Dagblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. MAl 1976. Ómar Óskarsson ásamt þeim Júlíusi Agnarssyni, sem leikur á gítar i nýju hljómsveitinni (iengst til hægri), og Ágúst Guðmundssyni, textahöfundinum Eastan McNeal. Myndin var tekin skömmu áður en Ómar og Júlíus héldu utan í vetur. DB-mynd: ÓV. Hljómplötur frá Plötuhúsinu: Eftir Ásgeir Tómasson John Mi/es; Auglýstur sem stjarna Vart er hægt að segja að fyrsta LP plata John Miies, Rebel, beri nafn með rentu. Rebel er enska orðið yfir upp- reisnarmann, en lítið verður vart við uppreisn, hvað þá bylt- ingu, í tónlist Miles. Fyrst í staðfannst mér tónlist plötunnar ógeðfelld til hlustun- ar. Eftir því sem lengra leið vann hún þó nokkuð á. En að tala um að með þessari plötu hafi nýrri stjörnu skotið upp á brezka stjörnuhimininn held ég að sé hið mesta gaspur og aug- lýsingaskrum. Á meðan hljómsveitin John Miles var á samningi hjá Orange fyrirtækinu vissi enginn um til- vist hennar né músík, en um leið og Decca tók Miles að sér með tilheyrandi auglýsingum og gífuryrðum var hann orðinn stjarna. Víst er að John Miles getur sungið mjög vel og leikið á ítar. Einnig eru nokkur lög ans dágóð, svo sem Highfly og titillagið Rebel. I laginu Lady Of My Life gerist hann hins vegar fingralangur og stælir lag Stevie Wonder, Goiden Lady, nokkuð nákvæmlega svo og rödd Wonders. Annars fæ ég oft á tilfinninguna að John Miles sé að reyna að gera líka hluti og Rick Wakeman og aðrir slíkir sem reyna að fullkoma tónlist sína í það óendanlega. Hann á þó varla nokkurn tima eftir að komast með tærnar þar sem Wakeman hefur hælana. Vegna laganna Highfly og Rebel og vandaðrar vinnu verður platan Rebel að teljast góð. ★ ir Enn fjarlœgist America sig Ómar Óskarsson með íslenzka hljómsveit í Khöfn: Middle Class Maná Norðurlandamarkað — Pelican hafnaði samskonar tilboði í„Litla flugu” Ómar Óskarsson, fyrrum gítar- leikari og helzti lagasmiður hljómsveitarinnar Pelican, hefur dvalizt i Danmörku að undan- förnu, eins og sagt var frá á popp- síðu DB á sinum tíma. Þessa dagana mun hann vera að ganga frá samningum við hljómplötufyrirtækið Polydor um dreifingu á sólðplötu hans, Middle Class Man, á Norðurlanda- markaði. Ómar er einnig um það bil að fara af stað með eigin hljómsveit þar ytra, og er hún aðallega skipuð Islendingum, en danskur fiðlu- og flautuleikari er einnig með. tslendingarnir eru auk Ömars gítarleikarinn Júlíus Agnarsson, — sem átti á sínum tíma verulegan hluta að „under- ground“-plötunni Woops ásamt Andra Clausen (sameiginlega kölluðu þeir sig Andrew), — Ólafur Sigurðsson trommuleikari er var síðast með Eik og Gunnar Jónsson, sem á sínum tíma söng m.a. með fyrstu hljómsveit Ómars Óskarssonar, Sókratesi. Polydor leitaði einnig eftir dreifingarréttinum á síðari Peli- can-plötunni, Lítil fluga, en þeir Pelicanar, sem heima sitja, höfnuðu tilboðinu, töldu það bæði of lágt og ekki tímabært. Ámundi Ámundason, sem gaf út Middle Class Man, sagði I sam- tali við poppsíðuna I gær, að hann vissi í rauninni ekki annað um málið en það, að Ömar hefði hringt í sig og spurt hvort ekki væri I lagi að semja við Polydor um dreifinguna. „Ég sá ekkert því til fyrirstöðu,” sagði Ámundi, „og bíð nú bara eftir bréfi eða samningum í hendurnar.” —OV Segir af breiðskífum: Plata Spilverksins (að ofan) var hljóðrituð að viðstöddum. áheyr- endum, eins og Ríó (að neðan) gerði tvisvar sinnum. Jensen Ríó-tríó Kreppan Spilverk Aðdáendur hljómsveitarinn- ar America voru vart búnir að átta sig á tilvist hljómplötunnar Americas Greatest Hits fyrr en hljómsveitin sendi frá sér aðra plfitu, Hideaway. Ekki veit ég, hvort þessi öra útkoma á að tákna tímamót hjá hljóm- sveitinni með Greatest Hits sem tákn iiðins tímabils og Hide- away sem upphaf nýs. Hitt er víst, að með þessari nýju plötu fjarlægist America enn meir en áður þá ímynd, sem hún skóp sér i upphafi sem stæling á þeim Crosby, Stills og Nash. Sú þróun hefur verið hæg en markviss með sfðustu plötum. Hideaway er mjög notaleg plata til hlustunar. Á henni er ekkert meistarastykki á borð við Sister Golden Hair eða Tin Man, en mörg laganna á plötunni slaga hátt upp í það. Nefni ég þar helzt reggielagið Lovely Night, hið rólega Water- ship Down eða jafnvel hið hraða She’s Beside You. Eg verð að játa það, að leiðin- legri hliðin á Hideaway finnst mér vera sú, þar sem enn eimir eftir af þeirri gömlu America, sem flestir minnast fyrir lagið Horse With No Name . Þetta er þó aðeins nefnt til að fullnægja hvöt undirritaðs til að nefna eitthvað neikvætt. — Sem sagt prýðileg plata frá America. ★ ★ ★ ★ Nokkur umsvif eru yfirleitt á hljómplötumarkaðinum með vorinu og virðist ætla að verðá töluvert framboð af hljómplötum innlendra aðila hér á næstunni. Er þar fyrstan frægan að telja kempuna góðu, Engilbert Jensen, en áður hefur verið minnzt á fyrirhugaða plötu hans hér á síð- unni. Er búizt við, að hún komi á Líkur eru á, að einhver drátt- ur verði á því að stúdíó Hljóð- rita hf. í Hafnarfirði verði búið bæði 24-rása upptökuvél og hljóðblendiborði. Afgreiðsla hefur eitthvað tafizt vegna seinagangs erlendra banka, en þeir Sigurjón Sighvatsson og Jónas R. Jónsson, tveir aðaleig- enda fyrirtækisins, fara til Bandaríkjanna á sunnudaginn til að ýta á eftir málum. markað nú alveg á næstunni og mun mörgum þykja fengur að sólóplötu með „Jensen” en platan ber undirheitið „skyggni ágætt“. Utgefandi er Vmir Gunnars Þórðarsonar og var platan tekin upp í London. Eftir nokkurra ára hvíld er svo væntanleg ný hljómplata með þeim félögum í Ríó. Þær breyt- Hér heima er ekkert því til fyrirstöðu lengur að tækin komi til landsins — og er raunar ekki vitað betur en að einhver hluti þeirra sé þegar á leið hingað. I stúdíóinu er nú verið að leggja síöustu hönd á fimm breiðskífur, með Júdasi.Eiik, Axel Einarssyni, Hreini Líndal og hafnfirzkum kór. —ÓV. ingar hafa að visu orðið, að Olafur Þórðarson ákvað að sleppa þátt- töku í þetta sinn, enda vinnur hann sjálfur að gerð eigin plötu með eigin efni, sem væntanleg er síðar á árinu. Ríóplötuna unnu því þeir Agúst Atlason, Gunnar Þórðarson og Helgi Pétursson, ásamt, að sjálfsögðu, skáldinu Jónasi Friðriki sem gert hefur alla texta við lögin á plötunni. Þau eru úr ýmsum áttum sem fyrr, m.a. eftir Evert Taube og fleiri snillinga. Kreppuplatan frá Steinari hf. þar sem ýmsir listamenn konia fram og flytja lög um þetta ákveðna fyrirbæri, kreppuna, er svo væntanleg um mánaðamótin, eða í byrjun mánaðarins. Og svo síðast en ekki sízt, plata með Spil- verki þjóðanna, sem undanfarið hafa verið í Englandi til skrafs og ráðagerða við ýmis stórmenni. Ekki er vitað, hvað út úr þeim viðræðum kom, en óskandi er, að það hafi verið jákvætt. Tafír hjá Hljóðrita —HP.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.