Dagblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. APRlL 1977:
Var það í ölæði sem Skarp-
héðinn stökk yfir MarkarHjót
g%Cf h f/l — um öldrykkju landsmanna
vg nJU rt ant ■ tilfornaognú
Til Halldórs frá Kirkjubóli.
Ég las grein um daginn eftir
Kirkjubólsgoðann, þar sem
hann fer í felur undir skamm-
stöfunarmerki en hafði nýverið
verið að skamma mann fyrir að
finnast ekki í manntalsskrá síð-
asta árs og jós hann alls konar
svívirðingum fyrir. En jafn at-
hugull og Kirkjubólsgoðinn er
ætti hann að vita að þjóðskráin
er ekkert öruggt plagg því þar
eru mörg mannleg mistök sem
von er, ef gáfnafar starfsfólks-
ins er athugað.
En þetta var ekki ástæðan til
að ég sendi goðanum nokkrar
línur, heldur hitt að slíkur
maður skuli í bræði sinni út af
bjórmálinu fræga (Sanasól)
leggjast á náinn. Hann ræðst
með offorsi á látinn vin minn,
Pál Kolka, í Þjóðviljanum 1.
mars sl. Aldrei minnist ég þess
að Halldór þyrði í ritdeilur
við Pál í lifanda lífi, hvorki um
pólitík né forn fræði enda held
ég að Páll hafi verið ólíkt
færari með pennann en goðinn
og ekki síður lesinn í fornum
fræðum. Hafi Páll vitnað í
Þórðarsögu kakala er það rétt
og um ágæti Aronssögu efast ég
ekki þótt H. K. gjöri það, því
báðar eru sögur þær af skáld-
skap runnar, en eitt er skrítið,
ef hinn margfróði goði hefur
aldrei i fornum fræðum lesið
um skriðbyttur, því það var sér-
stök tegund ljósfæra. Kirkju-
bólsgoðinn vitnar í manndráps-
sögur forfeðra sinna um alltíð
ölæðismorð, en ég spyr: Var
það í ölæði sem Skarphéðinn
stökk Markarfljöt og hjó
Þráin eða var það í ölæði að
Flosi brenndi Njál inni og var
það í ölæði að Gunnar sneri
aftur og gerðist griðníðingur.
Goðinn vitnar í ummæli Páls að
ekki hafi verið áflog í ölteitum
fornmanna, sýnir að lítt er goð-
inn lesinn í fornum fræðum því
einatt voru sett grið á meðan
teitið stóð, svo að ei yrðu mann-
víg (en til voru griðníðingar).
Tíðrætt verður goðanum um
öl í þessari grein sinni en hann
virðist ekki vera vel öruggur á
því hvað ölgerð er er hann
minnist á forna drykki. Ég
minnist bara þess að á okkar
duggarabandsárum (H.K.)
lagði margur bóndinn til öl-
gerðar, eins og frægt er orðið,
og mynduðust af þvi sæmdar-
heitin ,,landi“og „gambri“. Þeir
bændur sem þolinmæði höfðu
litla, drukku gambra og þurftu
að drekka mikið, urðu oft
veikir af og ældu á almanna-
færi og þótti ekki gott. En hinir
hyggnu og þolinmóðu gáfu sér
tíma til að eima gambrann svo
úr varð landi, stundum tví- og
þrísoðinn. Þá þurfti ekki mikið
til að hýrga lund, því hann var
orðinn að brenndu víni, allt að
100 prósent og það finnst
goðanum glæsileg söluvara. Að
endingu Halldór: Hvers vegna
berjist þið stúkumenn ekki við
upphaf vandamálsins og á ég
þar við heildsöluna á innflutt-
um vínum og bjórefnum (eða
er það satt, að þið fáið tappa-
gjald)? Það liggja engin rök
fyrir því að eyða dýrmætum
gjaldeyri í innflutning á
brenndum vínum, úr því að
hægt er að framleiða þau hér
eins og raun ber vitni, og eins
er það með bjórinn, þið amist
ekkert við því að heildsalar
flytji inn efni og tæki til öl-
bruggunar handa Pétri og Páli.
Betra er að fagmenn búi til
sterkan bjór en fúskarar. Ekki
að stinga höfðinu I sandinn,
heldur byrgja brunninn áður
en fúskari dettur ofan I hann.
Kær kveðja,
fyrrverandi vitringur
Þormóður Guðlaugsson.
Hríngið
ísúna
83322
kl. 13-15
eða skrífið
Að tilbiðja líkneskju dýrsins
Fyrir um hundrað og
þrjátíu árum gaf norskur
maður, Matteson að nafni, út
bók, sem hann kallaði
Opinberunarbókina. Þetta var
útlegging á hinu spámannlega
orði í Opinberun Jóhannesar.
Hefur aldrei, hvorki fyrr né
síðar, verið gerð ljósari grein
fyrir þvi hvað táknmál síðustu
bókar Biblíunnar merkir. Hann
sannaði þar með gildum rökum
að annað Dýrið, (op. 13.11-17)
táknar Bandaríki Norður-
Ameríku. Hann sýnir fram á
hvernig þetta unga lýðveldi
hefur göngu sína með friði og
spekt og er blessun á jörðinni.
Síðan segir hann: Þetta ríki
mun þó ekki ávallt reynastl
þannig, það mun að lyktum
likjast sínum fyrirrennurum og
verða ofsóknarvald, stjórn
fylgir fram lögum sínum
o.s.frv. Sagan hefir sýnt að
lengi vel veittu Bandaríkin
skjól þeim sem ofsóknum áttu
að sæta. En seinna fóru þau að
viðra sig upp við Kaþólska
valdið á ný og biðu við það
andlegt tap. Jóhannes postuli
segir: „Og eg sá koma út af
munni Drekans, og út af munni
Dýrsins, og út af munni
Faisspámannsins þrjá óhreina
anda, sem froskar væru, því að
þeir eru djöfla-andar, er gjöra
tákn og ganga út til konunga
allrar heimsbyggðarinnar, til
að safna þeim saman til
stríðsins á hinum mikla degi
Guðs hins al-valda.“ (op. 16.13-
14). Þessir óhreinu andar komu
til sögunnar þegar Eisenhower
sat að völdum. Þá tóku sig
saman páfinn í Róm, stjórn
Eisenhowers og Kirkjusam-
band Lútersku-kirkjunnar og
bannfærðu kommúnista og um
leiða alla Rússa. I yfir-
lýsingunni stóð að þeir væru
óalandi og óferjandi og ættu sér
engan tilverurétt, o. fl. o. fl.
Eftir það var öllum þeirra til-
lögum hafnað með fyrirlitningu
og þeir ofsóttir á ýmsa lund.
Ilingað er að rekja hatrið sem
kommúnistum hefir verið sýnt
umlangahrið. Efst á stefnuskrá
Satans er hatur til meðbræðra
vorra og þetta er tilbeiðslan við
líkneskju dýrsins.
„Sjá ég kem eins og þjófur,
sæll er sá sem vakir og varð-
veitir klæði sín,“ (op. 16.15)
íslendingar verið viðbúnir.
Jörðin mun ekki standast. En
orð Drottins varir að eilífu.
Friðbjörn F. Hólm.
...sjá þrjáóhreina
anda sem f roskar
væru
Fáum aftur vinsældalistana
í útvarpsdagskrána
—smekkur tónlistarst jóra ætti ekki
að ákvarða dagskrá fyrir heila þjóð
Ég vil endilega koma þeim
tilmælum til útvarpsins að
aftur verði byrjað á því að hafa
íslenzkan vinsældalista
(diskoteklista) á dagskrá.
Svona þættir eru alltaf gífur-
lega vinsælir og eru alveg
ómissandi í dagskránni. Einnig
væri stórsniðugt að hafa þátt
þar sem efstu lögin á banda-
ríska og enska vinsældalistan-
um væru spiluð. Eg veit að ég
tala fyrir hönd margra í þessu
máli.
Ég vil í þessu sambandi
benda Þorsteini Hannessyni,
tónlistarstjóra útvarpsins, á
það að smekkur hans kemur
dagskránni ekkert við. Þótt
hann sé á móti íslenzkum
vinsældalista á hann ekki að
misnota aðstöðu sína þegar fólk
almennt vill hafa vinsælda-
lista. Því að tónlistarstjóri á að
sjá um að það sé leikið sem fólk
vill hlusta á, en ekki reka út-
varpið sem einkastöð fyrir sig.
7167—5688.
Tónlistarstjóri útvarpsins syngur af innlifun.
Raddir
lesenda
Umsjón:
JFM