Dagblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. AGUST 1977. Laus staða Einn kennara vantar að Gagnfræða- skóla Húsavíkur. Uppl. gefur skóla- stjóri, Sigurjón Jóhannesson, í síma 96-41166 eða 96-41344. Skólanefnd. Fjölbrautaskólinn á Akranesi Hjúkrunarfrœðingur óskast til kennslustarfa við fjölbrautaskólann. Nónari uppl. í síma 93-1672. Skólanefnd. Skóli Emils KENNSLUGREINAR: Harmoníka, munnharpa, gítar, píanó, melódíka og rafmagnsorgel. Hóptimar og einkatímar. Innritun daglega. Sími 16239. Emil Adólfsson, Nýlendugötu 41. Blaðburðarbörn óskast strax i eftirtalin hverfi: Skjólin Þórsgötu Suðurlandsbraut Sogaveg fró 50 — út Bergþórugötu Hótún, Miðtún Bergstaðastrœti Laufósveg Hringbraut Tjarnargötu, Suðurgötu Austurstrœti, Hafnarstrœti Norðurbrún, Austurbrún Barðavog, Eikjuvog KÓPAVOGUR austurbœr: Hamraborg og Traðir GARDABÆR: Flatir Uppl. í síma 27022 HMEBUUUB Óeirðirnar á írlandi: Fjárhagsstuðningur ef írar semja frið — segir Carter forsetí, eftir fund með írsk- ættuðum þingmönnum. — Edward Kennedy lýsir sig ánægðan með þessa ákvörðun stjömarinnar Carter forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir i gær að stjórn hans myndi veita Irum fjár- hagsstuðning ef þeir settu niður deilur. Hann sagði að, Bandaríkjamenn tækju enga afstöðu til deiluaðila, mótmæl- enda og kaþólikka, en stjórnin myndi veita fjármunum I at- vinnuvegina. Forsetinn lagði mikla áherzlu á að sættir tækjust og þá með hjálp Breta og Irska lýðveldisins. Carter sagðist vera sammála þeim sem mót- mæltu óeirðum á Norður- trlandi. Talið er að yfirlýsingin hafi komið til vegna nýlegs fundar Carters með þingmönnum sem eru af frsku bergi brotnir. Þeirra á meðal var þingmaður-' inn Edward Kennedy, sem er af írskum ættum sem kunnugt er. A fundi þingmannanna með forsetanum hvöttu þeir hann til Pils skal það vera, segja tízkukóngarnir þegar þeir ákveða i hverju kvenfólkið á að vera í vetur. Þeir taka ekkert tillit til hvar á hjara veraldar konan er, hún á bara að vera i pilsi í vetur. Það á að vera köflótt og fellt. Hún getur bara lokað sig innandyra ef hún getur ekki eignazt eitt slík*. Stúikan hór á myndinni er fvrirmyndin og nú er bara að horfa vel á myndina og marsora svo í búðirnar, það hlýtur að fást svona pils einhvers staðar. að gera eitthvað sem gæti orðið til aó setja niður deilur mót- mælenda og kaþólskra. Kennedy hefur lýst ánægju sinni með þessa yfirlýsingu for- setans og það hafa einnig fleiri' þingménn gert. Um leið og Carter forseti til- kynnti um fjárhagsstuðning við Ira ef þeir settu niður deilur sinar bað hann um að stuðningi við hvorn málstaðinn sem væri yrði hætt og aðilum ekki látin i té tæki eða vopn. Haavik lézt úr hjarta- slagi — segir ískýrslu sem gerðvar vegna dauða hennar Gunvor Galtung Haavik dó eðlilegum dauðdaga, segir í skýrslu sem gerð var eftir rannsókn á dauða hennar í fangelsi i Noregi. Gunvor hafði játað á sig njósnir fyrir Sovétríkin i fjölda ára. Hafði hún játað sekt sína rétt áður en hún lézt. I skýrslunni um dauða hennar segir að hún hafi lát- izt af hjartaslagi. I krufn- ingu var leitað eftir eitri i lfkama hennar en það fannst ekki. Sprengju- maðurinn fundinn? — lögreglan í Gladsaxe hefur fengið ótal ábendingarfrá fólki Lögreglan í Gladsaxe, einni útborg Kaupmanna- hafnar, telur sig nú hafa fengið nokkuð öruggar vis- bendingar um hver maður sá er sem hefur sett sprengjur í símaklefa í bæn- um að undanförnu. Maðurinn hefur sézt við símaklefa í bænum og ná- kvæmar lýsingar eru til af honum, að sögn lögreglunn- ar. Hún segir að líklegt sé að hér sé kominn maðurinn sem kallar sig Hinn ósýni- lega X. Hingað til hafa aðeins tvær sprengjur sprungið i simaklefum, sú sfðasta var uppgötvuð nógu snemma til að ekki hlytust slys af. Lögreglan í Gladsaxe hefur fengið ótal ábend- ingar um hver maðurinn sé og einnig hefur fólk verið ófeimið við að tilkynna sprengjur í tíma og ótíma. Maðurinn sem lögreglan leitar nú að er 35 til 40 ára, hár og grannur með dökkt hár.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.