Dagblaðið - 19.02.1977, Qupperneq 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1977.
IÍ
Utvarp
Sjónvarp íkvöld kl. 21.55:
23
Sjónvarp
FRABÆR BIOMYND MEÐ
AFBRAGDS LEIKURUM
í kvöld fáum við að sjá frábæra
bíómynd er nefnist Rauða myllan.
Þetta er brezk mynd frá árinu
1953 og nefnist á frummálinu
Moulin Rouge. Hún fjallar um
ævi franska listmálarans
Toulouse-Lautrec, ástir hans og
vonbrigði.
Myndin hefst árið 1890 í Rauðu
myllunni, sem er næturklúbbur i
París þar sem Toulouse-Lautrec
málar myndir af því sem fyrir
augun ber. Listamaðurinn er
mjög bæklaður og fer Jose Ferrer
meistaralega vel með hlutverk
hans. Hann verður að leika hlut-
verk sitt á hnjánum til þess að
bæklunin sýnist sem mest. Hann
kynnist ungri stúlku og hjálpari
henni að komast undan réttvís-
inni.
Með aðalhlutverkin fara José
Ferrer, Colette Marchand og Zsa
Colette Marchand og José Ferrer í hlutverkum sínum í mvndinni.
t
Utvarpiðídag kl.
11.15: Barnatíminn
Þetta erum
við að gera
Hreint loft íFellahelli
„Ég fór upp í Breiðholt og
talaði þar við unglinga og börn.
Ymislegt kemur fram, • bæði
hvernig þeim finnst að búa
þarna uppfrá í þessu nýja
hverfi og eins hvernig félags-
lífi í Fellahelli er háttað.“
Þetta hafði Inga Birna Jóns-
dóttir kennari að segja um þátt
sem hún stjórnar mánaðarlega
V
Inga Birna Jónsdóttir kennari
hefur umsjón með þættinum
Þetta erum vió að gera og ætlar
í þetta sinn að ræða við börn og
unglinga í Breiðholtinu.
DB-mynd Sveinn Þorm.
og nefnist Þetta erum við að
gera.
Hún brá sér í Fellahelli
en í staðinn fyrir að telja upp
hina mismunandi klúbba sem
þarna eru starfræktir.fékk hún
nokkra klúbbfélaga úr Reyk-
ingaklúbbnum Hlíf (hreint loft
1 Fellahelli) til þess að segja frá
starfsemi sinni. Meðal annars
sem þeir hafa gert er að heim-
sækja kaupmenn í hverfinu ti!
þess að fá þá til þess að hætta
tóbaksauglýsingum sínum. Með
því að hlusta á þáttinn fáum við
frekar að fræðast um hvernig
þeir tóku i það.
Þá vantar auðvitað ekki
músíkina. Börn úr Fellaskóla
greiddu atkvæði um hvaða ís-
lenzk dægurlög þeim þættu
bezt og heyrum við sennilega
4—5 lög úr efstu sætunum.
EVI
Zsa Gabor. Leikstjóri er John
Huston.
í kvikmyndahandbókinni
okkar er lokið miklu lofsorði á
þessa mynd, bæði töku, leik-
stjórn, handrit og ekki sízt hinn
frábæra leik José. En það hlýtur
að hafa verið mikil raun fyrir
hann að leika hlutverkið á hnján-
um.
Myndin fær þrjár og hálfa
stjörnu.
Þýðandi er Stefán Jökulsson og
sýningartími er ein klukkustund
og fimmtíu og fimm mínútur.
A.Bj.
Sjónvarp annað kvöld kl. 18.00:
Öskudagsskemmtun í
Stundinni okkar
Nú fara í hönd gamlir tylli-
dagar. bolludagurinn er á
mánudaginn, sprengidagur á
þriðjudag og öskudagurinn á
miðvikudag. í tilefni af því
verður árleg öskudagsskemmt-,
un í stundinni okkar. sem er í
sjónvarpinu kl. 18.00 eins og
venjulega.
Þar koma saman börn sem
skemmta bæði sjálfum sér og
öðrum með dansi og söng.
Kynnir er Sigurður Sigurjóns-
son og leikstjóri Jón Hjartar-
son.
Umsjónarmenn barnatímans
eru Hermann Ragnar Stefáns-
son og Sigríður Margrét Guð-
mundsdóttir. Stjórn upptöku
annast Kristín Pálsdóttir.
A.Bj.
<í
^ Sjónvarp
í)
Laugardagur
19. febrúor
17.00 Holl er hreyfing. Norskur mynda-
flokkur um léttar æfingar cinkum
ætlaðar fólki, sem komið er af léttasta
skeiði. Þýðandi og þulur Sigrún
Stefánsdóttir. (Nordvision — Norska
sjónvarpið).
17.15 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
18.35 Emil í Kattholti. Sænskur mynda-
flokkur. Húsvitjun. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir. Sögumaður Ragn-
heiður Steindórsdóttir.
19.00 iþróttir.
Hló.
20.00 Fréttir og veAur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Hótel Tindastóll. Nýr, breskur
gamanmyndaflokkur í sex báttnm um
seinheppinn gistihúseiganda, starfs-
lið hússins og gesti. 1. þáttur. Þýðandi
Stefán Jökulsson.
20.55 Úr einu í annaö. Umsjónarinenn
Berglind Ásgeirsdóttir og Björn Vign-
ir Sigurpálsson. Hljómsveitarstjóri
Magnús Ingimarsson. Stjórn upptöku
Tage Ammendrup.
21.55 RauAa myllan. (Moulin Rouge).
Bresk biómynd frá árinu 1953. Leik-
stjóri John Huston. Aðalhlutverk José
Ferrer og Zsa Zsa Gabor. Myndin
hefst árið 1890 í næturklúbbnum
rauðu myllunni i Paris, þar sem hinn
bæklaði málari Toulouse-Lautrec
málar myndir af þvi, sem fyrir augu
ber. Hann kynnist ungri stúlku og
hjálpar henni að komast undan lög-
reglunni. Þýðandi Stefán Jökulsson.
23.50 Dagskráriok.
^ Sjónvarp
Sunnudagur
20.febrúar
16.00 Húsbaendur og hjú. Breskur mynda-
flokkur. Hjónaástir. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
17.00 Mannlífiö. Sköpunargáfa. Börn hafa
sköpunargáfu, sem nær að þroskast
misjafnlega, en sannir listamenn eru
gæddir henni í ríkum mæli. I þessum
þætti er rætt við tónlistarmann. mál-
ara, töframann. leikkonu og popp-
söngvara. Við kynnumst viðhorfum
þessa. fólks o£ heyrum sýnishorn af
list þess. Þýðandi og þulur Öskar
Ingimarsson.
18.00 Stundin okkar. Sýndar verða
myndir u(n Kalla og Amölku. og siðan
er hin árvissa öskudagsskemmtun.
það er skemmtun í sjónvarpssal með
þátttöku barna. Kynnir er Sigurður
Sigurjónsson og leikstjóri Jón Hjart-
arson. Umsjónarmenn Hermann
Ragnar Stefánsson og Sigríður
Margrét Guðmundsdóttir. Stjórn upp-
töku Kristín Pálsdóttir.
18.55 Enska knattspyman. Kynnir Bjarni
Felixson.
Hlé.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Vatnajökull. Þáttur um visinda-
rannsóknir á Vatnajökli. Sýndir verða
kaflar úr gömlum og nýjum kvik-
mvndum. sem teknar hafa verið i
leiðangursferðum á jökulinn. Mynd-
irnar tóku Steinþór Sigurðsson,
Magnús Jóhannsson. Arni Stefánsson
og sjónvarpsmenn. Umsjónarmenn
eru jarðfræðingarnir dr. Sigurður
Þórarinsson og Sigurður Steinþórs-
son. en textahöfundar og þulir
Sigurður Þórarinsson, Árni Stefáns-
son. Sigurjón Rist og Bragi Arnason
Rúnar Gunnarsson stjörnaði gerð og
upptöku þessarar dagskrár.
21.40 Jennie. Breskur framhaldsmvnda-
flokkur. 3. þáttur Afturbati. Efni
annars þáttar: Jennie er þunguð og
sest að í Blenheimhöll. Henni leiðist
vistin þar, en huggar sig við tilhugs-
unina. um að brátt geti hún farið að
taka þátt i samkvæmislífinu á ný. Hún
elur son. sem hlý.tur nafnið Winston
Leonard. Randolph er bendlaður við
alræmt hneykslismál. Hann móðgar
ríkisarfann með þeim afleiðingum. að
þau Jennie hrökklast úr landi. llann
gerist ritari föður síns. sem er land-
stjóri á lrlandi. Þýðandi Jón- 0.
Edwald.
22.30 Aö kvöldi dags. Séra Hjalti Guð-
mundsson. dómkirkjuprestur i
Reykjavík. flytur hugvekju.