strönduðum skipum. Voru þetta 19 tslendingar og 21 Eng- lendingur, að þvi er segir i árs- skýrslu SVFÍ. Það voru fjögur skip og bátar, sem strönduðu hér við land á ár- inu. Björguðu sveitir SVFl áhöfnum tveggja skipanna. Hinir komust i land af eigin rammleik en nutu þar dyggi- legrar aðstoðar sveita SVFl og nutu góðs af neyðarútbúnaði SVFl. lsleifur VE 63 strandaði að- faranótt 5. marz vestan Ing- ólfshöfða. 12 manna áhöfn komst af eigin rammleik i land. Blésu þeir þar upp gúmbjörg- unarbát sem þeir notuðu sem skýli meðan þeir biðu sveitar SVFI i Oræfum. Er á leið daginn gerði vonzku veður, 11 vindstig, stórhrið með frosti og mikið sandfok. Björgunarsveitin var 10 tima á strandstað vegna ó- færðar og veðurofsa. 1 fyrstu var farið með skipbrotsmennina i vitabygginguna og skýli SVFIá Ingólfshöfða en siðan til byggða i öræfum. ísleifur náðist af strandstað. Hvassafelliö strandaði tveim nóttum siðar við Flatey. „Garð- ar”, sveit SVFI á Húsavik, fór á staðinn á tveimur fiskibátum og hafði meðferðis björgunarbún- að og slöngubáta með utan- borðsvél. Komust björgunar- menn i land i Flatey þrátt fyrir NA 8—9 vindstig, snjókomu og brim. Ahöfnin, 16 manns og 3 farþegar, var dregin i land i björgunarstól og allir fluttir til Húsavikur. Hvassafellið náðist út 9 vikum siðar og hefur hlotið fullnaðarviðgerð. 21. marz strandaði brezki tog- arinn D.B. Finn H 334 á sand- spildu milli Blautukvislar og Dýralækjarkvislar. Sveitir SVFl i Vik og i Álftaveri björg- uðu áhöfninni,21 manni, i land og íluttu þá til Vikur. Ægir dró togarann siðan á flot. 1. ágúst strandaði 10 tónna bátur. Sigurbjörg VE 329, á Þykkvabæjarsandi. Einn maður var á bátnum og komst hann sjálfur i land. Sveit SVFI á Hellu vaktaði strandstaðinn, þar til báturinn náðist aftur á flot óskemmdur. —A.St. Á Spurning dagsins Á hvaða tónlist hefurðu hlustað yfir hátiðarnar? Arný Ingólfsdóttir afgreiðslu- stúlka: ,,Af hljómplötum hef ég hlustað á „Gleðileg jól” frá Hljómum og svo hef ég hlustað á nýju plötuna hans Donovans.” Gunnar Þorkelsson nemi: „Ég hef hlustað á „Lonli blú boys”, sem mér finnst afskaplega góð plata, og svo fékk systir min ágæta plötu i jólagjöf, nýja plötu með Paul Anka.” Sverrir Páll Erlendsson kennari: „Ekki hef ég nú hlustað mikið á tónlist yfir jólin. Allar minar plöt- ur eru fyrir norðan, þar eð ég er bara gestkomandi hér yfir hátið- arnar. Heima hlusta ég á alla tón- list.” Páll Haraldsson nemi: „Ég fékk plötur með Gunnari Þórðarsyni. Deep Purple og Elton John og á þær hef ég hlustað vfir jólin, ekkert eytt tima i útvarp eða sjónvarp enda litið i það var- ið.” Þórir Svansson prentari: „Það er ákaflega litið. Jólaboðin hafa tekið allan minn tima þar eð ég hef eytt timanum með fjöl- skyldunni og liðið vel." Ævar Gislason netni: „Fékk plötu með Júdas og Elton John og hef legið vfir þeim yfir öll jólin. Hljóðvarp og sjónvarp hlusta ég ekki á."

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.