Dagblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 2
5 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. AGUST 1977. Verið miskunnsöm við dýr Sigríður Lárusdóttir skrifar: Góðir samborgarar. Senn Iíður nó að haustdögum og þá er ástæða til að huga að líðan dýranna yfirleitt, ekki sízt þeirra dýra sem minnst virðast vera metin hjá okkur (þ.e.a.s. önnur dýr en nytjadýr). Nú nýlega barst mér óhugnanleg frétt um að maður i bláum sendiferðabil hefði hent kettlingi út úr bíl sínum til tveggja drengja sem hann sá standa þar á götunni og sagt þeim að eiga hann og ók síðan burt. Síðan fóru drengirnir eða þeirra fólk með kettlinginn til lögreglunnar sem flutti hann til Kattavinafélagsins. Þakkir vil ég færa lögreglunni og öðrum þeim sem aðstoðuðu þetta litla dýr i umkomuleysi þess. Enn vil ég minna fólk á að leita upplýsinga um ófrjósemis- Raddir lesenda Umsjón: Dóra Stefánsd. aðgerðir fyrir dýr sín hjá dýra- lækni, Brynjólfi Sandholt tii dæmis, ef það er svo að það veit ekki ráð sjálft. Þetta er lítil aðgerð og ekki tímafrek né dýr- inu til óþæginda ef hún er framkvæmd nógu snemma og hjá góðum dýralækni. Og hugsið vel um hvort þið viljið' eiga dýr áður en þið takið þau að ykkur, því að þegar það er einu sinni komið á heimili ykk- ar er það í ábyrgð ykkar. Þau eru ekki aðeins leikfang um stuttan tinia heldur lifandi dýr sem þið ábyrgist ogeigið skyld- ur við. Kynnið ykkur lög um dýravernd því dýrin eiga gild- andi lög fyrir sig og það eruð þið sem eigið að sjá um fram- kvæmd þeirra og að þau séu í heiðri höfð. Leggið niður þetta kæruleysi og ábyrgðarleysi við dýrin. Kattavinafélagið hefur geymtketti í sumar fyrir fjölda marga sem hafa óskað geymslu fyrir dýr sin, þó að enn sé plássið af skornum skammti og margir verði frá að hverfa fyrir þá-sök. Eg vona að fólk sjái hve mikil þörf er á þessari starf- semi og styðji félagið með ráðum og dáð. Svo vonumst við eftir að heyra meira en verið hefur frá katta- og yfirleitt dýravinum. Gangið í Kattavina- félagið og styrkið það með framlögum ykkar. Félagið hefur sambönd um allt land, en í Reykjavík er það í síma 14594. Hafið samband — við tökum með þökkum allri aðstoð smærri og stærri. Dauft hefur nú logað á ljósi áhugans hjá Sambandi Dýra- verndunarfélagsins þar til nú nýverið að það hafði dýrasýn- ingu í Laugardalshöll, sem haldin var til styrktar bygg- ingar sjúkraskýlis fyrir hross Fáks. Og allt er nú gott um það að segja. Þó finnst mér nú að dýrategundir þær sem þar voru sýndar hefðu átt að njóta ágóðans. En sitt sýnist hverj- um. Og mér finnst nú dýra- geymslan I Dýraspítalanum allt annað en góð eins og hún er. Hundar og kettir búa hvert hjá öðru og þar er gelt og gól dag og nótt sem að líkum lætur, þetta eru svo ólikar dýrategundir að þær samrýmast í flestum tilfell- um ekki í því nábýli sem þær eru í þarna — þau eru eðlilega hrædd hvert við annað. En dýrahjúkrunarkonan ætlar víst að kenna þeim betri siði. Trúlega færi henni betur úr hendi að halda sig að hunda- snyrtingum sínum og mætti segja mér að hún hefði allnóg að gera við það. Síðan að endingu bið ég alla sanna dýravini, hvar sem er á landinu, að láta til sín taka við verndun dýranna. Vel á minnzt, er lika farið að fleygja hundunum eins og kött- unum út úr bílum þegar þeir hafa verið fluttir úr borginni út á víðavang? Hvaðan voru hund- arnir sem bitu sauðféð hér í nærliggjandi sveitum (úr blaðafrétt í sumar) ? Að endingu, verið miskunn- söm við dýrin. Vinnið að bættri meðferð þeirra hvar sem er á landinu. Ein örlítil ábending Aðalbjörn Arngrimsson skrif- ar: Mikill fjöldi þeirra mynda sem sýndar eru í sjónvarpi eru með íslenzkum skýringartexta. En það er sá galli á gjöf Njarðar að textinn kemur að litlum sem engum notum fyrir stóran hóp manna vegna þess hversu orðmargur hann er. I mörgum tilfellum gera menn ekki betur en rétt að lesa textann og gefur þá augaleið hversu mjög annað gagn af myndinni skerðist. Góð þýðing á að þjappa efni myndarinnar í stuttar setning- ar þó svo að myndaþráðurinn náist. Slíkt hefur maður séð hjá einstaka þýðanda. Sennilega þarf til þess meiri hugleikni en til að þýða sem næst orðrétt. En þýðingin mundi þá koma fleirum að gagni. Ég undrast það hversu hijótt hefur verið um þetta at- riði í rekstri sjónvarpsins og vil hér með skora á þá sem líta þetta svipuðum eða sömu aug- um og ég að láta til sfn heyra og þá helzt í DB. Þar sem ég hef haft talsverð afskipti af sjónvarpsmálum míns héraðs hefði ég gjarnan viljað ræða það frekar. En það bíður betri tima. MAÐUR, KARL EÐA KONA Maður skrifar: Það er eitt I dagblöðunum sem mér finnst mjög hvimleitt. Það eru hinar sifelldu auglýs- ingar eftir starfskröftum. Ég veit vel að bannað er að auglýsa annað hvort eftir körlum eða konum. En það sem ég ekki skil er hvað er að orðinu maður. Samkvæmt íslenzkri orðabók Menningarsjóðs þýðir orðið maður karl eða kona. Þannig eru allar konur menn en ekki allir menn konur. Mætti þá ekki einfaldlega auglýsa sisvona: Mann vantar, óska eftir manni til starfa, mann vantar vinnu? Ef starfið er að einhverju leyti sérkenni- legt þannig að talið er að ekki geti hvaða maður sem er leyst það af hendi mætti geta þess sérstakelga. T.d.: Mann vantar til að bera þunga vöru, mann vantar til saumastarfa o.s.frv. Þá gætu þeir menn sem'treysta sér til burðar eða saumaskapar sótt um en hinir ekki. Auðvitað geta menn af báðum kynjum ekki verið jafn- vel fallnir til allra starfa. Þannig er það líffræðileg stað- reynd að karlar eru sterkari en konur. En þau störf sem krafta þarf til að leysa eru svo sárafá nú til dags. Mest er unnið með vélum og þeim geta karlar jafnt og konur stýrt. Enda hafa lögin líklega verið sett með það f huga. Undirritaður maður lenti einu sinni í þeirri aðstöðu að vinna starf sem eingöngu hafði verið unnið af mönnum af hinu kyninu. Ég fékk starfið ein- göngu af þvi að það kyn var ekki að fá. Ég mætti nokkrum erfiðleikum fyrst þar sem rnerih töldu mig ekki þess um- kominn að vinna verkið nógu vel og margar hendur voru á lofti að aðstoða mig. Þegar hins vegar menn komust að því að ég var fullfær um að ráða við þetta allt saman var farið að ráða fleiri menn af sama kyni og ég er. Nú sé ég að jafnt er af konum og körlum í þessu starfi. Ég nefni þetta dæmi til þess að sýna að fordómar þeir sem uppi eru viða um að ekki geti nema annað kynið unnið ein- hver viss störf eru f langflest- um tilfellum úr lausu lofti gripnir. í langflestum tilfellum geta bæði kynin starfað hlið við hlið í sátt og samlyndi án þess að þurfi að gera upp á milli þeirra, hvorki f launum né f auglýsingum. Bréfritari heldur þvf fram að konur og karlar eigi að geta unnið nær öll störf saman. Myndin sýnir fyrsta kvenhásetann hjá Eimskip. DB-mynd Hörður. landsmálasamtökin STERK STJORN Laugavegi 84 - Sími 13051 Opiðkl. 5-7 alladaga

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.