Dagblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 15
Það er ákaflega fátítt að hljómsveitir af Austfjörðum sæki Reykvíkinga heim. Ein slík er þó komin í bæinn og skemmtir á danshúsum þar um helgina. Jafnvel stendur til að meðlimirnir verði kyrrir syðra og starfi þar í vetur. — Dag- blaðið ræddi við einn úr Amon Ra, Sævar Sverrisson, fyrir skömmu. „Okkur langar mikið til að halda hópinn 1 vetur og leika þá á Suðurlandinu," sagði Sævar. ,;Einn okkar, Gunnar Kristinsson orgelleikari, AMON RA — úti undir vegg á æfingastöðvum sínum á Nes- kaupstað. Hljómsveitin er nú komin á suðlægari mið. DB-mynd: Ragnar Th. SigurAsson. hættir þó og fer til náms í Vínarborg. Við þurfum því að útvega okkur nýjan orgel- leikara í hans stað.“ Sævar vildi ekkert um það segja, hvort einhver einn orgelleikari kæmi öðrum fremur til greina. Hann af- þakkaði þó strax boð Dag- blaðsins um að auglýsa eftir manni, svo að eitthvað er greinilega að gerast. Amon Ra leikur í Klúbbnum annað kvöld, fimmtudags- kvöld. A laugardag skemmtir hljómsveitin á dansleik Rockvakningar og loks aftur í Klúbbnum á sunnudagskvöld. Þá verða mannaskipti og æfingar hefjast að nýju. Sævar Sverrisson starfaði síðasta vetur með hljómsyeit- inni Cirkus. Hann var að því spurður, hvort Amon Ra flytti svipaða tónlist og. sú hljómsveit. Hann kvað nei við því. „Við höfum alveg sleppt þessari diskótekmúsík og einbeitt okkur að vandaðri hlutum og öllu þyngri," sagði hann. „Við erum með lög frá Santana og þess háttar hljóm- sveitum. Við ætlum jafnvel að þyngja prógrammið enn frekar I framtíðinni.“ Mikið hefur verið skrifað um austfirzkar hljómsveitir I Dagblaðinu og sýndist þar sitt hverjum. Nú gefst Sunnlendingum loksins kostur á að heyra i einni slikri, en enn um sinn verður allt á huldu um getu Völundar, Heródesar, Högna hrekkvísa og hvað þær nú heita allar saman. -at- ASGEiR1 TÓMASSON DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. AGUST 1977, LINDA McCARTNEY — þau hjón eiga saman tvær dætur fyrir. Linda Mc- Cartneyá vonásér Linda McCartney er sannarlega útivinnandi hús- móðir. Síðan hún giftist manni sínum, Paul McCartney, hér á árunum hefur hún hlotið fjór- ar gullplötur fyrir góða plötusölu. Ekki gerði hún þetta ein, heldur með hljóm- sveit þeirra hjóna, Wings. Auk þess sendi Linda frá sér metsölubókina Linda’s Pictures (Myndir Lindu) fyrir nokkru og loks ræktar hún stærðar matjurtagarð á býli þeirra hjóna í Skotlandi. Þrátt fyrir allt þetta annriki hefur Linda gefið sér tíma til að eignast með Paul tvær dætur — Mary og Stellu, — og nú á hún von á þriðja barninu. Meðan hún bíður eftir fæðing- unni vinnur hún I fljótandi hljóðveri, sem liggur við festar í Jómfrúreyjum. MaCartneyhjónin hafa enn ekki tekið ákvörðun um hvort barnið eigi að fæðast í Bret- landi eða Bandaríkjunum, en. Paul tjáði blaðamönnum fyrir skemmstu að það yrði stúlka. Linda kvað kynferðið ekki skipta máli, bara ef barnið fæddist heilbrigt. „Ef það verður drengur, á hann á að heita James, í höfuðið á föður Pauls,“ sagði hún. t.’r Newsweok. —/ 7. Aríldog Co mættu ekki i Jazzkjallarann Viðar Alfreðsson skemmti ístaðinn m.a. með túbuleik Félagsmenn Jazzvakningar og aðrir, sem mættu í Jazz- kjallarann að Fríkirkjuvegi 11 á mánudagskvöldið, urðu ekki þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að heyra I Nordjazzkvartetti Arild Andersen. Auglýst hafði verið, að kvartettinn yrði gest- ur kvöldsins. Þegar til kom uppgötvaðist skyndilega, að gleymzt hafði að tilkynna meðlimum hans í tæka tíð að þeir ættu að spila þá um kvöldið. Að sögn aðstandenda Jazz- vakningar var það ekki eingöngu formsins vegna, sem hljóðfæraleikararnir neituðu að leika, heldur voru tveir þeirra að koma til landsins um sjöleytið á mánudagskvöld og voru þvi þreyttir. Þar að auki höfðu vist hljóðfæri þeirra orðið eftir í Noregi. I staðinn fyrir Arild Ander- sen og hljómsveit hans skemmtu Viðar Alfreðsson og félagar gestum Jazzkjallarans, sem voru sérlega margir á mánudagskvöldið. Viðar fór á kostum og blés til skiptis- í kornett, trompett, takka- básúnu og, — merkilegt nokk — I túbu. Vernharður Linnet, einn helzti jazzsérfræðingur landsins, sagði nokkur orð áður en Viðar hóf túbuleik sinn. Þar kom meðal annars fram að Vernharði var kunnugt um, að aðeins einu sinni áður í nútíma jazzi hafði verið leikið á túbú. Þar var að verki Ray nokkur Drapner, sem lék á túbu inn á tvær plötur með John Coltrane árið 1958. Vernharður sagði einnig stuttlega frá frægasta jazz- túbuleikara allra tíma. Sá hét John Kirby og lék jafnhliða á túbu og bassa á „swing“- tímabilinu. Þá tíðkaðist nefnilega, að túbublástur kæmi i stað bassaleiks. Með Viðari Alfreðssyni léku á mánudagskvöldið þeir Karl Möller, Alfreð Alfreðsson og Gunnar Hrafnsson bassa- leikari. Áheyrendur fögnuðu VIÐAR ALFREÐSSON — fátítt er að heyra túbuleik í nútima jazzi. Aðeins er vitað um eitt dæmi þess áður, — árið 1958. þeim vel og tóku því með karl- mennsku að hafa orðið af kvartett Arild Andersen. Þeir fá í sárabót tuttugu prósent afslátt af aðgöngumiðaverði tónleikanna i Glæsibæ i kvöld. Nægir að framvisa félagsskír- teini í Jazzvakningu til að fá þann afslátt. -AT- DB-myiHl: Ami NN. Neskaupstaöar- hljómsveitin Amon Ra er komin sudur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.