Dagblaðið - 19.02.1977, Qupperneq 1
3. ARG. — LAUGARDAGUR 19. FEBRCAR 1977 — 42. TBL. fclTSTJÖRN SÍÐUMULA 12, SI}WI 83322, AUGtVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SlMI 27022.
ÖRYGGISMÁL í ÓLESTRI
—segir starfsmaður Flugmálast jórnar á ísafirði og telur sér ekki f ært að starfa þar lengur
„Ég fékk einfaldlega bréf frá
Flugmálastjórn þar sem sagt
var að hún teldi heppilegt að ég.
hætti strax, eða eftir viku, þótt
rúmir tveir mánuðir hafi verið
eftir af uppsagnarfresti
mínum,“ sagði Guðbjörn
Charlesson, starfsmaður við
flugstjórn á ísafjarðarflugvelli,
í viðtali við DB í gær.
Hann hefur 7'A árs starfs-
reynslu í þessum málum og
kemur þessiskyndilegabrottför
hans úr starfi Isfirðingum
grunsamlega fyrir sjónir. Telja
þeir að brottför hans standi í
sambandi við öryggismál
vallarins og framkvæmdir þar.
I viðtalinu í gær staðfesti
hann það sem haft er eftir
honum í Vestfirzka frétta-
blaðinu nýlega þar sem hann
segist í veigamiklum atriðum
vera ósammála flugöryggis-
yfirvöldum um framkvæmdir
öryggismála og ráðstafanir fjár-
magns til þeirra.
Ekki vildi hann að svo
komnu máli skýra þessi um-
mæli nánar en ítrekaði að
málum þessum væri nú svo
komið á ísafirði að óviðunandi
væri. Hefði hann því til frekari
áréttingar kröfum sínum um
umbætur í öryggismálum sagt
starfi sínu lausu í jan. sl. Hafi
hann getið þess í uppsagnar-
bréfi sínu að ef það kæmi
embætti flugmálastjóra betur
að hann hætti áður en uppsagn-
arfrestur væri útrunninn þá
væri hann reiðubúinn til þess.
Við starfinu er tekinn maður
með litla undirbúnings-
menntun og starfsreynslu sem
margir ísfirðingar telja óheppi-
legt á þessum erfiðasta flug-
tíma ársins, án þess að sett sé út
á manninn sjálfan.
Uppsagnarbréfið fékk
Guðbjörn í fjarveru flugmála-
stjóra og sagði Guðbjörn að
ósamkomulag rikti ekki milli
sín og hans sjálfs, heldur
fremur við vissa undirmenn
hans. Agnar hafi beðið sig að
vera út uppsagnarfrestinn til 4.
apríl en ekki viljað gera það
skriflega eins og Guðbjörn fór
fram á.
I viðtali við Vestfirzka frétta-
blaðið segir Agnar Kofoed Han-
sen flugmálastjóri: Guðbjörn er
einn af okkar beztu og reynd-
ustu starfsmönnum og hefur
þar að auki að baki starfs-
reynslu.
-G.S.
Stórmeistarinn Hort (til hægri) og Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands tslands, við komu þess fyrrnefnda til Islands i
gær. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson.
„Spassky hefur vinningi
betur í 9 skákum okkar”
—sagði stórmeistarinn Hort er kom ígær til einvígisins við Spassky
„Ég hef oft teflt við Spassky
áður, að minnsta kosti níu sinn-
um, og ef ég man rétt þá held
ég að hann hafi einum vinningi
betur úr viðureignum okkar,"
sagði tékkneski stórmeistarinn
Vlastimil Hort í samtali við DB
er hann kom á Keflavikurflug-
völl á sjöunda tímanum í gær-
kvöld.
„Við höfum ekki áður átt
saman margra skáka einvígi
eins og við göngum nú til hér á
Islandi. En ég vona að einvígið
geti í senn orðið jafnt og
spennandi," sagði Hort.
Hann kvaðst fagna því að
ísland hefði orðið fyrir valinu
sem einvígisstaður. Hér hefði
hann verið áður, eða árið 1972,
og þá hefði hann kunnað vel við
sig hér.
Hort kvaðst hafa dvalið við
æfingar í Marienbad í
Þýzkalandi. Kvaðst hann vera í
góðri æfingu og vel búinn til
átakanna við Spassky.
Ekki kvaðst hann vita hversu
vel Spassky væri búinn undir
einvígið en taldi þó að hann
væri betur undir það búinn en
þá er hann mætti Fischer og
tapaði heimsmeistaratitlinum.
Hort sagðist fagnaþvief hann
hitti Bobby Fischer hér á landi
og kvaðsl mundu vilja tefla við
Bobby hér á landi þótt síðar
yrói.
Er talið barst að skáklifi í
Tékkóslóvakíu sagði Hort að
þróunin i þeim efnum væri í
rétta átt. Er hann var spurður
um hvort hann hefði teflt við
tékkneska stórmeistarann
Packmann, sem gerður var
landflótta frá heimalandi sínu,
sneri hann sér undan og vildi
ekki frekar ræða málin. -JFM.,
Sexhuldu-
mönnum skotið
undan
— ráðherra birti
loks listann
— baksíða um
umsækjendur
um eftirsdttasta
starfið hjá því
opinbera
Saklaus í
fangelsi Í97
daga—70daga
án afskipta,
enda málið þá
upplýst
— sjá nánarábls. 5
•
Konudagurá
morgun
— bls.14
A morgun er konudagur-
inn. Nú eiga konurnar að fá
að sofa fram eftir og fá kaffi
i rúmið. Eiginmennirnir
eiga lfka að gefa þeim blóm.
Það var öðruvisi I „gamla
daga“. 1 grein á bls. 14 f
blaðinu í dag er fjallað um
ýmsar venjur I sambandi við
góubyrjun en fyrsti dagur
hennar er einmitt konudag-
urinn.