Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.11.1976, Qupperneq 7

Dagblaðið - 01.11.1976, Qupperneq 7
— ai.w daci i; 1 xovkmbkk iíitií. 7 „HÖFUM EKKIENN GERT FJÁRKRÖFUR Á HENDUR RÍKINU” — segir Hafsteinn Baldvinsson réttargæzlumaður Magnúsar Leopoldssonar „Það er ekkert að frétta í máli skjólstæðings míns þessa dagana,“ svaraði Hafsteinn Bald- vinsson réttargæzlumaður Magnúsar Leopoldssonar spurningu DB um hvort fjárkrafa Magnúsar á hendur ríkinu vegna innisetu sinnar í vetur væri á leiðinni. Hafsteinn sagði ennfremur að vitaskuld hefði. slík krafa verið rædd, þó að ekki hefði verið hafizt handa að svo stöddu. — Hann var þá spurður að því hvort lögfræðingar mannanna fjögurra, sem haldið var í gæzluvarðhaldi í vetur vegna Geirfinnsmálsins, hefðu ákveðið að hafa samráð sín í milli þegar að því kæmi að krefja ríkið um bætur. „Nei, við erum ekkert farnir að ræða saman,“ svaraði Hafsteinn. „Um samvinnu er allt óvíst þar eð kröfurnar verða væntanlega einstaklingsbundnar. Mín skoðun er sú,“ bætti Hafsteinn Baldvinsson við, „að Magnús Leopoldsson sé saklaus af allri aðild i þessu máli. Þessa skoðun mína byggi ég á þeim staðreyndum sem hafa komið fram í málinu. Því breyti ég að sjálfsögðu ekki nema til komi nýjar staðreyndir sem geta sannað sekt hans. Sú regla er í fullu gildi ennþá að hver maður er saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.“ Þá hafði Dagblaðið samband við Magnús Leopoldsson vegna þessa máls en hann kvaðst ekkert vilja segja um málið á þessu stigi. -AT.- Hús Þjóðviljans. „EKKERT RUSSAGULL Á FERDINNI” - Þjóðviljinn flytur í glæsilegt húsnæði við „Fleetstreet” íslands, - „Blað”-Síðumúla „Hér er ekkert Rússagull á ferð- inni,“ sögðu Þjóðviljamenn í gær. Þeir hafa byggt yfir sig glæsilegt hús sem kostaði að minnsta kosti 40 milljónir. Fjárins var aflað með ýmsu móti, m.a. með sam- skotum um land allt. Einar Karl Haraldsson frétta- stjóri nefndi sem dænti um sam- skotin að einn Þjóðviljamaður Ritstjórar Þjóðviljans, Svavar Gestsson (t.v.) og Kjartan Ólafsson (til hægri) hlýða með andakt á boðskap Kristjáns Benediktssonar, borgarfulltrúa Framsóknar. Gestir skoða hina vistlegu rit- stjórn Þjóðviljans (DB-myndir Sv.Þ.) Landsþing FIB: Breyting á skráningarfyrir- komulaginu leysir engan vanda „Forsendur um sparnað vegna breytinga á skráningu bifreiða og umskráningum samkvæmt fram- komnum rökstuðningi frá Bifreiðaeftirliti ríkisins eru ekki réttar. Sparnaður vegna niður- fellingar á umskráningum er mur minni en fullyrt hefur verið, auk þess sem minnka má kostnað og vinnuálag Bifreiðaeftirlitsins með breytingu á ákvæðum um- ferðarlaga varðandi skylduskoð- un bifreiðar við umskráningu, sem ein sér lækkar tilkostnað um 25%.“ Þetta kom m.a. fram á Landsþingi FÍB sem er nýlokið. Þingið harmar það að dóms- málaráðherra skuli endurflytja frumvarp til laga um breytingu umferðarlaga varðandi Bifreiða- eftirlit ríkisins og breytingu á skráningu bifreiða algjörlega óbreytt frá fyrra þingi. Að áliti Landsþings FlB kallar frumvarp þetta á 600 milljón króna útgjöld vegna uppbyggingar á aðstöðu fyrir Bifreiðaeftirlit ríkisins. Auk þess sem ný númeraspjöld hafa i för með sér kostnað sem mundi vart vera undir 100 milljónum króna á núgildandi verðlagi. Það er álit þingsins að stefns beri að breyttu fyrirkomulagi sem innifelur minnkun á yfir byggingu Bifreiðaeftirlitsins. Einnig á samræmingu í inn- heimtu gjalda og annarri þjónustu rikisins við bifreiðaeig- endur. Fyrirhuguð breyting á skráningarfyrirkomulaginu leysir engan vanda. Stefna beri að því að löggilda starfsmenn bifreiða- verkstæða til að annast um árlega skoðun öryggistækja bifreiða á sama hátt og nú á sér stað um Ijósastillingar. Þingið teiur það óeðlilega þróun að mikið fjár- magn sé lagt, i uppbýggingu á dýru húsnæði og tækjakostnaði 'S fyrir Bifreiðaeftirlitið. Fyrir hendi eru tæki, starfsmenn og húsnæði sem miklir fjármunir liggja í á bifreiðaverkstæðunum í landinu. —KP hefði farið til Akraness og fengið 20 manns til að skrifa á víxla fyrir samtals eina milljón. Annar hefði farið að Sigöldu og fengið uppá- skriftir fyrir milljón þar. Þannig hefði verið farið um landið unz fékkst sú fjárhæð sem þurfti. Blaðamenn Þjóðviljans skrifuðu einnig á víxla, eitthvað um 100 þúsund krónur hver, og svo fram- vegis. Síðan var opinn aðgangur að bankakerfinu sem tók við víxl- unum. Framlög af þessu tagi eru kom- in i að minnsta kosti 33 milljónir. Um það bil 600 studdu bygging- una með meira en 25 þúsund króna framlögum. Framlög til blaðsins inntu menn af hendi ýmist með kaupum á hlutabréfum í Miðgarði hf„ sem er formlega eigandi hússins, með beinum gjöf- um til blaðsins eða með sjálfboða- vinnu við húsið. Mikið af vinnu iðnaðarmanna var gefió. Húsið er tvær hæðir og „turn“. Ritstjórn verður aðallega á ann- arri hæð þar sem blaðamenn fá, nokkuð rúmgóð herbergi. I turni verður fundarherbergi rit- stjórnar og kaffisalur. A neðstu hæð verður .afgreiðsla en veruleg- ur hluti hæðarinnar verður leigður út í fyrstu. Þjóðviljamenn fluttu í gær í hið nýja hús að Síðumúla 6. Þá hélt Þjóðviljinn jafnframt upp á 40 ára afmæli sitt. Síðumúli er nú orðinn talsverð „blaðagata", „Fleetstreet". Þar eru til húsa Dagblaðið, Þjóðvilj- inn, Vísir og Alþýðublaðið, svo og Vikan. — HH Sumarparadís um hávetur á r GRIPIÐ TÆKIFÆRIÐ Lægra verð og betra veður í nóvember og fyrri hluta desember laus saeti 18. nóv. 3 vikur — verð frá kr. 65.500.- laus sæti 2. des. 2 vikur — verð frá kr. 57.300.-. FLUCFÉLAG LOFTLEIDIR URVAL LANDSYN ISLAMDS Lækjargótu 2 Slmi 25100. Eimskipafélagshúsinu. Skólavórðustig 16 sími 26900 sími 28899 Austurstræti 1 7 ' Simar 26611 og 20100.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.