Dagblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 22
Einna erf iðastur og hœttulegastur tinda Útvarp í dag kl. 13,30: Út og suður Vestfjarða- ferðalaginu lýkur Út og suður er á dagskránni í dag kl. 13.30 að venju og er þátturinn í þrjá klukkutíma. Stjórnendur eru Ásta R. Jóhannesdóttir og Hjalti Jón Sveinsson. „Útvarpað verður því sem eftir er af Vestfjarðaferða- laginu okkar“, sagði Hjalti Jón í viðtali við DB. „Við erum búin að vera á Patreksfirði og þaðan fórum við í Tálknafjörð, þar sem við lentum á ættar- móti. Verið var að halda upp á sjötíu ára afmæli kirkjunnar á staðnum og ættingjar og af- komendur kirkjusmiðsins, alls um tvö hundruð manns, komu þarna saman. Okkur fannst þetta geysilega merkilegt og munum við gera ættarmótum örlítil skil. Síðan förum við á Bildudal og ræðum þar við fólk. Þaðan förum við aftur til baka og tökum flóabátinn Baldur í Brjánslæk. Þá siglum við út í Flatey, þar sem höfð er stutt viðdvöl og síðan endar ferða- lagið í Stykkishólmi.“ — Hverjir verða gestirnir í þættinum? „Ætli við höfum það ekki leynigesti eins og i síðasta þætti, þegar „ljón norðursins", Leo Árnason listmálari, kom i heimsókn til okkar," sagði Hjalti Jón og var hinn drýgsti með sig. „Ljón norðursins“ reyndi að láta Hjalta geta þrjár mjög merkilegur gátur í síðasta þætti, en Hjalti stóð á gati. Leo lofaði að segja honum ráðninguna — gaman væri að fá að heyra hver hún er',- A.Bj. * V Urslitaleikurinn í knatt- spyrnu á Ólympíuleikunum verður fyrst á dagskrá íþrótta- þáttarins í sjónvarpinu sem hefst klukkan 18.00 í dag. Eru það lið Austur-Þýzkalands og Póllands sem eigast við. Einnig verða sýnd úrslit í opnum flokki í júdó og svip- myndir frá hnefaleikakeppn- inni. Umsjónarmaður íþróttaþátt- arins er íþróttafréttaritari sjón- varpsins, Bjarni Felixson, og sagði Bjarni að hann ætti enn eftir í pokahorninu nokkurt ólympíuefni eins og myndir frá körfubolta og blaki og síðan úr- drátt úr öllu saman. Einnig á eftir að sýna frá fimleika- keppni karla í einstökum grein- um. A.Bj. Myndin er frá úrslitaleiknum í knattspyrnu á Ólympíuleikun- um þegar þeir áttust við A- Þjóðverjar og Pólverjar. Sjónvarp kl. 21,00: Skin og skúrir „Eigertindur í Sviss er sagður vera einna erfiðastur og hættulegastur þessara þekktari tinda, sem menn eru að glíma við að klífa,“ sagði Ingi Karl Jóhannesson, sem er þýðandi og þulur heimildarmyndar- innar um leiðangur brezkra fjallgöngumanna á Eigertind, sem sýnd verður í sjónvarpinu i kvöld kl. 21.00. „Þessi leiðangur þeirra þykir alveg í sérflokki, því þeir tóku kvikmynd af göngunni. Það þykir mikið afrek út af fyrir sig. Mikið atriði er í slíkum fjallgöngum að vera með sem minnsta byrði og komast fijótt yfir. Það gerir gönguna að sjálf- sögðu mikið erfiðari að vera að burðast með þungar kvik- myndatökuvélar. Og að öllum líkindum hafa engir leikið þetta á undan þeim. Þeir voru fjórir sem klifu fjallið, en þeir höfðu lausráðna aðstoðarmenn niðri við fjalls- rætur sem þeir gátu haft sam- band við með labb rabb tæki. Það höfðu orðið mörg dauðaslys á mönnum sem reynt höfðu að klífa þennan tind, svo það var vissara að hafa allt í lagi. Tindur þessi er í 13.025 feta hæð, (3.970 metrar) og gangan á hann tók þá félaga um 5 daga.“ 1 lok júlí sl. lögðu sex félgar úr Hjálparsveit skáta í Vest- anneyjum af stað til Sviss til að klífa Matterhorn, sem margir reyndir fjallgöngumenn hafa spreytt sig á. Ætlun þeirra Eyjamanna er að reyna við fleiri tinda i Sviss, og jafnvel þá Eigertind, sem brezku fjall- göngumennirnir klifu, er þeir gerðu heimildarmyndina sem sýnd verður í kvöld. — KL Ekki er þetta ákjósanlegur næturstaður. En fjallgöngumenn láta sig hafa þaö að gista svona hangandi utan í þverhníptum klettum. Mynd þessi er að vísu ekki af brezku fjallgönguköppunum er við sjáum á skjánum í kvöld. En þetta er annar frægur kappi, Ciint Eastwood að nafni, sem við sjáum stundum í kvikmyndahúsum. Hann er þarna ásamt féiögum sínum í myndinni „The Eiger Sanction" sem sýnd var hér í Laugarásbíói í vor. Við fáum að „ferðast" með flóabátnum Baldri um Breiða- fjörðinn; í dag komum við í Flatey og endum í Stykkis- hólmi. DACiBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 14. AGÚST 1976. Sjónvarp í dag kl. 18,00: Iþróttaþótturinn Úrslit í Ólympíuknattspyrnu 21 21. 55 ..Friöarsinni," smósaga eftir Arthur C. Clark. Óli Hormannsson þýddi. J6n Aðils leikari les. 25 Vinsæl lög frá árunum 1938—41. Rosita Serrano syngur. 50 ..Vinur í Viet-nam,” Ijóö eftir Örn Bjarnason. Hjalti RÖKnvaldsson leikan les. 00 Fröttir. 15 Veóurfregnir.Danslög. 55 Fréttir. Da«skrárlok. ^ Sjónvarp Laugaröagur 14. ágúst 18.00 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 20.00 Fróttir og voður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Maöur til taks. Breskur naman- myndaflokkur. Hverju skipta nokkrar kronur? Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 Skin og skunr. tíresk heiniilda- mynd um leiðangur fjallMönKumanna á Einertind . Alpafjöllutn. Þýðandi os þulur Inui Karl Jöhannesson. 21.45 Hvemig komast má áfram án þess aÖ gera handarvik. (How To Succeed In Business Without Reall.v Trying). Bandarísk kvikmynd frá árinu 1967. Aðalhlutverk Robert Morse. Michele Lee on Rudv Vallee. Un}*ur tnaður brýst til æðstu metorða i stðrf.vrirtæki. sem hann starfar hjá. <>« er óvandur að meðulum. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.35 Dagskrárlok. Útvarp Laugaraagur 14. ágúst 7.00 Morgunutvarp. Veðurfregnir kl. 7.00. 8.15 oí* 10.00. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (ok forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund bamanna kl. 8.45: Ragnar Þorsteinsson heldur áfram lestrt ..Útungunarvélar- innar'*. sögu eftir Nikolaj Nosoff (5). Oskalog sjúklinga kl. 10.25: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Út og suöur. (16.00. Fréttir. 16.15 Veðurfregnirj. 17.30 I leit aö sólinni.Jónas Guðmundsson rithöfundur rabbar við hlustendur i fjórðasinn. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Fjaörafok. Þáttur i umsjá Sigmars B. Haukssonar. 20.00 Óperutónlist: Þættir úr Brottnaminu úr kvennabúrinu aftir Mozart Sjónvarp í kvöld kl. 21,45: LEIKANDI LÉTT 0G SKEMMTILEG Bíómyndin sem er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 21.45 er bandarísk og heitir Hvernig komast má áfram án þess að gera handarvik. (How To Succeed In Business Without Really Trying). Hún var gerð árið 1967, eftir söngleik sem 4 Michell Lee og Maureen Arthur í hlutverkum sínum í bió- m.vnd kvöldsins.' sýndur var á Broadway við feiknalegar vinsældir. Aðal- hlutverkin leika Robert Morse, Michele Lee og Rudy Vallee. Þýðandi er Dóra Hafsteins- dóttir. Efni myndarinnar er í léttum dúr og fjallar um mann sem kaupir sér leiðbeiningabók um hvernig megi komast áfram í viðskiptaheiminum. Hann fylgir öllum leiðbeiningum bókarinnar nákvæmlega. Sýnt er hvernig honum reiðir af. Hann grípur alltaf til bókarinnar og les sér til um hvað gera eigi og allt virðist ætla að takast með ágætum. Urn biðbik myndarinnar virðist þó ætla að fara illa fyrir BÍÓMYND honum, því hann hittir annan mann sem líka á bókina góðu! „Það eru góðir sprettir í myndinni," sagði þýðandinn Dóra Hafsteinsdóttir. „Það er heilmikið sungið í myndinni, enda var hún upphaflega söng- leikur". I kvikmyndahandbókinni okkar fær þessi mynd fjórar stjörnur og þar segir að þetta sé prýðisskemmtum fyrir alla fjöl- skylduna. Allir geti haft gaman af myndinni án þess að leggja á sig mikið erfiði við að horfa á hana. Sýningartími myndarinnar er ein klukkustund og fimmtíu minútur. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.