Dagblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 13
'
DAGBLAÐIÐ. MIÐ VIKUDACUR 31. Ar.tJST 197?
íaJtDGOiíi
mnw;
UHDCtíí
mB»ií
UJIBCOÍi
fUÖÍIK
S*JtDG«t
aioœiift
moh«
tlMoetsís
UNOGCI
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
| 4MÍDGUÍ6*
möw;
UtlDCtíí
nlB«>í
UNBCOÍi
fUÖBlK
SiitDcat
s«oco»
nlöNw
USDCti®
UNOGCI
Tomas knattspyrnu-
maður ársins í Eyjum
Tómas Pálsson, hinn kunni ieikmaður
ÍBV var um helgina kjörinn „knatt-
spyrnumaður ársins“ í Eyjum. Tómas
Pálsson var fyrirliði ÍBV í leikjum
sumarsins og átti eitt sitt bezta sumar
með ÍBV.
Tómas var að vísu ekki markhæstur
leikmanna IBV — það var Sigurlás Þor-
leifsson með 12 mörk. En Tómas Pálsson
lagði upp ófá mörkin í sumar með ósér-
hlífni sinni og leikgleði. Tómas Pálsson
skoraði 8 mörk i sumar — og var ein
sterkasta stoð þess liðs, sem kom
svo mjög á óvart með ágætri frammi-
stöðu sinni í sumar.
IBV náði þriðja sæti í 1. deild — hlaut
21 stig. Möguleikar ÍBV á sæti í UEFA-
keppninni að ári eru verulegir — það er
ef Valur sigrar Fram í úrslitum
Bikarsins. Sannarlega vel gert þegar á
fyrsta ári í 1. deild eftir fallið.
IBV lék ákaflega létta og skemmtilega
knattspyrnu í sumar — stutt spil. Þar
átti Tómas sinn stóra þátt. IBV sigraði
Fram í fyrsta leik sínum í 1. deild en þá
meiddist Sigurlás Þorleifsson, en Tómas
lagði einmitt upp mörg mörk fyrir hann.
I kjölfarið fylgdi góður kafli, með end-
urkomu Sigurlásar eftir mikla lægð. IBV
þaut upp stigatöfluna náði ekki að ógna
Akranesi eða Val — en þriðja sætið var
tryggt, sæti, sem sennilega gefur sæti í
UEFA-keppninni.
-RS.
Arsenal sigraði Man.
United á Highbury!
Arsenal sigraði Manchester United í
2. umferð enska deildabikarsins, 3-2, á
Highbury í Lundúnum í gærkvöid. Sigur
Arsenal var öruggur — Maicolm
McDonald kom Arsenal yfir fyrir
leikhlé, David McCreery jafnaði fyrir
United — en McDonaid var aftur á
ferðinni, skoraði annað mark Arsenal,
Liam Brady kom Arsenal í 3-1 — áður en
Stuart Pearson svaraði fyrir Manchester
United, í lokin, 3-2.
Kenny Dalglish var aftur á ferðinni
fyrir Liverpool — skoraði enn I sínum
fjórða leik í röð. Dalglish skoraði fyrra
mark Evrópumeistara Liverpool í síðari
hálfleik — Jimmy Case bætti við öðru
marki í 2-0 sigri gegn Chelsea.
Fjöldi leikja fór fram á Englandi —
úrsiit urðu:
Araanal-Man. litd. 3-2
Charíton-Wrexham 1-2
Blackpool-Shaff. Wad. 2-2
Bolton-Lincoln 1-0
Bumley-Norwich 3-1
C. Palaca-Southampton 0-0
Grimaby-Watford 1-2
Huddersfield-Co vantry 2-2
Ipswich-Northampton 5-0
Liverpool-Chelsoa 2-0
Nott. Forest-West Ham 5-0
Petersbro-Scunthorpe 1-1
Portsmouth-Leicester 2-0
Sheff. Utd.-Evertón 0-3
Sunderíand-Middlesbro 2-2
Swindon-Cardiff 5-1
Walsall-Preston 0-0
Wolves-Luton 1-3
Bríghton-Oldham 0-0
Binningham-Nons. County 0-2
Everton — sem í vor lék til úrslita við
Aston Villa í deildabikarnum sigraði
örugglega f Sheffield — hnífaborginni
kunnu í Yorkshire. Stórstjörnur Ever-
ton — Duncan McKenzie og Dave Lacht-
ford skoruðu sín hvort markið — og
Andy King skoraði þriðja mark Everton.
West Ham hefur þegar stimpil 2.
deildar á sér — og liði átti ekki
möguleika gegn efsta Jiðinu í 1. deild,
Nottingham Forest, Brians Clough. For-
est sigraði 5-0. Þá reyndust lið úr neðri
deildunum skeinuhætt þeim í 1. deild.
ÍJlfarnir töpuðu á heimavelli fyrir
Luton, Birmingham enn án stiga í 1.
deild, tapaði fyrir Notts County á luima-
velli, 3. deildarlið Portsmouth sigraði
Leicester og Burnleys, án stiga í 2. deild,
sigraði Norwich 3-1!
Þá heldur Wrexham sínu bikarstriki
— sigraði Charlton 2-1 í Lundúnum en
Wrexham var óheppið að vinna ekki sæti
í 2. deild síðastliðið vor.
íslenzka liðið valið
— Ásgeir fyrirliði
Hollenzki landsliðsþjálfarinn heimtar 5-6 mörk
Frá Halli Símonarsyni, blaða-
manni DB í Nijmegen í morgun:
Uppstilling íslenzka
landsliðsins gegn Hollandi í HM
leiknum í kvöld á Goffert leik-
vellinum hér í Nijmegen, heima-
velli NEC, efsta liðsins í 1.
deildinni hollenzku, kom ekki á
óvart, þegar liðið var tilkynnt á
blaðamannafundi á Park Hotel,
Berg en Dal, herbergi 26 í gær.
Ellert sagði að KSl væri sér-
lega ánægt með þann áhuga, sem
islenzkir fjölmiðlar sýndu HM.
Það væri mikil hvatning fyrir
íslenzku landsliðsmennina að vita
að vel væri fylgzt með þeim heima
á Islandi.
En ekki er enn ákveðið hver
stendur í marki íslands. Sigurður
Dagsson, aðalmarkvörður Islands
vaknaði veikur í gær, og í raun er
beðið eftir hvort hann nær sér
fyrir leikinn þannig að hann geti
spilað. Valið er því á milli
Sigurðar Dagssonar og Árna
Stefánssonar, síður en svo ljóst
hvor leikur. Aftasta vörnin gaf
sig nokkurn veginn sjálf eftir að
ljóst varð að Jóhannes Eðvaldsson
leikur ekki. Ölafur Sigurvinsson,
ÍBV, Marteinn Geirsson, Royale
Union, Gísli Torfason, ÍBK og
Janus Guðlaugsson leika í öftustu
vörn íslands — Gísli færður aftur
í stöðu Jóhannesar, stöðuna, sem
hann skilaði svo vel í landsleikn-
um gegn Svíum, hér í Reykjavík í
sumar.
Janus Guðlaugsson hefur unnið
sér fastan sess í íslenzka lands-
liðinu þrátt fyrir aðeins tvo lands-
leiki að baki, traustur leikmaður
sem nánast getur leikið hvar sem
er.
Framverði leika Guðgeir Leifs-
son, Charleroi, Hörður Hilmars-
son Val, Asgeir Sigurvinsson
Standard, fyrirliði, Arni Sveins-
son ÍA. Framvarðalínan var stóra
spurningin fyrir leikinn — vitað
fyrirfram að þeir Asgeir Sigur-
vinsson og Guðgeir Leifsson voru
öruggir i leikinn. Valið í hinar
tvær stóð á milli Harðar Hilmars-
sonar og Ásgeirs Elíassonar
hægra megin við hlið Guðgeirs, og
Arna Sveinssonar og Atla
Eðvaldssonar vinstra megin við
Ásgeir. Þegar komið var hingað
til Nijmegen hafði Ásgeir Elías-
son vinninginn yfir Hörð — en
eitthvert slen var á Asgeir Elias-
syni á æfingum, hann seinni en
aðrir og hjólið snerist Herði í vil.
Það kom á daginn að Hörður var
valinn. Eftir æfinguna í gær-
morgun stakk Atli Eðvaldsson við
fæti. Það hefur fært Árna Seins-
syni vinninginn — en þó var Arni
Sveinsson talinn hafa haft
vinninginn fyrir, þar sem hann er
álitinn betri varnarmaður en Atli
— en mest mun mæða á vörn
íslands gegn Hollandi.
Framherjarnir verða þeir Ingi
Björn Albertsson og Teitur
Þórðarson — báðir öruggir fyrir
leikinn. A blaðamannafundi gat
Tony Knapp, þjálfari liðsins, þess
að Teitur hefði verið beðinn að
leika fyrri hálfleik á fullu, keyra
og því yrði hann ef að líkum lætur
hvíldur í síðari hálfleik og þá
væntanlega kemur Matthias
Hallgrímsson inn á. Varamenn í
kvöld verða Ásgeir Elíasson, Atli
Eðvaldsson, Matthías Hallgríms-
son, Jón Gunnlaugsson og annar
hvor markvarðanna, Sigurður
Dagsson eða Arni Stefáns-
son. Þeir hvíla sig því í kvöld,
framherjarnir Guðmundur Þor-
björnsson, Val og Kristinn
Björnsson, IA.
Hollenzka landsliðið verður
skipað Van Beveren, PSV
Eindhoven, Wim Suurbier, Ajax,
Ruud Kril, Ajax, Wim Rijsbergen
Feyenoord, Hugo Hovenkamp AZ
’67.
Wim Jansen, Feyenoord, Willy
Kerkhof PSV, Wim Hanegem AZ
’67, verða tengiliðir. Framherjar
verða Johnny Rep, Bastia Ruud
Geels Ajax og Rene Kerkhof PSV.
Það hefur vakið athygli að Jan
Peters, markhæsti leikmaður
hollenzku deildarinnar eftir 5
umferðir, með níu mörk, er ekki
með. Peters hefur verið hampað
sem nýjustu stórstjörnu Hollands,
skoraði bæði mörk Hollands, gegn
Englandi á Wembley í 2-0 sigri
Hollands.
Þá skoraði Peters bæði mörk
Hollands gegn Belgíu í 2-0 sigri
Hollands — en leikurinn fór fram
í Belgíu. Það að Peters skuli
aðeins vera varamaður hefur
vakið mikla athygli. Holland
hafði algjöra yfirburði i báðum
þessum leikjum — báðum leikn-
um á útivelli — já, slíkt veldi er
Holland.
Holland leikur í fyrsta sinn
undir stjórn Ernest Happel, þess
kunna þjálfara. Þegar hann var
spurður í sjónvarpi með hvaða
úrslit hann yrði ánægður sagðist
hann ekki sætta sig við minna en
5-6 marka sigur Hollands, annað
væri ósigur fyrir Holland.
Mikilvægt væri að skora, ])ví
ef stigataflan verður jöfn þá
ræður markahlutfall. Það var ein-
mitt markahlutfall sem réð
hverjir fóru i úrslit HM í V-
Þýzkalandi — Holland eða Belgia
í síðustu HM. Þá léku með þessum
þjóðum í riðli ísland og Noregur
— Belgía og Holland skildu tví-
vegis jöfn, 0-0 en Holland skoraði
fleiri mörk gegn Noregi og
íslandi — ísland var raunar eina
þjóðin til að skora gegn Hollandi í
undanúrslitakeppninni.
Ábyrgðarmikil staða
en verið fyrirliði áður
— sagði Ásgeir Sigurvinsson, fyrirliði íslenzka landsliðsins
Frá Halli Símonarsyni, blaða-
manni DB í Nijmegen í morgun:
„Eg veit að það er ábyrgðar-
mikil staða að vera fyrirliði Is-
lands en í sjálfu sér breytir það
engu fyrir mig. Ég hef áður verið
fyrirliði íslands og veit því hvað
það er auk þess sem ég er vara-
fyrirliði Standard Liege,“ sagði*
Asgeir Sigurvinsson, sem lands-
iiðsnefnd skipaði fyrirliða í fjar-
veru Jóhannesar Eðvaldssonar en
Celtic neitaði að gefa Jóhannes
eftir.
Ásgeir Sigurvinsson hefur einu
sinni áður verið fyrirliði Islands
en það var í Evrópuleik gegn
Belgíu 1975, í Liege, heimavelli
Standard. Belgar sigruðu 1-0 í
þeim leik.
Hvernig leggst landsleikurinn í‘
Þig?
Þegar maður lítur á uppstill-
ingu hollenzka landsliðsins sér
maður að þar vantar ýmis þekkt
nöfn, Johan Cruyff, Johan
Neeskens, Rob Rensenbrink,
Boskamp. Auk þess leikur hol-
lenzka landsliðið í fyrsta sinn
undir stjórn nýs þjálfara. Það er
því aldrei að vita hvað gerist. Það
eru ekki miklar vonir um lands-
liðssigur en ef við náum jafntefli
gegn Hollandi þá væri það mikill
sigur fyrir íslenzka knattspyrnu.
Ánægður með skipan íslenzka
liðsins?
Það er ekki mitt að gagnrýna
val íslenzka landsliðsins.
Hvernig gengur Standard?
Byrjunin lofar góðu — við
sigruðum í tveimur fyrstu leikj-
um okkar en töpuðum hinum
þriðja, gegn Anderlecht i Brussel.
Það sækja fáir gull i greipar
Anderlecht á hinn glæsilega leik-
völl þeirra en landsleikur Islands
og Belgíu fer einmitt fram í
Brussel, á leikvelli Anderlecht.
Við lékum um helgina við lið úr 3.
deild í bikarnum og sigruðum 4-0
á útivelli — að vísu ekki sterkur
andstæðingur en engu að síður
góður sigur, sagði Asgeir Sigur-
vinsson, fyrirliði íslenzka lands-
liðsins að lokum.
Ásgeir Sigurvinsson er 22 ára,
leikur sinn 19. landsleik fyrir Is-
land, en hann hefur verið at-
vinnumaður með Standard Liege
í fjögur ár. Ásgeir Sigurvinsson
hefur skorað tvívegis í landsleikj-
um sínum, bæði sigurmörk. As-
geir skoraði sigurmark Islands
gegn A-Þýzkalandi hér 1 Reykja-
vik, annað mark Islands. Asgeir
fékk langa sendingu fram, hljóp
NEC, Volendam, Amsterdam og Telstar
— munu öll fylgjast með Guðgeiri Leifssyni. Fulltriíar frá CS Brugge og
Molenbeek verða á leiknum íkvöld — þá verður Ingi Björn ísviðsljösinu
Frá Halli Símonarsyni, blaða-
manni DB í Nijmegen í morgun:
Islenzkir knattspyrnumenn
hafa vakið mikla athygli erlendis
— þá vegna hins góða árangurs
undir stjórn Tony Knapp, lands-
liðsþjálfara. Stórlið Evrópu fylgj-
ast nú með hverri hreyfingu ís-
lenzka liðsins.
Þannig verða hvorki fieiri né
færri en 6 lið sem munu fylgjast
með Guðgeiri Leifssyni í lands-
leikjunum gegn Belgum og Hol-
lendingum.. Það eru hollenzku
félögin Telstar, Volendam, FC
Amsterdam og NEC frá Nij-
megen, sem nú er efst í 1. deild-
inni Hollenzku, öll lið í 1. deild.
Þá verða fulltrúar frá þýzka lið-
inu St. Pauli í Bundesligunni, og
loks frá 1. deildarfélagi í Sviss.
Sannarlega mikilvægir leikir
fyrir Guðgeir Leifsson.
Við höfum áður sagt að þjálfari
Standard muni fylgjast með leikj-
um íslands — og þá verða full-
trúar frá Molenbeek og CS
Brugge til að fylgjast með þeim
Guðmundi Þorbjörnssyni og Inga
Birni Albertssyni — en ólíklegt
er að Guðmundur leiki í lands-
leikjunum.
Já, íslenzku landsliðsmennirnir
eru sannarlega í sviðsljósinu —
þetta eru þau félög sem vitað er
um en allt eins víst að fieiri séu
og þá eru allir landsliðsmenn Is-
lands í sviðsljósinu.
Sigurður eða Árni?
Frá Halli Símonarsyni, blaða-
manni DB í Nijmegen í morgun:
Rétt fyrir hádegi var ekki búið
að taka ákvörðun um það hvor
þeirra Sigurðar Dagssonar eða
Árna Stefánssonar yrði í markinu
gegn Hollendingum. Sigurður var
undir læknishendi í gær og var
orðinn okkuð góður í gærkvöld.
Mér finnst stefna í að hann
verði í markinu nema honum slái
niður í dag. Landsliðsmennirnir
æfðu á Goffert Stadium í gær-
kvöld — nákvæmlega við þær að-
stæður, sem verða í leiknum i
kvöld. Þeir voru mjög hrifnir af
leikvellinum en hann er um 110
metrar á lengd og 70 metrar á
breidd, nokkru brciðari en
Laugardalsvöllurinn I dag verð-
ur aftur æft — tekiulétt æfingog
síðan hvílt fram að landsleiknum.
Reynir bikar-
meistari 2.fl.
tJrslitaleikur Bikarkeppni II-
flokks, var háður á Melavellinum
í fyrrakvöld. Áttust þar við lið
Reynis frá Sandgerði og Breiða-
bliks, — og lauk þeirri viðureign
með sigri Reynis, 2-1. Það voru
þeir nafnarnir Pétur Sveinsson
og Brynjarsson sem skoruðu
mörk Reynis í fyrri hálfleik, en
Birgi Teitssyni tókst að minnka
muninn þegar langt var liðið á
leikinn. Bæði liðin áttu tækifæri á
að skora, sem ekki nýttust, en
úrslitin, 2-1, voru mjög sanngjörn
eftir gangi leiksins. Þjálfari
Reynis er Eggert Jóhannesson en
hann hefur einnig náð mjög góð-
um árangri með meistaraflokk
félagsins, sem kunnugt er.
____________________- emm
35. tbl. 39. árg. 1. sept. 1977
Aftari röð frá vinstri: Sigurður Jóhannsson form. Reynis, Grétar Sigurbjörnsson, Friðrik Friðriksson,
Ömar Björnsson, Jón Guðmann Pétursson, Asgeir Þorkelsson, Rúnar Öskarsson, Guðmundur Jósteinsson
og Eggert Jóhannesson, þjálfari.
Fremri röð: Pétur Brynjarsson, Þórður Marelsson, Hákon Gunnarsson, Sigurður Bjarnason, Jón örvar
Arason, Sigurður Guðnason, Jóhannes Sigurjónsson og Pétur Sveinsson.
-'J'yiTyrMaWHMi
af sér varnarmann A-Þýzkalands
og skoraði með þrumufleyg.
Fyrra mark tslands gegn Þjóð-
verjum skoraði Jóhannes Eð-
valdsson með hjólhestaspyrnu,
bæði gull af mörkum. Síðara
mark Asgeirs var einnig sigur-
mark, 1 fyrsta sigurleik Islands
gegn FIFA-landi á útivelli. Það
var I Noregi, Osló í 1-0 sigri Is-
lands gegn Noregi 1976.
Teiturmeð
gegn Belgum
— f er ekki f rá
Jönköping þrátt fyrir
tilboð, segirTeitur
Frá Halli Simonarsyni, biaða-
manni DB í Nijmegen i morgun:
KSl hefur fengið leyfi hjá
FIFA til að Teitur Þórðarson
megi leika gegn Belgíu á laugar-
dag. Teitur var ekki í 22 manna
hópnum í sambandi við þann leik
þar sem Jönköping vildi ekki gefa
hann eftir. I stað hans var Jón
Alfreðsson ÍA skráður í hópinn.
I gær töluðu þeir Ellert
Schram, formaður KSl og Teitur
báðir við forráðamenn Jönköping
og þá var ekkert því til fyrirstöðu
að Teitur mætti leika gegn Belg-
um. Þegar það leyfi var tilkynnt
sneri Ellert sér til FIFA með
beiðni, sem var samþykkt.
Þá hefur verið rætt við þjálfara
Halmia um að Matthías Hall-
grímsson fái einnig leyfi í leikinn
gegn Belgum. Það mál er I athug-
un hjá sænska félaginu og svar
verður gefið i kvöld. Það hlýtur
að verða jákvætt þar sem Halmia
hefur í raun að engu að stefna í 2.
deild.
Þá má geta þess að þeir Teitur
og Matthías hafa báðir fengið til-
boð frá sænskum 1. deildarliðum.
En Teitur sagði mér að hann
myndi ekki skipta um félag fyrr
en samningur hans við Jönköping
rynni út eftir ár. Þá er hann líka
ákveðinn i að skipta um félag. Þá
sagði Teitur einnig að Jönköping
mundi senda menn til Bergen í
Noregi til að fylgjast með leik
Brann og lA í Evrópuleiknum,
síðar í þessum mánuði með það
fyrir augum, að revna að fá ein-
hvern eða einhverja leikmenn úr
lA liðinu.
’■ H.v * '
Vero kr. 400
í*.
V