Dagblaðið - 06.03.1976, Side 9

Dagblaðið - 06.03.1976, Side 9
Dagblaðið. Laugardagur 6. marz 1976. 9 \ Fyrir stuttu fór fram í Stokkhólmi einvígi á milli svíans Anderson og fyrrverandi heimsmeistara Tal. Þegar síðast fréttist var einvíginu nýlokið. Tal vann 4 1/2—3 1/2 og hafði öllum skákunum lyktað með jafntefli nema einni. En þetta hafa alls ekki verið nein stórmeistarajafn- tefli, hart hefur verið barist í flestum skákunum eins og sjá má í skák þeirri sern hér á eftir fylgir. Hún var sú önnur í röðinni í einvíginu og tekst Tal á undraverðan háttað næla sér í jafntefli úr að því er virðist tapaðri skák. Hv. Ulf Anderson Sv. Mikael Tal. Enski leikurinn. 1. Rf3 ^ 2. g3 Bg4 3. Bg2 Rd7 4. c4 c6? Alltof djarft teflt. öruggara var 4... dxc4 5. Da4 c6 6. Dxc4 Bxf3 7. Bxf3 Re5 með jöfnu tafli. 5. cxd5 cxd5 6. Rc3 Rf6 Hvítur hefur þegar náð frumkvæðinu. 6. ..e6 er svarað með 7. Da4 sem gerir Bxf3 nauðsynlegt. 7. Db3 Rc5 Hér hefur líklegast verið betra að leika 7. .. Rb6, en hvítur heldur frumkvæðinu með 8. d3 8. Db5 + Rfd7 9. d4! Þetta er hagstæðara fyrir hvítan eri' 9. Rxd5 a6 10. Dc4 Bxf3 11. Bxf3 Hc8, þar sem svartur fær spil fyrir peðið. 9. a6 10. Db4 Re4 11. Dxb7 Tal hefur hér tapað peði án þess að fá nokkuð fyrir sinn snúð. 11. Rxc3 12. bxc3 e6 13. Bf4 Be7 Hér hefði einnig mátt leika 13.. Dc8, sem hvítur svarar best með 14. Db3. Eftir drottningarskipti verður svarti riddarinn sterkur og hvíta peðið á c3 veikt. 14.0-0 0-0 15. a4 Bxf3 16. Bxf3 Rf6 17. Hfbl Bd6 Tal er hér neyddur út í uppskipti, annars verður leikur Hb6 mjög sterkur fyrir hvítan. 18. Bxd6 Dxd6 19. Hb6 Dd8 20. a5 Hér hefði ekki verið gott að drepa strax á a6, t.d. 20. Hxa6 Hb8 21. Da7 Dc8 og svartur vinnur peðið til baka. 20. 21. Ha3 22. Dxc8 23. e3 24. Be2 25. Bxa6 265. Hxc3 27. Be2? Dc8 g5 Hfxc8 Hc7 Hac8 Hxc3 Hxc3 Hér var hesta vinningsleiðin 27. Bb5, en þrátt fyrir hinn gerða ieik á hvítur ennþá vinning í stöðunni. 27. Hc2 28. a6 Ha2 Auðvitað gengur 28... Hxe2 ekki vegna 29. a7 Ha2 30. Hb8+ o.s.frv. 29. Hb7 g4 30. a7 . Kg7 31. Hc7 Hvítur má hér ekki leika 31. Bb5 vegna Re4 32. Bc6 Rg5 33. Hc7 Hal + 34. Kg2 Rf3 og svartur mátar. 31. Hal + 32. Kg2 Ha2! 33. Bb5? Þá er nú vinningurinn fyrir bí. Hér var einfaldasta vinningsleiðin 33. Bd3 og siðan Kfl og kóngurinn kemst vænginn. 33. 34. Bc6 34. Bc6 35. Kgl 36. a8==D? út á drottningar- Re4 Hxf2 + Hxf2 + Hd2! Hér voru meiri líkur á vinning eftir 36. Bxd5. 36. Hdl + 37. Kg2 Hd2 + 38. Kfl Hdl + Skyndilega rennur það upp fyrir Anderson að Tal hefur hér náð þráskák, t.d. 39. Ke2 Rc3 + , þannig að hann varð hér að sætta sig við jafntefli. Bréfskákkeppni Skáksambands íslands Nú hefur staðið yfir í nokkurn tima bréfskákkeppni Skáksambands íslands. Er þar keppt í riðlum, en eins og vill verða í bréfskákkeppni er staðan í riðlunum mjög óljós. Hér á eftir fylgir ein skák úr keppni þessari, en hún er tefld í B-riðli keppninnar. Sýnir hún formann Skákfélagsins Mjölnis í baráttuham, þannig að læknirinn í Hveragerði sér þann kost vænstan að leggja niður vopnin eftir aðeins 30 leiki. Hv. Svavar G. Svavarsson. Sv. Þórhallur Ólafsson. Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 0-0 8. Dd2 Rc6 9. Bc4 Bd7 10. 0-0 Hac8 11. Bb3 Re5 12. Df2 Rc4 13. Bxc4 Hxc4 14. Hadl Db8 15. Hd2 b5 16. Rb3 a6 17. Hfdl b4 18. Re2 Hfc8 19. c3 bxc3 20. Rxc3 Db4 21. e5 dxe5 22. Hxd7 Rxd7 23. Hxd7 e6 24. Dd2 Bf6 25. Re4 Be7 26. Dxb4 Bxb4 27. Bh6 H4c7 28. Rf6 + Kh8 29. Hxc7 Hxc7 30. Bg7 + Kxg7 31. Rc8 + og svartur gafst upp. Kvik myndir ÞORSTEINN ULFAR BJÖRNSSON Fróbœrt listaverk og góð mannlýsing Tónabíó: Lenny ★ ★ ★ ★ ★ 108 mín. bandarísk, gerð 1974, svart/hvít. Leikstjóri: Bob Fosse. Myndin er í heimildamyndastíl og lítið um eiginlegan söguþráð, aðeins brugðið upp svipmyndum úr ævi bandaríska háðfuglsins Lenny Bruce. Lenny Bruce var upp á sitt bezta í kringum 1960 og var ötull við að svipta hulunni af hræsni bandarísks þjóðfélags. Honum var fátt heilagt, hvojt sem það var páfinn eða Kennedy. Því miður þá dó hann á bezta aldri af of stórum skammti heróíns. Hann var oft kallaður samvizka Bandaríkjanna og rtiá með nokkrum rétti álykta að unglinga- byltingin svokallaða hafi að nokkru leyti orðið vegna hans tilverknaðar. í myndinni er áhorfandanum gefin nokkuð sönn mynd af þessum manni, þótt ekki sé. hún kannski alveg nákvæm. Það cr brugðið upp spegilmynd bandaríks þjóðfélags eins og það var á þessum tíma og á stundum nálgast myndin það að vera „karikatúr” eða skópmynd. Einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni að sýningu lokinni, að myndin hefði ekki getað verið öðruvísi. Hún er geysilega skemmtileg og vel upp byggð eins og við er að búast frá hendi þessa leikstjóra, en Bob Fosse leikstýrði einnig Cabaret. Það eru viss atriði í myndinni sem sitja eftir í manni svo sterkt, að maður getur naumast hætt að hugsa um þau. Sem dæmi má nefna atriði þar sem Lenny er að skemmta í Chicago. Þar kemur hann fram á sviðið og er svo uppdópaður að hann veit ekkert hvað hann er að segja. Það er klippt á víða mynd og henni er haldið allan tímann sem Lenny er á sviðinu. Það er svo mikil örvænting sem lýsir sér út úr þessu atriði eins og það er gert, að það er vart hægt að hugsa sér það öðru vísi. Leikur Dustins Hoffman og Valerie Perrine, sem leikur konu Lennys er hreint frábær. Hoffman hefur að mínu viti aldrei verið betri ekki einu sinni í Midnight cowboy. Perrine sem margir muna efalaust eftir úr Slaughterhouse 5 er greinilega leikkona af guðs náð, þar sem hún hefur aldrei lært neitt í leiklist. Mig langar til að benda á svona í lokin atriðið þar sem hún hringir í Lenny frá Hawaii þar sem hún var tekin fyrir að hafa marihuana í fórum sínum. Hún þarf að segja eitthvað við Lenny en á erfitt með að koma því frá sér. Það er klippt á víða mynd eftir ganginum Lenny Bruce (Dustin Hoffman) og Honey Harlow (Valerie Perrine) brosa framan í áhorfendur að skemmtiatriði loknu. þar sem hún stendur við símann. Og mvndavélin er höfð niðri* undir gólfi. Bara það hvernig hún hreyfir fæturna þegar hún talar er þess virði að fara og sjá þessa mynd. Það er hreint engin furða þótt hún hafi fengið verðlaun í Cannes, verðlaun kvikmyndagagnrýnenda í New York og viðurkenningu sem bezta leikkona árins í aðal- hlutverki í blaðinu Films and filming. Hún er hreint frábær. Það væri óskandi að kvikmyndahúsgestir fengju að sjá hana sem fyrst í kvikmyndinni The last american hero, þar sem hún leikur á móti Jeff Bridges. Lenny er sem sagt virkilega góð mynd á allan hátt og óskandi að sem flestir sjái hana. Leitað á Lenny við handtöku en hann var oft handtekinn fyrir að nota orð sem á þeim tíma mátti aðeins nota prívat og innan veggja lögreglustöðva. GAMANSOM AFÞREYINGARMYND Austurbæjarbíó: Valsinn (Les Valseuses) ★ ★ ★ 100 mín. frönsk, gerð 1974, litir Leikstjóri: Bertrand Blier Tveir ungir menn sem eru óskap- lega kvenhollir og miklir prakkarar stela bíl en skila honum aftur. Þar sem eigandinn hafði eitthvað á móti því að lána bílinn þá hótaði hann að skjóta þá. Þar .af leiðandi urðu félag arnir að grípa til ofbeldis og reyna að flýja. En annar þeirra fær í sig byssu- kúlu á einhvern þann viðkvæmasta stað sem nokkur karlmaður getur státað af, og þegar gert hefur verið að sárum hans kemst hann að því að sér getur ekki risið hold. Þá vandast málið og eftir ýmis ævintýri fer vin- mum að fara fram eða kannski væri réttara að segja upp. Þeir vinirnir eru svo hoppandi úr einu rúminu í ann- að út.myndina og gera flestar konur sem þeir komast í kynni við alsælar. Það er orðið nokkuð síðan að ég hef séð góða franska mynd ef undan er skilin Borsalino og Co. sem sýnd var fyrr í vetur. Það má heita að franskar myndir sjáist hér ekki nema á frönskum kvikmyndavikum og svo einstaka mánudagsmynd. Þar mætti svo sannarlega verða breyting á, því Frakkar geta gert ágætis myndir. Bæði skemmti- og afþreyingarmynd- ir og svo aftur hrein listaverk. Les Valseuses þýðir í rauninni pungarnir eða eistun eða eitthvað í þá áttina. Þetta er franskt „slang” eða götumál og er þetta mikið rétt- nefni á myndina. Ég hélt nú satt að segja að þetta væri hálfgerð klám- mynd og fengi kannski einn eða tvo mínusa en ég varð virkilega undr- andi og skipti snarlega um skoðun. Myndin er ágætlega leikin og all sæmilega gerð og lýsir á gamansam- an hátt og blátt áfram þeim vanda- málum, sem ungir menn með heil- brigðar hvatir mæta. Það má að vísu segja að myndin sé örlítið ýkt, en það er ágætlega gairian að henni og hún gerir ekki kröfur til annars en að vera það sem hún er, afþreyingarmynd. Auk þess eru einhver þau fallegustu brjóst sem ég hef séð á nokkrum kvenmanni í þessari mynd. Og það á fleiri en einum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.