Dagblaðið - 01.11.1976, Page 16

Dagblaðið - 01.11.1976, Page 16
DAGBLAÐIÐ. — MANUDAGUR 1. NÓVKMBKR 1978. Reynt aö taka Axel úr umferð — þegar Dankersen vann stórsigur á Gummersbach. Fyrsti tapleikur Gummersbach á heimavelli í langt árabil. Axel og Ólafur áttu stórleik. Okkur Ólafi H. Jónssyni gekk alveg frábærlega vel í leiknum við Gummersbach — svo og öllu Dankersenliðinu í heild. Danker- sen sigraði Gummersbach með sex marka mun, 25-19, í Gummarsbach á laugardag og það er fyrsti tapleikur Gummersbach, íþróttir þessa frægasta handknattleiks- liðs heims, á heimavelli um langt, langt árabil, sagði Axel Axelsson, þegar blaðið hafði sambánd við hann í gær. Dankersen er nú í efsta sæti í norðurdeild Bundes- lígunnar með 10 stig ásamt Rheinhausen, sem leikið hefur einum leik minna, en flesta sína leiki á heimavelli. Um tima í siðari hálfleik reyndu leikmen« Gummersbach að taka Axel Axelsson úr umferð, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Greinilegt er á þessu, að Gummersbach hefur óttast Axel mjög í ieiknum. — Meiri viðurkenningu getur varla, en að vera tekinn úr um- ferð á heimavelli' Gummersbach. Við náðum algjörum toppleik — það svo, að Gummersbach átti raunverulega aldrei möguleika í leiknum. Kftir hin rfgbundnu kerfi okkar í undanförnum leikj- um ákvað þjálfari okkar að sleppa þeim í Gummersbach á laugardag. Sagði okkur að leika frjálsan handknattleik og það var eins og við manninn mælt. Allt small saman, sagði Axel. Heppnin var okkur líka hliðholl, þó dómgæzlan væri gegn okkur eins og oftast er víst á heimavelli Gummersbach. Þessi tapleikur Gummersbach á heimavelli þótti heldur betur tíðindi hér í Þýzkalandi um helg- ina, sagði Axel. Tuttugu mínútna kafla úr leiknum var sjónvarpað og í útvarpi var ítarleg lýsing á gangi leiksins. Það var gaman fyrir okkur Ólaf, því mér fannst okkur ganga alveg sérstaklega vel. Ég átti sjö eða átta línusend- ingar, sem allar gáfu mörk, og skoraði fjögur mörk. Ólafur skoraði þrjú og var ákaflega virkur í vörn og sókn, sagði Axel ennfremur. Við höfum alltaf yfir í leiknum eftir að hafa skoraði tvö fyrstu mörkin. Síðan stóð 6-2, en minnsti munur var 8-7. Staðan í hálfleik var 9-7 fyrir Dánkersen og mun- urinn jókst stöðugt í síðari hálf- leiknum, þá ekki sízt, þegar reynt var að taka mig úr umferð, sagði Axel. Dankersen hefur nú 10 stig ásamt Rheinhausen, en Gummers- bach er með átta. Tveir aðrir leikir voru í norðurdeildinni um helgina. Nettelstedt vann Kiel 22- 18, og Grambke vann Essen 23-9. Gullbjörninn vann létt í Ástralíu! Jack Nicklaus var ástralskur meistari í golfi í fimmta sinn í gær, þegar hann sigraði á meistaramótinu í Sydney með fjögurra högga mun. Hann var eini kcppandinn, sem lék betur en á pari á hinum erfiða velli. í þriðju umferðinni náði hann tveggja högga forustu. Lokaumferðina hóf Gullbjörn- inn með miklum glæsibrag með þremur birdie-holum á þeim fjórum fyrstu — og enn einni á þeirri níunda. Hann hafði þá átta högga forustu á Curtis Strange, hinn unga golfmann, sem nýlega hefur gerzt atvinnumaður. Strange hafði forustu eftir tvær fyrstu umferðirnar í keppninni, en púttið var slakt hjá honum í lokaumferðunum. Úrslit urðu þessi; Jack Niclaus, USA, 286 Curtis Strange, USA, 290 M. Bembridge, Bretlandi, 292 B. Crampton, USA, 293 T. Kendall, Nýja-Sjál. 293 D. Graham, Astralíu, 294 Mörk Dankersen gegn Gummersbach skoruðu Axel 4, Busch 4, van Oepen 4 (eitt víti), Ólafur 3, Kramer 3, Grund 3, Waltke 2 og Becker 2. Deckarm var markhæstur hjá gummers- bach með f jögur mörk — tvö víti. I suðurdeildinni gerði Göpping- en jafntefli á heimavelli gegn Huttenberg 15-15. Gunnar Einars- son lék með Göppingen — var ekki meiddur, eins og okkur hafði ranglega verið skýrt frá. í leikn- um við Dietzenbach nýlega lék Gunnar mjög vel og skoraði þá f jögur mörk, sagði Axel að lokum. Þess má geta, að Hansi Schmidt er hættur að leika með Gummers- bach. Stóð sig heldur illa síðasta keppnistímabil, „brunninn út“, og hann leikur nú með 3ju deildarliði. Celtic nú stigi a eftir Dundee Utd! — Jóhannes Eðvaldsson var varamaður á laugardag Kcnny Dalglish, fyrirliði Celtic-liósins, átti frábæran leik, þegar Celtic sigraði Motherwell 2-0 á heimavelli i úrvalsdeildinni skozku á laugardag. Skoraði bæði miirk liðsins i ieiknum með þrumufieygum í síðari hálfieik. Fyrst af 20 m færi sioan 25 m. Jóhannes Eðvaldsson var vara- maður — 12. maður liðsins — en kom ekki inn á. Greinilegt er þö, að stutl er í að hann nái stöðu sinni aftur. Næstkomandi laugar- dag leikur Celtic til úrslita við Aberdeen í deildabikarnum og allar likur á að Jóhannesi leiki þá — re.vndar iiruggt. Aberdeen sigraði efsta liðið Dundee Utd. 3-2 á heimavelli sín- um, þó svo Dundee Utd. skoraði fljótt i leiknum. Mörk Aberdeen skoruðu Jarvie, Harper og Williamson. Knn tapaði kangers — nú fyrír Partick Thistte. Þriðja tap liðsins á átta dögum. Urslit á laugardag. Aberdeen — Dundee Utd. 3-2 Celtic — Motherwell 2-0 Hibernian — Hearls 1-1 Kilmarnock — Ayr 6-1 Partick — Rangers 2-1 Staðan er nú þannig: Dundee Utd. 8 6 0 2 16-12 12 Celtic 9 4 3 2 19-9 11 Aberdeen 8 4 3 1 16-8 11 Partick 8 3 3 2 9-8 9 Rangers 8 2 4 2 11-11 9 Hibernian 8 16 19-9 8 Motherwell 8 2 3 3 11-12 7 Hearts 9 0 7 2 13-16 7 Kilmarnock 7 13 2 10-12 5 Ayr 9 1 2 6 10-27 4 Celtic fékk í vikunni markvörð Morton, Roy Baines, en Peter Latchford hélt þó stöðu'sinni í aðalliðinu. Andy Ritchie fór frá Celtic til Morton í staðinn, en auk þess greiddi Celtic Morton um 20 þúsund sterlingspund. Þá má geta þess, að tveir af leikmönnum Celtic hafa verið settir á sölulist ann — Callaghan og Dennis Connought, varamarkvörður. Björgvin Björgvinsson, landsliðsmaðurinn kunni, skorar eitt af fimm mörkur Fyrsti sigur V Grótta í neðsl — Víkingur sigraði Gróttu 26-21 og koms Víkingur hlaut sín fyrstu stig 1 íslandsmótinu í handknattleik í gærkvöld er Islandsmeistararnir 1975 sigruðu Gróttu 26-21. Þar með komst Víkingur af botnsæti 1. deildar og eftirlét Gróttu það. En sigur Víkinga gekk ekki átakalaust fyrir sig — liðið fékk 12 vitaköst dæmd en misnotaði 5 þeirra. Svipað var gegn ÍR í tapleik Víkings — þá misnotuðu leikmenn 6 vítaköst. Víkingar áttu í megnustu vand- ræðum með Gróttu, sem hafði yfir lengst af í síðari hálfleik. Sömu veikleikarnir komu fram nú. Tauga- veiklun einkenndi leik liðsins, varnar- leikurinn var ákaflega slakur og í sókninni var fátt um fína drætti. Já, sannarlega margt að hjá Víking en þó var það batamerki að Grétar Leifsson varði á köflum ágætlega og hefur endurkoma Rósmundar Jónssonar vafalítið verið Grétari styrkur. Víkingar byrjuðu leikinn vel — komust í 6-2 en Gróttu tókst að halda í við Víking. Þegar staðan var 11-7 fyrir Víking var Viggó Sigurðsson rekinn af velli í 5 mínútur — hafði áður verið rekinn út af. Grótta gekk á lagið og minnkaði muninnt 12-11 og liðið komst síðan yfir 15-14. Siðan tókst Gróttu að auka muninn í 16-14 og þegar 10 mínútur voru eftir af leiktímanum hafði Grótta yfir eitt mark — 19-18 En Víkingum tókst að snúa leiknum sér í hag —skoruðu næstu þrjú mörk og eftir það var sigri þess tæpicga ógnað. — Vikingur sigraði 26-21. Það hefur svo oft verið sagl a iGrólta hlyti að falla í 2. deild. Liðið er nú í neðsta sæti 1. deildar. Grottu netur tekizt að vinna mörg stig suður í Hafnarfirði og bjarga sér frá falli. Þrátt fyrir það verður það að segjast að Grótta er líklegasta liðið til að falla í ár. Víkingur hins vegar gerir tæplega neinar rósir í vetur. Til þess er allt of HM-leikir Póiland sigraði Kýpur 5-0 í 1. riðli Evrópu í undankeppni HM í gær. Sama markatala og Danir unnu Kýpur með á miðvikudag. Danir eru efstir í riðlinum með 4 stig og markatöluna 10-1 eftir tvo leiki við Kýpur. Polverjar hafa einnig 4 stig og markatöluna 7-0. Unnu Portúgal á útivelli 2-0 auk sigursins gegn Kýpur. Þá léku Tyrkir við Möltu á HM í gær 4-0 í Izir að viðstöddum 70 þúsund áhorfendum. Egyptaland sigraði Eþíópíu 3-0 í Kairó í gær í forriðli í Afríku, og Senegal og Togo gerðu jafntefli 1-1. Togo vann 2-1 samanlagt í leikjunum tveimur við Senegal og leikur annað hvort við Ghana eða Guina í næstu umferð. Þá vann Nígería Siera Leone 6-2 og leikur í næstu umferð við Zaire. Gerd Mi á skots — Skoraði f jögur n Gerd Miiller sannaði á laugardaginn, að hann er enn skarpasti miðherji i þýzku Bundeslígunni og þó víðar væri ieitað. Hann skoraði fjögur mörk, þegar Bayern Miinchen sigraði Ham- borg 6-2 og er nú efstur á markalistan- um í deildinni með 14 mörk. Miiller, sem hætti í þýzka landsliðinu eftir HM 1974, sýndi snilldartakta á laugardag. Fyrsta markið skoraði hinn 31 árs miðherji eftir að hafa leikið á tvo mótherja. Annað eftir stungubolta

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.