Dagblaðið - 01.11.1976, Blaðsíða 20
i)A(iHI.AÐIt). — MANi;i)A(iUK 1. NOVKMHKH 1976.
.. ....................................
George Hamilton:
Hann á fimm vinkonur
— en segist ekki vera neinn gleðikarl
Hann er með fimm stúlkum
en að vísu er hann skilinn við
konuna sína. hann George
Hamilton. Þrátt fyrir þetta
segist hann ekki vera neinn
playboy. að minnsta kosti ekki
nærri því eins mikill og hann
hefur verið á undanförnum
árum. Hann var á sínum tíma
með Lyndu Bird Johnson for-
setadóttur, en það stóð ekki
lengi. Hann er orðinn 37 ára
gamall og vinkonur hans eru að
minnsta kosti 10 árum yngri en
hann. ..Mér finnst alltaf gott að
hafa margt fólk í kringum mig.
Kn um tíma nægði mér aðeins
ein kona og henni var ég giftur
í 3 ár.“ segir George. Hann á
einn son með konunni fyrrver-
andi. Hann segir að hjónaband-
ið hafi farið út um þúfur vegna
þess að hún hafi viljað fara út
að vinria. Hann vildi aftur á
móti hafa hana heima til að
taka á móti sér á kvöldin þegar
hann kærni heim. En hún ætti
ekki að hafa það svo slæmt
vegna peningaleysis. Hún fær
2000 dollara á viku og einnig
fær sonurinn góða summu.
Þrátt fyrir skilnaðinn segir
Hamilton að fyrrverandi konan
sín sé líklega áhugaverðasta
konan í heiminum. Hún vildi
fara i skemmtanaiðnaðinn og
honum f.vlgja alls konar
veizlur. Hún valdi þær.
George Hamilton segist hafa
byrjað allt of ungur að starfa
við kvikmyndirnai. Þess vegna
er hann orðinn leióur á Holly-
wood og öllu því sem henni
fylgir. Nú segist hann hafa
miklu meiri áhuga á viðskipta-
lífinu. Hann fer á fætur
snemma á morgnana til þess að
fylgjast með þvi sem fram fer á
verðbréfamarkaðinum. Það er
eins gott fyrir hann að fylgjast
með ef hann á að standa sig í
viðskiptalífinu. Enda þótt
mikið sé að gera hefur hann
tíma til þess að eiga fjórar til
fimm vinkonur í einu. Þetta er
miklu betra, að hans sögn,
vegna þess að það er aldrei
hægt að finna eina stúlku sem
hefur alla þessa eiginleika. Ein
vinkonan er Elizabeth Tread-
well og hún er mikil hestakona.
Hann hefur líka mjög gaman af
hestum svo þau eiga sér sama
áhugamál. Elizabeth er mjög
ánægð með þennan vin sinn og
finnst þetta samband alveg
ágætt. Hún hittir hann aðeins
einu sinni tíl tvisvar í mánuði.
Þess á milli hefur hún félags-
skap annarra manna. Elizabeth
hefur sagt að George sé einstak-
lega kurteis og það er hæfileiki
sem marga menn skortir, ef
ekki alveg þá að miklu leyti.
Hann segir aftur á móti að
hann fari ekki út með konum
sem ekki kunni að meta
kurteisi hans. Þær verða að
vera kvenlegar og kunna að
meta hann. Hann segir að karl-
menn í Hollywood kunni ekki
að umgangast kvenfólk. Þeir
geri þær að gleðikonum, hrúgi í
þær gjöfum, kaupi þær. Hann
vill að konur séu heima hjá sér
og hugsi vel um heimilið. Það
gæti verið að hann væri að leita
eftir einhverri heimakærri
kopu sem vildi snúast í kring-
um hann allan daginn.
—Þýtt og endursagt —KP.
George Hamilton er hér ásamt f.vrrverandi eiginkonu sinni, Alana Coilins.
/
BIFREIÐASTILLINGAR
Við framkvæmum
véla- hjóla- og Ijósastillingu
Eftirfarandi atriði eru innifalin
í vélastillingu:
1. Skipt um kerti og platínur.
2. Mæld þjappa.
3. Athuguð og stillt viftureim.
4. Hreinsuð eða skipt um loftsíu.
5. Stilltur biöndungur og kveikja.
6. Mældur startari, hieðsla og geymir,
7. Mældir kertaþræðir.
8. Stilltir ventlar.
9. Hreinsuð geymasambönd.
10. Hreinsaður öndunarventill.
11. Hreinsuð eða skipt
um bensínleiðslu.
Vélastilling sf.
AUÐBREKKU 51
KÓP. SÍMI 43140
0. ENGILBERTSSON
Bingó i Skiphóli
a mor.min þriðjudag kl. 8,30.
14 umlt'i’ðir, moðal vinn'injía Kanarí-
oyjaíc'rð moð Samvinnuforðum.
Kiwanisklúbburinn Eldbory.
Til leigu við miðbæinn
150 Ini. h;eð. lilvalin l’yrir leikiiislofur. skrifstofur o.fl.
(2. herl). og slór salnr). Kiimig 70 fm. h;eð á sama slað.
t'ppl. að Grellisgölu 16. eða i sima 2.12Ö2.