Dagblaðið - 26.01.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 26.01.1976, Blaðsíða 8
8 Oagblaðift. Mánudagur 26. janúar 1976. Gerðardómur í hitaveitumálum Suðurnesja: VATNSLEYSUSTRÖND VERÐUR VATNSLAUS UM SINN „Þessar miklu tafir hafa án efa kostaft stórfé,” sagöi Jón Tómasson, forsvarsmaöur landeigenda i Svartsengi i viðtali við Dagblaðiö. „Og i raun og veru er niðurstaða gerðardómsins ekki langt frá þvi, sem við bjuggumst við allan timann.” t stórum dráttum varö niður- staða gerðardómsins, sem sett- ur var í málinu i júli i fyrra, á þá leið, að Hitaveitu Suðurnesja var gert að greiða landeigend- um 87 milljónir fyrir land og jarðhitaréttindi i Svartsengi. „Gjöf bændanna á Vatns- leysuströnd var auðvitað mjög virðingarverð, en sá galli fylgdi þeirri gjöf, að verulegur kostn- áður var framkvæmdum þar samfara,” sagöi Jón ennfrem- ur. „Hitaleiöslan ein var álitin kosta um 300 milljónir og svo þurfti að bora þar borholur, sem kosta 50 til 60 milljónir hver hola.” Taldi Jón, að bezta leiðin hefði verið valin, enda væru framkvæmdir komnar nokkuð langt á leið og sagði hann það sorglegt, að áróöursöfl hefðu getaö tafiö málið svona lengi þvi að timatapið hefði án efa kostað bæjarfélögin á Suðurnesjum stórfé. „Við munum nú endurskoða framkvæmdaáætlun okkar með tilliti til niðurstöðu dómsins,” sagði Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri i viðtali við Dagblaðið. „Með gjöf bændanna á Vatnsleysuströnd i huga er veriðað athuga möguleika á þvi að koma vatni til þeirra. 011 töf er dýr,” sagði Jóhann ennfremur. „Við Svartsengi eru tilbúnar fjórar holur og nú er ekkert þvi til fyrirstööu að hafn- ar verði framkvæmdir þar.” HP Það var talsvert fjölmenni i Bláfjöllum i gærdag, þegar blaðamaður DB kom þangað. Veðrið var milt og uppi i fjöllun- um var komin þoka, en skiðafæri virtist með ágætum. Tjzkufólkið i skiðasportinu var þarna margt mætt til leiks með „græjur” sinar, skiði, búninga og jafnvel vélsleða, sem það hafði dregið aftan i lúxusjeppum sinum upp i fjöllin með þetta einstaklega smekklega nafn. Þarna má lika sjá margt fjalla- ljónið, sem virtistekki láta neinar mishæðir aftra sér, heldur rennir sér niður brekkurnar eins og ekk- ert sé mannskepnunni óyfir- stiganlegt. Opnun Bláfjallanna hefur ann- ars gefið höfuðborgarbúum ein- stakt tækifæri til skiðaiðkunar, og áreiðanlega er einn dagur þar efra á við fjölmörg glös af vita- minum. Við látum annars mynd- irnar tala. — Þær Þóra IVl agnúsdóttir og Hólmfriður Guðjónsdóttir sögð- ustfara á skiði um hverja helgi. ÞEIR VILJA RENNA í KR0SS FÆTURNIR — heimsókn í Blófjöll í gœr < - m. Alls kyns vandamál skjóta upp kollinum þegar skiöaútbúnaöur er flókinn en hér sést Böftvar Valtýsson lijálpa dóttur sinni Katrinu aft laga festingarnar. Þeir Gylfi og ómar komu ak- andi á þessum myndarlegu vél- hjólum upp I Bláfjöll. Sögftu þeir félagar, aft þessi tegund, Harley Davidson SX 175, væri sérstak- lega vel til þess fallin aft aka i snjó. í ránsferð þó vakt- maður vœri um borð Óboðna gesti bar að garði i b.v. Þormóð goða i Reykjavik- urhöfn i fyrrinótt milli kl. 3 og 4. Létu hinir óboðnu gestir það ekki aftra sér, þó vélar i' skip- inu væru i gangi og vaktmaður um borð. Var vaktmaðurinn við vinnu og heyrði ekki til komumanna. Hinir óboðnu gestir fóru um loftgöt niður i vélarrúm og þaðan um skipið. Sprengdu þeir upp 4 hurðir, skemmdu þær mikið svo og karma þeirra. Virtust þeir hafa verið i leit að peningum, m.a. i skip- stjóraibúðinni og i klefum skipverja. Klefi stýrimanns- ins þar sem lyfjakassinn er var látinn i friði. ASt. Ráðizt að mjólkurbúð Rúða var brotin i mjólkur- búð að Skaftahlið 29 aðfara- nótt laugardagsins. Ekki varð séð að neinu hafi þar verið stolið og ekki voru unnar aðr- ar skemmdir en rúðubrotið. ASt. Mikið um árekstra — tvö slys Mikið var um árekstra i bænum um helgina einkum á föstudags- og laugardags- kvöld. A sunnudag urðu siðan 12 árekstrar á ti'mabilinu frá 1—8. 1 flestum tilfellum var hálka og erfið færð orsökin. Ekki var lögreglunni kunn- ugt um slys á fólki i þessum ó- höppum nema i einu tiiviki. Rákust saman fólksbifreið og strætisvagn á mótum Hverfis- götu og Ingólfsstrætis. Far- þegi i strætisvagninum var fluttur i slysadeild. Þá slasaðist piltur á skelli- nöðru litillega er hann rakst á fólksbil á mótum Ægisgötu og Vesturgötu. ASt. Kjúklingur í Nýgrilli mikil freisting Maturinn i Nýgrilli i Breið- holti virðist mjög freistandi, ef dæma má eftir þvi að þar var brotizt inn tvær nætur i röð. Fyrra innbrotið var aðfara- nótt föstudags. Þá var stolið þaðan tveim kjúklingum, sem tilbúnir voru til framreiðslu. Nóttina eftir var aftur vegið i sama knérunn. En nú fannst ekkert tilbúið til áts. Í1)áðum tilfellum var rúða brotin og þannig komizt inn. Aðrar skemmdir voru ekki unnar. Er helzt hallazt að þvi að þarna hafi unglingar verið að verki. ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.