Dagblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 22
Siítji 18936 Bensi Frábær fjölskyldumynd í litum meö Christopher Counellu og Deborah Walley. Leikstjóri Joe Camp. íslenzkur texti. Sýnd kl. 1,3, 5, 7, 9ogll. STJÖRNUBÍÓ BÆJARBÍÓ Sima 50184. Jónatan Móvur Ný bandarísk kvikmynd. Einhver sérstæðasta kvikmynd seinni ára. Gerð eftir metsölubók Richards Back. Leikstjóri Hall Barlett. Sýnd kl. 9. 1 AUSTURBÆJARBÍÓ 8 Sími 11384 tSLENZKUR TEXTI í klóm drekans (Enter the Dragon) Nú er siðasta tækifærið að sjá þessa æsispennandi og langbeztu karate-mynd sem gerð hefur verið. Aðalhlutverk: Karateheims- meistarinn BRUCE LEE Bönnuð innan 16 ára. Endursýnd kl. 5, 7 og 9. ATH. Myndin verður aðeins sýnd yfir helgina. GAMIA BÍÓ I Simi 1 1475. Páskamyndin Gullrœningjarnir Nýjasta gamanmyndin frá Disneyfélaginu — bráðskemmti- leg mynd fyrir alla fjölskylduna: Islenzkur texti Sýnd kl. 5, 7 og 9. Simi 1 1 544. Kapjihlaupið um gullið (Take A Hard Ride) Hörkuspennandi og viðburða- ríkur nýr vestri. Mynd þessi er að öllu leyti tekin á Kanaríeyjum. Aöalhlutverk: Jim Brown. Lee Van Cleef.Jim Kelly og fl. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HÁSKÓLABÍÓ Krönsk kvikmyndavika Bezta leiðin til að ganga Sýnd kl. 5. Ekki rétta óstarsagan Sýnd kl. 9. Karlakór Reykjavíkur kl. 7. LAUGARASBIO 8 Orrustan um Midway THE MBSCH CORPORATPN PflESENTS A UNIVERSAL PICTURE TECHNICOLOR® PANAVISION® Ný bandarísk stórmynd úm mestu sjóorrustu sögunnar, orrustan um valdajafnvægi á Kyrrahafi í síðustu heimsstyrjöld. Isl. texti. Aðalhlutverk: Charlton Heston.Henry Fonda, James Coburn, Glenn Ford o.fl. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bönnuð börnum innan 12 ára. I TONABIO 8 Allt, sem þú hefur viljað vita um kynlífið, en hefur ekki þorað að spyrja um. (Everything you always wanted to know about sex, but were afraid to ask) Sprenghlægileg gamanmynd gerð eftir samnefndri metsölubók Dr. David Reuben. Leikstjóri: Woody Allen Aðalhlutverk: Woody Allen, John Carradine. Bönnuð börnum innan 16 ára. Endursýnd kl. 5, 7 og 9. JiÞJÓflLEIKHÚSIfl Ys og þys út af engu. Listdanssýning. Dans- hönnuður Natalja Konjus. Tónlist Tikhon Khrennikov. Dansarar: Maris Liepa frá Bolshoi leikhúsinu, Þórar- inn Baldvinsson og Isl. dans- flokkurinn. Frumsýning, skírdag kl. 20. Önnur sýning. annan páska- dag kl. 20. Þriðja sýning, þriðjudagkl. 20. Handhafar frumsýningar- korta og aðgangskorta. Ath. að þetta er listdanssýningin sem kort yðar gilda að. Dýrin í Ilálsaskógi, annan páskadag kl. 15. Litia sviðið Endatafi, miðvikudag kl. 21. Fáar sýningar eftir. Miðasala kl. 13. 15—20.00 i síma 11200. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. APRlL 1977. f Útvarp Sjónvarp D Sjónvarp íkvöld kl. 21.10: C0LDITZ Enn ein flótta- tilraunin mis- tekst I kvöld gera fangarnir enn eina flóttatilraunina, eða Bret- arnir og hún er fjórða flóttatil- raunin sem fer út um þúfur, sagði .Jón Thor Haraldsson, sem er þýðandi framhaldsmyndar- innar Colditz. Áttundi þátturinn er á dag- skránni í kvöld kl. 21.10 og nefnist Svikarinn. „Bretunum finnst þetta ekki vera einleikið og eru fullvissir um að nýi öryggisvörðurinn, Ullmann, viti nákvæmlega hvað sé að gerast meðal fang- anna. Þeir álykta sem svo að það hljóti að vera svikari meðal þeirra og gæti það verið hvort sem heldur er Breti, Hollend- ingur, Frakki eða Pólverji. Brezki yfirmaður fanganna fer fram á við hinar þjóðirnar að þeir rannsaki í sínum röðum hvort þar geti verið einhver svikari. Allir kverða æfir og telja engin líkindi á því að meðal þeirra reynist svikari. En loksins finnst hann og þá kemur í ljós að sá hefur ærnar ástæður tii þess að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Þjóð- verjunum. — Fangarnir verða svo æfir þegar þeir heyra um svikarann að þeir ætla sér að hengja hann og tekst ekki að bjarga honum frá hengingar- ólinni fyrr en farið er á fund Þjóðverjanna. Þættirnir frá Colditz eru alls fimmtán talsins. A.Bj. Útvarp íkvöld kl. 20.50: ERU ALÞINGISMENN ÖÐRU VÍSIEN ANNAÐ FÓLK? Farið með hljóðnemann að tjaldabaki á Alþingi í þættinum Frá ýmsum hliðum í kvöid verður farið með hijóðnemann bak við tjöidin í Alþingishúsinu og spjallað við alþingismenn. DB-mynd Björgvin Pálsson. Gegn samábyrgð flokkanna Frá ýmsum hliðum, þáttur Hjálmars Arnasonar og Guð- mundar Arna Stefánssonar er á dagskrá útvarpsins í kvöld kl. 20.50. Þátturinn í kvöld verður tvískiptur auk þess sem tilkynnt vciða úi'slit getraunar í siðasta þætti og efnt'til nýrrar getraunar að vanda. Getraunin í kvöld verður með öðru sniði en verið hefur. „I fyrri hluta þáttarins förum við í heimsókn í Alþingi,“ sagði Hjálmar Árnason. „Þar verður kíkt að tjaldabaki og reynt að kynnast því hvort alþingismenn séu öðruvísi en annað fólk. .Jafn- framt munum við hnýsast eftir því sem að tjaldabaki er að gerast á Alþingi. I siðari hluta þáttarins tökum við tali verkakonu hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur. Hún varð fyrir valinu af handahófi. En viðtalið við hana er byrjun á því sem síðan verður haldið áfram með í næsta þætti (eftir hálfan mánuð), en það er kynning á högum ófag- lærðs verkafólks. Eftir að hlust- endur hafa í þessum þætti kynnzt högum konu sem vinnur í fiski hjá Bæjarútgerðinni, verður í næsta þætti haldið áfram að ræða við ófaglært verkafólk hjá BUR og einnig tekið tali ófaglært verkafólk á Eyrinni," sagði Hjálmar. ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.