Dagblaðið - 12.04.1977, Page 2

Dagblaðið - 12.04.1977, Page 2
18 DAGBLAÐIÐ. ÞRlÐJUOACiUH 12. APKtL 1977. Buzhardt á meöan hann talaði. Fundurinn sannfærði Buzhardt um að Nixon væri mesti lygari, sem hann hefði kynnst. Ziegler kom að máli við Buzhardt síðar, mjög æstur. F’rú Buzhardt var þá með manni sínum. Ziegler hélt því ákveðið fram, að hann hefði aðeins framfylgt beinum fyrir- skipunum forsetans, og spurði frú Buzhardt hvort hún myridi nokk- urn tíma tala við sig framar. „Já,“ svaraði hún. Auðvitað. Hvað annað. Hún var orðin vön stjórnmálum. Buzhardt var stuttorður þegar hann átti fund með Haig skömmu síðar. Hann myndi fara sér hægt í vörnum fyrir forsetann. Ef til væri skynsamleg leið til að út- skýra hegðun forsetans, þá myndi hann reyna það. En hann gæti ekki lengur látið sem forsetinn væri saklaust fórnarlamb Water- gate — ekki einu sinni gagnvart sjálfum sér. Upptökurnar, eða það sem eftir var af þeim, höfðu gert honum það ljóst. I besta falli myndi Buzhardt og hinir lögfræðingarnir reyna að sanna, að forsetinn væri að minnsta kosti tækni- lega saklaus. „Við erum starfs- menn réttarins,-1 sagði hann í aðvörunarskyni við Haig. ,,Ef við rekumst á rjúkandi skamm- byssu á meðan við leitum í skjala- skápum eða segulbandageymslu, þá verðum við að skýra frá því.“ „Geigvœnlegt afl“ Hann fullvissaði Haig engu að síður um að hann myndi fara sér hægt. Hann myndi ekki gera sér- staka leit að vopninu. Þá ekki Haig. I rétti Siricas 6. desember gat hershöfðinginn sér þess til, að „geigvænlegt afl“ væri ábyrgt fyrir gloppunni á segul- bandinu. „Hefur einhver einhverntíma gizkað á hvaða geigvænlega afl það gæti verið?“ spurði dómarinn. „Nei, herra dómari,“ svaraði Haig. t Hvíta húsinu festi Jan Barbi- eri, ritari i ræðusamningadeild- inni, mynd af Mafíuforingjanum Bela Lugosi á lampaskerm. Fyrir neðan myndina setti hún lítinn miða, sem hún hafði vélritað á: „Geigvænlegt afl.“ „Ef þið drekkið of mikið...“ Kvöldið eftir birtist Nixon i jólaveizlu starfsfólks Hvíta húss- ins í Austurherberginu. Hann virtist ánægður og koma hans þangað hafði góð áhrif á alla við- stadda. Allt var fljótandi í áfengi. „Sex dagar til jóla,“ sagði for- setinn við stóran hóp, sem hafði safnast saman í kringum hann, „og í öllu húsinu var ekki nokkurt kvikindi á sveimi, ekki einu sinni forsetinn.” Það var vandræðalegur hlátur. „Það gæti verið dálítið erfitt," hélt forsetinn áfram, „en ef þið fáið.ekki nóg hérna, þá getið þið komið upp. Við eigum nóg þar. En ef þið drekkið of mikið, þá gætuð þið farið inn um vitlausar dyr og komið einhverri stúlkunni á óvart. En ef þið segist hafa verið í Hvíta húsinu, þá segir hún ykkur að koma inn fyrir.“ Enginn skildi hvað hann var að fara, en samt hlógu allir. „Myndir þú kaupa notaðan bíl af þessum manni?“ i dögun næsta dags var forset- anum það ljóst, að hann átti í verulegum erfiðleikum á tveimur vígstöðvum. Lögfræðilegar ráða- gerðir hans höfðu farið út um þúfur með brottvikningu Halde- mans og Ehrlichmans, segulbönd- unum sem aldrei voru til, og átján minútna gloppunni. Samtímis hafði verið gert stólpagrín að til- raunum hans til að vinna almenn- ing á sitt band. Þær höfðu hafizt snemma í nóvember og verið nefndar „Áætlun einlægni" af blöðunum. Megininntak þeirra hafði verið stöðugar yfirlýsingar Nixons í þá átt, að um frekari sprengingar yrði ekki að ræða. En í hvert skipti sem forsetinn til- kynnti að nú væri Watergate að baki sér fyrir fullt og allt, dundu nýjar hamfarir yfir. Nixon bölvaði þessum dögum, öllu órétt- lætinu. Ríkisréttarrannsóknin var að hefjast. Menn veltu því fyrir sér hvort forsetinn ætlaði að segja af sér. Starfslið Hvíta hússins var eirðarlaust. Bryce Harlow hafði skrifað bréf, þar sem hann sagðist vilja hætta. Garment hafði hætt lögfræðistörfum í Hvíta húsinu. Ray Price hafði verið fenginn til að verða um kyrrt eftir að hann ætlaði að hætta í desember, en hann var óánægður. Repúblikan- arnir i þinginu voru óánægðir. Barry Goldwater, öldungadeildar- þingmaður, sem var lykillinn að stuðningi öldungadeildarinnar við forsetann, hafði átt viðtal við blaðið Christian Science Monitor. Orð hans voru stingandi: „Hann (Nixon) tók þann kost- inn að þvaðra og blaðra og verja sig á óskýrum atriðum eins og forréttíndi forsetaembættisins og nauðsyn leyndarinnar, þegar bandaríska þjóðin vildi ekki vita annað en sannleikann... Mér er bölvanlega við að minnast á orða- tiitækið „Myndir þú kaupa notaðan bíl af Dick Nixon?“, en það er nákvæmlega það, sem fólk er að spyrja hvert annað um allt land. Haig hershöfðingi veit ekkert um stjórnmál... Ég trúi því Rose Mary Woods, einkaritari Nixons. Hún viðurkenndi að hafa sjáif þurrkað út um það bil fimm mínútur af upptökunni, en af hreinni slysni. Um hinar þrettán mínúturnar vissi hún ekkert. Alexander Haig, starfsmannastjóri Hvita hússins eftir daga Halde- mans: „Geigvænlegt afl.“ einfaldlega ekki að (Nixon) skuli hlusta á Ziegler. Það er að mínu viti hrikalegt. Þetta er ekkert per- sónulegt, en Ziegler skilur ekki pólitík.“ Átakanlegt jólaboð Ahyggjufullur og skelfilega óhamingjusamur bauð forsetinn nokkrum gestum að borða með sér og fjölskyldu sinni 21. desem-' ber: Bryce Harlow og konu hans; Barry Goldwater og Mary Brooks, forstjóra myntsláttunnar; Pat Buchanan og konu hans; Ray Price og Rose Mary Woods. Eng- inn lögfræðinganna var boðinn, né heldur Haig eða Ziegler. Forsetinn skellti f sig glasi af viskíi í éinkastofu forsetafjöl- skyldunnar á meðan hann beið eftir gestum sínum. Við matar- borðið þefaðihannaf korktappan- um úr vínílosKu og kvaö upp þann úrskurð, að vínið væri ekki nógu gott. Ný flaska, sem honum þóknaðist, var færð til hans. Á meðan setið var undir borðum var hann hress og kátur til að byrja með og gerði að gamni sínu við þá, sem næstir honum sátu, en um það bil sem verið var að ljúka við aðalréttinn var hann farinn að rugla. Hann sagði gestum sínum að hann vildi gjarnan dvelja f Key Biscayne um hátíðarnar, en að orkukreppan gerði það að verkum að óráðlegt væri að fara með flug- vél. Hugsanlega gæti hann farið með járnbrautarlest, en það væri hættulegt og lfka dýrt. „Útskýrðu fyrir Barry“ Forsetinn sneri sér að Price og vakti máls á áramótaræðu sinni og stöðu og stefnu ríkisins, sem Price var að vinna að. Hvaða hug- myndir ættu þeir að leggja mesta áherslu á? En áður en Price eða nokkur annar gat svarað, var |*r; | ■n* * w ÉEsÍbEz * “ rr ** i , v.j B Wmf ii ** t i * ■ • ; ' -■ : Utskriftirnar afhcntar dómsmálanefndinni — eftir að Nixon hafói farið um þær höndum. hann búinn að skipta um um- ræðuefni. Nafn Kissingers kom upp. Frú Nixon kvartaði bitur- lega undan því, að Kissinger væri þakkað allt það góða, sem maður hennar hefði gert. Hópurinn stóð upp frá borðum til að fá í glas og ræða betur saman. Nixon virtist reyna að ná til hvers og eins — eins og til að sannfæra sjálfan sig um að þetta væri þó allavega hans hópur,. fannst Harlow. En forsetinn átti í erfiðleikum með að tjá sig. „Bryce, útskýrðu það sem ég er að segja Barry,“ sagði hann nokkr- um sinnum, þegar hann hafði sjálfur gefizt upp. Harlow byrjaði að útskýra, en þá greip forsetinn fram í fyrir honum. Watergate var nefnt. For- setinn gat þess að hann væri um- setinn frá öllum hliðum og fór snarlega yfir nokkur atriði, sem hann taldi mögulega geta orðið til að bæta stöðu sína. En stuðningur repúblikana í þinginu var lítill, sagði hann.. Ríkisréttarhöldin yrðu ákveðin eftir flokkspóli- tískri línu, en hans menn virtust ekki vera fúsir til að gera það sern nauðsynlegt var til að verja hann. Hann var fórnarlamb kringum- stæðna, óstjórnandi afla. Þetta var tímasetningin, þessi sérstaka stund sögunnar. Demókratarnir og blöðin voru I samstarfi um að negla hann. Hann hafði erft mjög misnotað embætti, sem bæði Johnson og Kennedy höfðu níðst á. En frjálslyndir og blöðin höt- uðu hann, og því var búið að breyta reglunum, svo hægt væri að láta hann borga fyrir það. „Nei. Hann var fullur“ Price hugsaði með sér að forset- inn væri á einhvern hátt að reyna að þakka fjölskyldu sinni og gest- um fyrir stuðning þeirra. En honum tókst illa upp. Barry Goldwater: „Er forsetinn orðinn kolvitlaus?“ Gamli maðurinn er þreyttur og kann ekki að fara með vín, sér- staklega þegar hann er þreyttur, hugsaði Buchanan með sér. Daginn eftir hringdi Goldwater í Harlow. „Er forsetinn orðinn kolvitlaus?" „Nei. Hann var fullur.“ Goldwater var hálfvegis sann- færður. Forsetinn hafði treyst borð- félögum slnum nægilega mikið til aó sleppa aðeins fram af sér beisl- inu, sagði Harlow við Goldwater. „Barry, það er mesta lof, sem for- seti Bandaríkjanna getur borið á nokkurn mann.“ Hann bætti því við að sér virtist það merki um góða heilsu, að forsetinn hefði verið fær um að gera það. Haig var ósammála. Forsetinn drakk meira en áður og hringdi oft í Haig og fleiri seint á kvöldin og nóttunni. Forsetinn var yfir sig æstur, áhyggjufullur og talaði lengi. William E. Simon, varafjár- máiaráðherra, sem oft hitti Nixon að máli i desember, fannst forset- inn oft vera utan við sjg. Simon varð oft hugsað til upptrekktrar dúkku, sem gerði hreyfingar án þess að þær væru hugsaðar eða hefðu tilgang. Ætti hann að segja af sér? Nei, svaraði Haig Nixon varð stöðugt önugri. Hann var fullur af lífi og fjöri eina stundina, þunglyndur hina næstu; bjartsýnn og svartsýnn á víxl, einkum í nætursímtölum sín- um. Hann velti því fyrir sér við Haig hvort það væri þess virði að berjast og snúast gegn straumn- um, og síðan hét hann því að láta Ronald Ziegler, blaðafulitrúi Nixons: „Ég fyigdi aðeins fyrir- skipun forsetans.“ aldrei flæma sig úr embætti. Fram og aftur, upp og niður. Allt starf hans var gert grunsamlegt, sagði forsetinn; allskonar fólk trúði honum ekki. Ef til vill ætti hann að segja af sér. Hvað fannst Haig í raun og veru? Ætti hann að segja af sér? Nei, svaraði Haig jafnan. Nixon vakti máls á þeim mögu- leika við fjölskyldu sína einnig. Ef hann yrði að láta fleiri upptök- ur af hendi, þá myndi hann brenna þær sem eftir væru, og hætta síðan. Það væru einu mót- mælin, sem hann gæti haft í frammi. Völd forsetaembættisins voru smám saman tekin af honum, á kostnað hans og eftir- manna hans. David Eisenhower, eiginmaður Julie dóttur Nixons, var ekki viss um hvort forsetanum var alvara, eða hvort hann var einfaldlega að fá útrás og reyna að fá fjölskyldu sína til að hvetja hann til að berjast áfram. Tal af þessu tagi minnti David á ummæli forsetans um friðargöngurnar umhverfis Hvíta húsið 1969 og 1970. Þá hafði Nixon sagt við fjölskyldu sína, að hann gæti alveg eins skipað lög- reglunni að ryðja garðinn á bak við Hvíta húsið af þeim þúsund- um mótmælenda, sem þar voru. Hvern einasta andskota, sagði hann. En hann hafði aldrei gert^það. Dómsmálanefndin fari fjandans til Forsetinn vidli helst segja dómsmálanefnd þingsins að fara fjandans til, láta hana ekki hafa neitt og binda enda á kröfur hennar í eitt skipti fyrir öll. En (James) St. Clair (lögfræðingur hans) var var um sig. „Við getum ekki staðist ákæru um að halda undan sönnunargögnum,“ sagði hann í aðvörunarskyni. Ef kröfum nefndarinnar yrði hafnað algjörlega, þá myndi það nær örugglega leiða til ákæru fyrir að sýna þinginu fyrirlitningu, og síðan þess að Nixon yrði dreginn fyrir ríkisrétt. Buzhardt var sam- mála. Þeir urðu að koma til móts við nefndina. Einhvers konar gild gögn úr upptökunum varð að leggja fram. Þvert gegn vilja sínum sam- þykkti forsetinn, að á einhvern hátt yrði að koma til móts við nefndina. Hægt yrði að halda Watergate-saksóknaranum í hæfi- legri fjarlægð með aðstoð dóm- stóla um nokkurt skeið enn, en ekki dómsmálanefndinni. Nixon leitaði að meðalveginum, ein- hverju minna en að láta upptök- urnar af hendi. Ef til vill myndi duga að afhenda stytta útskrift eða samantekt á efni mikilvæg- ustu upptakanna. Hvort sem er dugar, sagði Haig. Lögfræðingarnir voru á öðru máli. Hvorug leiðin fullnægir nefndinni, sem þegar er full grun- semda. Ef hann léti nú undan og léti spólurnar fjörutiu og tvær af hendi, svaraði Nixon þeim, þá hefði hann þar með veitt færi á endalausum kröfum um frekari upplýsingar. Buzhardt var ekki fullkomlega ósammála honum. Þeir yrðu að láta af hendi nægilegar upp- lýsingar af segulböndunum til að láta líta svo út, að hegðun þeirra væri ekki óeðlileg. Mestu haturs-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.