Dagblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 5
I.Al'tiAKDAÍiL'K 14. ACÚST 1976. „Líkur til, að sparimerkjamólið verði svœft," segir Hannes Pólsson, einn stjórnarmanna Húsnœðismólastof nunar ÉTIÐ AF SKYLDUSPARNAÐI 25.600 UNGUNGA ( — vaxta- og vísitölulausir biðreikningar í notkun ) „Það hefur verið svo þögult yfir þessu máli, að mér virðist allar likur til, að það verði svæft, svo framarlega að þingmenn, fjölmi'ðlar eða fleiri eða færri af þeim 25.600 ung- lineum. sem hlut eiga að máli. geri ekki harða hríð að ríkis- stjðrninni að taka ákvörðun,“ sagði Hannes Pálssón frá Undirfelli. einn stjórnarmanna Húsnæðismálastofnunar, i viðtali við blaðið um spari- merkjamálið svonefnda. „Ég tel, að útreikningur á skyldusparnaði hafi verið rangur frá upphafi og stórfé haft af þessum unglingum. Vextir eru aðeins 4%, en í iögum er f.vrirheit um fullar vísitöluuppbætur. Framkvæmd þessara mála hefur verið þannig frá upphafi, að vísitalan hefur verið reiknuð Ut aðeins einu sinni á ári i stað þess að reikna hana fjórum sinnum, eins og lögin sýna, að eigi að gera. Vísitalan hefur alltaf verið miðuð við nóvembervísi- tölu árið áður en tekið er Ut úr bókinni. Miða hefði átt við visi- tölu þann dag, er lagt var inn, og aftur við vísitölu þann dag. er tekið var út. Auk þess hefur vísitalan. sem inneign þessa hefur skapað, verið færð á sér- stakan biðreikning, og af hon- um hefur hvorki verið reiknuð vísitöluuppbót né vextir. Sjö atkvœði gegn einu „Lagt hefur verið fram dæmi, sem sýnir, að útreikn- ingurinn á vísitölunni einn hefur valdið, að maður, sem hefði átt að fa 51.659 krónur. fékk aðeins 8.765. Annað dæmi er um mann, sem hefði átt að fá 43.365 kr, en fekk 11.431 kr. Þessi mismunur er eingöngu af þvi, að visitalan hefur ekki verið reiknuð lögum samkvæmt segja hlutaðeigandi aðilar. En til viðbótar þessunt mismun hefði mátt bæta vísitölu á biðreikning þeirra ásamt vöxtum og vaxtavöxtum," sagði Ilannes. „Hinn 1. júní 1976 eru 25.600 unglingar. sem hafa lagt inn skyldusparnaðarfé en samkvæmt bókum Veðdeildar er talið i útlánum af skyldu- sparnaðarfé tæplega tveir milljarðar. Telja má vísL að haft hafi verið af skyldusparendum með króka- leiðum ekki minna en einn milljarður. Eg bar fram á fundi i Húsnæðismálastjórn tillögu um leiðréttingu. sem var felld með 7 atkvæðum gegn einu," sagði Hannes. Þar var lagt til, að vísi- tölubætur skvldu reiknaðar fjóruin sinnum á ári og upp- bótin ávallt reiknuð frá þeim degi er upphæðin var lögð inn. Erjnfremnr skyldu upphæðir á biðreikningi njóta sömu vísi- töluhækkunar og inneignin á upphaflegri innlánsbók hlutað- eigandi skyldusparnaðar- eigenda. Þær upphæðir, sem skyldusparendur eignuðust, sk.vldu njóta sömu vaxta og skyldusparendur fá af fé sínu á innlánsbók. Þessi tillaga Hannesar mun hafa verið felld á þeim for- sendum.að málið væri í höndum ríkisstjórnar, en Hannes telur, að Hús- næðismálastjórn hefði átt að taka af skarið. Gjafsókn tvírœð Hannes rakti síðan gang mála síðustu mánuði, sem kunnur er af fréttum i Dagblaðinu. Málið er sem stendur „í höndum ríkis- stjórnarinnar." Hannes sagði: „Eg hef heyrt haft eftir félagsmálaráðherra. að bezta lausnin á rnálinu væri sú að láta það ganga til dóms. sem hann mundi sjá um. að gjafsókn fengist í. Út af fvrir sig er það afgreiðsla á málinu, en að mínum dómi eru lögin um skyldusparnað og reglugerð svo klaufalega orðuð, að orkað getur tvímælis, hvernig dómur félli. En það sér hver maður, að ekki er rétt að lána fé sparifjáreigenda Ut og taka vísi- töluuppbót af 4/10 af láns- upphæðinni á hverjum gjald- daga, og nokkuð af því fé er einmitt fé sem safnazt hefur á biðreikninginn. Ryggingar- sjóður heíur fengið lán hjá líf- eyrissjóðum, vísitölutr.vggð með fullri vísitölu, og lánað út á sama hátt og fé það. sem safnazt hefur á biðreikningi skvldusparenda. Slikir sjóðir fá bæði visitölu og vexti en skvldusparendur ekkert. Þetta verður að teljast því verra sem það fólk, sem líklegt er að eigi mest inni, er fólk sem ekki fer I neitt farmhaldsnám og lendir í lægstu launa- flokkunt þjóðfélagsins, sem fulltíða fólk," sagði Hannes Pálsson að lokum. -HH. Sparimerkjabækur ungs fólks geyma oft stórar fjárhæðir, nú virðist sem ríkið standi ekki við samninga sína við þetta unga fólk. Ungt fólk hetur svnt sparifjársöfnun skilning, enda kpma peningarnir oftast í góðar þarfir síðar meir, þegar farið er að byggja þak vfir höfuðið. Jónas Guð- mundsson sýnir í Listasaf ninu ó Seifossi Jónas Guðmundsson stýrimaður. rithöfundur og list- málari, heldur sýningu í Lista- safni Árnessýslu á Selfossi um þessar mundir. Guðmundur Daníelsson rithöfundur ritarfor- mála að vandaðri sýningarskrá þar sem hann rekur I stórum dráttum æviferil iistamannsins, ætt hans og uppruna. A sýningu Jónasar eru rúmlega 30 verk, bæði olíu- og vatnslita- myndir. Margar þessara mynda hafa ekki verið á sýningu áður, en nokkrar þeirra voru nýlega á sýn- ingu. setn haldin var i Niirnberg í Vestur-Þýzkalandi. Nokkrar þess- ara mynda eru til sölu, en sýning- unni lýkur sunnudaginn22. ágúst. Þangað til verður sýningin opin á venjulegum safntíma Lista- safnsins, þ.e. frá kl. 16—18, nema á laugardögum og sunnudögum kl. 14—20. BS. Nú eiga allar unnar kjötvörvr að vera merktar Nú er gengin í gildi reglugerð um að allar unnar kjötvörur sem seklar eru i smásölu skuli vera nákvæmlega merktar. Samkvæmt þessari reglugerð á að merkja allar unnar vörur með pökkunar- degi og sídasta söludegi ef þess er kostur. Kjötiðnaðarstöð Sambandsins sem framleiöir margvíslegar unnar matvörur hefur haft slíkar merkingar á mörgum tegundum framleiöslu sinnar. Kjiitiðnaðarstöðin hefur nú fest kaup á þeim tækjum sem til þarf til þess að geta merkt allar fram- leiðsluvörur sínar. Þessar merk- ingar „Goða-varanna" eru bæði greinilegar og smekklegar. - A.Bj. Auglýsing um merkingu unninna kjötvara sem seldar eru í smásölu. 1. gr. Skylt er að merkja allar unnar kjötvörur sem seldar eru í smásölu i neyteoda- [umbúðum hér á landi. Auglýsing þessi tekur þó ekki til niðursoðinna kjötvara. 2. gr. Á eða í umbúðum vörunnar skulu vera greinilegar upplýsingar á íslensku, [sem lesa má án þess að rjúfa umbúðir, (vörumerkingarseðill), um eftirtalin atriði: a) Heiti vörunnar og framleiðsluhátt. b) Samsetningu vörunnar, ef um samsetta vöru er að ræða, svo og aukefni. Æskilegt er að tilgreina næringargildi. c) Geymsluaðferð og meðferð fyrir neyslu. d) Nettóþyngd innihalds og eftir atvikum einingarfjölda. e) Einingarverð og söluverð vörunnar. f) Nafn og heimilisfang framleiðanda vörunnar og./eða þess aðila sem búið hefur um vöruna. g) Pökkunardag vörunnar. Tilgreina skal síðasta söludag sé þess i okkur kostur.1 Niður- greiðslur enn yfir tvö pró- sent af þjóðar- fram- leiðslunni Niðurgreiðslur eru enn meira en tvö prósent af allri þjóðarframleiðslunni, þótt það hlutfall hafi minnkað nokkuð. Áætlað er, að þær verði I ár sem nemur tveimur komma þremur af hundraði miðað við þjóðarframleiðslu. Þær voru tvö komma níu prósent í fyrra, tvö kornma sjö prósent árið þar áður og tvö koma þrjú árið 1973. Mestar urðu þær þrjú prósent af framleiðslunni árið 1971, en árin 1970 og 1969 voru þær „aðeins" 1,3. og 1,4 prösent. —HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.