Dagblaðið - 06.03.1976, Síða 6
\o>
Dagblaðið. Laugardagur 6. marz 1976,
Jón Baldursson
Guðmundur Arnarson Helgijónsson
Helgi Sigurðsson
Sigurður Ármannsson
Sigurður Sverrisson.
Ljósmyndir Ragnar.
Ungu bridgesfrókarnir
Reykjavíkurmeistarar!
Sveit Jóns Baldurssonar varð
Reykjavíkurmeistari í sveitakeppni
1976. Unnu þeir sveit Jóns Hjalta-
sonar í úrslitaleik s 1. sunnudag.
Úrslit leiksins urðu 141-140 EBL stig,
svo ekki gat munurinn verið minni.
Það ánægjulega við þessi úrslit er að í
sveit Jóns Baldurssonar eru allt mjög
ungir spilarar, og ættu þessi úrslit að
skapa mikinn áhuga hjá ungum
spilurum. í sveit Jóns Baldurssonar
eru auk hans Sigurður Sverrisson,
Sverrir Ármannsson, Hclgi Jónsson,
Helgi Sigurðsson og Guðmundur
Arnarson. Þó þeir séu ungir að
árum hafa þeir þó þegar öðlazt
allmikla reynslu í bridge — spilaö
flestir á Evrópumótum unglinga og
Norðurlandamótum.
Hér er svo eitt spil frá úrslita-
leiknum:
Norður
4k A
9? AKD9865
0 96543
*-------
Vestur
A K10832
V 72
0 A8
*K732
Austur
* DG54
-------
0 1072
*A 109854
Eins og við sjáum standa sex
hjörtu alltaf, en sex spaðar hjá austri
og vestri eru aðeins tvo niður. Ekki er
hægt að segja annað en það hafi
verið mikið fjör í sögnum í þessu
spili. Á hinu borðinu voru spiluð
fjögur hjörtu og þar sögðu austur-
vestur aldrei neitt.
SUÐUR
A976
G10423
0 KDG
*DG6
Sagnir gengu svona á öðru
borðinu. Norður Austur Suður Vestur
Guðmundur Jón Jón Jón
Arnarson Hjaltason Baldursson Ásbjörnsí
L hjarta pass 2 hjörtu 2 spaðar
4 lauf dobl 4 tíglar 4 hjörtu
4 spaðar dobl 6 hjörtu pass
pass pass
Frá Bridgefélagi
Reykjavíkur.
Tvær umferðir eru búnar í Butler
tvímenningskeppni hjá Bridgefélagi
Reykjavíkur og efstu pör eru.
1. Ríkharður Steinbergsson —
Bragi Erlendsson 139 stig
2. Símon Símonarson —
Stefán Guðjohnsen 128 stig
3. Guðmundur Arnarson —
Jón Baldursson 123 stig
4. Einar Þorfinnsson —
Páll Bergsson 123 stig
5. Guðmundur Sveinsson —
Þorgeir Eyjólfsson 119
Frá Bridge-
félagi kvenna.
Keppt er í tveim riðlum í
sveitakeppni Bridgefélags kvenna.
Eftir tvær umferðir er staðan þessi.
A-riðill.
l.AldaHansen 38 stig
Hverjir vilja skora ó unglingalandsliðið?
Fyrirliði landsliðs þess sem keppa
mun á Evrópumeistaramóti unglinga
hefur ákveðið tilhögun um val
liðsins. f fyrstu verða mynduð
tilraunalið og hefur nú verið valið
fyrsta liðið, en það er þannig
skipað: Guðmundur Sveinsson —
Þorgeir Eyjólfsson og Helgijónsson
— Helgi Sigurðsson.
óskað er eftir áskorunum á lið
þetta og önnur er verða mynduð.
Fyrirliði landsliðsins, Páll Bergsson,
mun ákveða hvort og hvaða
áskorunum verður tekið, en sigur
áskoranda í leik við lið hans veitir þó
ekki réttt til veru í landsliði.
Skrifstofa B.S.Í. og Páll Bergsson
veita áskorunum viðtöku.
Eins og áður hefur komið fram hér
í þættinum verður Evrópumót þetta
háð í Lundi, Svíþjóð, í ágúst. Skilyrði
er að keppendur á móti þessu séu
fæddir eftir 1. janúar 1951 og mun
Páll Bergsson velja liðið.
2. Hugborg Hjartardóttir 29 stig
3. Guðrún Einarsdóttir 28 stig
B-riðiIl.
1. Aldís Schram 31 stig
2. Sigrún Pétursdóttir 30 stig
3. Gerður ísberg 30 stig
Frá Bridgefélagi
Kópavogs
Bridgefélag Kópavogs heldur um
þessar mundir 30 para Barómeter.
Sex spil eru spiluð milli para og eru
fimm umferðir á kvöldi. Staðan er nú
þessi:
1. Haukur Hannesson —
Valdimar Þórðarson 93 stig
3. Karl Stefánsson —
Birgir ísleifsson 82 stig
3. Ármann J. Lárusson —
Sigurður Helgason 64 stig
Sveit Tryggva sigraði.
Keppni meistaraflokks Tafl- og
bridgeklúbbsins í sveitakeppni lauk á
fimmtudagskvöld. Sveit Tryggva
Gíslasonar sigraði — hlaut 133 stig.
Úrslit í síðustu umferðinni urðu
þessi:
Þórhallur—Kristín Þ. 14-6
Sigríður—Kristján 12-6
Kristín Ó.—Erla 11-9
Bernharður—Tryggvi 17-3
Tveimur umferðum er ólokið í 1.
flokki. Þar er nú sveit Rafns
Kistjánssonar efst með 122 stig. Sveit
Ragnars hefur 118 stig og á
einum leik ólokið auk lokaum-
ferðanna tveggja. Sveit Gests hefur
117 stig og sveit Guðlaugs 100 stig.
Frá Bridgesambandi
íslands
Bridgesamband íslands gengst
fyrir Firmakeppni dagana 17. marz,
22. marz og 25. marz. Jafnframt er
þetta íslandsmót í einmenning
Fyrirtæki er áhuga hafa á að taka
þátt í firmakeppninni, og um leið
styrkja hið mikla starf Bridgesam-
bands íslands geta hringt í síma
74422 og látið skrá sig þar.
M0KAR FLÓRINN „MAFÍUNNAR"
Frétt í Dagblaðinu fyrir nokkru
er kærustupar gisti með ungu fólki
eftir gleðskap allt í sama herbergi;
einhver kom í bólið til dömunnar.
Stúlkan hafði unun af
öllu sem að herrann gaf.
Ósköp svipuð atlotin
'eins og það væri kærastinn.
Mokar flórinn „mafíunnar”
Mundi stóri Gylfason?
Illa fór með „alþýðunnar”
yfirstjóra sem er von.
Ánægðir í sömu sæng
synir „alþýðunnar”.
Kúra undir volgum væng
Vísis mafíunnar.
Manndóm sýndi maðurinn
meiri helduren kærastinn.
Nú kveðst hún muni kæra hann
fyrir koss á allan líkamann.
Að loknum lestri í Dagblaðinu varð mér
þetta að orði:
Vertu okkur ekki erfiður
þó ofurlítið í álinn syrti.
En leystu frá skjóðunni Leirfinnur
og láttu okkur vita hverGeirfinn hirti.
S.H. Berg.
Þættinum hefur borist kvæði sem er alls 6
erindi og leyfi ég mér að skipta því í tvennt.
Mun þá scinni helmingur birtast í næsta þætti.
Fjandafæla
Ein ærulaus er þjóð í Atlantshafi,
sem öldum saman kúgun hefur beitt
þann lýð sem frelsi ann og friði
og fyrirlítur alla kúgun heitt.
En þessi þjóð sem stórveldi sig státar
og styrkja þykist frið um höf og ból,
með aðra hönd á hjartastað, — ó, drottinn,
en hina á gikknum, þeirra myrkvist sól.
Nei, Bretar hafa löngum hundar heitið,
öll hæverska því svínslegt yfirskin.
Um lönd og álfur farið blóðgum brandi
og barið þá, er helst þeir kalla vin.
En vafalaust að skuldaskilum kemur
og skrattinn þekkir sína, það er vel;
um víðar lendur heims það hrap mun óma,
því harðstjóranna vígi er stökkt sem skel.
Lyddur hafa löngum þekkst í heimi
og lygaveíi spunnið sí og æ.
Með tungu klofna, hland að hjartablóði
og háreysti, er gnýr um lönd og sæ.
Hæst samt glymur vagninn víst hinn tómi
og vesalmennska þeirra hlýtur svar:
— Þeir dæmast botnfall allra, allra þjóða,
öðlast að launum níðstöng sögunnar.
.Guðjón Sveinsson.
Botnarsem þættinum hafa borist.
Vilja Sunnu koma á kné
kappar dyggða snauðir
Loftleiða þá fækkar fé
farast Nordals sauðir.
Ingólfur þar fyrstur fór
fær þar tómur sjóður skell
óskaplegan innst í kór
einhver heyrði þotu hvell.
í sama knérunn virðast vega
viskurýrir gerast enn
manndóm Guðna mega trega
misheppnaðir séntilmenn
Samkeppnin ersett í bann
sæmd er þjóðin rúin
einhver bjarga alltaf kann
þó öðrum fatist trúin.
SOSEM
Þátturinn þakkar kvæði og vísur og óskar
eftir framhaldi á því.
V.H.