Dagblaðið - 03.01.1977, Side 9

Dagblaðið - 03.01.1977, Side 9
DAGRLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 3. JANUAR 1977. 9 Bruninn í Aðalstræti 12: Litlu munaði að Grjóta- þorp brynni á nýársnótt „Það mátti ekki miklu ntuna að eldurinn kæmist í timbur- húsin, sem eru þarna allt í kring, og þá hefði getað farið mjög illa," sagði Gunnar Sigurðsson, varaslökkviliðs- stjóri í Reykjavík, i samtali við DB um brunann í Aðalstræti 12 á nýársnótt. Ris hússins og eíri hæð fóru illa í eldinum, en'hann virðist hafa komið upp í mannlausri íbúð á annarri.hæð og brotizt síðan upp í risið. Þar voru þrir menn, sem ekki treystu sér nið- ur stigaganginn og forðuðu sér út á þak. Þaðan bjarðaði lög- reglan þeim ómeiddum. Það var kl. 04.10 sem tiikynn- ing barst um eldinn og var þá talið að eldurinn væri í Bröttu- götu 4 sem er næsta hús fyrir aftan Aðalstræti 12. Tvöföld vakt hafði verið á slökkvistöð- inni frá kl. 9 um kvöldið til kl. 3 um nóttina, þannig að aðeins tíu slökkviliðsmenn börðust við eldinn til að byrja með. Varalið var kallað út, tveir menn með fullkominn slökkvibíl komu frá Slökkviliðinu á Reykjavíkur- flugvelli og tveir félagar úr Björgunarsveitinni Ingólfi veittu aðstoð, þannig að alls voru 37 menn að störfum þegar mest var. Fyrsta verk slökkviliðsins var að senda reykkafara inn i húsið og fór hann alla leið upp í ris þar sent talið var að fólk kynni að vera í húsinu. Fann reykkafarinn ekki fólk en hann fann kött sem hann bjargaði út úr húsinu. Fór hann siðan aftur inn í húsið með slöngu og upp á aðra hæð þar sem hann hafði fundið rnikinn hita leggja út úr herbergi. Þegar hann byrjaði að sprauta varð mikil reyk- sprenging, eða um leið og súr- efnið náði að blandast innilok- uðum reykefnunum. Við það jókst eldurinn til muna og tætt- ust rúður úr húsinu. Reykkaf- arinn varð þó ekki fyrir spreng- ingunni og meiddist ekki. Að sögn Gunnars Sigurðsson- ar varaslökkviliðsstjóra tók aðalslökkvistarfið um hálfa aðra klukkustund og gekk það fljótt fyrir sig þegar fullur kraftur var kominn á dælingu úr sex brunahönum I nágrenn- inu. Byrjað var að dæla úr brunahönunum eftir að reyk- sprengingin varð í húsinu. Eldsupptök eru ókunn en rannsóknarlögreglan í Reykja- vík vinnur að rannsókn, máls- ins. -ÓV Eyðileggingin er mikil, eins og sjá má á þessari mynd. Hún er tekin á lögfræðiskrifstofu í húsinu. (DB-mynd: Arni Páll.) ^~ .» ... ..................................... iwiTnrwwaw'naBBBM—Baai Við sprenginguna. sem varð í Aðalstræti 12 í upphafi slökkvistarfsins. magnaðist eldurinn og teygði sig upp í risið. (DB-mynd: Sv. Þorm.) NÍTJÁN MANNS LÉTUST í UMFERÐAR- SLYSUM1976 A þriðja hundrað manns hafa látizt síðan 1966 Atján banaslys urðu í umferð- inni á íslandi á árinu 1976 og létu 19 manns lífið í þeim, segir í skýrslu Umferðarráðs, sem blað- inu hefur borizt. Eru þetta t'als- vert færri slys en urðu á árinu 1975 en þá létust 33 í 30 slysum. 1 skýrslunni segir ennfremur að miðað við mánaðamótin nóvemb- er/desember hafi alvarlegum slysum ekki fækkað sem neinu nemur frá árinu 1975. Meðalaldur þeirra sem látizt hafa á þessu ári er 42,5 ár. Er það hærri meðalalduren verið hefur undanfarin ár. Arið 1974 var hann 33 ár og 1975 33,5 ár. Ellefu banaslys urðú i þéttbýli á móti 16 árið 1975 en 7 i dreifbýli á móti 14 árið 1975. í Reykjavík urðu 6 banaslys en árið 1975 létust 10 manns I 9 banaslysum í Reykja- vík. I.ailgflest banaslysin, eða 11 af 18, urðu á suðvesturkjálka landsins, þ.e.a.s. frá Kjós til Hellisheiðar. Mikill meirihluti þeirra sem látizt hafa eru karlmenn eða 15. Þar af voru tveir drengir 14 ára og yngri. 4 konur létust, þar af ein stúlka undir 14 ára aldri. Af þeim 19 sem létust á árinu 1976 voru 9 ökumenn bifreiða, einn ökumað- ur bifhjóls, tveir farþegar í bif- reiðum, sex gangandi vegfarend- ur og einn reiðhjólamaður. Frá og með árinu 1966, eða á ellefu ára tímabili, hafa 218 manns farizt í umferðarslysum á íslandi en síysin eru 203 talsins. Að meðaltali eru það 20 manns á ári. Árið 1968 Iétust fæstir i um- ferðarslysum eða sex manns og flestir, eða 33, létust eins og áður sagði á árinu 1975. -ASt.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.