Dagblaðið - 01.11.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 01.11.1976, Blaðsíða 3
OACBLAÐIÐ. — MÁNUDAGUR 1. NÖVEMBER 1976. Brjálaðir hassistar — hvar eru þeir? f > — sýnishorn af brjáluðum fyllibyttum á skemmti- stöðum r—— Hver eru áhrif hass á líkamann? Hvers vegua eru ekki gefnar út upp- lýsingar um þetta efni, alveg eins og um áfengi og tóbak? A.E. skrifar: „I dag viröist lögreglan vera svo upptekin við að klófesta hass- og marijúana-neytendur, að það er engu lagi líkt. Ég er búin að lesa mikið í blöðunum um hasssmygl og sölu og neyzlu á því lyfi. En er þetta lyf eitthvað verra en annað? Mér skilst að það sé álíka mikil hætta á að maður leiðist út í eitthvað sterkara við að reykja hass og maríjúana eins og að verða að róna við brennivíns- drykkju, samt sennilega minni. Eitt er víst að ef brennivín og sígarettur kæmu á markaðinn í dag, ásamt þeirri þekkingu sem við höfum um þau deifilyf, þá væru þau bönnuð sem heróin. Brennivín er að vísu ekki langt þar frá. Þvi er mér spurn, hvaða afleiðingar hafa hass og maríjúana-reýlungar í för með sér? Ég veit að það er hægt að blanda ýmsum hættu- legum lyfjum í hass til að gera það vanabindandi á vissan hátt eftir langa notkun. Öðru gildir um marijúana, það er miklu erfiðara hvað þetta snertir. Nú vildi ég biðja einhvern lækni, eða annan sem hægt er að treysta og vij hefur á lyfjum, að koma fram með allar staðreyndir um hass og mari- júana, hvort það sé vana- bindandi, valdi skaða á sál eða líkama eða hvaða áhrif það hefur á líkamann yfirleitt. Við höfum öll margoft lesið um það í blöðum og bæklingum hve áfengi og tóbak eru hættuleg efni. Þar eru talin upp öll þau áhrif sem tóbak og áfengi getur haft á líkamann. Sígarettureykingar valda krabbameini og ýmsum öðrum kvillum. Brennivínsdrykkjan leiðir fdik út í alls konar glæpi og hefur skaðleg áhrif á líkamann. Það hefur gengið svo langt að fólk hefur þurft að ganga með súrefniskút með sér vegna þess að það getur ekki lengur andað hjálparlaust. Það er orðið svo aðframkomið af reykingunum. Fólk heldur samt áfram að reykja sig í hel. Svo þegar við förum niður í bæ, sjáum við þau áhrif sem vínið hefur. Þar eru rónarnir svo- kölluðu talandi dæmi um skaðsemi áfengis. Reynið að fara einhern tíma á skemmtistað allsgáðir. Fólk kemur á skemmtistaðina í þeirri trú að það sé að fara að skemmta sér. Það kemur inn i fallegum fötum og nýburstuðum skóm, beint í baki og ber sig á allan hátt vel. En viti menn, þegar fer að líða á dansleikinn þá er aldeilis orðin breyting á mannskapnum. Fólkið gengur um öskrandi og slefandi með fötin lafandi ein- hvern veginn utan á sér. Það mætti halda að þetta væri geðveikt fólk. Að þessu stuðlar .rikið og græðir á öllu saman. I Nú langar mig að vita um þau áhrif sem hass og maríjúana lílbfur á líkamann, ég hef nefnilega aldrei séð sýnishorn eins og um áfengi og tóbak. Eg hef aldrei séð brjálaðan hassista. Svo vonast ég eftir því að annaðhvort verði gert eitthvað til þess að út komi bæklingur, um skaðsemi þessara efna á sama hátt og áfengis og tóbaks eða að einhver svari spurningum mínum á þessum sama vettvangi. Það verður að upplýsa fólk. "^Gallabuxumar^* sem endast & endast BANKASTRÆTI ©-14275 LAUGAVEGUR ©-21599

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.