Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.03.1977, Qupperneq 14

Dagblaðið - 02.03.1977, Qupperneq 14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977. KVINTETT ÓLAFS HELGASONAR: Efst tll vinstri er Olafur Helgason sjálfur. Við hlið hans er Friðrik Karlsson. Þar fyrir neðan kemur Eggert Pálsson, neðstur er Páll Sigurbjörnsson og hér fyrir ofan er Jens Atlason. DB-myndir Arni Páil. Gamaldags nafn Kvintett Ölafs Helgasonar. — Nafnið gæti bent til þess að þar væru á ferðinni fimm gamlir karlar sem hefðu spilað sitt fegursta á árunum í kringum siðari heims- styrjöldina, en svo er ekki. Meðlimir þessa nýja kvintetts eru á aldrinum 16-21 árs og eru hvergi farnir að láta á sjá. — Dagblaðið leit inn á æfingu hjá hljómsveitinni á dögunum og spurði fyrst um tildrög nafn- giftarinnar. „Það er þannig til komið,“ sagði Ólafur Helgason trommuleikari og alnafni hljómsveitarinnar, ,,að við vissum ekkert hvað við áttum að láta hljómsveitina heita. Það stendur þó til bóta, því að í sumar fáum við okkur nýtt nafn og breytum jafnframt um músík.“ Halda sig við tónlistarkvöldin Kvintettinn fæst nú aðallega við að leika á tónlistarkvöldum og þess háttar. Enginn söngv- ari er með hljómsveitinni en á næstu dögum verður gengið frá því. Á meðan munu hinin fimm halda áfram að leika söngvaralausir, eða fram á vor er tveir yngstu meðlimirnir, þeir Eggert Pálsson píanóleik- ari og Friðrik Karlsson gítar- leikari. losna úr skóla. Á næstunni mun Kvintett Ólafs Helgasonar koma fram á ýmsum tónlistarkvöldum ásamt Hljómsveit Viðars Al- freðssonar. í henni eru gamal- kunnir tónlistarmenn — þeir Guðmundur Steingrímsson, Kristján Magnússon, Arni Scheving og Helgi Kristjáns- son. Þessir menn munu kynna jasstónlist, kvintettinn, rokk og einnig koma fram á þessum tónlistarkvöldum trommuleik- ararnir Guðmundur Stein- grímsson og Áskell Másson sem flytja tónverk eftir þann síðarnefnda. Eitt kvöld hefur verið ákveðið og veröur það haldið í Tónabæ einhvern tíma á næst- unni. Annars hentar pró- grammið mjög vel fyrir sam- komusali framhaldsskólanna. Kvintett Ölafs Helgasonar skipa þeir Eggert Pálsson píanóleikari, Friðrik Karlsson og Jens P. Atlason gítarleikar- ar, Páll Sigurbjörnsson bassa- leikari og loks trommarinn Ólafur Helgason. Þeir Jens og Ölafur eru þeir einu í kvintett- inum sem hafa verið viðriðnir hljómsveitir að ráði fram til þessa. Jens lék með Laufinu frá Hafnarfirði og Ólafur var í Dögg. Lagaval hljómsveitarinnar byggist að mestu leyti upp á frumsömdum lögum. Þó eru þeir með eitt gamalkunnugt — stef úr grátmyndinni frægu „Love Story“ — sem þeir hafa útsett upp á nýtt. Væntanlega verður hægt að skýra frá því í þessari viku eða þeirri næstu hver verður ráð- inn söngvari kvintettsins. -AT- Kvint- ett Ólafs Helga- sonar Unglingar frá Höföaborg í S-Afríku: Hlusta á evrópskar útvarpsstöðvar ígegnum síma Rokkóðir táningar i Höfða- borg í Suður-Afríku og nágrenni hennar eru margir hverjir að gera foreldra sina gráhærða. Það er nefnilega í tizku um þessar mundir að hringja til útvarpsstöðva í Bretlandi eöa Vestur- Þýzkalandi og fá að velja sér lag. Og ekki nóg með það — krakkarnir bíða í símanum meðan lagið er leikið. Af þessum sökum hafa sima- reikningar foreldranna orðið gífurlega háir, miðaó við það sem áður var. Til dæmis skrifaði ein móðir í lesenda- dálk dagblaðs frá Höfðaborg að nýlega hefði hún þurft að greiða um 260 þúsund króna símareikning vegna hringinga barns síns til V- Þýzkaiands. Önnur móðir, í nágrannabæ ' Ilöfðaborgar. Paarl, sagðist hafa komið að syni sínum og vini hans þar sem þeir lágu yfir simatækinu og trölluðu í takt við tónlist sem leikin var í tiu þúsund kílómetra fjarlægð. — Hún lét rekja símtalið og þá kom í ljós að þeir höfðu hringt til útvarpsstöðvar í borginni Cardiff í Wales. —Konan bað um að saga hennar yrði sögð öðrum foreldrum til viðvör- Flestar hljómplötur, sem koma út í Evrópu, eru einnig settar á markað í Suður- Afríku. Engin skýring hefur fundizt á þessu nýstárlega fyrirbæri sem gripið hefur suður-afríska unglinga. Hvert þriggja mínútna sím- tal milli Suður-Afríku og Evrópu kostar um 1.300 krónur — eða svipað og ein LP-plata kostar út úr búð í Höfðaborg. Reykvikingar og nágrannar þeirra þurfa ekki að hringja til brezkra eða vestur-þýzkra plötusnúða til að fá óskalögin sín leikin. Þeim nægir að hringja í útvarpsstöðina á Keflavíkurflugvelli og panta uppáhaldslagið. Að sögn út- varpsmanna þar er þessi greiðasemi talsvert mikið notuð, sér i lagi um helgar.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.