Dagblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1976.
Edward Kennedy vill fara
í framboð til forsetakjörs
öldungadeildarþingmaður-
inn Edward Kennedy, sem
margsinnis hefur lýst því yfir,
að hann ætli sér ekki í framboð
til forsetakosninga, er nú
sagður mundu þiggja út-
nefningu Demókrataflokksins.
Samkvæmt frásögn dagblaðs-
ins, The New York Daily News,
á þingmaðurinn að hafa sagt, að
hann myndi verða við tilmæl-
um flokksins, ef hann yrði út-
nefndur forsetaframbjóðandi á
flokksþinginu i júlí. Hefur
þetta gefið frjálslyndum and-
stæðingum Jimmy Carters byr
undir báða vængi.
Talsmaður Kennedys hefur
neitað því, að frétt þessi sé
sannleikanum samkvæm. En
ritstjóri blaðsins segist ákveðið
halda sér við þessar fullyrð-
ingar, eftir að einn blaðamanna
átti leynilegan fund með
Edward í gærkvöldi.
Þar á Kennedy að hafa sagt,
að hann myndi því aðeins
þekkjast boðið, að Hubert
Humphrey yrði beðinn um að
taka að sér forsetaembættið og
hann sjálfur þá varaforsetaem-
bættið. Humphrey hefur
sjálfur sagt, að hann sé til
reiðu, ef flokksþingið biður
hann um að fara i framboð, en
hann vilji ekki berjast í kosn-
ingabaráttu einu sinni enn.
Þar með hefur Kennedy úti-
lokað þann möguleika, að hann
fari í framboð með Carter, en
það kemur í sjálfu sér ekki á
óvart, þar eð Carter er af mörg-
um talinn mun íhaldssamari en
Kennedy og að þeir myndu því
ekki geta orðið sammála um
marga hluti.
Fréttir þessar berast á mjög
óheppilegum tíma fyrir Carter,
sem beið sinn stærsta ósigur í
forkosningunum til þessa á
mánudaginn var. Édmund
Brown fór örugglega með sigur
af hólmi í Maryland og Carter
sigraði- Udall naumlega í
kosningunum í Michigan.
Sjálfur hafði Kennedy lýst
þvi yfir fyrir tveim árum og
nokkrum sinnum síðar, að hann
kæmi ekki til greina sem fram-
bjóðandi við kosningarnar í ár.
Á þeim tíma hvíldu að vísu á
honum fjölskylduvandamál,
efasemdir almennings um
slysið við Chappaquiddick, og
örlög bræðra hans, Johns og
Roberts eru víst flestum kunn.
Edward Kennedy hefur áður
lýst því yfir, að hann hyggi alls
ekki á framboð, — vilji heldur
sinna stórri fjölskyldu sinni,
sem hann hefur alið önn fyrir
síðan bræður hans voru myrtir.
Hfii
Ijúfa
Volga
Jafnvel Rómverjar hefðu
roðnað ef þeir hefðu verið
viðstaddir svallveizlurnar.
Konurnar voru ægifagrar og
þjónarnir undirgefnir. Barinn
var troðfullur af vinföngum og
daglega kom nýr fiskur úr
ánni.
Marmaraböðunum var
haldið heitum dag og nótt, ef
ske kynni að eigandanum dytti
í hug að koma og hvíla sig.
Er þetta, — eins og nú hefur
komið í ljós — leyfist ekki og
samræmist ekki kenningum
kommúnismans. Því þetta
gerðist allt í Rússlandi og féð,
sem til þessa var varið, fékkst
með fjármálaspillingu.
Þrettán yfirmenn stórs
byggingarfyrirtækis létu
byggja sér þetta hvíldar-
hreiður á bakka Volgu fyrir
meira en 132 milljónir króna.
Um tveggja ára skeið létu
yfirmenn Dráttarvélasjóðsins
sig hafa það að „éta drekka og
skemmta sér við ástarleiki."
segir ívikuritinu Literaturnaya
Gazeta. „Síðan hvíldu þeir sig
vel. Eftir hvíldina var haldið í
baðhúsin og síðan út á sand-
ströndina við ána“.
Stórir handunnir kerta-
stjakar héngu yfir
teppalögðum gólfunum og
böðin voru sérstaklega skreytt
mosaikmyndum og öðru út-
flúri.
Yfirmaður Dráttarvéla-
sjóðsins, sem aðeins er
nefndur Yermoli, krafðist
„þeirra fegurstu kvenna er völ
væri á og réð aðeins í vinnu til
sín þjóna, sem allt vildu fyrir
húsbónda sinn gera“.
I staðinn fengu þeir góð
laun, og yfirmaður baðhússins
var settur á launaskrá ríkisins
sem verkfræðingur.
Einhver sagði að lokum frá
öllu saman, — og þá gerðist
það merkilega. Yfirmennirnir
fengu sex ár, — en þjónarnir
allt að 15 árum fyrir þjófnað
og nauðgun.
NÚ Á AÐ GERA KVIKMYND
UNIÆVICLARK OLOFSSON
Hvernig meðhöndlar
Svíþjóð afbrotamenn?
Clark Olofsson, bankaræning-
inn sænski, sem heimsþekktur
var fyrir afskipti sín af banka-
ráninu á Norrmalsstorgi í Stokk-
hólmi og árslangan flótta undan
lögreglu um alla Evrópu, hefur
gefið leyfi til þes’s, að gerð verði
kvikmynd um ævi hans.
Leikstjórinn danski, Paul
Martinssen, hefur fengið fjár-
hagslega aðstoð frá kvikmynda-
sjóðnum danska, sem þó var háð
því skilyrði, að Olofsson gæfi leyfi
fyrir því að kvikmyndin yrði gerð.
í sambandi við undirbúninginn
hefur Martinsen heimsótti fjölda
manns, sem þekkt hafa Olofsson,
en bíður eftir samtali við heitmey
hans, Mariu Wallin, sein nú
dvelst I Kuwait.
Hugmynd Martinssen gengur
út á það að lýsa lífi Olofsson og
hvernig hann hefur afbrotaferil
sinn, án þess að geta við því
spornað. Eins vill hann gera
afstöðu sænskra dómstóla skil, en
sem kunnugt er hefur Clark
margsinnis beðið um það að fá að
læra, enda er hann með greindar-
vísitölu 136 og hefur margoft
varið sig sjálfur fyrir rétti.
Banka- og mannræningi,
- Clark Olofsson.
Erlendar
fréttir
REUTER
HAFNARSTRÆTI 18
LAUGAVEGI 84
LAUGAVEGI 178
Lamy penni
Stúdentagjöf
fyrir skóla lífsins
IAMY
meira úrval en þér haldið