Dagblaðið - 26.01.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 26.01.1976, Blaðsíða 3
Pagblaftið. Mánudagur 26. janúar 1976. 3 Ev Ef Geir semur: HLEYPUM HONUM EKKI LANDIÐ Jón Gunnlaugsson, sjómaður hringdi: ,,Ég hef starfað i yfir 50 ár á fiskiskipaflota okkar íslendinga og leyfi mér að fullyrða að ástand fiskistofna er mun verra AFTUR! en „svarta skýrslan” segir til um. Við höfum alls ekki efni á að semja við Breta eða nokkra aðra þjóð um áframhaldandi sókn á islandsmið. Sigurður Guðjónsson skip- stjóri skrifaði ágæta kjallara- grein i Dagblaðið þar sem hann bar fram sterk rök gegn þýzku samningunum. Ég er Sigurði aldeilis sammála — þýzku samningarnir eru landráða- samningar. Þjóðverjum er sleppt lausum inn á beztu físki- miðin. Nú ætlar forsætisráðherra, INN í Geir Hallgrimsson, að fara til London og semja við Breta — upp á hvað veit enginn enn — en ljóst er að hann fer til að semja. Ef Geir semur i London — þá á ekki að hleypa þeim manni inn i landið aftur. Hann hefur ekkert að gera hér sviki hann þjóð sina. ÁFRAM MEÐ SPILVERKIÐ! Hermóður B. Alfreðsson skrif- ar: „Helgi Pétursson segir að hann viti ekki af nokkurri hljómsveit sem hafi fengið eins fyrirfram ákveðið lof og okkar Spilverk hér á íslandi en hann forðast að tala um hvers vegna. Þess vegna vil ég án nokkurrar gagnrýni drepa litillega á þetta, þvi sá se m talar mest veit of tast minnst. Ég vona að þú Helgi, góði drengur öfundi mig ekki en það liggur við að kannski megi segja að hljóm- sveitin sé betri en Rió trió var. Það er ekki vist að maður nái til stærsta hóps fólks með þvi, sem lokkrir kalla „vinsæl” fram koma, en með eðlilegri fram- komu eða einhverju, sem hinir ekki þora, getum við með tim- anum þróazt og lært af reynsl- unni. Gaman væci ef einhver af hin- um eldri segði sitt álit á gömlu lögunum, sem Spilverkið flutti á gamlárskvöld, eða þá á sjón- varpsþættinum fræga, Háfjalla- tónlist, sem sennilega varð svo vinsæll að endursýning er bönn- uð (?). Ég hitti þá mann, sem ^arð sjötugur daginn eftir, og tjáði hann mér að þátturinn væri bara ágætur. Samdægurs Spilverk þjóðanna — gælir við lifsbjörg þjóðarinnar. hitti ég 16 ára hnokka sem fræddi mig um aö þátturinn væri það ömurlegasta sem hann hefði hingað til séð. En ég segi áfram með gömlu lögin, áfram með poppið, klass- ik og góðar raddir. Þess vegna áfram Spilverkið. Við gleymum ekki Helga. Já — og áfram með Dagblaðið”. Hœttum þessu bulli um vestrœna samvinnu? — hún stendur okkur aðeins til boða í orði — ekki á borði, segir lesandi 5839-1287 skrifar: „Á annarri siðu Dagblaðsins þann 16. janúar geystist Gunn- laugur nokkur fram á ritvöllinn með alvarlegu augnaráði likt og gæzlumaður mælisins sem út af flóir — hæstvirtur forsætisráð- herra, Geir Hallgrimsson. Gunnlaugur ávitar næst stærsta blað landsins —■ Dag- blaðið — fyrir að hleypa alls konar rumpulýð inn á siður sinar skrif litt lýðræðisleg. Eitt- hvað hafa lýðræðishugmyndir skolast til i toppstykki Gunn- laugs. Þar sem fslenzkt þjóðfélag er byggt upp sem lýðræðisþjóð- félag þá ætti Gunnlaugi að vera ljóst að einn af hornsteinum þess þjóðfélags er einmitt skoð- anafrelsi og standa lýðræðis- sinnar einatt vör um það ásamt prentprelsi og fleira skyldu. Ég verð að telja að það þorskastrið sem nú er háð hafi þjappað okkur íslendingum saman og sýnt okkur að við er- um aðeins það sem við erum — það er litil þjóö i baráttu fyrir lifsbjörg sinni. Viðhöfum staðið gegn árásaraðilanum einir og styrkzt er á leið. Hvorki „vinir okkar, Bandarikjamenn” eður aðrar „áhuga þjóðir um vest- ræna samvinnu” hafa komið nærri, enda allt nú i óefni komið fyrir bandalagsþjóð okkar Bret- um og varla bjarga þeir skinn- inu eða mannorði sinu héðan af „— okkar er málstaðurinn. Ég tel að við ættum að leitast við að efla okkar samstöðu en ekki vera sifellt að bulla um vestræna samvinnu þvi sýnt þykir mér að hún standi okkur aðeins til boða i orði en ekki á borði. Ég vona að Dagblaðið svo og aðrir fjölmiðlar haldi áfram að stuðla að skoðanaskiptum án tillits til þess hverjar skoðanir eru. Ég hjó eftir þvi hvað Gunn- laugi þykir orðið kommúnisti ljótt, voða, voða ljótt. Fasisti er lika voða, voða ljótt en báðir erum við Gunnlaugur lýðræðis- sinnar og forðumst þvi svona voða, voða vonda menn. Annars ætla ég að vona að þrátt fyrir þessi skrif sin telji Gunnlaugur sig meiri islending en alþjóðlegan talsmann vest- rænnar samvinnu og væri vel. Nú ef ekki þá getur hann vafa- laust fengið far með brezka sendiherranum þegar hann kveður.” KERFIÐ OG EINSTAKLINGURINN F. Haraldsson skrifar: „Hvert stefnum vér? Hverjir ráða og hvemig komast þeir til valda? Ein nýjasta og freklegasta móðgun við fólkið i landinu er að útsölustjórar ÁTVR hafa uppi einræðisleg vinnubrögð i fullu samþykki ráðuneytis. „Keyptar” eru flöskur á ca 200 kr. og seldar á ca. 3300 kr. eða með 1650% álagningu. Hver fær ca 3.100 kr? Jú, kerfið, blessað kerfið. Kerfið, sem hefur einka- söluleyfi á áfengi og ræður eitt álagningunni, og dregur þennan skatt af þeim þegnum er landið byggja, en áætlaðar tekjur kerfisins árið '76 eru 6.000.000.000 kr. Gaman væri að vita hver meðaltalsálagning er, innkaups- verð vins, rekstrarkostnaður, og hversu mikið útsölustjór- arnir fá i áhættuþóknun i % og kr. og hversu stór hluti velt- unnar eru gúmmitékkar og eins hitt hvort þeir fái enn áhættu- þóknun? Kjósandi góður, ber okkur að liða það að ávisanir séu gerðar ógildar þó svo að smár hópur manna falsi ávisanir, ávisanir sem kerfið notar og leggur blessun sina yfir? Skora ég hér með á alla þá aðila, sem taka greiðslur úr rikiskassanum, að heimta greiðsluna i peningum. Gera útsölustjórarnir sér ekki grein fyrir þvi að þeir eru i þjónustuhlutverki við almenn- ing en ekki öfugt, eða rennur kannski ekki af þeim i vinsölum TÁR? Hversu háu verði þurfa inn- flytjendur áfengis og tóbaks að kaupa útsölustjórana til þess að vara þeirra fái rúm á hillum útsölustaðanna? Ef útsölustjórarnir ætla að fórna æru sinni og heiðri við fót- stall Mammons er mér næst skapi að vona að Bakkus seilist eftir þeim og faðmi þá. Að lokum þetta: Stenzt þessi aðgerð útsölustjóranna laga- lega séð? Svar óskast en ekki að þagað sé þunnu hljóði." Spurning dagsins Finnst þér góður þorra- matur? Svanhildur Snæbjörnsdóttir hús- móöir: — Sumt, ekki allt. Hrúts- pungarnir eru langbeztir. Birna Jóhannsdóttirhúsmóðir: — Ekki allt, ég borða harðfiskinn og hangikjötið. Mér finnst súri mat- urinn ekki góður. Þóröur Ágústsson heildsali: — Nei. Þetta er allt of þungur matur i maga. Ég borðaði þetta i smala- mennskunni hér áður fyrr. Kristinn Júliusson verkamaður: — Já, mér finnst hann að minnsta kosti nógu girnilegur. Ætli ég smakki þetta ekki i kvöld. Ég hef nú litið gert að þvi að fara á hót- elin og borða hann þar. Þetta. sem er á boðstólum núna. er svipað og hér áður fyrr. Margrét Guðnadóttir húsmóðir: — Já. mér finnst hann allur góð- ur. Annars finnast mér flatkök- urnar og svið bezt af þessu. Það er miklu betra að geyma mat nú orðið. siðan frystikisturnar komu. það varð að geyma matinn súrs- aðan i gamla daga. Brynjólfur Ólason. 8ára: — Nei. ég hef ekki smakkað hann núna. það hefur ekki verið svoleiðis heima hjá mér. Annars finnst mér slátur ágætt, þótt ég borði það sjaldan. Mér finnst harðfisk- urinn beztur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.