Dagblaðið - 24.01.1977, Page 1

Dagblaðið - 24.01.1977, Page 1
3. ARG. — MANUDAGUR 24. JANtlAR 1977 — 19. TBL. RJTSTJÓRN SlÐUMÚLÁ 12, SlMl 83322. AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022 /-. .... Geir- finns- málið: „LOKADAGUR” í NÁND, SCHUTZ SENN Á FðRUM Karl Schíitz, þýzki rannsóknarmaðurinn sem verið hefur til aðstoðar við rannsókn sakamála, einkum Geirfinns — og Guðmundarmála, er á förum til Þýzkalands innan tíðar, eftir því sem Dagblaðið telur sig hafa góðar heimildir fyrir. Mun hann í aðalatriðum telja lokið rannsókn þeirra mála, sem hann var fenginn til að veita aðstoð við. Að líkindum fer hann til síns heima um næstu mánaðamót eða í byrjun febrúar, ef ekkert óvænt verð- ur til að breyta þeirri áætlun. Kunnátta, reynsla og atorka Schútz hefur reynzt ómetanleg- ur styrkur fyrir íslenzka rann- sóknarmenn. Pétur Eggerz, sendiherra, hefur staðið við hlið hans sem túlkur og aðstoðarmaður allt frá komu hans hingað. Það var raunar Pétur Eggerz, sem hafði milli- göngu um að Schútz var feng- inn hingað í upphafi. Dagblaðinu er kunnugt um, að Karl Schútz hefur gert drög að skipulegri uppbyggingu. Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem Alþingi samþykkti lög um að tillögu dómsmálaráðherra. Er hér um að ræða tillögur um einstaka þætti Rannsóknarlög- reglu ríkisins, sem eru ekki opinberar ennþá að forminu til. Er það mat málsmetandi manna, sem um þessi mál fjalla, að rétt væri að freista þess að fá Schútz til þess að hafa hönd í Bagga með mótun Rannsóknarlögreglu ríkisins-I samráði við íslenzka embættis- menn. Frá öllum aðalatriðum, sem fram hafa komið í rannsókn áðurnefndra sakamála, hefur verið greint hér í DB, enda þótt enn sé ýmsum spurningum ósvarað af hálfu rannsóknar- manna. Þess er vænzt, að opinberlega verði gerð grein fyrir niðurstöðum rannsókna á blaðamannafundi eða með fréttatilkynningu áður en Karl Schútz fer héðan af landi brott að þessu sinni. -BS Toppbaráttan byrjuð á loðnunni -gamalkunn nöfn komin ítopphópinn Geysilegt áfall fyrir loðnuvertíðina: Allar bræðslur á Austfjörðum stopp — rafmagnsbilanir hindra vinnslu Eins og vænta mátti, með hliðsjón af fyrri árum, hafa nú nokkrir loðnubátar skorið sig úr flotanum og tekið forystu. A þeim bátum eru hvað reynd- ustu skipstjórarnir. Þessir bátar eru allir mjög stórir og vel búnir auk þess sem þeir byrjuðu yfirleitt með þeim allra fyrstu. Efstur er Guðmundur RE með 4.280 tonn, næstur Börkur NK með 4.250, Grindvíkingur GK með 4.180 tonn, Eldborg GK með 4.030, Gísli Arni RE 4.010, Pétur Jónsson RE 3,800, Súlan AK 3.700, Hilmir SU 3.230, Sig- urður RE 3.150 og Hákon með 2.880 tonn. Tölur þessar eru frá loðnunefnd og skv. upplýsing- urn bátanna. Flestir ef ekki allir þessara báta voru á toppnum í fyrra og eru yfirleitt sömu skipstjórarn- ir og sömu skipshafnirnar og voru í fyrra og undanfarin ár þar um borð. Er sennilega ekki út í hött að fullyröa að á þessum bátum sé að finna stóran hóp okkar beztu sjómanna, enda er ásóknin á þessi skip gífurleg. Sem dæmi má nefna að það var ekki fyrr en eftir langa mæðu að skip- stjórinn á Sigurði RE kom einum sona sinna í skipshöfn- ina. -G.S. Allar loðnubræðslur á Aust- fjörðum eru nú stopp vegna rafmagnsleysis sem stafar af línubilunum sem urðu á Austurlandi í gærkvöldi. Fyrst slitnaði lína milli Reyðar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar og síðan milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar. Þá hafa dísilrafstöðvarnar víða á Austfjörðum reynzt meira og minna í ólagi, sem eykur enn á vandann og er víðast hvar rafmagnsskortur þrátt fyrir að bræðslurnar bræði ekki. Þrær verksmiðjanna eru víðast hvar nærri fullar og má rafmagnsleysið ekki standa lengi svo gífurleg verðmæti liggi ekki undir skemmdum. Auk þess er mikið tjón fyrir, bátana þegar töf verður á vinnslu og þeir verða að leita fjarlægari hafna. Övíst er hvenær hægt verður að gera við línuna t.d. á Stuðla- heiði sem er í 840 m hæð yfir sjávarmáli en viðgerðarmenn urðu frá að hverfa í gærkvöldi vegna ófærðar. Látinn laus — enn ífangelsi Maður sá er dómsmálaráð- herra lét lausan úr fangavist á Litla Hrauni á dögunum, eftir að hann hafði aðeins afplánað lítinn hluta refsingarinnar, er nú aftur kominn í fangelsi. Hafði hann að mati ráðuneytisins brotið þau skilyrði sem hann gekkst undir að fylgja. Heldur hann því áfram að afplána 30 mánaða fangelsiSdóm. Hafði maðurinn verið lát- inn laus vegna veikinda sambýliskonu sinnar og barnsmóður en tók þegar til við viðskiptastörf og setti á stofn skipasölu, sem ekki er talið að sé við hæfi mannsins, ef dæma má af fyrri árangri á því sviði. -BS. Stjörnur helgarinnar Hreinn Halldórsson, Stranda- maðurinn sterki, nálgast stöð- ugt beztu kúluvarpara heims. I gær setti hann nýtt íslandsmet innanhúss — og átti ógilt kast langt yfir tuttugu metrana. Þeir beztu í heimi kepptu á laugardag í USA og voru með aðeins betri árangur en Hreinn. Framför Hreins er undraverð. Hann hefur bætt sig innanhúss um rúman metra frá í fyrra- vetur. Páll Björgvinsson lék á ný með sínum gömlu félögum í Víking á laugardag, í afmælis- móti ÍR í handknattleiknum. Páll, þessi kunni landsliðs- maður, sýndi að hann hefur engu gleymt. Varð markhæsti maóur mótsins og Víkingur sigraði. A efri myndinni er Hreinn í metkastinu — Páll að neðan með syni sinum Guð- mundi sem heldur á verðlauna- grip pabba en hann hlaut Páll fyrir að skora flest mörk. — Sjá Iþróttir í miðju blaðsíns.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.