Dagblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 9
Pagblaöið. Laugardagur 3. janúar 1976. 9 börnin horfin. Starfsmenn verzlunarinnar veittu frú MacKall þegar i stað aðgang að hátalarakerfinu i verzluninni, svo hún gæti kallað á Rodell og Candy. Löngu eftir að verzluninni hafði verið lokað um kvöldið hélt móðirin áfram að ákalla börn sin grátandi. Lögreglan leitaði af sér allan grun i verzluninni, sem er risa- stór, og'siðan var farið heim til frú MacKalls, þar sem hún bjó ásamt þritugum ástmanni sin- um, Alfred. bar komust spor- hundar i föt barnanna og hófu leit. Þyrlur ásamt leitarflokk- um voru til taks. Frú MacKall kom fram i sjónvarpi og bað börn sin þar grátandi að snúa heim á leið. Þessi sorglegi atburður var hélzta umræðuefni New York-búa um jólin, þegar allir eiga að vera glaðir og góðir. Fyrstu grunsemdir lögregl- unnar vöknuðu þegar þeir tóku eftir hversu nákvæmlega móðirin lýsti þvi hvernig börnin voru klædd þegar þau hurfu. Að auki hafði enginn i verzluninni séð börnin á aðfangadagskvöld- ið. Þegar farið var að kanna for- tið frú MacKall kom i ljós að nágrannar og ættingjar töldu hana slæma móður, sem meira að segja hafði komið fyrir rétt ákærð fyrir slæma meðferð á börnum sinum. A jóladag neitaði hún að fara frá lögreglustöðinni ef svo færi, sagði hún, að börnin fyndust. Spurningunum, sem beint var til hennar, var nú breytt. Þær urðu beinskeyttar og ákveðnar. Þegar búið var að setja Mac- Kall og ástmanninn upp i bil og átti að fara með þau til að gangast undir lygamælispróf, guggnuðu þau og játuðu að hafa myrt bæði börnin. A annan dag jóla óku nokkrir lögreglubilar inn á yfirgefna lóð i austurhluta Harlem. Illa brennd lik barnanna tveggja fundust þar i pappakassa. Börn- in voru svo smá áð bæði voru sett i einn lilípoka. Daginn eftir var frá þvi skýrt að dánarorsök barnanna hefði verið barsmiðar. Liklega höfðu þau dáið einum eða tveimur dögum áður en tilkynnt var um lát þeirra. Frú MacKall og ástmaður hennar voru ákærð um morð og ekki gefinn kostur á að ganga laus gegn tryggingu. begar þau komu fyrir rétt reyndu tvær systra hennarað ráðast á hana i réttarsalnum. Að sögn lögreglunnar reyndu þau þokkahjúin að fela glæpinn af ótta við reiði afans, sem ekki myndi sjá barnabörn sin á jól- um eins og áður. „Hann var yfir sig hrifinn af börnunum og þess vegna reyndu þau að blekkja hann,” sagði lögreglumaður einn. Ódœði í hesthúsinu Leikfélag Reykjavikur: EQUUS Sjónleikur i tveim þáttum eftii Peter Shaffer Þýðandi: Sverrir Hólmarsson Leikstjóri: Steindór Iljörleifs- son Leikniynd: Steinþór Sigurðsson Lýsing: Magnús Axclsson Leiktónar: Marc Wilkinson Það er að skilja að Peter Shaffer hafi sannan atburð fyrir sér i Equus: að hið óskiljanlega ódæði sem leikurinn snýst um hafi raunverulega skeð. Allt annað sem gerist i leikritinu segir hann að sé sinn eigin til- búningur. Enda er það tilraun hans til að „skýra” verknað drengsins i leiknum sem upp úr þurru tekur sig til og blindar sex hesta. Af hverju gerir hann þetta? Svör Peter Shaffers við þvi spursmáli eru einkum sálfræði- leg, bæði efni og aðferðir leiks- ins eru að verulegu leyti sótt i smiðju til Freuds og sálgrein- ingarinnar, þau snúast þá um duldir og bælingu, um sam- blendni kynferðislegra og trúar- legra áhrifaafla i sálarlifinu. Sjálf aðferð leiksins er sótt til sálgreinenda: atburðarás leiks- ins fer fram i samtölum læknis og sjúklings, drengurinn i leikn um lifir upp á ný og leikur fyrir lækninn þá atburði sem leiddu til ódæðisins i hesthúsinu. En lika felur leikurinn i sér ein hvers konar tilraun til „goð- sögulegrar” túlkunar á þessum atburðum: Alan litli Strang er ekki bara sjúkur, hann er lika kentár, lifandi goðsögnin. Af- brigðilegur, einangraður og innilokaður hefur hann þrátt fyrir allt lifað óhefta ástriðu — öfugt við lækninn sem á aí „hjálpa” honum til heilbrigðra lifshátta á ný. Er nema von að læknirinn, Martin Dysart, spyrji hvað hann i rauninni geti gert fyrir drenginn? Hann getur að visu leyst hann undan þjáningum sinum. En er ekki þjáningin hans sanna lif, sannari miklu en sú hversdagstilvera sem hann á kost á i staðinn? Hverju er hann bættari heilbrigður, kominn i lag með föður sinum, hinum samviskusama prentara og sósialista af gömlum skóla, eða lækninum með allri sinni vantrú á starf sitt, innilokuðum i sinu ó- frjóa og ástlausa hjónabandi, og þúsund og ■ einum hversdags- manni öðrum. Likast til er það nú þessi um- ræða sem hæpnust má þykja i Equus. Sjálfsfróun á hestbaki kann að vera skáldleg og skemmtileg iþrótt, en annað né meir er það auðvitað ekki sem Alan Strang iðkar i hestadýrkun sinni: Það er til nokkuð mikils mælst að taka sögu hans sem einhvers konar skáldlega i- mynd, hinnar fullkomnu ástriðu, sanna lifs. Þjáning hans er hins vegar raunveruleg og sú útrás sem hún fékk i hesthúsinu, og úr þeirri þjáningu má bæta. Það er veruleiki, annað draum- órar. betta eru nokkurn veginn rök dómarans i leiknum, vin- konu læknisins — en ekki verður betur séð en höfundurinn hallist frekar á sveif með hinum „goð- sögulega” málflutningi læknis- ins. Enhvaðsem þessum álitaefn- um liður er Equus fjarska hag- anlega gert leikrit. Peter Shaff- er hefur glöggt auga fyrir tisku- legu hugmyndafari eins og sjá má á umræðu hans um hvers- dagslif og goðsöguna, sam- blendni ofbeldis og kynlifs i leik- riti hans, ásamt tilheyrilegu stripaatriði. En fyrst og fremst erhann fjarska handlaginn leik- húsmaður, eins og raunar mátti áður sjá af Svartri kómediu, hinum hjólliðuga farsa sem leikinn var i Iðnó i hittifyrra eða svo. I Equus er hann i fyrsta lagi að segja spennandi sögu, og segir hana með yfir- burða-leikni, svo áhorfandinn situr hugfanginn af hinu óhugn- anlega efni hvort sem honum tekst að sjá guð i hestinum með Alan Strang, fullkomnun guð- iegrar ástriðu i samruna manns og hests. t sjónarmiðju leiksins eru tvö hlutverk og hann stendur eða fellur með þeim, lækninum og sjúklingi hans, Martin Dysart og Alan Strang. Leikfélag Reykjavikur hefur ekki einasta verið heppið með verkefni i þetta sinn heldur sýnir það sig að eiga ungum leikara á að skipa sem er eins og kjörinn i hið stóra og vandmeðfarna hlut- verk Alan Strangs: frumsýning- in á Equus verður ekki sist minnisverð fyrir hinn stóra sig- ur sem Hjalti Rögnvaldsson vinnur i hlutverkinu. Otlit og at- gervi leikarans hæfir hlutverk- inu eins og á verður kosið, og Hjalti sýndi sig þess umkominn að fara alveg náttúrlega með það árTofgerðar eða væmni, svo aðeins séu nefndar þær hættur sem augljósastar virðast. A móti honum kemur Jón Sig- urbjörnsson i hlutverki hins greinda en dapra læknis, sem lifir i draumum um griska klassik og hefur ekki kysst kon- una sina i sex ár. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja hversu traustur og vandvirkur leikari Jón er.enda uppfyllir hann allar manns vonir i hlutverki læknis- ins, samleikur þeirra Hjalta fá- gætlega vandaður og nákvæmur i öfgalausu raunsæi. Hitt er skrýtið hversu litil rækt er lögð við hin minni hlut- verk i þessari annars fallegu sýningu, aðeins hin minnsta sem af verður komist með. Þau skipta þó vissuléga máli fyrir framvindu sögunnar i leiknum, einkum hlutverk hins kvenlega kvendómara: Hesther Salomon sem Helga Bachmann lék mjög i sömu sniðum sem kvenlauti- nantinn i Skjaldhömrum Jónas- ar Árnasonar i haust. Hún er vinur og trúnaðarmaður Dysarts læknis og áhugi manns á sálarkröggum hans veltur ó- neitanlega mestpart á samskip- um þeirra. Guðmundur Pálsson er Frank Strang, faðir Alans, og Margrét ólafsdóttir Dora móðir hans, en vitaskuld felst hin sál- fræðilega „skýring” á atferli Alans sumpart i hjúskap og heimilishaldi þeirra. Það mátti ráða af hlutverki Margrétar að þessu efni væri unnt að gera markverðari skil en hér reynd- ist. Halla Guðmundsdóttir er einkar elskuleg leikkona, en spuming má vera hvort Jill Mason, sem leiðir Alan i hold- lega freistni i' hesthúsinu.á að vera alveg svona ljóðræn og indæl. En þau Halla og Hjalti fara verulega fallega saman með hið viðkvæma samfaraat- riðisittsem ósköpunum veldur i leiknum. Soffia Jakobsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson. Helga Back- niann. llalla Guðmundsdottir, Jón Sigurbjörnsson, Guö- mundur Pálsson og Margrét Guðmundsdóttir. Krjúpandi er lljalti Kögn- valdsson. hestarnir eru Þor- leikur Karlsson. Siguröur Karlsson, Kjartan Ragnars- son og Hannes Ólafsson. Leiklist Jón Sigurbjörnsson og Hjalti Rögnvaldsson. Kjaliarinn Geir R. Andersen hags-vandihjá þjóðinni, eins kon- ar mein sem allir landsmenn ganga með, og þvi aldrei rædd nema i hálfkæringi eða þá að gripið er til smáatriðanna og þau rædd i þaula en forðast að minn- ast á læknisaðgerðir sem duga. Að visu hefur verið tæpt á nokkrum þeim ráðum sem vitað er að til þarf svo að lækning geti átt sér stað, og jafnvel hafa ein- staka forsvarsmenn i efnahags- og fjármálum látið frá sér fara hugmyndir sem samrýmast raunverulegum úrbótum i þessum málum, en hefur svo sett dreyrrauða jafnskjótt og þeir hafa fundið að mótstaða er fyrir slikum úrbótum hjá öðrum valda- miklum mönnum innan „flokks- ins”, eða kjósendum sem hafa hagsmuna að gæta með áfram- haldandi vanda. Þessi hræðsla við raunveruleg- ar úrbætur i fjármálum hefur gengið svo langt að talið var heppilegra að láta yngri deild annars stjórnarflokksins, Fram- sóknarflokksins, setja fram hugmyndir að úrbótum á SUF-siðu Timans en að þær kæmu beint frá forystumönnum eða ráðherrum. En hér er um þá sjálfsögðu ráðstöfun að ræða að fella tvö núll aftan af krónunni til þess að styrkja islenzka gjald- miðilinn. Einhver afturkippur virðist þó hafa komið upp siðar þvi ekki var minnzt á þessa aðgerð nema einu sinni af hálfu Framsóknarmanna ogaldrei af neinum öðrum stjórn- málamönnum eftir það, en tekin upp umræða um smáatriðin á ný. En hvernig sem tekið verður á þessu sérstaka vandamáli eða öðrum, sem upp kunna að koma i framtiðinni, er það staðreynd að lausn þeirra er að miklum mun auðveldari þegar umræður um þau geta farið fram á grundvelli frjálsra og ótakmarkaðra upplýs- inga og án tillits til þess hvort ákveðnir stjórnmálaflokkar eða launþegahópar eigi hagsmuna að gæta með þvi að draga varanlega iausn á langinn. Ti! þess að slikt sé mögulegt er það mjög mikilvægt að fjölmiðl- ar, a.m.k. þeir sem telja sig hlut- lausa og óháöa, haldi vöku sinni þótt hinum sem enn eru háðir eftirlitiogskorðursettar af útgef- endum eða pólitiskum öflum verði meinað að fjalla um nokkur þau mál sem þýðingu kunna að hafa án þess aö hafa fyrst brotið þauniðuri smáatriði svo mörg að þau geti enzt til umræðu vikum og jafnvel mánuðum saman, eða eins lengi og henta þykir. Þagnarskyldan svonefnda og leyndarhula yfir hvers kyns mál- um, sem i raun eiga að vera á allra vitorði, eru verstu óvinir frjálsrar fréttamiðlunar og um leið eðlilegs þjóðlifs i lýðræðis riki. Að þagga niður sjálfstæðar og rökfastar umræður um þjóð- mál eða mál, sem varðar sam- skipti almennings við hið opin- bera, ætti að vera eitt af þvi sem heyrir fortiðinni til. En i raun eru Islendingar miklu einangraðri frá þeirri þróun, sem átt hefur sér stað i þessum efnum alls staðar á vesturlöndum, heldur en menn gera sér grein fyrir. En breytingin mun ná hingað og atvikin leiða til þess, hvert af öðru, að fjölmiðlar opnast fyrir málefnalegri skrifum, aðgengi- legri fréttaflutningi og nánari tengslum við opinbera stjórn- sýslu og stofnanir. Sú tiö er liðin að fólk láti kúga sig til hlýðni i skoðunum eða málflutningi. Við hófum dæmi um slika þróun, lika hérlendis, á árinu sem er að liða þegar reynt var að þagga niður rökfastar umræður um landbún- að á tslandi, — og sem leiddi til stofnunar nýs, óháðs dagblaðs. Slik mun þróunin verða og nú nýlega hafa komið fram efa- semdir um að rikisvaldið sé eini rétti aðilinn sem eigi að hafa með höndum rekstur útvarps og hvort ekki sé heppilegra að þessi rekst- ur falli undir frjálsa fjölmiðlun. Tjáningarfrelsið er og mun verða ein af undirstöðum undir lýðræðisþjóðskipulagi og þvi verður að telja það sjálfsagða stefnu að styðja hvers konar við- leitni sem gefur fyrirheit um rétt manna til þess að koma sjónar- miðum sinum á framfæri, hvort sem það er gert með einstöku framtaki eða frjálsum óháðum stofnunum. Það myndi margt breytast hér á landi, og eingöngu til batnaðar, ef sú þróun fær byr hjá almenn- ingi að mál séu rædd á frjálsum grundvelli, án opinberrar ihlut- unar og þagnarskyldan viki fyrir sjálfkrafa og tafarlitlum upplýs- ingum um allt er varðar þjóðfé- lagsleg samskipti i landinu. Ef til vill veröur lagður grund- völlur að slikum samskiptum og frjálsari fjölmiðlun á næsta ári. Vel væri hægt að hugsa sér að ný- byrjaðar viðræður milli aðila vinnumarkaðarins, og raunhæfar upplýsingar um þær frá fjölmiðl- um. væri fyrsö prófsteinninn. Arið 1976 l'æri þá vel af stað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.