Dagblaðið - 02.09.1977, Blaðsíða 1
3. ARG. - FÖSTUDAGUR 2. SEPT. 1977 — 191. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMOLA 12. AUGLYSINGAR ÞVERHOLTI 11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — fVÐALSÍMI 27022,,
KVARTAÐ YFIR „DRAUGA”-
í KIRKJUGARÐINUM
Lögreglan í
óvenjulegu
verkefni í
gærkvöldi:
Tveim mönnum er leiö áttu
um Hólatorg, framhjá gamla
kirkjugarðinum, í gærkvöldi
brá óþyrmilega er þeir sáu
undarlegar hreyfingar í garðin-
um og síðan veru í mannslíki,
náhvíta í framan. Tilkynntu
þeir fyrirbrigðið á Miðborgar-
GANGI
stöð lögreglunnar.
Lögreglan fór á vettvang og
fljótlega komu lögreglumenn
auga á tvo menn sem báðir voru
hvítmálaðir i framan. Lögðu
þessir „draugar" þegar á flótta
er þeir sáu lögreglumenn
nálgast sitt helga vígi.
Hófst nú eltingaleikur sem
lauk með því að annar „draug-
anna“ náðist. Var hann færður
á lögreglustöðina og látinn tjá
sig. Kvaðst hann hafa borið
zinkpasta í andlit sér aðeins í
þvi skyni að verjast háfjallasól.
Gat hann þess einnig að hann
stundaði mikið fjallgöngur.
Ekki þóttist „draugurinn" vita
hvort í kirkjugarðinum hefðu
verið tveir slíkir á ferð eða
fleiri.
„Draugnum", sem reyndist
vera fæddur 1960 og því 17 ára,
var veitt gisting í fangaklefa. 1
morgun áttu sérfræðingar í
hegðunarmálum að ræða við
„drauginn" þvi ekki var ljóst
hvort undarleg hegðan hans
stafaði af andlegum heilsu-
bresti eða var gerð í þeim til-
gangi að hræða vegfarendur.
- ASt.
Vandræðaástand íhótelmálum, þegar risaþota bilaði:
Farþegar sváfu á bökkum
laugar og í veitingasölum
—fræg popphljómsveit meðal 340farþega íþotu Pan Am
sem lét fyrirberast í Kef lavík í nótt
Félagarnir Bobby LaKind og Tyrone Porter voru sæmiiega úthvíldir eftir nóttina á Loftleiðum. Þeir fengu loksins átta tima ótruílaðan
svefn (innfelida myndin).
Yfirfulit var á Hótei Loftleiðum í nótt vegna bilunarinnar í Boeing747 þotunni. Sumir urðu meira að segja að gera sér það að góðu að'
sofa á sundlaugarbakkanum.
„Þetta er eiginlega lán í
óláni. Ég fékk að sofa ótrufluð í
átta tíma í fyrsta skipti siðan
við lögðum upp í hljómleika-
ferðina, 29. júní,“ sagði Gail
Turner, yfirrótari bandarísku
hijómsveitarinnar . Doobie
Brothers. Hún og tveir hljóm-
sveitarmeðlimanna voru meðal
farþega Boeing 747 þotunnar
sem lenti á Keflavíkurflugvelli
i gær vegna bilunar i hreyfli.
Er Dagblaðið leit við á Hótel
Loftleiðum í morgun voru
bandarísku farþegarnir að risa
úr rekkju. Og þær rekkjur voru
svo sannarlega á undarlegum
stöðum margar hverjar. Leifs-
búð leit út eins og svefnskálií
farfuglaheimili og nokkrir
urðu að sofa á sundlaugar-
bakka hótelsins.
Þotan, sem er frá Pan Am
flugfélaginu, var að koma frá
London er bilunin varð. Þar
héldu Doobie Brothers síðustu
hljómleika sína eftir að hafa
ferðazt vítt og breitt um
Evrópu. 1 hljómsveitinni eru
sjö menn. Fimm þeirra urðu
eftir í London til að hvíla sig
eftir langa og stranga ferð.
Einnig þurftu þeir að huga
nánar að nokkrum hljóðupptök-
um sem voru gerðar á þremur
siðustu tónleikum hijóm-
sveitarinnar.
Gaii Turner tjáði Dagblaðinu
að óhappið með hreyfil Jumbo-
þotunnar væri ekki það fyrsta
sem henti Doobie Bros á ferða-
lagi sínu. Fyrir viku tafðist
hijómsveitin nokkrar klukku-
stundir i Bordeaux f Frakk-
landi vegna svipaðs atviks.
„I Bandaríkjunum höfum við
einkaþotu og síðan gamla DC 3
rellu undir hljóðfærin," sagði
Gail. Hún hefur unnið fyrir
hljómsveitir um nokkurt skeið,
fyrst með Jefferson Airplane
og síðar með Greatful Dead.
Starf hennar er margþætt. Hún
þarf að fylgjast með hversu
margir miðar seljast á hverja
hijómleika, sjá um allt baksviðs
og skipuleggja ferðir á milli
hljómleikahalla.
Um tíuleytið í morgun yfir-
gaf allur hópurinn Loftleiða-
hótelið. Doobie Brothers-
mennirnir Bobby LaKind og
Tyrone Porter voru seinir
niður en gáfu sér samt tíma til
að segja nokkur orð.
„Við gerðum góðan konsert í
Rainbow (i London) ogyfirleitt
var ferðalagið ágætt en alít of
langt,“ sagði Bobby. Hann var
DB-myndir: Bjarnleifur.
ánægður með að hafa fengið að
hvíla sig svolftið áður en hann
kæmi heim og varð himinlif-
andi þegar honum var sagt að !
aðeins þriggja til fjögurra tíma |
flug væri eftir.
Hann sýndi hokkurn áhuga á j
Islandi og sagði að umboðs-
maðurinn, sem einnig var með í
ferðinni, hefði spurzt fyrir um
landið. Hins vegar var hann
ekki alveg viss um hvort hann
væri nær vestur- eða austur-
strönd Bandaríkjanna.
Bobby var að lokum spurður
að þvi hvað Doobie Bros tækju
sér næst fyrir hendur.
„Við hvílum okkur vel á
eftir," svaraði hann, „og síðan
höldum við áfram. Doobies are
just allright, o yeah.“
-AT/-HP
Svona líta
amerískir
millarút!
Hverjum dytti i hug, að þetta
væri margmilljónari? Fróðir
menn um ameríska milljóna-
mæringa segja, að þvf lát-
iausari sem þeir séu í klæða-
burði þeim mun rikari séu
þeir. Alia vega virðast þeir
ekki eyða miklum peningum í
DB-myndir Bjarnleifur.
Ef BSRBferí
verkfall:
Engin lögregla,
ekkert útvarp
eða sjónvarp,
sjúkrahús í
lamasessi
— sjá bls. 5
Sauðfé allt
að þriðjungi
of margt
— og gróðri hnignar
nú í 13 sýslum
landsins
— sjá bls. 9
<
t
i