Dagblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 24
Rannsókn ó innflutningi antikhúsgagna Kannsókn fer nú fram á innflutningi fi antikmunum og húsgögnum, sem seld hafa verið i umboðssölu í að minnsta kosti einni verzlun í miðborginni. Beinist rannsóknin að þeim aðilum serh að þessum innflutningi hafa staðið, gjaldeyrisöflun til kaupa á þessum munurn er- lendis, og aðferðum þeim sem beitt hefur verið við þennan innflutning. Ljóst þykir, að hér sé ekki allt með felldu. Eftir heimildum, sem blaðið telur áreiðanlegar, leikur grunur á því að annars heimilir búslóðar- flutningar erlendis frá, hafi verið notaðir sem yfirskin yfir ólögma;tan innflutning á antik- munura. Fólk sem verið hefur búsett erlendis og átt hefur búslóð í eitt ár þarf ekki að greiða toll af henni, þegar það flytzt heim. í máli því sem hér um ræðir, leikur grunur á því að sömu aðilar hafi oftar en eðlilegt er flutt hingað verðmæta muni sem keyptir voru í þeim tilgangi einum að selja þá hér. og þeir ekki verið í eigu ..búslóðarflytjenda" nema skamman tinia. Enda þótt hér sé vikið að antikverzlun sem tekur að sér að selja í umboðssölu. er með öllu óvist að öll þau viðskipti sem hér er átt við, hafi faríð fram þar. Umboðslaun til slíkra verzlana eru yfirleitt 25%: auk þess sem þær greiða söluskatt 20%. Söluskattsheimtan af slíkri endursölu mun vera umdeilanleg að dómi antíkverzlana, en þegar umboðslaun og söluskattur eru dregin frá söluverði, þykir eigendum hinna seldu muna sinn hlutur rýrður um of. Má því ætla að innflytjendur hafi reynt að síteiða hjá þessum millilið í einhverjum tilvikum. Hér sém oftar reyndist nær ómögulegt að fá upplýsingar eða öruggar staðfestingar frá fyrstu hendi í kerfinu, en Dag- blaðið mun eftir föngum láta lesendur sína fylgjast með þessu máli. -BS. HELGARVEIGARNAR RUNNU í GÖTUNA Mjög harður árekstur varð á Vesturlandsvegi skammt ofan við Nesti síðdegis í dag. Bílarnir stenfu báðir úr bænum og sá fremri hugðist beygja norður Bíldshöfða og nam þvi staðar vegna umferðar á móti. á eftir kom bifreið með M-númeri. Skipti engum togum að hún ók á miklum hraða aftan á þá kyrrstæðu. Höggið varð mjög mikið og beygluðust fjaðrablöð fremri bif- reiðarinnar upp og sæti í bif- reiðinni, sem i sátu maður og kona, lagðist aftur. Konan var farþegi í bílnum og meiddist hún í baki og á hálsi, en meiðsli hennar voru ekki að fullu könnuð, þá er þetta er ritað. Ökumaður fór líka í slysadeild vegna meiðsla í hálsi. Afturhluti bílsins lagðist að miklu leyti saman. Benzín og helgarbirgðir runnu um götur og skoluðu slökkviliðsmenn giituna. ASt/DB-mynd Sveinn Þormóðsson. FISKIMJÖLSVERÐ FALLANDI í HEIMINUM Síðasta verðsetning Verðlagsráðs á mjöli stenzt ekki Verð á fiskimjöli á heims- markaði fer nú lækkandi. Horfur eru því verri en áður með sölu á mjöli. Vera kann að verðlækkunin sé tímabundin. Ljóst er þó nú, að þær vonir sem menn gerðu sér um stíg- andi heimsmarkaðsverð á mjöli eiga sér ekki stoð lengur í veru- leikanum. hvað sem gerast kann með haustinu. „Eftirspurnin eftir mjöli hefur viðast hvar minnkað svo undanfarnar \ikur, að fráleitl er að siðasta verðsetning Verð- lagsráðs sjávarafurða á úrgangi til mjölvinnslu fái staðizt," sagði Hörður Albertsson for- stjóri er Dagblaðtð innti hann eftir ástandi málanna. ,,Menn gera sér enn vómr um að markaðurinn kunni að iagast, en sá bati kann að vera a.m.k. að nokkru háður því, hve ntikil lækkunin verður nú og í nánustu framtíð. Hörður sagði ennfremur: „Ákvörðun verðlagsráðs um verð á lýsinu, 370 dalir tonnið, virðist hafa staðizt, þ.e. að því tilskildu að sýrustig úr vinnslu reynist viðunandi. Siiluverð nú mun vera ca 375 dalir tonnið cif i höfn í V- utan neyzlumarka, þ.e.a.s. falli varla yfir 350—360 dalir Evrópu. Sé sýrustig hins vegar niður í iðnaðargæði, er verðið tonnið. — ASt KEXIÐ ÞRÆTT UPPÁ BAND íslenzkum iðnaði hefur verið borið á brýn að sóðaskapur sé of algengur á framleiðslu ýmissa matvæla. Kexkökurnar á myndinni voru einhverra' hluta vegna þræddar upp á band, eins og myndin sýnir, — og ekki er hér um íslenzka framleiðslu að ræða. heldur ntun kexið ættað erlendis frá. Það getur mörgum orðið á í messunni. en slíkur slóða- skapur verc tr þó aldrei af- sakaður. Srjálst, úhád dagblað LAUGARDAGUR 14. AGUST 1976. SkjáHtavirknin við Mývatn: Stœrsti skjálfti síðan í f ebrúar sl. mœldist í f y rradag I fyrradag varð vart snarpasta jarðskjálftakippsins við Mývatn frá í febrúar sl. að skjálftarnir i kjölfar gossins fóru að ganga niður. Skv. upplýsingum Jóns Á. Péturssonar bónda í Reynihlíð, en þar eru jarðskjálftamælar, var skjálftinn um þrjú stig. Varð fólk vart við skjálftann, en smáskjálftanna að undan- förnu hefur ekki orðið vart nema á mælum. Bærinn Reynihlíð er um 12 km suð-vestur af Kröflu og stendur á hrauninu sem rann fyrir aldamótin 1800. -G.S. Bóndi við Mývatn: Hef ekki áhuga á laxi í Mývatn — nœrtœkara að kanna undanhald silungsins í vatninu ,,Eg hef'ekki áhuga á að fá lax hér upp í Mývatn, mér þætti t.d. nærtækara að rannsaka hvers vegna silungurinn í vatninu fer svo ört minnkandi sem raun ber vitni,“ sagði Jón Ármann Péturs- son, bóndi í Reynihlíð við Mývatn, en hann er ekki í Landeigenda- félagi Laxár og Mývatns. Hann sagði að það vissi enginn hvernig lax myndi haga sér ofan Laxárvirkjunar, yrði stigi byggður framhjá virkjuninni, hann gæti eins gengið alveg upp i vatnið. Hann taldi Landeigendafélagið ekki eiga rétt á að semja um stigann án þess að hafa samband við alla, sem hlut ættu að máli, og einnig að fá samþykki þeirra. Ekkért samráð var haft við hann og vissi hann um fleiri samskonar dæmi. Hann og þeir aðilar aðrir, sem eins er ástatt um, hafa ekki bundizt samtökum enn og vildi Jón engu spá um framvindu mála að svö stöddu. Silungsnet eru mun veikari en laxanet, og taldi Jón að laxinn kynni að skemma þau og þar með þá litlu silungsveiði, sem eftir er. Sér sýndist að ef lax gengi í vatnið yrði einungis að leggja fyrir hann. __G.S. Hola 6 nókegt heimsmeti: Hitinn kominn í 341 gróðu „Þetta er eiginlega bara það sem við bjuggumst við“, sagcii Hrefna Dagbjartsdóttir, jarðfræðingur við Kröflu, er DB spurði hana út í hitamet það sem hola 6 setti í fyrradag. „Þettu er dýpsta hola sem boruð héfur verið hér, fyrir utan holu 4 sem sprakk í fyrra, en þær voru báðar um 2000 m. Það náðist ekki að mæla hitann í fyrri holunni, en í þessari er hitinn orðinn 341 stig á botni, sem jafnframt er mesti hiti sem mælzt. hefur hér. Það hefur sýnt sig í öllum holunum til þessa að hitastigið fylgir nokkurn veginn suðu- marki vatns, en holurnar hafa verið 1150-2000 m að dýpt. „Ég tel að ekki sé hætta á ferðum, en að hér sé bara um eðlilegan hita að ræða“ sagði Hrefna ennfremur. Hitastigið eykst mjög skyndilega þegar komið er niður fyrir 1700 metra þvi bergið þéttist þá mjög og ekki er unnt að kæla holuna." -JB.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.