Dagblaðið - 03.01.1977, Qupperneq 24
18
frfálst, oháð daghlnð
MÁNUDAGUR 3. JANUAR 1977
Lsmbhrútur
á áramóta-
ferðalagi
Hvítur lambhrútur var
tekinn síðdegis á gamlárs-
dag þar sem hann var á golf-
vellinum við Grafarholt.
Samkvæmt upplýsingum Ar-
bæjarlögreglunnar var hrút-
urinn frá bónda sem búsett-
ur er austur í Saurbæ í
Ölfusi. Arbæjarlögreglan
hafði orð á því hve fallegur
hrútur þessi væri. Er hann
nú ge.vmdur í Fjárborg, þar
sem fjáreigendur höfuð-
borgarinnar hýsa fé sitt.
Ekki er vitað hvaða ferða-
lag var á hrútnum eða
hvernig hann var kominn á
golfvöllinn.
A.Bj.
Legiðágluggaog
smáaf brot unnin
Lögreglan hafði í ýmsu að
snúast í nótt, því nokkuð var um
afbrot og ólögleg athæfi þrátt
fyrir leiðindaveður, rigningu og
rok.
Kl. eitt var lögreglan kölluð að
húsi í Barmahlíð, en þar lá maður
á glugga og gerði tilheyrandi
ónæði með því atferli.
Annar var staðinn að verki við
bilþjófnað og fékk hann gistingu í
fangageymslum í nótt fyrir til-
tækið.
Þá var brotizt inn í Nönnubúð
að Bragagötu 22 með því að
sparka hurðinni upp. Lögreglan
kom fljóttá6taðinn en þá var hinn
seki innbrotsþjófur á bak og burt
og fannst ekki.
-ASt.
Ávísun og ríkis-
skuldabréfum stolið
Innbrot var framið í kjállara-
íbúð að Miðtúni 90 nú um áramót-
in. Varð innbrotsins vart í gær er
húsráðendur komu í bæinn úr
áramótaferð.
- í ljós kom að stolið hafði verið
ávísun og ríkisskuldabréfum, en í
hve miklu magni lá ekki ljóst
fyrir i morgun af skýrslum lög-
reglunnar.
-ASt.
Féllístigaað
Hótel Sögu
Einn gesta Hótel Sögu var í
gærkvöldi fluttur í slysadeild
eftir að hafa fallið niður stiga í
hótelinu. Slysið var tilkynnt kl.
22.13. Var þarna Reykvíkingur á
ferð. Ekki var fullkunnugt um
meiðsli mannsins, er DB hafði
samband við lögregluna i morgun.
-ASt.
Sumarhiti
víða um land
— hvasst á
suðvesturhorninu
Mjög hvasst var i Revkjavik i
nótt en þar voru átta vindstig
klukkan sex í rnorgun. Hitinn
hafði hækkað allverulega og var
kominn upp í átta stig kl. 6. Það
var einna hvassast á suðvestur-
horninu, tíu vindstig í Vest-
mannaeyjum kl. sex. Hægviðri
var á Vestfjörðum en stinnings-
,kaldi fyrir norðan.
Hiti var á bilinu frá þremur
upp í átta stig. A Akurevri. Sauð-
árkróki og Dalatanga var hann
átta stig kl. sex í rnorgun.
A.Bj.
Guðbjartsmálið:
Búið að
yfirheyra
nokkra menn
— allt varðandi
kærurnar þrjár
Að sögn Erlu Jónsdóttur full-
trúa í sakadómi er nú búið að
yfirheyra fimm til sex menn
vegna hins svonefnda
Guðbjartsmáls og standa þær
yfirheyrslur allar i sambandi
við kærurnar þrjár sem lágu til
grundvallar gæzluvarðhaldsúr-
skurðinum sem Hæstiréttur
ógilti síðar.
Erla vildi ekki að svo komnu
máli tjá sig um hvort eitthvert
saknæmt athæfi Guðbjarts hafi
þar komið fram og ekki vildi
hún heldur tjá sig um hvort
einn hinna yfirheyrðu bæri að
Haukur Guðmundsson hafi
samið kæruna fyrir sig, eða les-
ið sér hana fyrir, eins og maður-
inn hefur sagt í viðtali við DB.
Sagði Erla að enn væri mikið
verk óunnið við að raða saman
gögnunum, sem fundust í fór-
um Guðbjarts, en það væri ekki
fyrr en að því loknu að hægt
væri að draga upp einhverja
heildarmynd.
-G.S.
FLUGELDASÝNING
— utan dagskrár
A miðvikudaginn varð sérstæð-
ur bruni í radíóverkstæði og flug-
eldasölu á Skólavegi í Vestmanna-
eyjum. Logandi blys komst þar
inn um hálfopnar dyr og hafnaði i
sýningarglugga. Þar kveikti
blysið í öðrum blysuni og flugeld-
um og varð af mikið tjón á flug-
eldabirgðum, viðtækjum, sem
voru í viðgerðaverkstæðinu og á
sjálfu húsinu. Myndina tók
Ragnar Sigurjónsson. Ijós-
m.vndari DB i Eyjum.
15 ARA PILTUR VARD
ÚTIA NÝÁRSNÓTT
sof naði í sn jóskaf li við Sveinatungu í Garðabæ
Fimmtán ára gamall piltur,
Guðjón Sigurður Hermannsson.
Goðatúni 5 i Garðabæ, l'annst
látinn við Sveinatungu í Garða-
bæ um hádegisbilið á nýársdag.
Talið er að hann hafi sofnað í
snjóskafli við Sveinatungu. þar
sem bæjarskrifstofurnar eru til
húsa, og orðið úti.
Það var um kl. 12.30 á nýárs-
dag að maður nokkur kom að
húsinu, sem er 6-7 metra frá
Vífilstaðaveginum á mótum
Hafnarfjarðarvegar, og sá þá
piltinn liggja í skaflinum. Taldi
maðurinn að urn leik væri að
ræða og fór aftur upp á veginn
til að huga að bil sínum. Þegar
hann sneri aftur niður að hús-
inu lá pilturinn í sömu stelling-
um og kom þá í ljós hvers kyns
var.
Að sögn rannsóknarlögregl-
unnar i Hafnarfirði virðist sent
Guðjón Sigurður hafi fallið aft-
ur vfir sig í djúpan snjóskafl,
semvarvið Sveinatungu, og síð-
an sofnað. Engir áverkar fund-
ust á líkinu, en réttarkrufning
fer fram í dag og ýfirheyrslur
sömuleiðis.
Guðjón Sigurður kom heim
til sín um tvöleytið á nýársnótt
til að skipta um buxur. Um
ferðir hans eftir það er ekki
vitað, en réttarkrufningin sker
væntanlega úr um hvenær næt-
ur hann lézt og e.t.v. orsök þess.
-ÓV
Tekin á flótta eftir misheppnað innbrot
Maður um tvítugt og 18 ára
stúlka voru handtekin á flótta í
nótt, eftir að þau höfðu brotizt
inn i Matvörumiðstöðina við
Leirubakka í Breiðholti. Brutu
þau sér leið inn í verzlunina
með því að brjóta hurð og við
það varð vart við ferðir þeirra.
Lögreglan kom skjótt á vett-
vang og hafði hendur í hári
þeirra eftir stuttan eltingaleik.
Ekki voru þau með neitt með
sér á flóttanum.
Fólk þetta er vel kunnugt
meðal lögreglumanna vegna
margra þjófnaða. Var því
stungið í fangageymslur í nótt
og mál þess átti að rannsakast í
dag.
I ljós kom að stúlkan á árs-
gamalt barn og skildi hún það
eitt eftir meðan hún fór í ráns-
ferðina. Barninu var komið
fyrir hjá nágranna meðan móð-
irin fór i fangageymslur.
-ASt,
Úráramótaræðu
forsetaog
forsætis-
ráðherra:
Við skulum verða öðrurn til
fyrirmyndar um fiskivernd og
fara að ráðum fiskifræðinga,
sagði dr. Kristján Eldjárn, for-
seti íslands, i ávarpi á nýárs-
dag. Hann sagði að árið 1976
hefði verið það ár, sem við
hefðum fengið óskoruð yfirráð
yfir fiskveiðum i lögsiigu okkar.
Við hefðum verið til fyrir-
Verðum öðrum fyrir
mynd um fiskivernd
19
myndar i landhelgismálum.
Forseti íslands sagði, að við
skyldum heilsa ári með bjart-
sýni, en hins vegar ræddi hann
þá hættutíma, sem við lifuin.
Nóbelsverðlaunahafi, sem hér
var staddur fyrir skiimmu, lét
svo ummælt. að nú væru til
k.jarnavopn, sem gætu dey.tt tilll
mannkyn lultugu sinnum.
Geir Hallgrímsson forsætis-
ráðherra ræddi i áramótaávarpi
sinu meðal annars, að rnargir
tiiluðu nú um siðferðislega upp-
lausn í þjóðfélaginu. Þar kænti
tvennt til. Annars vegar vildu
margir ..láta allt eftir sér".
Hins vegar væru margir þeirrar
skoðunar, að menn fengju engu
áorkað nema með ofbeldishót-
un eða þvíliku.
Forsætisráðherra sagði, að á
skyldi að ósi stemma. Hann
hvatti til inannræktar. Þá
varpaði hann þeirri spurningu
fram. hvort upplausn væri tesk-
unni að kenna. og taldi. að sök-
in væri ekki siður hinna full-
orðnu.
Forsætisráðherra nefndi. að
viðurkenning 200 mílnanna
hefði fengizt á árinu 1976.
Kinnig hefði rofað til i efna-
hagsmálum. en við mikinn
vanda væri að etja. Meðal ann-
ars þyrfti að reka verðbólguna
á dvr.
-HH