Dagblaðið - 06.03.1976, Síða 11
Dagblaðið. Laugardagur 6. marz 1976.
FRAMBJÓDANDINN
MEÐ AÐEINS
BREIÐARA BROS
OG AÐEINS
MEIRA FYLGI
En Carter á einnig auðvelt með að
höfða til ungra manna og þeirra, sem
aðhyllast vinstri stefnur í stjórnmál-
um.
Á fundi með stúdentum við
tækniskóla í Concord, New Hamp>-
shire, lofaði hann að bera fram frum-
varp, sem fæli í sér niðurskurð á
fjárframlögum til varnarmála. En
um leið lét hann á sér skilja, að hann
vildi ekki veikja varnir Bandaríkj-
anna. Með frumvarpinu vildi hann
aðeins koma í veg fyrir sóun á íjár-
munum innan hersins og varnarmál-
anna yfirleitt.
Eina hreina tillaga Carters um
endurbætur á varnarmálunum felur í
sér endurskipulag, sem haft gæti
betri „nýtingu” í för með sér og hann
vill gera ríkisstjórn Bandaríkjanna
valdameiri.
Auk þess er hann á móti verðbólgu
og atvinnuleysi. Það eru annars allir
og það er aðalmál þessara kosninga,
ef eitthvað er.
nota til þess hvaða meðul sem er.
Það sannaði hann bezt við fremur
ómerkilegar kosningar í Iowa. í því
ríki búa margir demókratar og
Carter vann sigur, sem vakti mikla
athygli. Hann gætti þess að notfæra
sér sigurinn út í yztu æsar, hélt sig í
nálægð fréttamanna og svaraði
ákveðið og beint öllum spurningum
þeirra.
Efst á dagslista Carters er morgun-
verður með fréttamönnum. Og þá er
öllum myndavélum 'og hljóðnemurr
beint að honum.
Eins og áður vill hann vera eins
mikið í sviðsljósinu og hægt er, því
það álítur hann að komið geti
honum í forsetastól %
Hvað skoðunum hans viðvíkur eru
vinsældir hans sprottnar af því, að
hann er úr röðum „algjörra mið-
manna.” Sumir segja, að hann hafi
engar skoðanir, aðrir segja, að hann
hafi allar skoðanir í einu. Hann var
ríkisstjóri í Georgiu í fjögur ár, —
Georgia er íhaldsamt suðurríki, en
Carter hefur ekki verið talinn íhalds-
samur þar. Hann er ný gerð af
stjórnmálamanni á margan hátt og
hann var ekki fylgjandi kynþáttamis-
réttisstefnu Georgíumanna. Þó hefur
hann verið ásakaður fyrir að taka
báða pólana í hæðina á því sviði. En
í samanburði við keppinauta sína í
New Hampshire er hann talinn
íhaldssamur og það kemur sér vel á
þessum síðustu tímum.
Og Carter heldur áfram að brosa,
— ekki tilgerðarlegu grettubrosi, eins
og Udall, heldur þessu sígilda
ameríska tannkremsbrosi, vélrænu og
útfærðu eftir fyrirmælum. Hár-
greiðsla hans minnir á Kennedy, —
eða réttar sagt hárkollu. Augu hans
eru grá og keppinautar hans hafa
hæðzt að honum með því að segja, að
hann sé maðurinn með hlýja brosið
og ísköldu augun.
Og á meðan kosningabaráttan
heldur áfram af fullum krafti virðist
eins og Carter sé sá frambjóðenda
demókrata sem lengst hefur komizt
og sé sigurstranglegastur, en það er
langt í land.
Blaðamenn sem fylgja frambjóð-
endunum eftir.verða yfirleitt fljót-
lega nokkuð þreyttir á þeim og byrja
á því að útbúa skrýtlur og skopkvæði
um pa.
Einn blaðamanna var byrjaður að
yrkja:
,Jimmy Carter.
Is a fine starter...
Þökk sé kaupmömum
— ogbökurum
Það er ekki að ástæðulausu að
undirritaður hefur ofangreind orð
sem heiti þessarar greinar eftir að
lýkur hinu langa sjálfs-
pyntingartímabili, sem þjóðin gengst
undir ár hvcrt með ólund en hlýðir
þó, nauðug viljug.
Það má vel vera að nú, nokkrum
dögum eftir að verkfalli lýkur, sé
almenningur búinn að gleyma því
hlutverki er einstakir kaupmenn og
verzlanir þeirra gegndu í verkfallinu,
svo og bakarar þeir sem lögðu nótt
við dag til þess að fullnægja
eftirspurn hinna verkfallsþjáðu íbúa
Reykjavíkursvæðisins eftir nýjum
brauðum dag hvern.
Það er hins vegar efamál, að
almenningur, hvað þá þeir er að
verkfallinu stóðu og voru hvað
ákafastir um að lama allt athafnalíf í
landinu, hafi enn gert sér grein fyrir
því ástandi, sem kynni að hafa
skapazt hér, ef kaupmenn hefðu ekki
haft verzlanir sínar opnar meðan á
verkfallinu stóð. Það er staðreynd að
þjónusta sú sem kaupmenn og
bakarar inntu af hendi með
starfrækslu fyrirtækja sinna kom
hreinlega í veg fyrir að fjöldi heimila
flosnaði upp, sakir hungurs og van-
næringar.
Flesta daga verkfallsins mátti sjá
fólksstrauma til verzlana þeirra sem
opnar voru. Þar voru á ferð menn og
konur úr öllum stéttum þjóðfélagsins
jafnvel þeir sem hvað harðast átöldu
að nokkurs staðar skyldi vera opið,
þ.á m. verkalýðsleiðtogar og verk-
fallsverðir, til að verzla, ná í
nauðsynjavöru fyrir sig og sína.
Kaupmaður einn íiafði oro a því
við undirritaðan, að scr fyndist
kátbroslegt að sjá suma þá er
ákafastir voru með verkfallinu og
vildu alla starfrækslu einkafram-
taksins feiga, koma í verzlun sína og
biðja um hina og þcssa hluti, rétt
eins og aðra, en heyra þá síðan
muldra um leið og þeir fóru út „að
réttast hefði verið að loka öllum
verzlunum,— því allir ættu að taka
þátt í svona verkfalli.”
Að öllu samanlögðu er það ekki
verkalýðsforyslunni að þakka að ekki
kom til meiri háttar múgæsinga
vegna matarskorts, meðan stóð á
þessari árvissu sjálfsmorðstilraun
verkalýðsfélaganna. Það sem
bjargaði var sem oft áður, að enn
hefur ekki tekizt að gera út af við
lilraunir einstakra manna við að
halda uppi við illan leik, nokkrum
lilburðum til sjálfstæðs at-
vinnureksturs og þó án nokkurs
stuðnings þeirra afla, sem helzt ættu
að vera þess umkomin að sýna
þessari viðleitni skilning, svo sem
lýðrasðisleg ríkisstjórn, en ekki síður
borgarstjórn, sem alveg bregzt
forystuhlutverki sínu varðandi
þjónustu við borgarana.
Þannig er það meira en lítið
ábyrgðarleysi af forsvarsmönnum
borgai'samfél. með hátt í hundrað
þúsund íbúa, að ekki skuli örla á .
fyrirbyggjandi aðgerðum, varðandi
þjónustu við almenning, þegar
yfirvofandi er verkfall, sem enginn
veit fyrirfram, hve lengi kann að
standa. Það er ekki fyrr en verkfall
hcfur staðið í rúma viku, og farið er
að örla á öngþveiti, varðandi
Kjallarinn
Geir R. Andersen
mjólkurskort, að borgarlækms-
embættið krefst þess að neyzlumjólk
verði dreift til ungbarna og sjúklinga
eftir að tilskilið leyfi hefur náðarsam-
legast verið veitt af „máttarvöldum”
verkfallanna.
Auð' hað hefði borgarstjórn átt að
hafa frumkvæði að því að krefjasl
þess, að lágmarksþjónusta yrði veitt
öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins,
an tillits til aldurs eða ástands þeirra.
Með aðgerðaleysi sínu er borg-
arstjórn Reykjavíkur að viðurkenna
áhugaleysi sitt fyrir velferð
borgaranna í hinu árvissa „sjálfs-
morðsþófi” sínu, og lætur það ráðast
hvort einhver verður til þess af
sjálfsdáðum að inna af hendi
takmarkaða þjónustu við borgarana í
andstöðu við hina fámennu en
heiftugu verkfallsforystu, sem tekizt
hefur að bæla niður raddir og að-
gerðir þeirra sem helzt hefði mátt
vænta stuðnings frá.
Það er spurning hvort neytandinn,
hinir almennu borgarar, eigi yfírleitt
nokkurs stuðnings von, úr því sem
komið er. Hvað líður t.d. því
aðkallandi verkefni að koma á fót eða
setja reglugerð um verzlunarmiðstöð
sem fólk hefur aðgang að, eftir að
almennum verzlunum er lokað kl. 6
á kvöldin og um helgar.
Það er staðreynd, að po að
íbúatala Reykjavíkur se ekki nema
um 82 þús. dvelja hér innan borgar-
markanna að staðaldri um 100 þús.
manns þegar með eru taldir
aðkomumenn utan af landi,
nemendur við skólanám og
ferðamenn innlendir og erlendir. Hin
mikla örtröð fólks, sem þarf að híma
fvrir utan lúgugöt verzlana í
misjöfnu veðri, bíðandi eftir
varningi, sem ekki hefur unnizt tími
til að kaupa á venjulegum
verzlunartíma, — sýnir að full þörf
,er fyrir að sett verði löggjöf um nýja
verzlunarháttu sem mætir þörfum
neytendanna, en ekki þörfum eða
réttara sagt duttlungum einstakra
verkalýðsforkólfa, sem eru að koma
ár sinni fyrir borð og reyna að feta
sig áfram á stjórnmálabrautinni á
fölskum forsendum.
Það er því orðið tímabært að
meirihluti sá sem hefur völd í
borgarstjórn neyti þess aflsmunar
sem honum er fenginn í heridur af
kjósendum og taki upp harðari og
éindregnari barittu í þágu borgara
Reykjavíkur, en einblíni ekki á þarfir
þeirra, sem eru búsettir utan Reykja-
víkur, eins og ljóslega kemur fram í
hitaveituævintýrinu sem við Reyk-
víkingar erum nú að súpa seyðið
af með framkvæmdum fyrir
nágrannabyggðirnar, og kemur í hlut
Reykvíkinga að fjarmagna í formi
óheyrilegra verðhækkana á heitu
vatni nú á næstunni og afborgun
erlendra lána, sem senn verða
óviðráðanleg með næstu
gengislækkun.
Það er líka oröiö miklu meira en
tímabært að þeir sem kosnir hafa
verið til forsvars fyrir lýðræði og frelsi
þjóðarinnar, geri sig ekki að fíflum,
með því að skrifa upp á ug
viðurkenna svokallaða kjara-
samninga, og neiti að horfast í
augu við þá staðreynd, að náin tengsl
séu á milli afkomu heimilanna og
atvinnufyrirtækja.
Nú er svo komið hér á landi, að
upp hefur risið sérstakur hópur
atvinnumanna, sem sérhæfa sig í
aðför að atvinnufyrirtækjum í
landinu, en um leið er ráðizt á
afkomu heimilanna, hinna almennu
borgara. Það er því hart að una því,
að ráðamenn skuli ekki taka til
hendinni og koma í veg fyrir þessa
óheillaþróun, meðan þeir enn hafa
til þess umboð.