Dagblaðið - 06.03.1976, Qupperneq 14
Dagblaðið. Laugardagur 6. marz 1976.
í veizlusölum rikisstjórnarinnor
ríkir ró og kyrrð dagsdaglega
en gleði ó hótíðastundum
Það er hátt til lofts og vítt til
veggja, í flestum herbergjunum
a.m.k. en alls eru þau átta talsins.
Þar hanga listaverk eftir Kjarval,
Ásgrím, Jón Stefánsson og
Kristínu Jónsdóttur á veggjunum.
Ofan á parkettgólfunum eru dýrindis
teppi. Hægt er að hafa 42 gesti
sitjandi við miðdegisverðarborðið og
postulínið er til á lager niðri í
kjallara.
Hver skyldi svo búa í öllum
þessum herlegheitum?
í þessum salarkynnum, sem hér
hefur lauslega verið lýst,býr enginn
— ekki lengur. Um er að ræða
Tjarnargötu 32, ráðherrabústaðinn
en ráðherrarnir búa ekki lengur í
húsinu — halda þar einungis opin-
berar veizlur og móttökur á vegum
ríkisstjórnarinnar.
Við fengum góðfúslegt leyfi til þess
að heimsækja húsvörðinn frú önnu
Thorsteinssen og hún gekk með
okkur um húsið og sagði okkur frá.
„Húsið er byggt af norskum
hvalveiðimanni, Ellefsen, á
önundarfirði og flutt til Reykja-
víkur. Hannes Hafstein flutti inn í
það árið 1906. Húsið eins og það er í
dag, er nokkuð breytt frá upphaflegri
mynd.”
Þegar komið er inn úr fremri
forstofunni, sem er lítil, er komið í
innri forstofu þar sem á gólfi er
fagurblátt gólfteppi. Snúinn stigi er
upp á aðra hæð. Á veggjunum er
Ijósblátt silkiveggfóður i hvít-
lakkaöri umgjörð.
I ganginum er . fögur klukka en
hana gaf svissneska álfélagið 1966.
Dagstofurnar niðri eru þrjár og snúa
allar út að Tjörninni. Sú nyrzta er
lítil
Þar er áklæði húsgagnanna
ljósbrúnt. Á hillu stendur gömul
postulínsskál frá Bing & Gröndahl
og blómavasi úr krystal, gjöf frá
Noregskonungi.
Að öðru leyti er fátt um per-
sónulega muni, eins og postulíns-
styttur eða aðra slíka gripi í þessum
stofum. Hvergi er bók að sjá og má
það teljast merkilegt þar sem við
teljum okkur meðal mestu bókaþjóða
heims. Þar er silfurskál sem forsætis-
ráðherrahjónunum Bjarna heitnum
Benediktssyni og frú Sigríði Björns-
dóttur var afhent í Kanadaför þeirra
árið 1957.
Á gólfinu í miðstofunni,* sem er
gríðarstór, er blátt mynztrað,
persneskt gólfteppi og gljáandi par-
kettgólfið tekur sig vel út sem um-
gjörð um teppið. í þessum sal eru tvö
sófasett og nokkrir aukastólar. í einu
horninu stendur flygill. Yfir öðrum
sófanum er stórt Þingvallamálverk
eftir Kjarval. Það var gefið
Alexandrínu drottningu árið 1930.
Hún gaf íslenzku þjóðinni það aftur.
Hún var síðasta drottning
íslendinga.
Inn af þessari aðalstofu er lítil
dagstofa. Þar var áður verönd, en
byggt yfir hana. Þar inni er allt klætt
rauðum lit, bæði stólar, veggfóður og
gólfteppi.
Heimsókn
í róðherra-
bústaðinn
við
Tjarnargötu
Ljósm. DB
Bjarnleifur
Parna hangir klukkan frá svissneska álfélaginu í forstofunni.
Mið-salurinn á fyrstu hæð er langstærstur. Áklæðið á húsgögnunum er úr þlussi
og yfir sófanum hangir málverkið sem Alexandrine drottning gaf íslendingum.
Það cr eftir Kjarval, frá Þingvöllum.
Úr miðstofu er vængjahurð í
borðstofu. Á miðju gólfi stendur
borðstofuborð, eins og vera ber. Við
það geta setið 42 að borðhaldi.
Gluggatjöld eru úr silkidamaski og
ómynztraðir „storesar” ná niður á
gólf. Úr borðstofunni er hægt að
ganga út í garðinn.
Við enda borðstofunnar er lítið
„framreiðsluherbergi”. Slík herbergi
eru ekki víða í húsum í dag, en voru
algeng fyrr á tímum í húsum hefðar-
fólks. Þar er raðað á föt og þaðan ber
þjónustufólkið matföngin. Þar
er einnig blandað í glös veizlu-
gesta, hitað kaffi o. s.frv. Þar er bæði
ísvél og gosdrykkjakranar.
Á milli. framreiðsluherbergis og
eldhúss er lítill gangur og á honum
bakdyr hússins.
Eldhúsið er vel búið tækjum.
Enginn matur er samt búinn til í því.
Allur matur, sem framborinn er í
ráðherrabústaðnum er fenginn frá
Pétri Daníelssyni veitingamanni á
Hótel Borg. Matseðillinn er valinn af
þeim ráðherra, sem veizluna heldur.
Pétur veitingamaður hefur einnig
umsjón með öllum vínföngum.
Kvaðst Anna vera fegin að vera laus
við það.
Úr forstofunni bakdyramegin
héldum við upp á loftið. Þar eru tvær
uppbúnar setustofur og lítil
borðstofa. Snúa þessi herbergi út að
Tjörninni.
Þarna eru veggir klæddir ennþá
fegurra veggfóðri en á neðri hæðinni,
enda tiltölulega nýbúið að endurnýja
þessa hæð. Það var gert áður en
Margrét Danadrottning og Hinrik
prins komu í heimsókn þjóðhátíðar-
árið 1974.
í nyrztu stofunni er stórt líkan af
myndarlegri skútu sem Álands-
eyingar færðu íslendingum að gjöf í
tilefni af 1100 ára.afmæli íslands-
byggðar.
Veggir þarna á efri hæðinni eru
prýddir dýrindis málverkum og eru
öll herbergin hin vistlegustu.
Það vakti forvitni okkar að fá að
sjá svefnherbergin þar sem gist hafa
svo tignir gestir sem Danadrottning
og maður hennar ásamt mörgu öðru
kóngafólki.
„Svefnherbergin eru tekin niður
þegar ekki eru næturgestir í húsinu.
Svefnherbergishúsgögnin eru geymd
uppi á háalofti, milli þess sem þau
eru í notkun. Svefnherbergi
Margrétar drottningar var búið upp
hér í miðsalnum, en þegar hún frétti
að móðir hennar hefði sofið í litla
herberginu til hliðar,óskaði húneftir
„Róðherrohúsíð" var bústaður rúðherranna fram til 1943
Hannes Hafstein ráðherra var í
hópi þeirra embættismanna sem
byggðu sér hús við Tjarnargötu, þá
er hún var framlengd suður með
Tjörninni 1906. Þar sem gatan
hækkar suðvestur af Tjörninni reisti
hann stórt og myndarlegt hús sem
bar af öðrum húsum. Mun húsið
áður hafa staðið vestur á önundar-
firði og verið í eigu hins þekkta
norska hvalveiðimanns, Hans Ellef-
Þannig segir í hinu merka riti
Agnars Kl. Jónssonar, Stjórnarráð
fslands 1904—1964, og það sem hér
á eftir verður sagt um „ráðherrahús-
ið” er sótt í það rit.
Hús Ellefsens var flutt til Rcykja-
víkur og reist vicb 'I'jörnina, stækkað
og endurbætt. Sómdi það sér vel sem
ráðherrabústaður og raunar allt til
þessa dags. Þarna bjó Hannes Haf-
stein ásamt fjölskyldu til 1909 er
hann lét af embætti í fyrra skiptið.
Réttum mánuði eftir að Hannes
Hafstein lét af embætti hafði Alþingi
afgreitt lög um kaup á húsinu fyrir
52.400 kr. Hannes Hafstein flutti út
og Björn Jónsson flutti inn í maí
1909. í húsið var þá fiutt megnið af
„konungsfararstofugögnunum”, það
er húsgögnum sem keypt höfðu verið
vegna konungskomunnar 1907.
Höfðu húsgögnin, sem prýdd voru
fálkamcrkinu, verið í Alþingishús-
inu. Húsgögnin voru notuð í ráð-
herrahúsinu næstu 30 ár. Fáeinar
myndir úr Alþingishúsinu voru tekn-
ar þaðan til að prýða ráðherrabú-
staðinn.
í ráðherrahúsinu bjuggu síðan allir
ráðherrar íslands hver af öðrum.
1917 urðu ráðherrar þrír, Jón
Magnússon forsætisráðherra óskaði
ekki eftir að flytja í það. Stóð húsið
autt um tíma. Þá kom fram tillaga
um sölu þess, en hún var felld á
þingi. Meðráðherrar Jóns, Sigurður
Jónsson og Sigurður Eggerz, voru
þar 1917—1920. Þá fiutti Pétur Jóns-
son ráðherra í húsið og Sigurður
Eggerz fékk að vera þar áfram til
1922, en þá varð hann forsætisráð-
herra til 1924. Bjó hann þar svo
áfram til 1926 er Jón Þorláksson varð
forsætisráðherra. Tryggvi Þórhalls-
son bjó þar 1927—32. Ásgeir Ásgeirs-
son 1932—34 og Hermann Jónasson
1932—42. Hermann var síðasti for-
sætisráðherrann sem þarna bjó. Einn
ráðherra hefur búið í húsinu eftir
þetta. Var það Bjarni Benediktsson
sem bjó þar í tæpt ár, 1947—48
meðan hann var utanríkisráðherra.
Allir ráðherrar íslands og allir for-
sætisráðherrar fram til 1943 bjuggu í
húsinu ., nema Jón Magnússon,
Ólafur Thors (forsætisráðh. maí —
des. 1942) og dr. Björn Þórðarson
(1942—1944). .
1944 afhenti forsætisráðuneytið ut-
anríkisráðuneytinu húseignina form-
lega. Málin hafa hins vegar skipazt
svo að allir ráðherrarnir hafa jafnan
aðgang að húsinu, þegar á þarf að
halda í risnuskyni, en formlega þarf
að leita til utanríkisráðuneytisins um
afnot þess hverju sinni.
Þetta gamla timburhús, sem
heldur laklega var spáð fyrir af sum-
um þingmönnum 1917, hefur á síð-
ustu tímum þótt nógu virðulegt til
að hýsa alla þjóðhöfðingja hinna
Norðurlandanna, þrjá konunga og
einn forseta, er þeir hafa komið í
opinberar heimsóknir, svo og margt
annað stórmenni, svo sem hertogann
af Edinborg og forsætis- og utanríkis-
ráðherra ýmissa ríkja.
Reynt hefur verið að halda öllum
húsbúnaði vel við og hann nokkrum
sinnum verið endurnýjaður. Slíkt var
gert fyrir Alþingishátíðina 1930,
vorið 1944 er húsið var afhent utan-
ríkisráðherra og sumarið 1956 er
þjóðhöfðingjaheimsóknir hófust.
1944 voru gerðar breytingar á her-
bergjaskipan á neðri hæð en 1956
breytingar á herbergjaskipan á efri
hæð.
Þetta gamla og virðulega hús
sómir sér enn vel og á vafalaust enn
um skeið eftir að vera*til gagns fyrir
ríkisstjórnina þegar hún þarf að
halda uppi risnu fyrir útlenda og
innlenda gesti. —A.Bj.