Dagblaðið - 12.04.1977, Side 3

Dagblaðið - 12.04.1977, Side 3
DACHLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAC.UR 12. AFRÍU 1977. 19 Loka Bemstein Þýding: Ómar Valdimarsson menn Nixons í nefndinni væri hvort sem er aldrei hægt að gera ánægða. Nú væri þörf fyrir að láta líta svo út, að farið væri að óskum nefndarinnar án þess að forsetinn þyrfti að afsala sér for- réttindum sínum. Nixon hafði rétt fyrir sér: þeir gátu ekki látið lönd og leið grundvallaratriðið „forréttindi forsetans". Gróft orðbragð, einlœgar samrœður „Við verðum að láta eitthvað af hendi,“ var niðurstaða Buzhardts. „Við verðum að eyða dularhjúp þessara upptaka." Hvernig væri að bjóða nákvæma útskrift, orð fyrir orð, á mikilvægustu köflum þeirra upptaka, sem krafist hafði verið. Ziegler snerist gegn þeirri hug- mynd af miklum ofsa. Það var gróft orðbragð á þessum spólum, einlægar samræður; hreinskilni forsetans var stundum gróf, sagði hann. Þegar þessi gögn væru komin í hendurnar á nefndinni, þá færu þau að leka þaðan. Og fyrr eða síðar yrðu þau gögn gerð opinber, eins og lög gerðu ráð fyrir. Birting þeirra myndi grafa undan stöðu forsetans meðal kjós- endakjarnans — hinn almenni kjósandi myndi móðgast, stjórn hans yrði eyðilögð og stuðningur repúblikana í dómsmálanefnd- inni færi veg allrar veraldar. Nixon var Ziegler hjartanlega sammála. Hann hafði varið fimm árum til að byggja upp ímynd hins virðulega stjórnmálamanns. Hreinskilni hans í einrúmi mátti ekki verða til að eyðileggja það. Ef til vill yrði það ekki nauð- synlegt, lagði Buzhardt til mál- anna. Þeir myndu nema á brott grófasta orðbragðið. Þeir myndu síðan afhenda ritskoðaðar út- skriftirnar og verða við óskum nefndarinnar án þess að fara tæknilega að kröfunum, sem settar voru fram í stefnunni. For- réttindin væru enn á sínum stað, ekkert fordæmi gefið. Forsetinn lét undan og veitti James St. Clair, aðal lögfræðing- ur Nixons forseta: upplýsingar forsetans sanna sakleysi hans. lögfræðingunum leyfi sitt til að byrja að hlusta á upptökurnar og vinna að útskriftinni. Ef til vill höfðu þeir komið upp með réttu lausnina, sagði hann. Þarna væri látið undan af fúsum og frjálsum vilja. Hann myndi segja nefndinni, að þrátt fyrir ósann- gjarnar kröfur hennar, þá væri hann fús til að mæta henni á meira en miðri leið. Hann myndi brjóta allar siðvenjur og veita ein- stæða innsýn í einkahugsanir og samtöl forsetans til að sanna, að hann hefði engan þátt átt í yfir- hylmingunni. En ákvörðun hans var til bráðabirgða, sagði forset- inn við lögfræðinga sina. Hann gæti skipt um skoðun. Nixon byrjdr að strika ót Buzhardt gaf fyrirskipun um að spólurnar yrðu teknar fram úr hirslunum. Einu sinni áður, í mars, rifjaði hann upp, hafði for- setinn látið undan um stund og sagt lögfræðingum sínum, að þeir gætu hlustað á þær viðbótar- spólur, sem saksóknarinn og dómsmálanefndin höfðu farið fram á, svo að þeir gætu heyrt hvað það væri sem þeir voru að verja. En áður en þeir gátu hafist handa hafði Nixon skipt um skoðun og spólurnar voru fluttar aftur á sinn stað. Nú byrjaði Buzhardt ásamt tveimur aðstoðar- mönnum sínum, Dick Hauser og Jeff Shepard, að lesa þær grófu útskriftir, sem Woods og aðstoðarstúlkur hennar höfðu gert mörgum mánuðum áður. Þetta var mikið skyndiverk. Rit- arar voru drifnir út af skrifstof- um í Hvíta húsinu til að leiðrétta rangar setningar, stafsetningar- villur og til að vélrita réttar út- gáfur. Megnið af þeim upptökum, sem unnið var eftir, hafði aldrei verið skrifað út af áður. Nixon sat tímunum saman yfir útskriftinni og vann oft fram á nótt. Nær strax byrjaði hann að strika út. Langir kaflar hurfu fyrir beinum pennastrikum hans. Buzhardt leist ekki á blikuna. Þessi yfirferð, sem hann hafði sjálfur átt hugmyndina að, átti að vera í þeim tilgangi að lagfæra gróft orðbragð og nema á brott persónulegar athugasemdir. En Raymond K. Prlce, yngri, annar tveggja ræðuhöfunda Nixons. demókrötunum, væri pólitiskt mál. Og hann vildi ekki að lög- fræðingar hans misstu sjónar af þvi. Þröngsýnisleg lagatúlkun á varnaratriðum hans væri ekki í þágu embættisins. Buzhardt óttaðist að ef hann héldi áfram að þrátta vió forset- ann myndi hann þverskallast enn frekar. Nixon ga'ti jafnvel látið verða af því að segja nefndinni að fara til fjandans. Engu síður héldu Buzhardt og St. Clair áfram að þrátta við hann um ýmis atriði, sem Nixon vildi nema á brott. Þeir sigruðu í nokkrum, töpuðu öðrum. Þessar deilur drógust á langinn og voru þreytandi. Efnis- magnið var hrikalegt — mörg hundruð vélritaðar blaðsíður. Ritararnir unnu langt fram á nótt. Þegar 25. apríl nálgaðist — þegar frestur nefndarinnar til að skila gögnunum rann út — var Nixon farinn að rífa út heilar síður án þess að depla auga, og breytti þannig grundvallar- meiningu sumra samtalanna, hélt eftir einstökum setningum, sem studdu hans eigin útgáfu af at- burðarásinni, en lét hinar fara. „Hér dreg ég mörkin," sagði Buzhardt við Haig. Hershöfðing- inn lét eins og honum kæmi málið ekki við. Ef til vill ætti Buzhardt að fara með umkvartanir sínar til forsetans sjálfs. Allt eða ekkert Buzhardt reyndi enn einu sinni að segja Nixon að hann gengi of langt. „Við verðum að vera sjálf- um okkur samkvæmir," sagði lög- fræðingurinn. Eina hugsam. réttlætingin fyrir þvl að nema á brott langa kafla úr útskriftinni var að þeir kæmu rannsókn nefndarinnar ekki við. Það gæti veitt smávægilegt svigrúm. En um leið og efni umræðu var getið í útskriftinni var ekki hægt að klippa út kaflana þar á eftir. Allt eða ekkert, sagði Buzhardt. Þegar Buzhardt fór frá skrif- stofu forsetans var hann óviss um hvað gerðist næst. Forsetinn fór til Camp David til að kynna sér betur útskriftina og möguleika sina. Á meðan þeir biðu eftir að for- setinn kæmi aftur ræddu Haig, Buzhardt og St. Clair hvort þeir ættu ef til vill að láta undan hvað varðaði minniháttar útstrikanir forsetans. Ráðlegt virtist að láta undan að einhverju leyti. Greini- lega var Nixon farinn að hugsa sig tvisvar um hvort hann ætti að láta útskriftina af hendi yfirleitt. Þeir voru að hætta á þann möguleika að hann hætti við allt saman. „Ég vil að þið steinþegið....“ Ein útstrikunin olli þeim sér- stökum áhyggjum, þótt lítið væri hugsað um af alvöru að láta hana af hendi við dómsmálanefndina. 22. mars, daginn eftir samtalið við Dean um hvernit best væri að borga Hunt, hafði forsetinn átt fundmeð Mitchell.Dean og Halde- man. „Mér er skltsama hvað gerist,“ hafði Nixon sagt. „Ég vil að þið steinþegið.látið þá neitaað svara spurningum, hylma yfir eða hvað sem er, ef það bjargar þessu — bjargar áætluninni. Það er aðalatriðið.... Við munum vernda okkar fólk ef við getum.“ Hvorki lögfræðingarnir né Haig efuðust um þau skelfilegu áhrif, sem orð forsetans myndu hafa á dóms- málanefndina og þingið. Greini- lega hafði Nixon fyrirskipað sam- starfsmönnum sínum að hylma yfir, þótt St. Clair benti á, að hægt væri að skilja á milli þess að Nixon hafi fyrirskipað að staðreyndunum yrði haldið leynd-' um fyrir Watergate-nefnd öldungadeildarinnar, en ekki kviðdómnum. Sú staðhæfing virt- ist vafasöm. 1 stefnu nefndarinnar var óskað eftir upptöku af fundi Nixons þennan dag með bæði Dean og Mitchell. St. Clair taldi sig geta heyrt dyr lokast þegar hann hlustaði á hljóðritunina. Ef til vill hafði Dean verið farinn út úr skrifstofunni þegar forsetinn gaf fyrirskipun sína. (Það var lík- legt, því Dean hafði aldrei hermt þessa skipun upp á Nixon í vitnis- burði sínum.) Ef til vill var hægt að réttlæta þessa útstrikun á þeirri forsendu, að stefnan tæki aðeins til þess hlutar fundarins, sem allir þrír sátu, sagði St. Clair. En hver sem afsökunin yrði, voru hvorki lögfræðingarnir né Haig reiðubúnir að draga í efa réttmæti þessarar útstrikunar Nixons. Ef þeir gerðu það — og kæmust upp með það — væri líklega tryggt, að forsetinn yrði dreginn fyrir ríkisrétt. Einmanalegt líf forsetafrúarinnar Það var einmanalegt líf, sem frú Nixon lifði í maí 1974. Það var einstaka móttaka eða teboð fyrir kvennaklúbba, skólanema og svo framvegis. Nær undantekningar- laust stóð frú Nixon stutt við. Hún kom, tók í nokkrar hendur, brosti, leyfði nokkrar myndatökur og hvarf slðan aftur. Þá sjaldan hún staldraði við, var þegar lítil börn komu 1 heimsókn 1 Hvíta húsið. Þá lifnaði hún við og gleðin skein úr andliti hennar. Starfsfólk hennar dáðist oft að þvi hvernig börn leituðu hana uppi, jafnvel í marginenni. Hún eyddi flestum dögum sin- um í fölgulu svefnherbergi sínu á annarri hæð íbúðarálmu Hvíta hússins. Úr herbergi hennar og bláu setustofunni í framhaldi af þvi, var fagurt útsýni yfir suður- garðinn, minnismerki .Jeffersons og svæðið þar handan við. Hún hafði gaman af að skrifa bréf og eyddi til þess löngum stundum. Og hún las mikið, einkum smábækur um kærleika og vináttu, sem lágu jafnan á nátt- borðinu við hliðina á tjaldrúminu. Þetta voru hennar eigin herbergi og þar naut hún friðhelgi sinnar. Um kl. 11 árdegis skrifaði hún hádegisverðarpöntun sína. Yfirleitt var það salat, súpa eða samloka, og kaffi, sem átti aó færa henni klukkan eitt. Oftar en ekki kom bakkinn aftur til eld- hússins ósnertur, en kaffið horf- ið. „Mínúta er langur tími...“ Þegar hún og forsetinn borðuðu ein saman, lá alltaf mikið á að koma matnum úr eldhúsinu á borðið til þeirra. Oft höfðu Nixon- hjónin ekki setið nema í mínútu eða svo þegar þjónarnir voru farnir að reka á eftir í eldhúsinu, Hvers vegna liggur svona mikið á? hafði einhver í eldhúsinu spurt. „Mínúta er langur timi þegar ekkert er sagt,“ hafði þjónninn útskýrt. Um helgar að Camp David sáust forsetinn og kona hans varla. Þegar það kom fyrir var þögnin yfirleitt þrúgandi. Jack Brennan, liðþjálfi í landgönguliði hersins, sem var hernaðarráðgjafi forsetans, hafði í flimtingum að hlutverk hans væri meðal annars að rifja upp með Nixon hvernig hann ætti að kyssa konuna sína. Frú Nixon hafði alltaf haft and- styggð á hlutverki sínu sem eigin- kona stjórnmálamanns. Allt frá því að Nixon hafði komið til Washington sem þingmaður í full- trúadeildinni hafði hún þráð að snúa aftur til Kaliforniu. fyrir fullt og allt ásamt manni sínum og börnum og búa þar eins og venju- leg fjölskylda. Laumast í vínskópinn Forsetafrúin hafði trúað einum af læknum Hvíta hússins fyrir því, að hún og eiginmaður hennar hefðu ekki haft náið samband síðan snemma á síðasta áratug. Hún hafði viljað skilja við hann eftir að hann tapaði fylkisstjóra- kosningunum í Kaliforníu 1962. Hún hafði reynt árangurslaust að fá hann til að lofa að fara aldrei í framboð framar. Svo virtist sem neitun hennar um að þýðast hann þá, hefði slökkt á einhverju innra með Nixon. En þau höfðu þraukað. Watergate, og þá einkum upptökurnar, höfðu breikkað þetta bil. Þrátt fyrir þá hemju, sem hún hafði á tilfinningum sín- um, höfðu útskriftirnar haft greinilega slæm áhrif á hana. „Hvílík vitleysa að vera með þessi segulbönd," sagði hún fáum vin- um sínum og nokkrum aðstoðar- mönnum. Hún brosti síðan eða hló taugaveiklunarlega. Upp- tökurnar voru eins og ástarbréf, sagði hún. Það hefði átt að brenna þær eða eyðileggja. nú var verið að klippa út langa og mikilvæga kafla og samtöl um Watergate. Hann talaði við Haig en var sagt að kvarta við forset- ann sjálfan. Buzhardt fór á fund Nixons. Verið var að setja lög- fræðingana í ómögulega stöðu, út- skýrði hann fyrir forsetanum. Hann minnti á kunnugleg atriði: lögfræðingar máttu ekki veita aðstoð við að draga undan mikil- væg gögn; það var skylda þeirra að votta um að allt, sem máli skipti, væri lagt fram; krafa nefndarinnar var í fullu samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar; verið var að fara fram á að þeir gengju á bak starfsheitis síns. Forsetinn fór fram á of mikið. Nixon svaraði þurrlega.að hann myndi taka ákvörðun um það, hann myndi taka ábyrgðina. Með stuðningi St. Clairs þrýsti Buzhardt á Haig og fór síðan aft- ur til Nixons. Pat Nixon, eiginkona forsetans: „Hvilík vitleysa að vera með þessi segulbönd.® „Pólitískt mól“ Forsetinn var ósveigjanlegur. Þetta voru hans upptökur. Hann, og hann einn, myndi ákveða hvað nefndin fengi í sínar hendur. Aðger'ðir hans voru fyllilega rétt- lætanlegar. Ríkisréttarhöld, eink- um þessi sérstaka ríkisréttarrann- sókn, er stjórnað væri af Forsetinn virtist fallast á það sjónarmið, en engan veginn ánægður. Hann ætlaði að reyna að vera samkvæmur, sagði hann við iögfræðing sinn. Að því tilskildu, að sjálfsögðu, að hann tæki ákvörðun um að láta nefndina hafa eitthvað yfirleitt. Hann hafði enn ekki tekið endanlega ákvörðun um það. John N. Mitchell, fyrrum dómsmálaráðherra og framkvæmdastjóri endurkjörsnefndar Nixons 1972, og Kerbert Kalmbach, lögfræðingur nefndarinnar og gjaidkeri, koma úr rétti. Þeir voru báðir dæmdir.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.