Dagblaðið - 19.02.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 19.02.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1977 f ......... Landsliðsþjálfarinn fær ekki vinnu í sínu heimalandi E.H. skrifar: Eg las fyrir nokkru síðan bráðsnjallar greinar um knatt- spyrnu á íslandi eftir rússneska þjálfarann sem þjálf- að hefur Val undanfarið. Þarna er greinilega á ferð vel lærður athugull og hógvær leiðbeinandi í þessari íþrótt. Enda er Valsliðið eitt skemmtilegasta liðið sem við höfum átt lengi. En það skýtur skökku við um þann þjálfara sem var með landslið okkar á síðasta sumri og er að grínast með stjórn KSÍ þannig að maður getur ekki orða bundizt lengur. Eftir því sem bezt verður séð af blaðafréttum og öðrum sögum virðist aðalhæfileiki þessa manns liggja í talanda hans og auglýsingaskrumi um hann sjálfan. Hann hefur bara nógu hátt. Það sem hann virðist kunna í knattspyrnu er gamaldags varnarleikaðferð sem spiluð var í Englandi fyrir mörgum árum. Þá leikaðferð hefur hann látið íslenzka lands- liðið leika eins og hann væri með knattspyrnumenn á algjöru byrjunarstigi í höndun- um. Hann þakkar sér árangurinn af frammistöðu manna okkar sem þessi þjálfari hefur hvergi komið nálægt uppbyggingu á. Sannleikurinn er sá að ísland hefur aldrei átt eins sterka landsliðsmenn og í dag og þeir eiga allt annað skilið en það vantraust sem þessi þjálfari hefur sýnt þeim. Það þarf ekki að telja upp marga af landsliðs- mönnum okkar til að sjá hversu góða knattspyrnumenn ísland á í dag. Tökum sem dæmi Ásgeir Sigurvinsson sem hiklaust má jafna við Albert Guðmundsson. Svo eru það þeir Jóhannes, Guðgeir, Marteinn, Elmar, Ingi Björn, Ölafur, Matthías og svo mætti lengi telja. Þessir menn myndu styrkja hvaða lið I Evrópu sem er. Þeir eiga skilið góðan og vel menntaðan þjálfara. Hvernig stendur svo á því, að markahæsta framlínan í fyrstu deild féll ekki inn í landslið okkar og Ingi Björn marka- kóngur fyrstu deildar og nýkjörinn afreksmaður okkar I íþróttum á siðasta ári, fékk aðeins að vera með í nokkrar /nínútur í einum landsleik okkar? Ég held að það sé ein- faldlega vegna þess að þjálf- arinn kann ekki að skipuleggja Tony Knapp hefur þjálfað íslenzka landsliðið sl. þrjú ár. sóknarleik, heldur er allt liðið látið leika varnarleik þar á meðal sóknarmennirnir. Ásgeir Sigurvinsson er þar í hópi skot- hörðustu knattspyrnumanna okkar. Það er treyst á lukkuna með að skora mörk. Það er enginn skipulagður sóknar- leikur. Margir íslenzkir fyrstu deild- ar þjálfarar hefðu náð betri eða alla vega sama árangri með þessum góðu mönnum okkar og þessi rándýri enski þjálfari. Þennan þjálfara er KSÍ að reyna að endurráða. A iþrótta- síðu Timans mátti lesa að hann fengi ekki einu sinni starf hjá fjórðu deildar liði í heimalandi sínu. Dráttarvélar eiga heima utan hraðbrauta, eins og sú á myndinni. R.L. skrifar: Mig langar til að leggja eina spurningu fyrir umferðaryfir- völdin hér á Stór- Reykjavíkursvæðinu: Er hinum ýmsu hægfara ökutækjum, svo sem traktors- gröfum, skurðgröfum, tengi- vögnum o. fl., heimilt að fara um helztu umferðargötur á þeim tímum, er hinn almenni borgari er á leiðinni til og frá vinnu. Fyrirspurn þessi er þannig til orðin að undirritaður er einn af þúsundum er fara til vinnu sinnar milli úthverfis og miðborgar á hverjum morgni og koma að kvöldi. Þrásinnis kemur það fyrir að eitt af fyrrnefndum ,,farartækjum“ tefur umferðina (sem er mjög mikil á ákveðnum tímum) svo mínútum skiptir. Þar sem flestir ætla sér ákveðinn tíma til að komast til vinnu geta þessar tafir verið mjög bagaleg- ar. Því er spurt: Eru einhver lög sem fyrirskipa stjórnendum fyrrnefndra „farartækja“ að flytja þau milli staða á ákveðn- um tímum? Dagblaðið hafði samband við Óskar Ólason yfirlögregluþjón og hann gaf okkur þær upp- iýsingar að ekki væru til nein lög, sem segðu til um það á hvaða tíma þessi ökutæki mættu vera á ferðinni. Hins vegar eiga ökumenn slíkra tækja að sýna tiiiitssemi við aðra vegfarendur og nota hvert tækifæri til að aka út í kantinn og hleypa öðrum fram úr. Hver hef ur sama smekk og umsjónarmaður Vöku? „Mig langar til að gagnrýna þátt sem er í sjónvarpinu og heitir Vaka. Eitt skil ég ekki en það er hvaða maður á íslandi hefur sama smekk og umsjón- armaður Vöku? Að vera með vefnaðarþátt er allt í lagi í svona 4-5 mínútur en í 15 mínútur eða eitthvað þar um bil finnst mér of mikið. Mér finnst að það ætti að taka upp gamlan þátt sem var í Vöku en það er bíóþáttur þar sem bíó- myndir eru kynntar og sagður er gangur þeirra. Eg hélt að sjónvarp ætti að vera til að stytta manni stundir en það gerir það ekki nema einstöku sinnum og dálítið oftar um helgar og þannig ætla ég að Ijúka þessu bréfi um sjónvarp. Atli Steinarr Atlason 13 ára.“ Magdalena Schram hefur haft umsjón með Vöku í vetur, bréfritari dregur í efa að nokkur sé á sama máli og umsjónarmaðurinn. Eflaust eru margir á sama máli, því ekki hefur verið mjög mikið kvartað yfir þættinum í iesendadálkum blaðanna. En óneitanlega væri gaman að fá stöku sinnum að heyra og sjá eitthvað um kvikmyndir í þættinum, það viii stundum fara fyrir ofan garð og neðan þegar verið er að lýsa litum á vefnaði og máiverkum í svarthvítri sjónvarpsmynd. Raddir lesenda V Hvers vegna Alfreð? Haraidur Stefánsson hringdi: „Ég er einn af mörgum furðu lostnum vegna embættis veitingar forstjóra Sölu varnar- liðseigna. Hvað hefur þessi maður Alfreð Þorsteinsson sér til ágætis á viðskiptasviðinu. Það hefur komið fram í blöðunum, að skrifstofustjóri og lögfræðingur viðkomandi fyrirtækis sóttu um þessa stöðu. Liggur ekki beinast við að veita mönnum hana sem hafa starfað við þessi mál í langan tíma. Þó að Alfreð hafi skrifað vió misjafnan orðstír greinar sem hann kallar á Víðavangi, þá segir það ekkert um vit hans á viðskiptum. Er kannski nóg að vera íþróttafréttamaður, fyrr- verandi að vísu, til að ráða við þetta starf þar sem veltan er um 200 milljónir á ári eins og hefur komið fram í blöðunum? Nei, þetta er bara enn eitt dæmið um bitlinga sem þægir pólitikusar fá fyrir að vera góðir strákar og gera eins og þeim er sagt. Spurnirtg dagsins Hefurðu notfœrt þér við- talstíma alþingismanna og borgarfulltrúa? Gunnar Jósepsson: Nei, ég hef engan áhuga á því. Steinunn Jónsdóttir: Nei, mér mundi aldrei detta það I hug, ég hef engan áhuga á þvi að ræða við þessa menn. Jón Zimsen: Nei, það hef ég aldrei gert. Það er samt ágætt að vita af þeim og hver veit nema maður þurfi á þeim að halda einhvern tima. Heiga Sveinbjörnsdóttir: Nei, en mér finnst það ágætt að geta leitað til þeirra ef maður þarf á að halda. Ómar Agústsson: Nei, ég hef aldrei gert það, en ef ég þyrfti á þeim að halda þá færi ég á fund þeirra. Ólafur Ingvarsson: Nei, ég hef ekki hugmynd um hvaða þjónustu mennirnir hafa fram áð bjóða.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.