Dagblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1977. 9 Hér vantar umferðarljós: „Fólksvagninn ók rakleitt í veg fyrir mig á aðalbrautinni svo engin tök voru að forðast árekstur,1' sagði Páll Eggerts- son, sem ók nýlegri amerískri bifreið eftir Hringbrautinni í Keflavík síðdegis í gær „ — Það skipti engum togum, — bifreið- arnar skullu saman og fólks- vagninn kastaðist inn i húsa- garð á mótum Hringbrautarinn- ar og Tjarnargötu." Fólksvagninn, sem var með G-númeri, virtist gereyðilagður og óvíst er hvort ameríski bíll- inn verður ökufær aftur. Öku- maðurinn var einn f G-bílnum og slapp ómeiddur en barn og eldri maður hlutu einhver meiðsl í ameríska bílnum, en ekki alvarleg. Árekstrar eru mjög tíðir á þessum gatnamótum, svo marg- ir álíta að þarna verði að setja upp umferðarljós. Þetta mun vera í fimmta eða sjötta sinn sem bifreiðar lenda inn í sama húsagarðinum við Hringbraut og það var einmitt nýbúið að lagfæra steingirðinguna frá því að bíll fór þessa sömu leið og fólksvagninn. emm Þannig lenti Volkswagen- bíllinn inni i garðinum. Það þykir engin nýlunda lengur í garðinum þeim að fá slíkar „heimsóknir". — DB-mynd EMM — Hættulegt hom í Keflavík Nú vaka Vestur-Húnvetningar: Myndlist, upplestur og þjóðlagasöngur á fyrstu menmngarvökunni á Hvammstanga „Það er von okkar Vestur- Húnvetninga að menningarvaka sú er efnt verður til dagana 7.-9. apríl í fyrsta sinn verði fastur liður i félagslífi sýslunnar í framtíðinni," sagði formaður menningarvökunefndarinnar, Sigurður H. Þorsteinsson skóla- stjóri, í viðtali við DB. „Menningarvakan verður hald- in i félagsheimilinu á Hvamms- tanga og er það lionsklúbburinn Baldur og ungmennafélagið Kor- mákur sem standa fyrir henni. Menningarvakan verður með því sniði að fimm myndlistamenn sýna verk sín auk þess sem lesið verður úr ljóðum og lausu máli og þjóðlagatríó mun skemmta. Að- gangur er ókeypis en eiginkonur lionsmanna munu selja gestum kaffi á skírdag." sagði Sigurður Þorsteinsson. Á m.vndlistasýningunni verða olíumálverk og vatnslitamyndir eftir Jónas Guðmundsson og grafík eftir Weisshauser og Önnu Sigríði Björnsdóttur. Þá verða sýndir fuglar skornir út í birki af Þorsteini Ó. Díómederssyni á Hvammstanga og grænlehzk nátt- úrulist, tupilakar eða galdrasend- ingar, selir skornir út í hvalbein og sandstein af Hoseas Tukula í Kapdan á Kúlusukeyju. Flutt verður óbundið mál eftir Jónas Guðmundsson listmálaraog rithöfund, sem hann flytur sjálf- ur. Sömuleiðis munu Sigurður Eiríksson á Hvammstanga og Eð- vald Halldórsson í Framnesi flytja óbundið mál eftir sjálfa sig. Bundið mál verður flutt eftir marga Vestur-Húnvetninga, t.d. Vatnsenda-Rósu, séra Sigurð Nor- land, Steinar .1. Lúðvíksson, bræð- urna Helga og Olaf Tryggvasyni o.m.fl. I menningarvökunefndinni eru Sigurður Þorsteinsson skóla- stjóri, formaður, Egill Gunnlaugs- son dýralæknir, Ingi Bjarnason mjólkurfræðingur, Helgi S. Ólafsson rafvirkjameistari og Karl Sigurgeirsson kaupmaður. A.Bj. Ntí degi fyrr á ferðinni ■ Pétur „Borgarstjóri", forsíðuviötal ■ Andrew bretaprins ■ Ýmislegt skrýtið um forseta i USA ■ Smásaga eftir H. Hagerup o.fl. o.fl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.