Dagblaðið - 02.09.1977, Blaðsíða 2
2
/■
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1977.
Bréfritari hvetur menn tii að hugsa sig um áður en þeir henda rusli
á viðavangi. Annars verða aðstæður víða svipaðar og á þessari mynd
sem Hörður tók.
SIMA LOKAÐ
granni okkar hafði haft rétt
fyrir sér. Símanum hafði verið
lokað. Þegar maðurinn minn
benti starfsfólki simans á það
að hann hefði þsgar greitt
reikninginn í fyrri viku var
honum sagt að þarna hefðu lík-
lega verið á ferðinni mistök.
Lokað hefði verið fyrir rangan
síma. Ekki voru honum boðnar
neinar bætur fyrir þetta, aðeins
beðizt fyrirgefningar.
Þetta finnst mér anzi hart.
Komi það fyrir að maður geti
ekki af einhverjum ástæðum
greitt símareikning sinn í tæka
tíð og símanum sé lokað þarf
maður að greiða stórfé til að fá
hann opnaðan aftur. Fyrir
mistök hjá Pósti og síma er
lokað síma okkar og finnst mér
að við ættum að fá greidda
sömu fjárupphæð fyrir að
verða fyrir þeim mistökum. Það
var einskær tilviljun' að það
uppgötvaðist fyrir helgina að
síminn var óvirkur og það er
sannarlega ekki Pósti og síma
að þakka að hann var ekki
lokaður alla helgina.
Það minnsta sem maður
getur farið fram á fyrir þau
gífurlega háu afnotagjöld sem
maður greiðir er að svona lagað
sé ekki gert bótalaust.
Arnbjörn Leifsson hringdi:
Mig Iangar að bæta við inn-
leggi í umræður um mismun-
andi verð á bílavarahlutum í
hinum ýmsu búðum. Sjálfur á
ég Volkswagen 1600 og þurfti
að kaupa.nokkuð í hann núna
nýlega. Umboðið (Hekla) selur
varahluti mun dýrara en aðrir
gera. Nokkur dæmi: Stimpla-
sett kostar 44 þúsund í Heklu,
15 þúsund í Kistufelli. Þar eru
um að ræða sett frá nákvæm-
lega sama framleiðanda.
Hemlaklossar kosta 4.956 í
Heklu en 2.200 í Bílhiutum.
Háspennukefli kcstar 4.500 í
——
Heklu en 2.300 í Bílhlutum.
Einn ventill kostar 2.500 í
Heklu en 150 í Kistufelli.
Nú langar mig að fá að vita
hvort álagning á bílavara-
hlutum er frjáls og ef ekki hver
er hún? Og hvernig getur þá
staðið á þessum geysilega
verðmun?
Hjá Georg Ólafssyni verð-
lagsstjóra fengust þær upplýs-
ingar að álagning á bílavara-
hlutum væri ekki beint frjáls.
Hins vegar hefði hún verið það
enf • erðstöðvuninni stöðvaðist
álagning sem menn höfðu þá.
Þannig er nokkuð mismunandi
eftir aðilum hvað mikið er lagt
á. Algengast er að bæði heild-
sölu- og smásöluálagning sé
50% en þó getur hún farið upp
í 70%.
Georg verðlagsstjóri gat þess
að bílaumboðin eins og t.d.
Hekla nytu nokkurrar sérstöðu
hvað álagningu varðar. Það er
rökstutt með þvi að þau þurfa
alltaf að hafa alla varahluti í
bíla sína á lager. Á meðan
þurfa búðir eins og Kistufell og
Bílhlutir ekki að hafa nema
það sem bezt selst.
RÖNGUM
Kristín Hrafnfjörð hringdi:
Á föstudaginn í fyrri viku
vildi svo til að maðurinn minn
var heima við og þurfti að nota
síma. Síminn virtist í ólagi og
fékk hann engan són. Hann fór
því í næstu íbúð og fékk að
hringja þar. Húsráðandi sagði
sem svo „hefur ekki bara verið
lokað hjá ykkur vegna van-
skila.“ „Nei það getur ekki
verið. Eg borgaði af símanum
13 þúsund i fyrri viku,“ sagði
maðurinn minn.
Hann gerði sér svo seinna um
daginn ferð niður á síma til að
athuga hvað að símanum væri.
Og það undarlega var að ná-
Mismunandi verð á bflavarahlutum
Raunir kjallarabúa
mér. Þegar ofsarok er eins og
varnii um síðustu helgi fyllast
blessaðar tröppurnar og þá
þyöir ekkert að taka fram
sópinn. Minna verkfæri en
skófla dugar ekki.
Þrátt fyrir það að ég sé orðin
hreinasti meistari í tröppusópi
og hafi samt ekki alltaf undan,
langar mig að fá kaupendur
sælgætis til að taka meira tillit
til mín. Eg bað eitt sinn sjoppu-
eigandann að setja upp rusla-
dall og lofaði hann öllu góðu en
framkvæmdir hef ég engar séð.
Þvf sýnist mér að ég verði að
biðja viðskiptavini sjoppunnar
að halda á rusli sínu með sér
heim. Ef þeir vilja endilega
setja það í einhverjar tröppur
að gcra það þá þar, ella að bera
það ínn í ruslafötu.
I sannleika sagt, pa
finnst mér þarna ekki vera
farið fram á nein ósköp. Því
það er ekki aðeins í annarra
manna kjallaratröppum sem
slíkt rusl sómir sér með
eindæmum illa heldur einnig
hvar sem er á víðavangi. Hugsið
út í það, góðir hálsar, næst
þegar þið hendið bréfinu utan
af prinspólóinu út um bílglugg-
ann eð^ fyrir utan sjoppuna
sem þið keyptuð það í. Hugsið
um raunir kjallarabúans sem
þarf að sópa það upp úr tröpp-
unum sínum. Og hugsið um
raunir allra annarra sem geta
ekki notið þess að setjast niður
á bekk í skemmtigarði (þeir
eru jú svo margir) þvi þar er
allt moríndi í rusli.
1623-9259 skrifar:
Eg bý í kjallara. Og eins og í
öðrum kjöllurum á landinu
liggja niður í hann tröppur. t
næsta húsi fyrir ofan er sjoppa.
Og hvað kemur þetta okkur við
spyr kannski einhver. Jú, þetta
kemur ykkur við segi ég.
Svo er nefnilega mál með
vexti að þeir sem verzla við
sjoppuna góðu í næsta húsi eiga
það til og gera mjög oft að
henda bréfinu utan af sæl-
gætinu, sem þeir voru að kaupa
frá sér á jörðina þar upp við.
Svo þarf ekki nema smágolu og
allt bréfaruslið fer af stað og
fýkur...ofan í tröppurnar hjá
Kynningarlag
Áfanga
Áhugasamur skrifar:
Hverjir flytja upphafslag
þáttarins Áfangar? Hver er
höfundur þess og hvar er það
fáanlegt á plötu?
Haft var samband yið Guðna
Rúnar Agnarsson annan
umsjónarmanns Afanga. Hann
sagði að kynningarlag þáttarins
héti Astral Travel og væri
Pharaoh Sanders höfundur
þess og flytjandi. Lagið er af
plötunni Phenb en ekki hélt
Guðni að hún væri fáanleg hér
á landi.
Landsmálasamtökin STERK STJ0RN Laugavegi 84 - Sími 13051 Opidkl. 5-7 alladaga