Dagblaðið - 03.01.1977, Side 4

Dagblaðið - 03.01.1977, Side 4
4 DA(JBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 3. JANUAR 1977. Margir Reykvikingar brugðu sér að hinum ýmsu brennum á gamlárskvöld. þó oft hafi fleira fólk safnazt að þeim en nú. Veðrið var heidur ekki hagstætt að þessu sinni. Margir brugðu á það ráð að sitja í bílum sinum og fylgjast með úr fjarska. Nýársnótt í Reykjavík: Lögreglan haf ði mest að gera við fólksf lutninga — leigubílar hættu akstri þegar f ærð fór að spillast Lögreglan í Reykjavík sinnti á annað hundrað útköllum á gamlárskvöld og nýársnótt. Að sögn Páls Eiríkssonar aðalvarð- stjóra, var afskaplega rólegt hjá lögreglunni fram yfir miðnætti en eftir að veður versnaði og færð spilltist færðist heldur betur líf í tuskurnar, mestmegnis við að að- stoða fólk í ófærðinni. Voru 15-20 lögreglubílar í því starfi um nótt- ina og höfðu engan veginn undan, að sögn Páls. Um 30 manns gistu fanga- geymslurnar á nýársnótt. Langferðabíll var notaður til að flytja vegalausa heim af lögreglu- stöðinni og eins úr Tónabæ, þar sem dansleikur stóð með sóma og prýði til kl. þrjú um nóttina. Leigubílar hættu mikið akstri þegar færðin tók að spillast og olli það umtalsverðum vandræðum. Hvergi kom til óláta eða meiri- háttar átaka. Enginn var á Hallærisplaninu um nóttina og hegðun fólks á dansstöðum ágæt. Ölvun við akstur fór vaxandi und- ir morguninn og voru nokkuð margir teknir óg færðir til blóð- prufu. Nýárskvöld var með eðli- legum hætti í borginni, að sögn aðalvarðstiórans. -f)V Miklu var brennt af stjörnuljósum. Við brennu í Breiðholti mátti sjá þetta fólk sem sýnilega var í góðu áramótaskapi. — DB-myndir Sveinn Þormóðsson. RÓLEG 0G STÓRSLYSALAUS Aramót UM ALLT LAND Samkvæmt upplýsingum lög- reglustöðva víðs vegar um landið fór áramótahald rólega fram f sæmilegasta veðri nema suðvest- anlands þar sem var hið versta veður á nýársnótt. Ekki urðu ncin teljandi vandræði og nokkrir lögreglu- menn höfðu orð á því að iinnur eins rólegheita áramöt hefðu ekki komið i þeirra umdæmi. A flest- um stöðum voru áramötabrennur. A Akure.vri var brunakuldi en frostið för niöur í 1(> stig á gaml- ársdag og voru fáir á ferli úti við. Láviðaðillafæri: „Vígahnöttur” setti gat á járnklætt þak —og annar fór inn um glugga á raftækjaverzlun íHafnarfirði Minnstu munaði að nýtt ein- býlishús að Brúarflöt 4 í Garða- bæ stórskemmdist í eldi á nýársnótt. Flugeldur eða blys fór þar í gegnum þakið, að því er virðist, og lenti í svefnher- bergisálmu hússins. Til merkis um kraft þessa ,,vígahnattai"‘ er lítið gat á þakjárninu. Það var sonur húsráðandans, sem kom heim til sín einhverra erindagjörða urn miðnættið á gamlárskvöld, og varð þá elds- ins var. Var þá eldur og reykur í svefnherbergisálmu og bað- herbergi. Lét hann slökkviliðið þegar vita og gekk greiðlega að slökkva eldinn sem aðallega var innan á þakinu, að sögn slökkviliðsstjórans í Hafnar- firði, Ölafs Arnlaugssonar. Litlar skemmdir urðu og tjón ekki talið verulegt. Slökkviliðið í Hafnarfirði var þrisvar sinnum kallað út á nýársnótt. Smávægilegur eldur meó reykjarkófi kom upp í kjallara húss í gamla bænum og skömmu síðar lenti flugeld- ur eða blys inn í raftækjaverzl- un við Strandgötu. Lögreglan kom mjög fljótlega á staðinn og hafði slökkt eldinn þegar slökkviliðsmenn bar þar að. Tjón er ókannað en virðist ekki. vera mikið. -ÖV. Slökkviliðið kallað út 356 sinnum 1976 Slökkviliðið í Reykjavík var kallaö út 356 sinnum á sl. ári. ..Mjög gott ár," sagði Gunnar Sigurðsson, varaslökkviliðs- stjóri í Reykjavík, í samtali við fréttamann blaðsins í gær. Stærsti bruninn, sá sem olli mestu tjóni, varð á Laugavegi 168 5. september. Aðrir stærstu brunarnir voru í Heiðarbæ i Þingvallasveit 6. október. þar sem slökkviliðið var kvatt til aðstoðar. og á Hverfisgötu 66A á jölanótt. þar sent fullorðin hjön brunnu inni. Flest hafa útköll orðið 1965, samtals 534 en fæst 1970, alls 332. Gunnar Sigurðsson sagði skýringuna á þessunt ntismun ligg.ja í auknu fræðslu- og upp- lýsingastarfi slökkviliðsins og eldvarnareftirlitsins. ÓV SLEniSTUPP ÁVINSKAPINN ÁÓÐALI Rétt fyrir klukkan eitt á nýársnótt slóst upp á vinskap ungmenna sem voru á áramóta- skemmtun á Öðali. Flugust þau á með þeini afleiðingum að stúlkan var flutt á slysadeild Borgarspitalans þar sem gert var að meiðslum hennar. Kékk hún síðan að fara til sins heima. A.Bj.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.