Dagblaðið - 03.01.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 03.01.1977, Blaðsíða 11
DAGBI.AÐIÐ. MANUDACUR 3. JANUAR 1977. inn samfarir við konuna á nu*ð- an vinur hans hafðist okki að os kveður sis hafa sofnað. Listmálarinn misþyrmdi kon- unni á ýmsan hátt, meðal ann- ars með því að skera hana með brotinni flösku. Að lokum tókst konunni að slá hann með flösku í höfuðið svo að flytja varð hann á sjúkrahús til aðgerðar. Við réttarhöldin fullyrti kon- an að-hún hefði á allan hugsan- legan hátt reynt að sleppa frá listamanninum. Hún hefði hót- að og beðið sér vægðar og boðið fram peninga, silfurborðbúnað og ávísanir. Hún hefði æpt og reynt að fela sig en ekki þorað að veita mótspyrnu fyrr en und- ir morgun. Listamaðurinn hélt þvi hins vegar fram að það hefði verið konan sem farið hefði á fjörur við hann. Nær ómögulegt hefði verið að veita henni kynferðis- lega fullnægingu og að hún hefði sjálf beðið um að sér yrði misþyrmt. Að lokum hefði hann orðið að slá hana til þess að sleppa frá henni. Vinur listamannsins, sem var höfuðvitnið, sagði við réttar- höldin að hann myndi ekki sér- lega mikið af því sem gerzt hefði hina örlagaríku nótt. Hann staðfesti þó að konan hefði hrópað á hjálp og enn- fremur að hún hefði boðið fram • peninga. Sagði hann einnig að hann væri hræddur við vin sinn og hefði því ekki þorað að blanda sér i málið. Dómurinn, sem skipaður var fimm karlmönnum og sjö kon- um, rannsakaði málið gaum- gæfilega og setti fram margar nærgöngular spurningar undir lok réttarhaldanna. Hann spurði konuna m.a. að því hvers vegna hún hefði ekki sigað stór- um varðhundi á mennina. Hún svaraði því til að hundurinn réðist aldrei að gestum er þeir væru komnir inn fyrir dyr. Við réttarhöldin sagði verj- andi listmálarans að greinilegt væri að konan hefði ekki reynt að komast undan, enda þótt hún hefði haft til þess mörg tækifæri. Saksóknarinn hélt því hins vegar fram að konan hefði verið lömuð af skelfingu og hefði ekki þorað að verja sig eða flýja. t sambandi við málið kom fram að konan er eiginkona þekkts dansks stjórnmála- rnanns og.að listamaðurinn var hræddur um að hann fengi ekki réttláta málsmeðferð vegna þess. Fannst honum, að meira tillit værí tekið til konunnar en hans af þessum sökum. Er hann var sýknaður kvað við mikið ramakvein frá kven- réttindamönnum og konum. „Þetta er óskiljanleg og hræðileg niðurstaða," segir Mette Stærck. „Þótt konan kunni að hafa gefið tilefni til þess að maðurinn teldi hanæ viljuga er það hreinn kynferðis- fasismi að hún skyldi þurfa að þola misþyrmingar og valdbeit- ingu.“ Önnur kona, Bente Clod, seg- ir að langfleátir karlmenn séu enn þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að nauðga konu, hún verði alltaf tilleiðanleg á síð- ustu stundu. „Skoðun samfélagsins á nauðgunum er sláandi. Ef kona svo mikið sem talar við karl- mann verður hún sjálf að taka afleiðingunum." Bettina Heltberg segir að augljóst sé að dómurinn hafi ekki tekið mikið tillit til hinnar vonlausu aðstöðu konunnar. „Hin sálfræðilega innsýn sem dómurinn hefur lagt á málið á bezt heima i verksmiðjum klámiðnaðarins," segir hún. Einn þingmaður jafnaðar- manna í Danmörkú, Inge Ficher Möller, segir að það sé augljóslega mjög erfitt fyrir danska dómstóla að dæma í nauðgunarmálum. Réttast væri að þeir slepptu nauðgunaratrið- inu algjörlega, með það í huga, og fjölluðu bara um misþyrm- ingarnar. Listamaðurinn frá Fjóni hef- ur sagt um umræður þær sem orðið hafa um málið að engin þeirra kvenna sem hér er vitn- að til hafi verið viðstaddar rétt- arhöldin. Það hafi dómurinn hins vegar verið og í honum áttu sæti sjö konur. „Ég tel að það séu orðin eins konar trúarbrögð hjá kvenrétt- indakonum að stimpla alla karl- menn sem ákærðir eru fyrir nauðgun sem seka hvort sem þeir eru það eða ekki. Það er kynferðisfasismi," segir lista- maðurinn sem var sýknaður af ákærunni. Um gamlar sálir og nyjar — um bok Ingimars Erlends Sigurðssonar „Veruleiki draumsins”, 120 bls., útg: Letur skrásetjara, .— en Ingimar Rétt fyrir stórhátíðir sendi Ingimar Erlendur Sigurðsson frá sér ljóðabókina „Veruleiki draumsins“, en hún er sú fjórða frá hans hendi síðan 1973. Ljóð íngimars Erlends hafa mér þótt undarlega klofin innbyrðis og hafa sveiflast á milli hófstilltr- ar karlmennsku og vanmeta- kenndar, blíðu og ofsa, íhugunar og nöldurs. Alla- jafnan eru það fyrri einkennin sem fundið hafa sér eftirminni- leg ljóðform meðal verka Ingi- mars Erlends, hin hafa dregið úr áhrifamætti samfylgdarljóða sinna, — og gleymst. En á nýjustu bók skáldsins er heillegra yfirbragð en á mörg- um fyrri bókum hans og er ég ekki frá því að „Veruleiki draumsins'* marki tímamót á rithöfundarferli Ingimars Erlends. Lifi hugarflugið Sem fyrr er hann óhræddur við að láta skoðanir sínar i ljós, en þær eru nú ekki stök skot út í myrkrið, heldur tengjast þær meira og minna hugmyndum hans um eðli skáldskapar og stöðu skáldsins á vorum dögum. Niðurstöður skáldsins eru að visu ekki nýjar af nálinni þ.e. að ímyndunarafl, ást og draum- ar séu meginstoð manns og skálds í heimi hagvaxtar og Erlendur vinnur hér úr forsendum sínum á þokkafull- an og ósérhlífinn hátt. Bók sína byrjar skáldið og endar á eins- konar póetísku testamenti þar sem ofangreindar skoðanir og sannfæringar eru settar fram í látlausu líkingamáli og er ljóst að þær miða ekki að flótta frá veruleikanum, heldur leitast skáldið við að finna hið undur- samlega í hversdagslegu um- hverfi. Eftir flug hugans enda þessi testament í herbergi skáldsins, hjá ástinni hans — og þaðan má hefja flugið á nýjan leik. Náttúran er einnig mikil aflvaki og út frá henni yrkir Ingimar Erlendur mörg sín beztu ljóð, óhræddur við allt „byltingarraunsæi" og rímleysi í kveðskap nútimans. Meitlaðar hendingar En hvergi er náttúran lofuð hlutlaust og sjálfs sín vegna, heldur er hún, á rómantískan máta, hluti af sálarlífi og hugs- unura skáldsins hverju sinni,— eins og í „Veðurspá", „Svipir" og „Bernskuspor". Athyglis- verð er sú lipurð sem kemur fram í rímuðum og stuðluðum ljóðum Ingimars Erlends. — hvergi er rími eða stuðlum þröngvað eða ofaukið heldur falla þau eðlilega inn í sam- hengi kvæðanna. Sum órímuðu Ijóðanna eru einnig gerð á skemmtilega meitlaðan hátt, eins og sum erindanna í flokkn- um „Skáld og menn": „Þú ert / hroka / fullur / af !ífi“ „Þú ert / auð / mjúkur / af dauða". En þótt skáldinu finnist ástin oft vera mesta undrið er oft að finna angurværan og þung- lyndan tón í ástarljóðum hans, ekki sprottinn af ástleysi held- ur efa og minningum um gömul kynni. En auðsætt er á bókinni sem heild að hin neikvæða hliö ástarinnar gerir skáldinu kleift að skilja undur hennar betur. Kerskni En eftir hin næmu ljóð um eðli ástarinnar er það mikið áfall að rekast á kerskni þá og hrossahlátur sem fram kemur í „Einu-galopnu og hundslegu Ijóði". Hér er eins og tveir menn séu að verki en ekki einn. Grin virðist fara misjafnlega i skáldskap Ingimars Erlends, — í „Fyrsta-Des-Samkoman“ verð- ur það nöldurslegt, I hundaljóð- inu stórkarlalegt og í fimmta ljóði" Skálda og manna" verður það ögn kjánalegt. Hins vegar er hinn gamansami tónn ljóð- anna um „opin ljóð" hófstilltur og aðlaðandi. Ljóð Ingimars Erlends eru bæði opinská og afar persónuleg og því varla á óskaiista þeirra sem ætlast til þess að skáldin leysi þjóðfélags- leg vandamál og fjalli af póli- tískri sannfæringu um gang heimsins. En í þeim er kjarkur og vilji til þess að hefja bæði áföll og undur lífsins upp á æðra stig, upp í skáldskap og berjast gegn plastsálum nútímans. AÐALSTEINN INGÓLFSSON ur atvinnustarfsemi, þá mundi það rugla allt efnahagskerfið. Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir því fyrirfram, hversu miklar tekjur slíkur skattur mundi gefa. Það yrði misjafnt eftir tímabilum — eft- ir því m.a. hversu vel árgangar 5 til 7 árum fyrr hefðu heppnast. Auðlindaskattur 5 til 15 milliarðar Ég læt mér detta í hug, að líklegt sé að þessi skattur gæti gefið 5 til 15 milljarða árlega — eftir ýmsum ástæðum. Hluti hans gæti óbeint geng- ið aftur til útgerðarinnar, t.d. til að kosta fiskivernd (eftir- lit), til margháttaðra fiskirann- sókna o.s.frv. — en drjúgur hluti hans ætti að ganga til þess að styðja að því að koma upp iðnaði, fyrst í þeim byggðalög- um, þar sem takmarka þarf veiðar á uppeldisfiski. Mætti skoða þennan stuðning sem einskonar hagagöngugjald til norður- og austurbyggða. Skilyrði leyfiskaupa Eg tel sjálfsagt, að í fram- kvæmd þurfi að hugsa upp regl- ur um það hvernig „uppboðin" færu fram — og hvernig þau yrðu skilyrt. Ég tel sjálfsagt að mörkuð yrði stefna í sambandi við sölu veiðileyfa, m.a. til að sú röskun, sem breytingin hefði í för með sér yrði sem minnst. Stefnan ætti að verða sú að útgerðin yrði sem mest í hönd- um útvegsbænda, einstakra manna og smærri fyrirtækja og félaga. En takmarka þyrfti rétt ópersónulegra stórfyrirtækja, sem e.t.v. stunda taprekstur á kostnað borgaranna. Með sér- stökum skilyrðum yrði að leit- ast við að koma í veg fyrir að þau byggðarlög, sem af þjóð- Kjallarinn Kristján Friðriksson hagslegum og staðartengdum ástæðum þurfa mest að halda á atvinnu þeirri, sem útgerð og fiskverkun veita — fengju að njóta veiðileyfanna öðrum fremur með hliðsjón af ýmis- konar aðstöðu. Stórir bæir, sem hafa sér- stöðu til iðnrekstrar, ættu síður að fá að njóta veiðileyfa en smærri staðir, sem ættu færri kosta völ. Þetta mætti gera með ýmiskonar reglugerðarákvæð- um — án beinna boða og banna. Iðnaðurinn og auðlinda- skatturinn í grein þinni, Ólafur bendir þú á eitt mikilvægt atriði. Þú segir þannig: — „að á meðan Sjálfstæðisflokkurinn ræður ríkjum í landinu með sjónar- mið stórkaupmanna að leiðar- Ijósi innan flokksins, verður enginn verulegur iðnaður á Islandi". Og þú heldur áfram: „Innlendur iðnaður og iðja er andstætt hagsmunum stórkaup- manna. hvernig sem á málið er litið". Og svo talar þú um að við höfum látið fleka okkur inn í Efta. Þetta er merkileg ábending hjá þér, Ólafur. og mikillar ath.vgli verð. Eg mætti kannski skjóta því hér inn. að ég held að fáir ein- staklingar hafi barist jafn ákveðið og ég gegn Efta- aðildinni á sínum tíma. Þar ná- um við saman í hugmyndum okkar að vissu leyti. Iðnaðurinn var ekki fær um Efta-aðildina og er það því mið- ur ekki enn. E.t.v. væri þó rétt- ara að segja að stjórnmála- mennirnir hafi ekki verið færir um Efta-aðildina, þvi þeim hef- ur alveg mistekist að búa svo að iðnaðinum á aðlögunartima- bilinu, að hann væri þess megn- ugur að mæta henni. En nú erum við einu sinni komnir í Efta — og þá yrði nýtt stórvandamál að ganga til baka. En nú býðst einmitt merkilegt tækifæri. Auðlindaskattinn er tilvalið að nota til þess að gera nýjan iðnað traústan og samkeppnis- færan. Þetta á ekki að gera með því að ríkið fari að setja upp iðnað, þar sem atvinnu kynni að vanta. Nei, það á að styðja það einkaframtak og félags- framtak, sem gefur sig fram á hinum ýmsu stöðum. Helst án beinna styrkja — en með hag- stæðum lánveitingum, tækniað- stoð og söluaðstoð og markaðs- leitar — aðstoðar f.vrir fram- leiðsluna. Þú slærð því föstu að stór- kaupmannavaldið hljóti alltaf að vera andstætt innlendum iðnaði og iðju. Þetta hefur verið sorglega mikill sannleik- ur. En þannig þarf það auðvitað ekki alltaf að verða. Stórkaup- menn eru sjálfsagt upp og ofan jafnvelviljaðir sinni þjóð eins og aðrir. Og nú hljóta þeir að sjá. að með breyttri fiskveiði- stefnu (með þvi að setja Hag- keðjuna í gang). þá vex það fjármagn. sem þeir fá i sinn hlut um tugi milljarða, svo nú hljóta þeir að verða með! — Og nýi iðnaðurinn yrði að mestu útflutningsiðnaður og þá bætist enn við ráðstöfunarfjármagn til innflutnings. Enn bœtist við milljarða- tugina Ef svo sem þrem til fimm milljörðum yrði varið árlega til að byggja upp nýjan iðnað, — einkum smáiðnað — t.d. næstu átta árin, mundi það skapa stór- auknar þjóðartekjur. Eg legg ekki i að reikna það út hér (afkastavinnsluvirði 5000 manna i nýjum iðnaði yrði tæpast minna en 10 til 15 milljarðar) — og má þá bæta þeirri tölu við þann efnahags- ávinning. sem fyrr var nefndur. Á að binda skip — eða menn? Sjálfum samtökum útvegs- manna er nú orðið Ijóst. að fiskiflotinn er of stór. Skemmti- leg hugmynd kom upp i því sambandi, Hún var sú, að hætta að nota flottroll — af því það væri of afkastamikið. Ekki af því að það veiddi smáfisk frek- ar en til dæmis varpan. Ef það er eitthvert trúar- atriði, að endilega þurfi að gera út allan hinn of stóra flota — með tilheyrandi olíueyðslu. við- haldskostnaði, fjármagnskostn- aði, mannahaldi o.s.frv. — væri þá ekki alveg eins gott að binda hægri höndina á öðrum hverj- um sjómanni aftan við bak. svo flotinn vrði ekki of afkastamik- i 11 ?!! Nei. auðvitað eigum við að nota afkastamestu tæki sem viil er á. Smala miðin með sem minnstum tilkostnaði og láta okkar góðu sjómenn og dug- miklu útvegsmenn búa við sanngjörn skilyrði. Hver er hinn seki? 1972 skrifaði Hafrannsóknar- stofnunin ríkisstjórninni og varaði við ofveiði. Samt gátu menn gengið óhindrað í sjóð einn, Fiskveiðisjóð. og fleiri sjóði, og keypt skip, nánast með engu. eða svo til engu eigin framlagi. Þettá var ákvörðun Alþingis. Það ber eitt ábyrgð á þeim hroðalegu mistökum, að allt of stór floti var keyptur. Þó alþingismenn okkar hafi margt vel gert og þeim beri að þakka t.d. fyrir snilli sína í landhelgis- málinu og fleiru, þá verða þeir ekki leystir frá sekt sinni fyrir stórglöp á þessu sviði. En nú eiga þeir að sýna manndóm. Leiðrétta villuna. Skipuleggja fiskvernd, sem dugir og gjalda skuld sína við iðnaðinn og þar með þjóðina. Ef þeir gera þaé ekki — verður að skipta um menn — því það er óþarfi að berjast við fátækt og skulda- söfnun á því gósenlandi. sem tsland nútímans er. Mistökin eru óneitanlega að mestum hluta Alþingi að kenna. en minna útvegsmönn- um og alls ekki fiskimönnum. Nú þurfa alþingismenn að beita tilsvarandi snilli og kænsku við að skipuleggja fiskveiðarnar .-ins og þeir beittu i landhelgis- málinu. Gott væri til þess að hugsa að þjóð okkar yrði til tyrirmyndar fyrir aðrar þjóðir I þvi að nytja fiskimið á hag- xvæman hátt — eins og hún tefur orðið til fyrirmyndar í tandhelgismálum. Alltaf blessaður Olafur. þinn Kristján Friðriksson. iðnrckandi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.