Dagblaðið - 24.01.1977, Qupperneq 3
DACBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. JANUAR 1977.
■v
Það var rætt um það á sínum
tíma hvort veðurfræðingar
ættu að bjóða gott kvöld, en
fallið frá því, segir fyrrverandi
starfsmaður við sjónvarpið. .
Þessi mynd er tckin á Veður- f
stofu íslands.'
Þau eldri
fáað
vera inni
ífrí-
mínútum
—en barnaskóla-
krökkum er
hent út
Steipa í Brciðholtsskóla
skrifar:
Ég vil taka undir með
Kristínu þar sem hún skrifar'
um frímínútur í skólum um
daginn í DB. Til hvers eru þær
nú eiginlega? Jú, þær eiga að
vera til þess að krakkarnir séu
hressir en í raun og veru er
ekki svo.
í Breiðholtsskóla er stór
skólalóð en hún er alveg
ferlega leiðinleg, eintómar
stéttir og gras. Ekkert sem við
getum ge t í 15 mínútur nema
að hanga. Þegar snjór er kasta
strákarnir snjóboltum i okkur
stelpurnar svo að við þurfum
alltaf að vera á verði til að fá þá
ekki í hausinn.
Eldri krakkarnir í 13 og 14
ára bekk fá að vera inni í
stórum sal en við í
barnaskólanum verðum að fara
út i brunagadd.
Nú ættum við smábörnin,
það er að segja 7, 8, 9, 10, 11 og
12 ára að heimta það að fá að
vera inni í þessum frímínútum
sem eru ejnungis tii þess að
halda okkur lengur í skólanum.
Fyrst þær þurfa endilega að
vera. af hverju þá ekki að hafa
einar hálftíma langar?
Mér finnst að skólarnir ættu
að taka þetta til athugunar og
reyna að breyta til, og þá
sérstaklega Breiðholtsskólinn.
Hér eru krakkarnir í
Fellaskóla að fara í tíma og
bíóa eftir því aó hringt verði
in n.
EITT „GOTT KVOLD”
Á AÐ NÆGJA
Fyrrverandi starfsmaður sjón-
varpsins hringdi:
Vegna orða M.S. úr faliegri
sveit fyrir norðan um ókurteisi
veðurfræðinganna Páls Berg-
þórssonar og Guðmundar Haf-
steinssonar langar mig til að
upplýsa það að á sínum tíma
var mikið um það rætt hjá sjón-
varpinu hvort veðurfræðing-
arnir ættu að bjóða gott kvöld
er þeir birtust á skjánum. Sú
niðurstaða fékkst að góða
kvöldið í upphafi fréttanna ætti
að nægja fyrir fréttatímann og
dagskrána til dagskrárloka.
Ef við hugsum nánar um
þetta þá kæmi það óneitanlega
dálitið hjákátlega út ef til dæm-
-is væri boðið gott kvöld í upp-
hafi. Síðan kæmi Eiður Guðna-
son og byði gott kvöld, þá Sig-
rún Stefánsdóttir og byði einn-
ig gott kvöld og síðan koll af
kolli.
Eg held að sjónvarpsáhorf-
endur hljóti að eiga ágætis
kvöld fyrir framan sjónvarpið,
þó að þeir fái ekki gott kvöld
frá fréttamönnum og veð-
urfræðingunum einnig.
Spurning
dagsins
Finnstþér
þorramatur
góður?
Theódóra Marinósdóttir: Mér
finnst hann vondur nema harð-
fiskurinn, ég borða hann stund-
um.
Jóhann Kristjónsson: Hann er
góður, ég tek ekki neitt eitt fram
yfir annað og nýt hans meðan
hann er á boðstólum.
Högni Jónsson: Þetta er mesta
ómeti, en það er hægt að borða
svið ef þau eru ekki súr.
Anna Guðmundsdóttir: Mér
finnst hann ágætur, sérstaklega
þykir mér gott hangikjöt og harð-
fiskur.
Kristján Friðriksson: Mér finnst
hann mjög góður og skemmtileg
tilbreyting.
Auóur Björnsdóttir: Nei, ég hef
aðeins einu sinni smakkað hann.