Dagblaðið - 06.03.1976, Page 24

Dagblaðið - 06.03.1976, Page 24
Guðmundur Kjœrnested skipherra: íslenzkur fréttamaður verði alltaf ó miðunum — en það virðist bara ekki svo auðvelt að komast út á miðin v „Ég tel að alltaf ætti að vera íslenzkur blaðamaður eða frétta- maður í einhverju varðskipanna á miðunum,” sagði Guðmundur Kjærnested skipstjóri í viðtal við DB í morgun. Stöðugt er fjöldi brezkra fréttamanna á miðunum. Eru 2—3 í hverri freigátu og auk þess eru þeir í brezku togurunum. í síðustu ferð Týs var fréttamaður frá Reuter um borð. Hafði hann verið um borð í þremur freigátum áður. Skýrði hann svo frá að frétta- menn í freigátunum fengju ekki að hlusta á loftskeytaviðskipti skip- anna og yrðu því að skrifa sínar frásagnir eftir yfirmönnum freigát- anna. í ísl. skipunum fá erlendir sem innlendir fréttamcnn að fylgjast með öllu sem fram fer og hafa því upplýs- ingar frá fyrstu hendi. Skapar það möguleika á miklu betri og ítarlegri fréttum heldur en þá er fréttamönn- um eru skammtaðar upplýsingar, sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að Blaða- mannafélagið ætti að skipuleggja málin svo, að stöðugt yrði ísl. frétta- maður á miðunum. Taldi hann það; verða íslenzkum málstað til fram- dráttar. Það kom flatt upp á Guðmund að heyra að ekki mun auðvelt að komast á miðin með varðskipunum íslenzku. Dagblaðið hefur nú á aðra viku átt umsókn um slíka ferð fyrir blaða- mann og ljósmyndara, en ekkert svar fengið frá Landhelgisgæzlunni. ASt. SÝNA HAMLET Á ENSKU — og tilsvörin öll í einum hrœrigraut! Sýningu ensku deildarinnar er ekki síður ætlað að gleðja augu en cyru. Ahorfendur eiga einnig að geta haft gaman af henni þótt þeiri skilji ekki allan þann texta sem fluttur er. Textinn er allur úr hinu upprunalega leikriti en honum er öllum ruglað, sum tilsvörin lögð annarri persónu í munn en upphaflega var. Allt er þetta í mjög andnatúralískum stíl. Hér er átt við leikgerð sem Charles Marowitz hefur gert á Hamlet, hinu gamalkunna verki Shakespeares. Frumsýning verður í Félagsheimili Seltjarnarness á morgun, sunnudaginn 7. marz. Sýningin er á vegum enskudeildar Háskóla íslands, sem hefur áður flutt leikritin The Beaux Síratagem eftir Farquhar og The Duchess of MalFi eftir Webster, veturinn 1973-74. Hugmyndin að baki þessarar leikgerðar er sú að Hamelt sé orðinn óvirkt leikrit í sinni upprunalegu mynd, ma. vegna þess að það er orðið alltof kunnuglegt. Þess vegna er talið ómaksins vert að taka verkið til róttækrar endurskoðunar og líta á persónuna Hamlet frá öðru sjónarhorni en gert er í upphaflega verkinu. Sýningunni stjórna Nigel Watson og Inga Bjarnason en leikendur eru nemendur ensku deildarinnar og nokkrir fleiri áhugamenn. Alls eru ráðgerðar fjórar sýningar. -A. Bj. SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ VILL EKKIGAGNRÝNI — Óvíst hvort enskuþýðing Þróunar sjávarútvegs kemst út fyrir hafréttarráðstefnuna SNJÓRALLIÐ FLUTT UPP Á MOSFELLSHEIÐI Lionsmenn í Nirði og Frey haía átt í erfiðleikum undanfarnar vikur. Þeir hafa haft í hyggju að halda snjórall á Sandskeiði en í hvert skipti hefur brugðið til ótíðar og ekki gefið til keppninn- ar. Nú hafa þeir snúið á veðurguð- ina, fundið ágætan leikvang við Þingvallaveginn á Mosfellsheiði. Og í dag stendur til að halda snjóraílkeppni Reykjavíkur á þessum stað, enda var þar nægur snjór í gærkvöldi og verður vænt- anlega í dag. Keppnin verður þó því aðeins haldin að veður leyfi. Eitt snjórallmót hefur verið haldið til þessa, það var haldið um síðustu helgi á Hellu á Rang- árvöllum og tókst hið bezta. —JBP— Bláa skýrslan, eða Þróun sjávarút- vegs, er unnin var af Rannsókna- ráði ríkisins í fyrra, hefur verið þýdd á ensku og undirbúin til prentunar í heild. Þegar skýrslan kom út fæddist sú hugmynd á Alþingi að rétt væri að þýða hana á ensku og dreifa henni til upplýsinga erlendis, til að verða okkur að liði í landhelgisdeilunni. Var þýðingu og undirbúningi til prentunar lokið fyrir einum og hálf- um mánuði, en síðan hefur ekkert gerzt. Eru stjórnmálamenn nú að velta vöngum yfir hvort rétt sé að prenta skýrsluna í heild, eins og samstarfsnefndin, sem vann hana, mælir eindregið með, eða hvort rétt sé að prenta aðeins ágrip af henni. Hefur blaðið það'eftir áreiðanleg- um heimildum að sjávarútvegsráðu- neytið, eða einstaklingar innan þess, leggist gegn heildarprentun skýrsl-( unnar og vilji m.a. láta sleppa úr henni gagnrýni á ráðuneytið. Gagn- rýnin er sums staðar óvægin eins og1 t.d. í eftirfarandi málsgrein í skýrsl- unni: „Sú stefna, sem fylgt hefur verið, stuðlar beinlínis að sóun, og þær stjórnunaraðferðir, sem beitt hefur verið, eru, með einstaka und- antekningum, nánast markleysa frá líffræðilegum og efnahagslegum heildarsjónarmiðum!”. Framhald hafréttarráðstefnunnar hefst eftir nokkra daga og sagði Þórður Einarsson, blaðafulltrúi utan- ríkisráðuneytisins, í viðtali við DB að hann teldi mjög þýðingarmikið að geta dreifl skýrslunm þar til að skýra málstað okkar. Honum var ekki kunnugt um að útgáfan hefði strand- að og sagðist vera að bíða eftir prent- uðum eintökum til dreifmgar erlendis. —GS fijálst, úháð dagblflð Laugardagur 6. marz 1976. Nýtt blaða- verkfall? Nýtt blaðaverkfall kann að vera í uppsiglingu. Samningar í kjaradeilu blaðamanna strönduðu í fyrrinótt eftir fjórtán klukkustunda samn- ingafund. Mikill ágreiningur er enn um ýmsar sérkröfur blaðamanna, þótt blaðaútgefendur hafi komið nokkuð til móts við sumar þeirra. Blaðamannafélagið hefur boðað félagsfund á mánudaginn, þar sem fjallað verður um hvort veita skuli stjórn félagsins og launamálanefnd heimild til að boða verkfall. Næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á miðviku- daginn. —HH Brézjnéf auglýstur í Dag- blaðinu Að gefnu tilefni skal það tekið fram að blaðsíða fjögur í Dagblaðinu í gær var auglýsing og greinilega merkt sem slík. í auglýsingunni voru kynntar ræður Brézjnéfs og Kosigins á 25. flokksþinginu og var auglýs- ingin greidd af APN á íslandi. Slík- ar merktar auglýsingar frá stjórn- málaöflum eru algengar í stórblöð- um erlendis. Vœngir hf.: Leita heimildar tilað selja vélar sínar „Það er verið að breikka möguleik- ana,” sagði Hreinn Hjartarson, frarn- kvæmdastjöri Vængja hf., þegar við spurðum hann um þá ósk félags- stjórnarinnar að fá heimild hluthafa til að selja flugvélar félagsins „að hluta til eða allar”. „Við vilj.um kanna hug manna til áframhaldandi reksturs,” tjáði Hreinn okkur, kaup>- kröfur flugmanna eru ein orsökin að fyrirhugaðri rekstrarhreyfingu, en fleiri atriði spila einnig þarna inn í. Flugvélar eins og Vængir eiga ganga kaupum og sölum og það er ekki lengra en mánuður síðan Flugfé- lag Norðurlands keypti eina í Sví- þjóð. Mál þessi munu öll verða rædd á almennum hluthafafundi Vængja hf. sem stjórnin hefur boðað til á mánu- dagskvöld. Þar mun þá fást úr skorið hvort flugfélagið Vængir hf. mun í framtíðinni halda uppi áætlunarflugi innanlands og til útlanda eins og gert hefur verið að undanfornu. —BH

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.